Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 43
✝ Kolbrún Agn-arsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 28. ágúst 1954. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigmundur Agnar Júlíusson, verka- maður og bóndi í Bursthúsum, f. í Fálkhúsum 10. des- ember 1903, d. 19. janúar 1979, og Kristín Ingibjörg Sigurðardóttir, húsfreyja, f. í Stekk við Hafn- arfjörð 17. maí 1907, d. 17. júlí 1976. Móðurforeldrar Kolbrúnar voru Sigurður Magnússon, d. 18. september 1936, og Helga Eiríks- ber 1950, maki Gunnlaugur Karl Guðmundsson. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Guðrún Ólöf Agnarsdóttir, f. 6. febrúar 1952, maki Baldur Sævar Konráðsson. Guðrún á einn son og eitt barna- barn. Kolbrún eignaðist eina dóttur, Önnu Kristjönu, f. 22.2. 1973, barnsfaðir Egill Eyfjörð, f. 26. apríl 1952, og eitt barnabarn, Kolbrúnu Júlíu Guðfinnsdóttur Newman, f. 22.7. 1998. Kolbrún ólst upp til 16 ára aldurs í Sandgerði, en hún flutti með fjöl- skyldu sinni að Sunnubraut 8 í Keflavík 1970. Hún bjó í Keflavík alla tíð síðan og síðustu árin að Vatnsholti 9b í Reykjanesbæ. Kol- brún vann skrifstofu- og stjórn- unarstörf alla sín tíð, í 29 ár hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, og hjá Hagkaupum í fimm mánuði. Útför Kolbrúnar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. dóttir, d. 22. desem- ber 1944. Föðurfor- eldrar hennar voru Júlíus Helgason, d. 23. júní 1948, og Agnes Ingimund- ardóttir, d. 13. maí 1945. Kolbrún var yngst sex systra. Hin- ar eru: 1) Svanhildur Kjær, f. 28. janúar 1943, maki Stefán Haraldsson og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. 2) Lilja Agnarsdóttir Lysaght, f. 10. febrúar 1946, maki Jerry Lysaght, þau eiga tvær dæt- ur og sex barnabörn. 3) Helga Agn- arsdóttir Kitzmiller, f. 17. desem- ber 1947. Hún á eina dóttur. 4) Agnes Agnarsdóttir, f. 14. desem- Elsku mamma. Nú ertu farin frá og söknuðurinn er mikill. Margar minningar koma þó upp í hugann sem verða varðveittar í hjarta mínu, alltaf. Ég er búin að hugsa svo mikið um allar útilegurnar okkar, sem við fór- um yfirleitt þrjár saman í, ég, þú og gullið okkar, hún Kolbrún Júlía. Hringferðin um landið okkar fagra, hinir ýmsu staðir sem við stoppuðum á og svo Þingvellir þar sem við áttum alltaf góðar stundir. Við töluðum svo oft um hvað það væri gott að vera þar, hvað við værum í miklum tengslum við náttúruna þar. Margar minningar eru til staðar, þú varst svo dugleg að taka mig með í hinar ýmsu ferðir þegar ég var barn. Takk fyrir það. Takk fyrir allar minningarnar sem ég á núna, þær eru ómetanlegar. Mamma mín. Þú kenndir mér svo ótal margt. Þú kenndir mér meðal annars að fjölskyldan var alltaf í fyr- irrúmi, örlæti, væntumþykju og að vera trúr sjálfum sér. Takk fyrir það og allt hitt sem þú kenndir mér. Þú hefur alltaf haft fulla trú á mér og hjálpað mér í gegnum tíðina, sýnt mér styrk þinn og staðfestu og um- fram allt ást þína á mér og minni elskulegu dóttur. Þú dekraðir við okkur eins og þér var einni lagið. Ég sakna þess mikið, að hafa þig ekki ennþá til þess að dekra við okkur og styðja okkur í daglegu lífi. Ég sakna þess einnig að geta ekki talað við þig um daginn og veginn í gegnum sím- ann eins og við gerðum oft. En við getum þó enn talað saman, bara á annan hátt. Núna í dag ákvað ég að draga spjald úr „Orð Guðs til þín“ úr Biblí- unni og þar kom: „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ (Róm. 6:23) Þetta eru sönn orð. Þú hefur hafið eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Þú hefur fundið þitt frelsi eftir bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Þú barðist hetjulega eins og þér var einni lagið, en ert núna frjáls í ríki Drottins. Mamma mín, ég kveð þig með þessum orðum, með fullan hug af minningum um þig og fullt hjarta af ást til þín. Takk fyrir að vera þú. Ég elska þig. Þín dóttir, Anna Kristjana. Elsku amma mín. Ég vona að þér líði vel núna, ég sakna þín svo mikið. Þú vekur mig, faðir, til nýs dags. Það er þér að þakka að hjarta mitt slær. Hjálpaðu mér að lifa í dag að vilja þínum. (Margareta Melin) Ég elska þig, amma mín, og kveð þig með þessari bæn sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín ömmustelpa, Kolbrún Júlía. Samferðakona mín og vinkona Kolbrún Agnarsdóttir er dáin eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Kollu fyrir tæpum 30 árum þegar ég fór að vinna á Keflavíkurflugvelli. Þá myndaðist vinskapur með okkur Kollu sem rofnaði aldrei. Við áttum það sameiginlegt að við vorum báðar einstæðar mæður sem vildum skapa börnum okkar gott líf og góða fram- tíð og unnum hörðum höndum að því. Þegar við vorum farnar að hafa það gott fórum við í margar utanlands- ferðir saman. Á veturna höfðum við það að venju að fara tvær til þrjár ferðir í leikhús sem okkur báðum fannst gaman. Kolla var mikil útivistarmann- eskja og leið aldrei betur en þegar hún var að ganga upp um fjöll og firnindi. Henni leiddist aldrei úti í ís- lenskri náttúru og átti ekki orð til að lýsa allri þeirri fegurð sem hún drakk í sig í þessum ferðum. Kolla gekk til liðs við Lionessu- klúbb Keflavíkur árið 1995, sinnti starfi ritara og var í fjáröflunar- nefnd. Hún var mætingastjóri á síð- asta starfsári. Þar sýndi hún dugnað sinn og traust í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún vann mikið og vel, hvort sem það var í stjórn, nefndum eða vinnu við fjáröflun. Við eigum eftir að sakna nærveru hennar og krafta um ókomin ár. Það var gaman og gott fyrir okkur allar að hún skyldi komast á fyrsta fund ársins þó hún væri orðin mikið veik. Haustið 2005 varð hún fyrir því þunga áfalli að henni var sagt upp vinnunni eftir tæplega 30 ára starf. Hún gafst ekki upp, sótti tölvu- námskeið og fékk vinnu á skrif- stofum Hagkaupa. Þar vann hún í fimm mánuði og mjög veik síðustu vikurnar. Má segja að hún hafi vart getað haldið sér uppi en ekki missti hún dag úr vinnu. Það var mikið áfall þegar hún greindist seint í sumar með þann illvíga sjúkdóm sem á end- anum hafði betur en hún tók þessu af stökustu ró og æðruleysi, var full bjartsýni og barðist hetjulega. Kolla mín, ég er svo glöð að hafa getað orðið að liði og stutt þig og Önnu í veikindum þínum. Við áttum oft góðar stundir saman áður en þú varðst að leggjast inn á sjúkrahúsið. Lífið hafði ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Kollu, en síðustu árin fór hún í gegnum mikla sjálfsskoðun og sagði mér að hún væri búin að gera upp allt úr sinni fortíð, var sátt og búin að fyrirgefa allt og öllum. Ég verð þér ávallt þakklát fyrir vinskapinn. Ég gat alltaf sagt þér alla hluti og vissi að algjör trúnaður ríkti milli okkar. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég sat ein hjá þér kvöldið áður en þú kvaddir og að geta haft tækifæri til að segja þér að ég mundi alltaf líta eftir Önnu einkadóttur þinni og Kolbrúnu litlu og þú þyrftir ekki að hafa áhyggjur af þeim. Elsku Anna mín og Kolbrún, ég veit að sorg ykkar og söknuður er mikill en við verðum að hugga okkur við að nú er hún laus við þjáningar. Minning hennar mun lifa um ókomin ár. Systrum Kollu og öðrum aðstand- endum votta ég alla mína samúð og bið góðan Guð að hjálpa ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Ég kveð þig að sinni – takk fyrir allar samverustundirnar. Hvíldu í friði, kæra vinkona. Særún Ólafsdóttir. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, líf og blöð niður lagði,– líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Látin er ein af félagskonum okkar í Lionessuklúbbi Keflavíkur, Kol- brún Agnarsdóttir. Vil ég fyrir hönd okkar félagskvenna þakka henni samverustundir og samstarf síðast- liðin ár. Hún tók virkan þátt í félags– og líknarstörfum okkar, sat í stjórn klúbbsins og nefndum. Um leið og við kveðjum þig, kæra Kolla, vottum við ástvinum þínum dýpstu samúð. Hvíl í friði. Minningin lifir í huga lifenda. F.h. Lionessuklúbbs Keflavíkur, Hulda Matthíasdóttir, formaður. Kolbrún Agnarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 43 Elsku stóri frændi, nú ert þú kominn til pabba og hann pass- ar þig. Ég ætla alltaf að knúsa Glóð þegar henni líður illa þegar við erum í leikskólanum. Bless Jónsi frændi. Thelma Lind Pálsdóttir. Elsku Jónsi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og sérstaklega prakkaraskapinn. Ég brosi yfir honum núna. Kveðja, Axel Elsku Jónsi frændi. Þú varst góður, fyndinn, skemmtilegur. Ég mun sakna þín svo mikið, elsku frændi. Ég mun hugsa mikið til þín og pabba. Passaðu hann vel fyrir mig. Ég á eftir að hugsa vel um fjöl- skylduna þína. Kær kveðja. Elvar Orri Pálsson. Sit ég hér og hugsa til þín. Já og færist bros yfir varir mínar. Það er ekki hægt að verjast brosi þegar hugsað er til þín. Þú þessi stóri sterki maður, með hjarta úr gulli. Dugmikill og vannst hörðum hönd- um af því sem þú áttir. Ást þín á Selmu var óendanleg, hugur þinn var hennar. Þú lifðir fyrir Selmu og stelpurnar þínar. Þegar ég horfi í augun á þessum yndislegu stelp- um sé ég stelpur sem endurspegla ótakmarkaða föðurást. Þær dáðu þig og sagði sú stutta „pabbi minn er sterkari en Guð!“ og það meinti hún og trúði. Máney sagðist aldrei geta eignast kærasta því enginn gat unnið pabba hennar í sjómann. Þetta voru kröfur þínar um verð- andi mannsefni hennar. Það voru glettilegar kröfur því ef það var eitthvað sem þú varst viss um, þá voru það kraftar þínir. Þú varst hrókur alls fagnaðar og hvað sem var í gangi þá mættir þú á svæðið. Þig vantaði aldrei. Þú varst ávallt fyrstur á svæðið með litlu skvís- urnar þínar og hundana. Þú varst stór hlekkur í okkar samfélagi. Þú varst svo mikill stríðnispúki. Enginn var óhultur og enginn kynntist þér án þess að fá smá- skerf af púkanum sem ljómaði svo skemmtilega inni í þér. Skemmti- legast fannst þér þó að gera at í krökkunum, það var eins og þú umturnaðist í risastórt barn sjálf- ur. Þú varst svo mikið æði og það er svo sárt að sjá á eftir þér. Þú varst mikill vinur og leyfðir manni alveg að vita af því. Athygli var ekkert sem vafðist fyrir þér, þú mættir á svæðið og athyglin var þín. Okkur þótti þú fyndinn en engum fannst þú eins fyndinn og þér sjálfum og það var það ynd- islegasta við þig. Allir voru vinir þínir og þú komst vel fram við alla og dæmdir engan af kápunni. Þannig varst þú og þið skötuhjú. Svo opin og yndisleg og dyr ykkar stóðu ávallt opnar fyrir öllum. Ekkert verkefni var of stórt né of lítið fyrir þig og það vafðist ekkert Jón Helgason (Jónsi) ✝ Jón Helgason,Jónsi, fæddist í Keflavík 26. maí 1975. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 1. des- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju 8. desem- ber. fyrir þér. Mér verður ávallt minnisstætt þegar ég lá rúmföst heima og Selma ákvað að ég kæmi til ykkar í „pössun“. Þú komst askvaðandi inn til mín, sóttir mig upp í rúm og hélst á mér út í bíl og heim til ykkar. Mér er plant- að í sófann og þú varst hjúkkan mín þann daginn. Lagaðir koddann minn, færðir mér drykki, hélst á mér til borðs og skarst ofan í mig matinn og mataðir mig. Þú færðir mér hvolp- inn minn sem ég var búin að velja mér, sem var aðeins vikugamall. Nú liggur þessi yndislegi hundur við fætur mér. Þú varst mjög stolt- ur af ræktun þinni og er gullmol- inn minn alveg lýsandi dæmi í þeim málum. Zorba, þessi vöðvakl- umpur, lýsandi blíða, Castró, þetta yndislega saklausa dýr. Margt var líkt með þér og hundunum þínum. En nú ertu kominn í betri heim og þótt sárt sé að horfa á eftir þér veit ég að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú kyssir litlu Ísól þína á kinn núna og passar hana í traustum faðmi. Elsku Selma, Máney og Glóð. Þið eruð mér svo mikið og vona ég að lífið gefi ykkur vonir um bjart- ari framtíð. Helgi, Júlía og börn, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Elsku Jónsi, þín verður sárt saknað en minning þín mun lifa vel og lengi í hjarta mínu. Þín vinkona Halla Guðbjörg Þórðardóttir. Elsku Jónsi minn, nú ert þú far- inn. Ekki óraði mig fyrir að þetta færi svona. Þessi stóri og mikli maður. En svona er þetta blessaða líf. Jónsa kynntist ég þegar ég var 14 ára og þá var ýmislegt brallað en svo þegar leið aðeins á seinni tíma og Jónsi búinn að kynnast henni Selmu sinni og kominn frá Danmörku þá varð vinskapurinn mikill hjá Palla og Jónsa og einnig hjá mér og Selmu og börnunum okkar. Minnisstæðast var ferð sem við fjögur fórum til Krítar sumarið 2003, það var æðisleg ferð og mik- ið brallað, þó sérstaklega hjá Jónsa og Palla en eins og það er skrítið þá eru þeir báðir farnir í dag, en ég og Selma eigum góðar minningar um þá sem við geymum í hjörtum okkar. Jónsi var mjög fyndinn, stríðinn og alveg eins og segulstál á fólk, hann þekkti endalaust af fólki. Hann var börnum mínum stoð og stytta þegar þau misstu pabba sinn og þó sérstaklega yngri stráknum og lét hann alveg vita af því að hann væri besti frændi sinn og það fannst honum ekki slæmt og kallaði hann massaða rugludall- inn, því Jónsi hafði mjög gaman af því að stríða honum. Einnig minn- ist ég þess þegar við fórum í ferða- lag og Jónsi tók með sér star- raunga og þurfti ég að finna til barnamauk svo hann gæti gefið honum að borða. Alltaf datt þér eitthvað í hug til að bralla og ég er alveg sannfærð um að þú haldir því áfram með frænda þínum. En til eru endalausar minningar um þig, elsku Jónsi minn, og þær geymi ég vel og brosi yfir. Elsku Selma mín, mikið er þetta skrítið, við báðar vinkonurnar, en þetta er víst lífið, meira á suma lagt en aðra. Selma mín, Máney, Glóð og aðrir aðstandendur, þetta eru erfiðir dagar. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð, og Selma mín, mundu, ég stend við hlið þér og við getum þetta saman. Kveðja, Olga Sif og börn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í sorg okkar og sýndu með margvíslegum hætti samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eigin- manns míns og vinar, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐLAUGS BENEDIKTS ARNALDSSONAR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólksins á deild 11E á Landspítalanum, líknardeild Landspítalans í Kópavogi og heimaþjónustu Karítasar. Einnig til Oddfellow bræðra og að ógleymdum okkar traustu vinum. Sá sómi sem hinum látna var sýndur gleymist aldrei. Guð blessi ykkur öll. Karlotta Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.