Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 47
FRÉTTIR
Jarðhitaskóli Háskóla Sam-einuðu þjóðanna hélt nýlegafimm daga námskeið í ElSalvador fyrir yfirmenn
orku- og umhverfisráðuneyta,
stjórnendur raforkufyrirtækja og
rannsóknarstofnana og helstu jarð-
hitasérfræðinga El Salvador, Ník-
aragva, Kostaríku og Gvatemala.
Samkvæmt upplýsingum Ingvars
Birgis Friðleifssonar, forstöðu-
manns Jarðhitaskólans, voru þátt-
takendur liðlega fimmtíu og flestir
frá löndunum fjórum, en auk þess
voru fyrirlesarar frá Íslandi,
Bandaríkjunum, Filippseyjum,
Ítalíu, Kenía og Mexíkó. Meðal fyr-
irlesara voru níu fyrrum nemendur
Jarðhitaskólans, en alls hefur skól-
inn útskrifað 43 jarðhitafræðinga
frá Mið-Ameríkulöndunum fjórum.
Margir þeirra gegna lykilhlutverk-
um í sínum heimalöndum.
Námskeiðið var haldið í San
Salvador í samvinnu við LaGeo,
orkufyrirtæki í El Salvador
(www.lageo.com.sv). Námskeiðið er
hið fyrsta í röð námskeiða sem
haldin verða í Mið-Ameríku á
næstu árum á vegum Jarðhitaskól-
ans. Sams konar námskeið var
haldið í Kenía í nóvember 2005 fyr-
ir Austur-Afríkulönd. Annað nám-
skeiðið (10 dagar) fyrir Afríkulönd
var haldið í Kenía í nóvember sl.
Á næsta ári hefjast í Kína árleg
námskeið fyrir Asíulönd í beinni
nýtingu jarðhita og árið 2008 í nýt-
ingu jarðhita til raforkuframleiðslu
í Indónesíu eða Filippseyjum.
Námskeiðin eru framlag Íslands til
Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna um baráttu gegn fátækt
og sjálfbæra nýtingu náttúruauð-
linda.
Fá 12% raforkunnar
úr jarðhita
El Salvador, Nikaragva, Kosta-
ríka og Gvatemala fá 12% heild-
arraforku sinnar úr jarðhita. Sam-
eiginlega fá löndin 48%
raforkunnar úr vatnsaflsvirkjun-
um, en 40% raforkunnar eru fram-
leidd í dísilrafstöðvum. Vatnsafl
landanna er að mestu beislað
(nema í Níkaragva) en aðeins um
tíundi hluti orkuforða háhitasvæð-
anna virkjaður. Mikill áhugi er í
löndunum á að auka raforkufram-
leiðslu á jarðhitasvæðum og draga
þannig úr raforkuframleiðslu með
innfluttri olíu, sem bæði er dýr og
mengandi,
Varaforseti El Salvador, Ana
Vilma Albanez de Escobar, setti
námskeiðið og ræddi um mikilvægi
þess að tryggja 40 milljón íbúum
Mið-Ameríku hreina orku á hag-
kvæmu verði, draga þannig úr fá-
tækt og bæta kjör fólksins. Jafn-
framt benti hún á mikilvægi þess
að draga úr loftmengun með því að
nýta hreina og sjálfbæra orkulind
eins og jarðhita.
Yolanda de Gavidia, viðskipta-
ráðherra El Salvador, Cristobal
Sequeira, umhverfisráðherra Ník-
aragva, og Luis Ortiz, námu- og
orkumálaráðherra Gvatemala
fluttu einnig ræður á fyrsta degi
námskeiðsins.
El Salvador var fyrsta landið í
Mið-Ameríku til að virkja jarðhita
til raforkuframleiðslu. Fyrsta jarð-
gufuvirkjunin tók til starfa árið
1975 og gegndu verkfræðingarnir
Sveinn S. Einarsson og Ísleifur
Jónsson mikilvægum hlutverkum
við stjórnun rannsókna og borana
við undirbúning virkjunarinnar.
Þeir störfuðu um margra ára skeið
í jarðhitaverkefnum á vegum Þró-
unarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna og raunar margir Íslendingar
í skemmri tíma. Um 22% raforku í
El Salvador eru nú framleidd með
jarðhita og tvær nýjar virkjanir í
byggingu. Íslenska fyrirtækið
Enex hf. er að byggja aðra stöðina.
Nýting jarðhita innan þjóð-
garða og friðlanda
Eitt aðalumræðuefni námskeiðs-
ins var nýting jarðhita innan og á
jöðrum þjóðgarða og friðlanda,
með sérstakri áherslu á umhverf-
issjónarmið. Að tilhlutan Samein-
uðu þjóðanna varð mikil vakning í
rannsóknum og nýtingu jarðhita í
Mið-Ameríku á sjöunda, áttunda og
níunda áratugnum þegar olíuverð á
heimsmarkaði margfaldaðist og
hélst hátt. En með lækkun olíu-
verðs og stöðugleika á tíunda ára-
tugnum dró úr nýframkvæmdum á
jarðhitasvæðum og olíukynt orku-
ver voru byggð til að mæta vaxandi
raforkuþörf. Á sama tíma voru stór
landsvæði í Mið-Ameríku friðlýst
sem þjóðgarðar og friðlönd, bæði
regnskógar og eldfjallasvæði.
Fljótlega eftir aldamótin, þegar ol-
íuverð tók að hækka verulega í
tengslum við alþjóðleg hryðjuverk
og pólitískan óróa í Mið-Austur-
löndum, voru rannsóknaskýrslur
og áætlanir um virkjun jarðhita-
svæði teknar fram á ný í löndum
Mið-Ameríku. Þá kom í ljós að
mörg af öflugustu jarðhitasvæðum
landanna höfðu verið friðlýst.
Lögum var breytt nú í haust í
Níkaragva þannig að undanþága er
gefin til vinnslu jarðhita innan
þjóðgarða og friðlanda, enda skuli
fyllsta aðgát höfð við framkvæmdir
til að neikvæð umhverfisáhrif
virkjananna verði sem minnst og
minni en loftmengunin sem olíu-
kynt orkuver valda. Um 70% raf-
orku í Níkaragva eru framleidd
með innfluttri olíu, mest svartolíu.
Um 25% lands í Kostaríku hafa
verið friðlýst, þar á meðal svæði
þar sem jarðgufuvirkjun tók til
starfa á níunda áratugnum. Þar
eru framleidd rúm 15% af raforku
þjóðarinnar. Uppsett afl virkjunar-
innar er 163 MW, en rannsóknir
benda til að jarðhitasvæði landsins
standi undir a.m.k. 800–900 MW
afli. Lagafrumvarp er til kynningar
í þingi Kostaríku þar sem gert er
ráð fyrir að heimila starfrækslu
jarðgufuvirkjana innan eða á jöðr-
um þjóðgarða og friðlanda í sam-
ræmi við sjónarmið samtímans um
hreina og sjálfbæra orku. Sam-
kvæmt núgildandi lögum er ein-
ungis hægt að mæta vaxandi raf-
orkuþörf í Kostaríku með
olíurafstöðvum. Um 80% rafork-
unnar eru framleidd í vatnsafls-
stöðvum, en frekari bygging vatns-
aflsstöðva er óheimil.
Fyrirlesarar frá 10 löndum
Jarðhitafræðingar frá Filipps-
eyjum, Kenía og Mexíkó fluttu fyr-
irlestra um sambýli jarðgufuvirkj-
ana og þjóðgarða í sínum löndum.
Jarðhitafræðingar frá Mið-Amer-
íkulöndunum fjórum lýstu reynslu
landanna af virkjun jarðhitasvæða,
umhverfis- og félagslegum áhrifum
virkjananna og framtíðarhorfum.
Einnig fluttu erindi jarðhitafræð-
ingar frá Bandaríkjunum og Ítalíu.
Benedikt Steingrímsson, eðlisfræð-
ingur hjá ÍSOR, flutti m.a. fyr-
irlestur um Rammaáætlun um
virkjun vatnsafls og jarðhita á Ís-
landi. Aðferðafræðin við að bera
saman mismunandi virkjunarkosti
vakti mikla athygli og talið æski-
legt að gera slíkar áætlanir í lönd-
um Mið-Ameríku.
Sverrir Þórhallsson, verkfræð-
ingur hjá ÍSOR, fjallaði m.a. um
nýjungar í bortækni sem draga úr
landþörf veitumannvirkja og auð-
velda að láta borteiga og leiðslur
falla inn í umhverfið. Ingvar Birgir
Friðleifsson, forstöðumaður Jarð-
hitaskólans, talaði um stöðu jarð-
hitans og framtíðarhorfur meðal
orkugjafa heimsins. Jarðhitaskól-
inn mun á næstu árum auka stuðn-
ing sinn við Mið-Ameríkulönd með
árlegum jarðhitanámskeiðum. Í
málstofu um mannauð í jarðhita-
fræðum lýsti fyrrum nemandi
Jarðhitaskólans frá El Salvador því
hvað einstakir nemendur Jarðhita-
skólans hafa lagt af mörkum í lönd-
unum fjórum.
Margþættur ávinningur
Í lokaályktun námskeiðsins var
bent á:
a) Nýting jarðhita til orkufram-
leiðslu hefur í för með sér marg-
víslega fjárhagslega, umhverfislega
og þjóðfélagslega kosti sem eru ná-
tengdir Þúsaldarmarkmiðum SÞ.
b) Mið-Ameríka er með auðug-
ustu heimshlutum hvað varðar
jarðhitaorku og talið er að virkja
megi um 4.000 MW. Uppsett afl í
jarðgufustöðvum í löndunum nú er
undir 500 MW.
c) Olíuframleiðsla er nánast eng-
in í Mið-Ameríku.
d) Virkjun jarðhita, sem er sjálf-
bær og innlend orkulind, minnkar
efnahagsvanda þjóðanna sem nú
eru háðar innfluttri olíu til raforku-
framleiðslu.
e) Jarðhitinn er áreiðanlegasta
endurnýjanlega orkulindin því
hann er til reiðu allan ársins hring
og er samkeppnisfær í verði við
aðrar orkulindir í löndunum.
f) Markmiðið að byggja samtals
1.000 MW jarðhitaorkuver í lönd-
unum fjórum á næstu tíu árum er í
senn ögrandi og framkvæmanlegt.
Stjórnvöld í Mið-Ameríku eru
hvött til að:
a) Fræða almenning og ráða-
menn í löndunum um kosti jarð-
hitavirkjana.
b) Efla jarðhitafræðslu innan
landanna og koma á formlegu sam-
starfi milli stofnana og fyrirtækja
til að efla nýtingu jarðhita og
tryggja að tækniþekking eflist og
berist milli landanna.
b) Efla notkun jarðhita til iðn-
aðar. Mikill markaður er til staðar
við þurrkun og kælingu á t.d. kaffi
og ávöxtum.
c) Setja lög og reglugerðir sem
heimila virkjun jarðhita innan frið-
landa.
d) Setja lög sem efli hlut jarð-
hitaorkuvera á raforkumörkuðum
landanna.
Tengslanet fyrrum
nemenda Jarðhitaskólans
Ákveðið var að auka samstarf
Mið-Ameríkulanda í jarðhitamál-
um. Fæstir þátttakenda höfðu hist
áður. Nokkrir hittast þó stöku
sinnum og þá einkum á ráðstefnum
í Bandaríkjunum eða á alþjóðlegum
ráðstefnum í Evrópu eða Asíu.
Eina sterka tengslanetið milli land-
anna í jarðhitamálum er milli fyrr-
um nemenda Jarðhitaskólans.
Þakklæti til Íslendinga
Á lokadegi námskeiðsins var
Ingvari Birgi Friðleifssyni, for-
stöðumanni Jarðhitaskólans, veitt
Viktor de Sola-viðurkenningin fyrir
einstakt framlag til jarðhitamála í
El Salvador. Viktor de Sola var
stjórnarformaður Landsvirkjunar
El Salvador 1950–1978 og helsti
hvatamaður jarðhitarannsókna og
byggingar fyrstu jarðgufuvirkjun-
ar landsins. Við þetta tækifæri og
reyndar margsinnis á námskeiðinu
kom fram einlægt þakklæti til Ís-
lendinga fyrir mikinn og samfelld-
an stuðning við uppbyggingu
tækniþekkingar í rannsóknum og
virkjun jarðhita í landinu. Margir
Íslendingar hafa unnið sem ráð-
gjafar í El Salvador af og til í tæp
40 ár. Frá 1980 hafa 22 nemendur
frá El Salvador útskrifast úr Jarð-
hitaskólanum eftir sex mánaða sér-
fræðinám og margir komið í styttri
námsdvalir.
Að námskeiðinu loknu var farið í
kynnisferð til Berlin-jarðhitasvæð-
isins. Þar hófst raforkuframleiðsla
1992. Þar er nú rekin 56 MW jarð-
gufuvirkjun og verið að byggja tvö
ný orkuver, 40MW og 9 MW tví-
vökva orkuver sem nýtir afgangsv-
arma. Íslenska fyrirtækið Enex hf.
sér um vélbúnað hins síðara.
Á vefsíðu Jarðhitaskólans
(www.os.is/unugtp/) er hægt að
kynna sér dagskrá námskeiðsins
nánar og lesa erindin 35 sem flutt
voru á námskeiðinu.
Jarðhitaskólinn með fjölsótt jarðhitanámskeið fyrir stjórnendur orku- og umhverfismála í Mið-Ameríku
Framlag Íslands til Þúsaldar-
markmiða Sameinuðu þjóðanna
Námskeiðið Ana Vilma Albanez de Escobar, varaforseti El Salvador, Jose Jorge Simám, stjórnarformaður Le-
Geo-orkufyrirtækisins, Christobal Sequeira, umhverfisráðherra Nikaragva, hlýða á Ingvar Birgi Friðleifsson.
Ljósmynd/LaGeo
Setningin Ana Vilma Albanez de Escobar, varaforseti El Salvador, setti námskeiðið með ræðu. Við borðið sitja frá
vinstri Luis Ortiz, námu- og orkumálaráðherra Gvatemala, Ingvar Birgir Friðleifsson, Jorge José Simám, stjórn-
arformaður La Geo-orkufyrirtækisins, og Christobal Sequeira, umhverfisráðherra Nikaragva.