Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 53 dægradvöl Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Belgrad. Ljubica Nenadovic (2.196) hafði hvítt gegn Snorra G. Bergssyni (2.334). 45. Hxg5! hxg5 46. Dxg5 f6 47. Rxf6+ Kf7 48. g8=D+ Hxg8 49. Rxg8 Df2 50. Df5+ Dxf5 51. Rh6+ Kf6 52. Rxf5 hvítur er nú manni yfir og með léttunnið enda- tafl. Lok skákarinnar urðu: 52. … Hh7 53. h6 d5 54. Hh3 dxe4 55. Re3 Rd3 56. Rxe4+ Ke5 57. Hh4 Hd7 og svartur gafst upp um leið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Feistingu forðað. Norður ♠G109 ♥KG7 ♦D95 ♣8654 Vestur Austur ♠K43 ♠62 ♥Á1053 ♥D9842 ♦10 ♦Á872 ♣KG973 ♣D10 Suður ♠ÁD875 ♥6 ♦KG643 ♣Á2 Suður spilar 3♠ og fær út tígultíu. Suður opnaði á spaða, norður hækk- aði í tvo og suður lyfti hindrandi í þrjá spaða. Út kom einspilið í tígli, austur tók á ásinn og spilaði tvistinum um hæl til að biðja um lauf. Vel heppnað, því vörnin þarf að sækja laufslaginn. Vest- ur gerði eins og um var beðið og sagn- hafi drap laufdrottningu austurs með ás. Og spilaði trompás og meira trompi. Vestur tók slag á laufkóng og spilaði gosanum, sem suður trompaði og spilaði hjarta að KGx. Vestur heldur á fimmta slagnum, en ef þetta er tví- menningur er freistandi að reyna við tvo niður og dúkka. Og vestur dúkkaði - kóngurinn upp og unnið spil. En sökin liggur hjá austri. Hann hefur full- komna talningu og á að henda hjarta- drottningu í laufgosann til að forða makker sínum frá öllum freistingum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 fjall, 4 hvítleit- ur, 7 op, 8 bárum, 9 málmpinni, 11 siga hund- um, 13 krakki, 14 hrósar, 15 hnika til, 17 skoðun, 20 skar, 22 málmur, 23 þráttar, 24 daufa ljósið, 25 verkfærin. Lóðrétt | 1 hafa stjórn á, 2 slyngir, 3 lengdarein- ing, 4 borð, 5 vesalmenni, 6 víðan, 10 flón, 12 fæða, 13 augnhár, 15 gildleiki, 16 ungviði, 18 smá, 19 hreinan, 20 fall, 21 döp- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 táknmálið, 8 skurð, 9 assan, 10 inn, 11 ræðir, 13 sjóða, 15 fulla, 18 hreif, 21 nær, 22 grugg, 23 okans, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 áburð, 3 náðir, 4 árans, 5 ilskó, 6 ásar, 7 anda, 12 ill, 14 jór, 15 fága, 16 lauga, 17 angan, 18 hroll, 19 efast, 20 fúsa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Íslensk félög hafa stofnað nor-ræna ferðarisann Northern Tra- vel Holding. Hvaða félög eru þetta? 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksinser á sjúkrahúsi vegna brunasára sem hann hlaut. Hver er hann? 3 Ungur organisti, Sigrún MagnaÞórsteinsdóttir fékk styrk úr minningarsjóði annars þekkts org- anista. Hver var hann? 4 Knattspyrnumenn ársins í bæðikarla- og kvennaknattspyrnu hafa verið valdir. Hverjir voru þeir? Svör við spurningum gærdagsins: 1. FL Group hefur eignast nær 6% hlut í móðurfyrirtæki stærsta flugfélags heims. Hvaða félag er það? Svar: American Airl- ines. 2. Kvikmyndin Köld slóð sem frum- sýnd verður í vikunni hefur verið seld sænsku dreifingarfyrirtæki. Hver leikstýrir myndinni? Svar. Björn Br. Björnsson. 3. Al- an Pardew knattspyrnustjóri sem rekinn var frá West Ham, var ekki lengi atvinnu- laus. Við hvaða félagi tók hann? Svar: West Ham. 4. Lögregla höfuðborgarsvæð- isins tekur til starfa 1. janúar nk. Hver er hinn nýi lögreglustjóri hennar? Svar: Stef- án Eiríksson. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ÞORGERÐUR Jörundsdóttir send- ir nú frá sér aðra barnabók sína, en í fyrra vann hún til fyrstu verð- launa í samkeppni Bókaútgáfunnar Æskunnar fyrir bókina Þverúlfs saga grimma. Þorgerður heldur höfundareinkennum sínum í þess- ari bók sem byggir á liprum, nú- tímalegum texta og viðfangsefni og litríkum klippimyndum þar sem saman blandast teikningar og ljós- myndir. Hér segir af metingi tveggja leikskólafélaga þar sem ímynduð gæludýr eru í aðal- hlutverki. Myndirnar gefa text- anum mikla vídd, þær ná iðulega yfir heila síðu eða alla opnuna og skapa heim sem auðvelt er fyrir lesandann að tengjast. Ljósmyndir af leikföngum spila með fant- asíuteikningum og stærðarhlutföll leikfanga og sögupersóna gæða heim bókarinnar einnig auknu lífi. Efni og áferð eins og prjón og parket ná að tengja bókina við hversdagsheiminn en ímyndunarafl drengjanna fer með huga lesand- ans um víðan völl. Viðfangsefni bókarinnar er að einhverju leyti sú áhersla sem leikfanga- og afþrey- ingarframleiðsla samtímans leggur á hið stóra og hryllilega, meting- urinn gengur í upphafi út á það hver fær stærsta og hryllilegasta, hættulegasta og eitraðasta gælu- dýrið, allt þar til aðalpersóna bakk- ar út og gæðir ímyndað dýr sitt öðrum eiginleikum. Þar kemur boð- skapur bókarinnar til sögunnar, ósk barnanna um góðan félagsskap, ekki þeirra sem alltaf þurfa aðeins að klára kaffið sitt fyrst heldur þeirra sem vilja leika, segja sögur og almennt vera skemmtilegir, vera góðir vinir. Félaginn sér þá að sér og hættir við hryllinginn, víst væri best að eiga góðan vin og margfalt betra en hroðalegt skrímsladýr. Höfundi tekst ágætlega að fara með lesendur sína í ferðalag, inn í heim ógnar og voða og síðan til baka á leikskólann, þar sem vin- irnir hafa aftur náð saman og leika sér nú í góðum kastalaleik. Letrið er stórt og hentar því þeim sem eru nýorðnir læsir, textinn er vand- aður og hæfir aldurshópnum sem hann er ætlaður vel, börnum á síð- ustu leikskólaárunum. Hann er ágætlega til þess fallinn að auka á orðaforða sex ára barna. Þorgerður er augljóslega vel kunnug barna- leikjum og kann þá list að skapa trúverðuga frásögn þar sem fram kemur að fyrst og síðast er það vináttan sem skiptir öllu máli. Það er kærkominn boðskapur og einnig er sú áminning sem fram kemur í umfjöllun um kaffibolla, dag- blaðalestur og fréttaáhorf líka ágæt og jafnan þörf, hér vita flestir upp á sig skömmina. Þorgerði tekst að koma boðskap bókar sinnar á framfæri á ljúfan hátt og saga hennar er bráðskemmtileg aflestr- ar. Það er óhætt að mæla með þessari bók fyrir alla sem unna góðum bókum og Þorgerður stað- festir sig hér sem ekki bara efni- legan heldur ágætan barnabókahöf- und. Dýrasögur á leikskóla BÆKUR Barnabók Eftir Þorgerði Jörundsdóttur, Æskan 2006, 42 bls. Mitt er betra en þitt Morgunblaðið/Sverrir Góð Þorgerður Jörundsdóttir er ágætis barnabókahöfundur. Ragna Sigurðardóttir Jólaútsalan hjáHarrods í London hófst í morgun klukkan níu og var það bandaríska leik- konan Eva Lon- goria sem opnaði útsöluna ásamt Mohamed Al Fayed, eiganda versl- unarinnar. Viðskiptavinir biðu í röð fyrir utan, en reiknað er með að um eitt hundrað þúsund manns komi á útsöluna að þessu sinni. Útsölur hófust reyndar í flestum verslunum í Bretlandi í gær, og mun hafa verið rífandi gangur á þeim flestum. Útsölurnar eru mikilvægar fyrir margar verslanir sem ekki hafa gengið vel síðan í haust. Fjár- málaskýrendur spáðu því að salan fyrir jólin yrði einhver sú dræmasta í aldarfjórðung. Fréttavefur BBC hafði eftir við- skiptavini að hann ætlaði vissulega að skoða eitthvað af fötum, en fyrst og fremst væri hún á höttunum eftir aukahlutum frá frægum hönnuðum. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.