Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEÐUR Augusto Pinochet traðkaði ámannréttindum þegar hann var leiðtogi Chile og dró sér hundruð milljóna króna. Stuðningsmenn hans vilja hins vegar ekki una að nafni hans fylgi skömm og hyggjast endurskrifa söguna.     Fjallað er umþessar til- raunir í Inter- national Herald Tribune í gær. Um helgina birtu blöð í Chile kveðjubréf frá Pinochet „til allra Chilebúa, án undantekn- ingar“. Þar gengst hann við brot- um, en kveðst ekki hafa átt annars kost. Annars hefði brotist út borg- arastyrjöld.     Á hægri vængnum hafa menn ver-ið uppteknir af að hamra á því í fjölmiðlum að Pinochet hafi blásið nýju lífi í chileskan efnahag, en þess er ekki látið getið að í leiðinni braut hann stéttarfélög á bak aftur og bannaði stjórnmálaflokka. Látið er að því liggja að Pinochet sé fórn- arlamb samsæris vinstrimanna.     Allt til 2003 naut Pinochet nokk-urs stuðnings í Chile. Það ár kváðust 30% enn líta upp til hans. Þegar í ljós kom 2004 að hann hefði dregið sér fé í stórum stíl breyttist afstaðan og mælist velþóknun á honum nú 10%.     Nú er hins vegar lagt til að reistarverði styttur af Pinochet um borg og bý og borgarstjóri hverf- isins þar sem Pinochet átti heima í Santíagó hefur sagst ætla að nefna götu í höfuð honum. Hann hefur þó horfið frá því að gera það við göt- una, sem Michelle Bachelet, forseti Chile, á heima við, en hún var póli- tískur fangi í stjórnartíð Pinochets.     Stjórn Bachelets hefur veriðgagnrýnd fyrir að bregðast seint og lítið við þessum tilraunum til að endurskrifa söguna. Harð- stjórinn á ekki skilið að ímynd hans verði fegruð. STAKSTEINAR Augusto Pinochet Ímyndarsmíði í Chile                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. / -0 -' 1 2 +2 +1 1 1 '3 4! ) % ) % 4! ) % ) % ) %  !  *%   4! 4! )*4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   ' +3 -0 1 2 +' / ' 0 +. +. 4! ) % 4! 4! 4! 5  4! 5   ! 5   !6 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) ( ( 1 ( 1 +-' 0 +. 1 +' . 7    4! 4!      ! 4! )*4! 4! 4! 4! 9! : ;                     #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ;=  -         &>:    *6: %  !     ;       <      :       . :  ;  )  *  * 7  6!: 5  <    ; =       /    * :% 2<-08: )    *   "    <   : 5     - 1  >= *4  *?    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" .'( 0:2 --0 30( 2.- -03( 1'1 @'1 --.( -/.( -33@ -233 -(0( '3-2 --'' -'01 --2' --0- -231 -20' -..3 -.2( -@2@ ''0- 3:3 -:1 -:- -:/ -:' 0:/ 0:' 0:2 3:3 -:( -:0 -:( -:0 0:.            ferðamenn á hótelum í Reykjavík og er það nærri 50% aukning frá jól- unum fyrir ári. Erna segir nóg um að vera fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar þó svo að verslanir og veitingastaðir séu lokaðir seinni hluta aðfangadags og jóladag. „Í fjöldamörg ár hefur verið boðið upp á ferðir, s.s. dags- ferðir í nágrenni höfuðborgarsvæð- isins, t.d. að Gullfossi og Geysi, og það er bæði á aðfangadag og jóladag. „FÓLK hefur heyrt að hér sé mikil flugeldasýning og gaman að vera um áramót,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, um fjölda ferðamanna sem dvelja í höfuðborginni yfir ára- mótin. Nær öll hótel og gistiheimili eru opin og munu hýsa um 3.300 ferðamenn, sem er 10% aukning frá áramótum 2005/2006. Um jólin voru í kringum 1.200 Það er í raun fínt úrval af ferðum og afþreyingu á þessum dögum.“ Markaðssetning skilar sínu Aðspurð segir Erna að fjölgunina megi að einhverju leyti að rekja til markaðssetningar hótela og ferða- skrifstofa en einnig spili margt inn í. Hún segir bæði koma hingað hópa og einstaklinga og fjölmennastir eru Rússar, Japanar, Norðurlandabúar og Bandaríkjamenn. „Við erum ekki með nákvæma talningu en eftir að hafa talað við hótelin þá sjáum við að þetta eru eiginlega nýju hóparnir. Hér hefur alltaf verið mikið af Bret- um, Bandaríkjamönnum og Norður- landabúum en nú er býsna mikið af Rússum og Japönum,“ segir Erna og bætir við að áhugavert sé að sjá að mikið sé af Rússum og Japönum á stærstu hótelunum. Rússar og Japanar fjölmennir Um 3.300 ferðamenn verða á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík yfir áramót FRIÐRIKSMÓT Landsbankans – Hraðskákmót Ís- lands 2006 fer fram í aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti laugardaginn 30. desember kl. 13. Mótið er öllum opið meðan hús- rúm leyfir, en þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið siks@simnet.is fyrir kl. 10 á laugardag. Aðalverðlaun verða veitt fyrir fimm efstu sætin, frá 100 þúsund krónum fyrir fyrsta sætið, og í 20 þúsund krónur fyrir fimmta sætið. Að auki verða ýmis aukaverðlaun veitt. Tefldar verða 15 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknað með að mótinu ljúki um kl. 16. Þetta er þriðja árið í röð sem Landsbanki Íslands og Skáksam- band Íslands standa fyrir Friðriks- mótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs fyrsta stórmeistara Íslend- inga, Friðriki Ólafssyni. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiðurs Friðriki og búist er við að ýmsir af mestu skákmeisturum landsins verði með á laugardag, segir í fréttatil- kynningu. Sigurvegari mótsins í ár hlýtur titilinn „Hraðskákmeistari Ís- lands 2006“. Friðriks- mót í skák Friðrik Ólafsson PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06 FÉLAGAR í þverpólitíska áhugahópnum Sól í straumi hittu Rannveigu Rist, forstjóra Alcans á Íslandi, í gær og skiluðu DVD-diskum sem Alcan hafði sent Hafnfirðingum á miðvikudag. Ástæða heimsóknarinnar í gær var megn óánægja félaga í Sól í straumi með gjöfina sem áhuga- hópurinn telur vera áróðursbragð til að kaupa velvilja Hafnfirðinga í tengslum við atkvæðagreiðslu bæjarbúa um stækkun álversins. Af hálfu Alcans var diskurinn hins vegar hugsaður sem gjöf á 40 ára afmæli Alcans. Pétur Óskarsson hjá Sól í straumi sagði Rannveigu hafa tekið vel á móti hópnum, um 15 manns með um 25 diska, og boðið gestunum upp á kaffi og vöfflur og rætt málin. Var forstjóranum einnig afhentur gjafarammi með 10 rökum gegn stækkun álversins. Morgunblaið/RAX Skiluðu gjöfinni frá Alcan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.