Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingólfur Jóns-son bygg-
ingameistari fædd-
ist í
Ytri-Skjaldarvík
22. júlí 1928. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 21. desem-
ber síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Bergvins Jóns-
sonar, f. 1893, d.
1979 og Kristínar
Margrétar Stef-
ánsdóttur, f. 1891, d. 1966. Ing-
ólfur ólst upp í Ytri-Skjaldarvík
ásamt bróður sínum Stefáni
Ólafi, f. 1920, d. 1990. Einnig
eignuðust foreldrar hans annan
son (Ingólf) sem var látinn þegar
Ingólfur fæddist. Fjölskyldan
fluttist til Akureyrar 1944 og bjó
þar upp frá því.
Hinn 6. ágúst 1954 kvæntist
hjóna ólst einnig upp systurdóttir
Huldu, Edda Ásrún Guðmunds-
dóttir, f. 1954, gift Árna Ragn-
arssyni, börn þeirra eru a) Lauf-
ey, sambýlismaður Kristinn,
dóttir þeirra er Hrefna Rán, b)
Heiðar, c) Ingvar og d) Gauti.
Ingólfur lærði húsasmíði og
vann við það alla tíð. Hann stofn-
aði í félagi við aðra fyrirtækið
Trésmiðjuna Reyni og rak hana í
40 ár eða allt þar til hann hætti
að vinna vegna heilsubrests. Ing-
ólfur var virkur í félagsstarfi og
starfaði hann í Meistarafélagi
byggingamanna um árabil og
sem formaður í 17 ár. Einnig sat
hann í framkvæmdastjórn Lands-
sambands iðnaðarmanna og hlaut
viðurkenningu fyrir störf sín þar.
Ingólfur var í Karlakórnum
Geysi í 30 ár og hin síðari ár
starfaði hann í Oddfellowregl-
unni á Akureyri. Árið 1993 veikt-
ist Ingólfur og náði sér aldrei að
fullu eftir það og síðastliðin 4 ár
hefur hann dvalið í Kjarnalundi.
Ingólfur verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ingólfur Huldu Egg-
ertsdóttur, f. 1935
og eignuðust þau
fjögur börn, þau eru;
1) Gréta Berg, f.
1954, gift Pétri Jó-
hanni Hjartarsyni,
sonur þeirra er Ing-
ólfur Þór, sambýlis-
maður Jón Múli. 2 )
Eva Þórunn, f. 1959,
gift Guðmundi Jó-
hannssymi, börn
þeirra eru a) Hulda
Sigríður, gift Gúst-
afi Antoni Ingasyni,
þau eiga tvö börn, Inga Hrannar
og Evu Karen, b) Freyja Dan, c)
Jóhann og d) Ágúst. 3) Hrefna
Laufey, f. 1965, gift Árna Sig-
urðssyni, börn þeirra eru Axel
Ingi og Rósa. 4) Eggert Þór, f.
1968, sambýliskona Júlía Björk
Kristjánsdóttir, dætur þeirra eru
Eva Laufey, Aldís Hulda og
Kristín Edda. Á heimili þeirra
Það var vorið ’75 sem ég kom fyrst
á Sólvellina, þar bjuggu Hulda og
Ingólfur sem síðar urðu tengdafor-
eldrar mínir. Fyrstu kynni mín af
tengdapabba sem oftast var kallaður
Ingi voru þau að ég sat við eldhús-
borðið seint að nóttu þegar Hulda og
Ingi komu heim af einhverri
skemmtun. Ég sat þarna í helgasta
reit fjölskyldunnar og var sem sagt
farinn að dinglast með dótturinni
henni Evu. Ingi var nokkuð ákveðinn
og vildi örugglega láta þennan dreng
vita að dóttirin færi ekki í hendurnar
á neinum „slordóna“, hann spurði
þungri röddu hvað þessar hárlýjur
niður á mitt bak ættu að fyrirstilla,
hvort ég gerði mér ekki grein fyrir að
hann myndi klippa mig í svefni ef ég
færi ekki sjálfviljugur í klippingu.
Eitthvað minnir mig að Ingi hafi
slakað á kröfunum um klippingu
þegar Hulda sagði að hann skyldi nú
hætta þessum derringi við strákinn.
Það kom glott á Inga þegar hann
sagði að þetta væri ekki búið, hann
myndi hafa samband við Jóa Gúmm
(hann pabba minn) og sjá hvernig
yrði tekið á þessum lubba. Aldrei
minntist pabbi einu orði á þetta en
þeir Ingi urðu mestu mátar eftir
þetta, sennilega er það ástæðan fyrir
því að ég fékk að eiga hana Evu
mína.
Fyrstu árin okkar Evu var ég mik-
ið á Sólvöllunum, við Ingi náðum vel
saman og urðum góðir vinir, aldrei
man ég eftir því að hann setti ofan í
við mig, við áttum oft góðar stundir.
Það var nefnilega stundum farið í
kjallarann á laugardögum og þá var
oft heldur hýrt yfir strákunum þegar
Hulda kallaði í mat. Kannski var Ingi
skammaður fyrir að gefa þessum
nýja tengdasyni brennivín, en hann
þurfti nú að vita hvað drengurinn
þyldi.
Ingi var þessi fullkomni tengda-
faðir, lánaði bílana, gaf peninga, tók
upp hanskann fyrir strákinn og var
bara einfaldlega alltaf tilbúinn að
hjálpa. Ekki reyndist hann síður
hjálplegur og uppörvandi þegar ég
stofnaði Straumrás með félaga mín-
um úr Slippnum. Ansi held ég að
margar „spýturnar“ hafi ekki verið
skrifaðar út. Það átti reyndar við um
ýmsa viðskiptavini Trésmiðjunnar
Reynis á þessum árum að Ingi taldi
sanngjarnt að sleppa nokkrum tím-
um eða efni svo reikningurinn yrði
nú ekki of hár. Hann sagið að hann
fengi þetta til baka einhvern tímann
en ekki held ég að það hafi nú ræst.
Mikill og tryggur vinskapur varð á
milli foreldra minna og Inga og
Huldu, þau urðu miklir ferðafélagar
og var gaman að ferðast með þeim.
Ég man allar ferðirnar sem við Eva
fórum með Inga og Huldu, alltaf var
jafn gaman að Inga, þægilegur, góð-
ur og alltaf stutt í grínið hjá honum.
Stundum þótti Huldu hann Ingi sinn
ansi „leiðinlegur“ þegar hann sat og
íhugaði, þá lá hann með brúnu augun
sín lokuð og hlustaði með passlega
mikilli nákvæmni, en hann var bara
að hvíla sig og tæma hugann sem er
hverjum manni nauðsynlegt eftir
amstur dagsins. Svo þegar hvíldinni
var náð var bara að fá sér magál eða
harðfisk, kannski eina kleinu með
smjöri og sultu fyrir svefninn. Því
miður fór það svo að Ingi gat ekki
fylgt okkur hinum eftir í dagsins
amstri, hann vildi ekki að fyrir sér
yrði haft, óskaplega var mikill missir
að honum Inga úr hinu daglega lífi.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gafst okkur, tengdapabbi. Hvíl í friði.
Guðmundur Jóhannsson.
Lífið er eins og gönguferð. Þegar
það leikur við okkur er gatan greið og
bjart fram undan en stundum er líka
á brattann að sækja. Nú hefur Ingi
lokið göngunni og hann fengið hvíld
eftir erfið veikindi síðustu ára. Ingi
var ekki aðeins föðurbróðir minn
heldur líka vinur. Hann var traustur
sem klettur og gott var að eiga hann
að. Ingi byggði Sólvelli 7 þar sem
hann og pabbi bjuggu með fjölskyld-
um sínum í tæp 40 ár. Þar var gott að
alast upp og öruggt skjól alla tíð. Ingi
og Hulda bjuggu á neðri hæðinni og
við uppi en alltaf vorum við velkomin
niður og aldrei var komið að tómum
kofanum þar, því Ingi var höfðingi
heim að sækja. Það voru ófá skiptin
sem Ingi og Hulda opnuðu heimili sitt
á Sólvöllunum fyrir vinum og sam-
starfsfólki og aldrei var neitt til spar-
að.
Nú, þegar ég er stödd á Kanaríeyj-
um og set þessi orð á blað er mér
hugsað til góðu áranna á Sólvöllunum
og hve margar góðar minningar ég á
um Inga. Mér kemur fyrst og fremst í
hug þakklæti fyrir að hafa átt Inga
fyrir vin alla tíð. Veikindi hans mörk-
uðu líf hans síðustu árin en vinátta
hans og tryggð við mig stóð alltaf
óhögguð.
Elsku Hulda, Gréta, Eva, Hrefna,
Eddi og fjölskyldur, Guð veri með
ykkur á þessari stundu. Með kærri
kveðju frá fjölskyldu minni,
Kristín María.
Elsku besti afi Ingi, við kveðjum
þig og vitum að nú líður þér vel og ert
farinn að syngja á ný. Þú varst svo
sérstakur á marga vegu, þú söngst og
ortir og sást meira en við hin, borð-
aðir alls kyns góðan mat í furðulegum
samsetningum og fékkst „mafíósa-af-
slátt“ á Sikiley en umfram allt varstu
yndislegur maður. Þú gast alltaf
hlustað og hafðir alltaf tíma til að vera
með okkur í ró og næði. Þú passaðir
Huldu á skrifstofunni þegar mamma
byrjaði að vinna hjá þér á Trésmiðj-
unni Reyni og gafst þér tíma til að
passa Ágúst þar til hann komst að hjá
dagmömmu.
Við munum líka eftir skemmtileg-
um utanlandsferðum og frábærum
sumarbústaðarferðum hér innan-
lands. Þá sast þú venjulega við grillið
og passaðir að allir væru vel mettir og
ánægðir. Þú vildir alltaf skaffa vel og
vildir að allir fengju eins og þeir ósk-
uðu sér. Þegar líða tók á kvöldið tókst
þú lagið og oftar en ekki var afi Jói
með þér og þið heilluðuð alla upp úr
skónum.
Þú varst svo myndarlegur og
glæsilegur og aldurinn fór þér vel.
Við rúmið ykkar ömmu er mynd af
þér á þrítugsaldri þar sem þú lítur út
eins og kvikmyndastjarna og við sem
eftir lifum njótum þessara góðu gena
og mörg okkar höfum erft þessi fal-
legu brúnu augu sem heilluðu svo
marga.
Þú og amma Hulda virtust vera
eins ólík og dagur og nótt, þú svona
rólegur og dulur en hún svona opin
skellibjalla. Þið jöfnuðuð hvort annað
út og í okkar augum pössuðuð þið
saman eins og hanski og hönd. Amma
Hulda er stórkostleg kona og við
skiljum vel hvernig þú elskaðir hana
og dáðir. Hún hefur misst mikið en
jafnfram átt mikið með þér og þessari
frábæru fjölskyldu sem þið hafið
eignast í gegnum árin. Það er því ekki
skrítið að fyrstu barnabörnin fengu
nöfnin Hulda og Ingólfur.
Síðustu árin varstu ekki eins og við
munum eftir þér. Þú varst lasinn og
það líkaði þér ekki vel, þú vildir ekki
láta okkur hafa mikið fyrir þér og
baðst því ekki um mikið. Það var samt
aldrei langt í skarpan huga og háðs-
legt grín sem féll okkur vel.
Nú ertu kominn á betri stað með
vinum og ættingjum sem hafa kvatt
okkur og nú líður þér vel. Þegar við
sátum saman um daginn hjá ömmu og
vorum að undirbúa jarðarförina þína
las Gréta fyrir okkur ljóð eftir Davíð
Stefánsson, uppáhalds skáldið þitt,
sem endaði á svo fallegri línu. Okkur
finnst því viðeigandi að enda þessa
kveðju á þeim orðum, hvíldu í friði og
njóttu þess að geta sungið á nýjan
leik „í söng og leik lifir minning þín“.
Hulda, Freyja, Jóhann og Ágúst.
Ingólfur Jónsson
✝ Ingvar Breið-fjörð fæddist í
Reykjavík 1. janúar
1930. Hann lést á
heimili sínu, Skóla-
stíg 16 í Stykk-
ishólmi, 19. desem-
ber síðastliðinn.
Hann var sonur Jó-
hönnu Kristínar
Jónasdóttur, f. í
Bjarneyjum á
Breiðafirði 2. sept-
ember 1894, d. 15.
mars 1972 og Boga
Guðmundssonar, f.
21. janúar 1877, d. 20. maí 1965.
Ingvar og Kristján tvíburabróðir
hans voru næst yngstir fimm barna
Jóhönnu Kristínar, elst var Ragn-
heiður Blöndal Björnsdóttir, f. 1.
Kristinn, f. 6.8. 1954, sambýliskona
Kolbrún Jónsdóttir, f. 20.11. 1960.
Páll á þrjá syni með fyrrverandi
eiginkonu sinni Hönnu Lóu Krist-
insdóttur, f. 23.11. 1958. Þeir eru
Kristinn Ingvar, Marinó Fannar og
Ingólfur Steinar. 3) Atli Már, f.
28.3. 1959, sambýliskona Sesselja
Eysteinsdóttir f 27.8. 1961. Atli á
tvö börn með fyrrverandi eig-
inkonu sinni Jóhönnu Bjarnadótt-
ur, f. 30.10. 1958, Helgu Rósu og
Hákon Örn og eina dóttur með
Ingibjörgu Rósu Ólafsdóttur, f.
1.11. 1970, Hrafnhildi Ósk. Fóst-
urdóttir Ingvars og Helgu er
Hrefna Jónsdóttir, f. 24.11. 1950,
maki Gunnar Ólafsson, f. 17.12.
1948. Þau eiga fjögur börn, Eyrúni
Helgu, Vilborgu Ólöfu, Jón Þór og
Heiðdísi Lind. Barnabarnabörnin
eru átta.
Útför Ingvars verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
október 1921, d. 1.
apríl 1992, síðan
Hulda Moul Þorvarð-
ardóttir, f. 18. ágúst
1924, d. 27. ágúst
1958, þá Ingvar og
Kristján tvíburabróð-
ir hans, f. 1. janúar
1930, d. 30. sept-
ember 1996 og yngst
var Svanhvít Páls-
dóttir, f. 20. júní 1936,
d. 26. október 1998.
Eiginkona Ingvars
er Helga Magðalena
Guðmundsdóttir, f.
21. september 1932. Börn þeirra
eru: 1) Skúli Guðmundur, f. 24.3.
1953, maki Brynja Harðardóttir, f.
9.3. 1960. Börn þeirra eru Ingvar
Breiðfjörð og Harpa Dröfn. 2) Páll
Nú hefur þú fengið hvíldina,
elsku pabbi minn. Mig langar að
setja hér nokkur orð á blað og
minnast þeirra góðu stunda sem þú
gafst okkur bræðrunum og einnig
Hrefnu fósturdóttur ykkar, Hrefnu
systur eins og við köllum hana, sem
kom til okkar þegar móðir hennar
lést.
Þú kunnir hvergi betur við þig en
við Breiðafjörðinn, varst oft með
hugann við eyjarnar og lífið þar og
alltaf áttir þú bát á meðan þú hafðir
heilsu til og það var mjög gaman að
fara með þér á sjóinn. Tvennt kem-
ur fyrst upp í hugann, er annars er
það vegar þegar við fórum á hauka-
lóð og vorum að draga línuna inn og
fengum svo stóra lúðu að við vorum
nánast í vandræðum að koma henni
upp í bátinn, en við fundum ekkert
fyrir henni fyrr en hún var komin
upp að bátnum. Þú reyndar fékkst
mjög stóra lúðu seinna og birtist
mynd af þér í blöðunum af því til-
efni. Þú þurftir að kalla eftir aðstoð
næsta báts til að koma henni upp í
bátinn. Hitt sem kemur upp í hug-
ann er þegar þú fórst með okkur og
barnabörnin þín nokkur út á sjó og
þau veiddu sinn fyrsta fisk og það
var nú aldeilis upplifun fyrir þau.
Eins þegar þú sigldir með þau í öld-
una og lést gusurnar ganga yfir þau
og það varð að þvo öll fötin af þeim
þegar þau komu heim til ykkar
mömmu. Þetta fannst þeim mjög
gaman. Eins þegar við vorum litlir
bræðurnir og við bjuggum á Skúla-
götu 13 og þú varst að keyra. Þá
fengum við að fara með þér á flutn-
ingabílnum og oft að vera aftur í
kassanum sem okkur fannst mjög
spennandi og við vorum að reyna að
fylgjast með hvert þú værir að fara.
En ég man að ég vildi fá að fara
með þér suður þegar skipt var yfir í
hægri umferðina en þú vildir ekki
að ég færi með fyrr en í næstu ferð.
Ég man að á leiðinni suður í þeirri
ferð fórstu af gömlum vana tvisvar
vinstra megin þar sem var tvískipt
á blindhæð. Þú varst að hlusta á út-
varpið og hafðir ekki hugann við
aksturinn, en sem betur fer var
enginn á ferðinni á sama tíma yfir
hæðina.
Það var nú alltaf svo gott að
koma til ykkar mömmu og þið pöss-
uðuð Ingvar og Hörpu oft fyrir okk-
ur Brynju þegar við þurftum á að
halda og þá höfðuð þið nú gott lag á
þeim. Þið Brynja, konan á sloppn-
um eins og þú kallaðir hana oft,
rædduð nú um ýmislegt og hún var
nú stundum að kýta eða skammast í
þér, en hún vissi að þú hafðir gam-
an af því.
Ég man líka eftir þegar ég fékk
að vinna með þér þegar þú varst
farinn að vinna hjá Símanum og við
fórum margar ferðirnar á Austin
Gipsy-jeppanum að leita að bilunum
á símalínunum og þá fékk ég nú oft
að keyra hann þó ég væri ekki kom-
inn með bílpróf og það var mjög
gaman enda held ég að við bræð-
urnir búum vel að því sem þú
kenndir okkur um akstur bíla og að
viðhalda þeim. En stundum var ég
nú hræddur um að þú dyttir niður
úr staurunum þegar þú þurftir að
fara þar upp til að lagfæra það sem
hafði slitnað. Oft varstu kallaður út
eftir að endurvarpsstöðin fyrir sjón-
varpið kom og eitthvað bilaði og þú
varðst að fara strax að gera við og
fór ég margar ferðirnar með þér
þangað uppeftir og eins inn á
Skúlagötuna. Ég hef einmitt oft
hugsað að ef ég hefði ekki farið í
Samvinnuskólann á Bifröst hefði ég
líklega annaðhvort lært bifvéla-
virkjun eða símvirkjun enda kennd-
ir þú okkur mörg handtökin á þeim
sviðum sem við búum að í dag. Þú
baðst mig fyrir nokkru um að klára
eitt atriði fyrir þig, en því miður
tókst það ekki áður en þú kvaddir
okkur, en ég vissi hvað þú ætlaði að
gera við það svo ég get vonandi á
næstunni klárað það fyrir þig og
komið því þangað sem þú vildir. En
ég ætla að láta hér staðar numið
með þessum fáu orðum og við
Brynja, nafni þinn og Harpa þökk-
um þér fyrir allar góður samveru-
stundirnar og við vitum að þú ert
nú á góðum stað og hvíldinni feg-
inn. Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Þinn sonur
Skúli.
Ingvar Breiðfjörð lést hinn 19.
desember sl. og vil ég minnast hans
og þakka honum vináttu liðinna ára.
Við unnum saman í um 30 ár við
Póst- og símaþjónustuna í Stykk-
ishólmi. Ingvar sá um að leggja
síma í heimahús og viðhald á síma-
línum.
Þegar ég tók við stofnuninni árið
1954, var ennþá handvirki síminn
og tækninni hafði lítið farið fram á
þeim tíma. Símstöðin var enn í litlu
húsi við Aðalgötuna og þar hafði W.
TH Möller verið stöðvarstjóri í 40
ár.
Ég man að eftir lokun símans á
kvöldin þurfti ég að hafa skipti-
borðið á náttborðinu heima hjá mér
til að senda veðrið, tengja símann
milli læknis og sjúkrahússins. Allar
línur voru á staurum. Þegar stór-
viðri geisuðu flæktust símalínur oft
saman og sambandslaust varð. Þá
þurfti að greiða flækjuna og þá kom
kunnátta og vandvirkni Ingvars að
góðum notum. Stundum biluðu
símalínur upp um sveitina og þá
varð viðgerðarmaður að fara af stað
hvenær sem kallað var og koma
þeim í lagi. Þá þurfti stundum að
klífa upp í staurana og ekki gleym-
ast mér „símaskórnir“ sem þurfti
að nota til að komast upp.
Ingvar sá um allt viðhald á síma-
línum og að leggja símalínur til
nýrra notenda. Hann var sérlega
nákvæmur í starfi og þekkti það út
í æsar. Hann var duglegur að
ganga með línunum og alltaf tókst
honum að koma öllu í gott horf,
þegar þurfti mest á að halda. Við
mátum hvor annan mikils og við-
skiptamenn Símans voru ánægðir
með hve alltaf var brugðist vel við
þegar eitthvað fór úrskeiðis.
Þegar svo sjálfvirka símkerfið
var tekið í notkun var Ingvar fljótur
að tileinka sér það. Þeim tímamót-
um fögnuðum við báðir.
Það var mér mikils virði sem
stöðvarstjóra að hafa jafn laghent-
an mann og Ingvar við hliðina. Ég
minnist alls samstarfs okkar með
ánægju, þar bar engan skugga á.
Hann var tryggur mínu heimili.
Góður og samviskusamur dreng-
skaparmaður hefir hvatt.
Ég bið honum alls hins besta á
nýjum vettvangi og þakka sam-
starfið. Fólki hans sendi ég mínar
einlægustu samúðarkveðjur.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Ingvar Breiðfjörð