Morgunblaðið - 29.12.2006, Page 48

Morgunblaðið - 29.12.2006, Page 48
|föstudagur|29. 12. 2006| mbl.is Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Þ etta er næstum eins og málverk sem hreyfist.“ Þannig útskýrir dans- höfundurinn Margrét Sara Guðjóndsóttir stemninguna í dansgjörningi sínum When I Say Bad I Mean Seriously Hip (mind to motion know the no- tion) sem verður heimsfrumsýndur í dag í myndlistarsafninu Safni. „Verkið er mjög sjónrænt og sækir áhrifamátt sinn í hið sjónræna frem- ur en einhverja sögulega fram- vindu,“ heldur Margrét Sara áfram. „Það er ekki gengið út frá klass- ískum dans- eða leikhúshug- myndum.“ Um óvenjulegan gjörning er að ræða þar sem áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns sem snýr út að Laugavegi. „Ég hef dansað mikið í mörg ár í leikhúsum um allan heim. Mig lang- aði einfaldlega ekki að gera verk fyr- ir það umhverfi. Það felst einnig í hugmyndinni að maður nær fram meira „kasúal“ stemningu með því að færa áhorfandann út á götu. Auk þess er fjarlægðin ákveðinn hluti af heildarhugmyndinni; það að geta ekki snert dansarann. Það eru ákveðin átök sem felast í því að hafa þennan glugga á milli. Það skapar ákveðna fjarlægð sem tengist þem- anu.“ Tákn án merkingar Þemað segir Margrét Sara vera eins konar merkingarleysi merking- arbærra hluta; notkun tákna í sam- félaginu sem tekin eru úr upp- runalegu umhverfi sínu og samhengi, oft án umhugsunar og gersneydd upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og póli- tískra tákna, verði einhverntíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem al- menningur upplifir t.d. í gegnum af- þreyingariðnaðinn, missi ekki þann- ig merkingu sína og áhrifamátt. Margrét Sara nefnir sem dæmi þá tísku að ganga með Palestínuklúta án þess að vita hvað mismunandi lit- ir í slíkum klúti geta táknað. „Fólk getur gengið með hinn græna og hvíta klút Hamas- samtakanna eins og eitthvert tísku- fyrirbrigði. Þetta finnst mér vera rosalega sterkt ef maður er meðvit- aður um hvað táknið þýðir og um hvað er að gerast í heiminum. En það er þorri almennings oftast ekki.“ Afslöppuð upplifun Hún segir það einnig mikilvægt að áhorfendum gefist hér tækifæri til að sækja sér ókeypis og óformlega upplifun – þeir geti jafnvel kíkt inn hvenær sem er meðan á sýningu stendur. Slík reynsla sé oft afslapp- aðri en formlegri heimsóknir í leik- húsið sem geti verið sniðfastar og stífar eftir því. Auk Margrétar Söru koma tveir listamenn aðrir að sýningunni: holl- enski tónlistarmaðurinn David Kiers og svo sjálfur dansari verksins, Mar- grét Bjarnadóttir. Þetta er í fjórða skiptið sem Margrét Sara og David sameina listræna krafta sína en nöfnurnar vinna nú saman í fyrsta skipti. Verkið æfðu þær í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þar sem Mar- grét Sara er búsett. Eins og málin standa í dag er að- eins um þessa einu sýningu að ræða, „en ég gæti komið með verkið aft- ur,“ segir Margrét Sara og upplýsir jafnframt að næst sé stefnan tekin á önnur lönd Evrópu. „Við sýnum verkið auðvitað í Berlín þar sem ég bý og starfa að mestu leyti. Svo komum við væntanlega til með að sýna það í Bordeaux í Frakklandi. Svo eru svona fimm, sex staðir aðrir sem ég á í samningaviðræðum við.“ Hún segir verkið engu að síður sér- hannað inn í rými Safns og því bund- ið við sambærilegar aðstæður og þar er að finna, þ.e. opið rými við glugga. Viðrar vonandi vel Aðspurð hvort hún viti hvernig komi til með að viðra á áhorfendur segist hún ekki geta annað en verið jákvæð og vonað að veðurguðirnir verði áhorfendum hliðhollir. „Safn hefur haldið gjörninga af þessu tagi áður og það hefur gengið mjög vel. Þannig að ég á ekki von á öðru en að vel takist til,“ segir hún að lokum. Flutningur verksins hefst klukk- an 18 og tekur um 35 mínútur. Merkingarleysi hins merkingarþrungna Danshöfundar og nöfnur Margrét Sara Guðjónsdóttir og Margrét Bjarnadóttir í sýningarrými Safns. Nýr dansgjörningur eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur í Safni í dag „ÞETTA gengur mjög vel, við setjum okkur bara í það hlutverk að vera söngkonan og píanóleikarinn,“ segir Hrafnhildur Björns- dóttir sópransöngkona og hlær, en hún og eiginmaður hennar, píanóleikarinn Martyn Parkes halda tónleika í Hjallakirkju á morgun kl. 17. Það er ekkert mál fyrir hjónin að vinna saman að sögn Hrafnhildar, þau hafa góðan flygil heima, og svo hlýtur það auðvitað að vera draumur hvers söngvara að hafa að- gang að píanista – alltaf. Hrafnhildur og Martyn búa og starfa í Manchester. Hann er kennari við Chetham tónlistarskólann þar í borg og starfar mikið með söngvurum. Hrafnhildur hefur haft í nógu að snúast í söngnum. Þau kalla tónleikana: Umhverfis jörðina á 45 mínútum. „Já, prógrammið tekur 45 mín- útur í flutningi, fyrst ljóð, og svo léttari tónlist eftir hlé. Við stoppum ekki í hverju landi í heiminum, en af því við förum svo langt – Jórunn Viðar fer með okkur alla leið til Kína, fannst okkur þetta skemmtilegt nafn, “ segir Hrafnhildur, en meðal tón- skáldanna eru Fauré, Johann Strauss og Verdi, en eftir hann syngur Hrafnhildur ar- íuna Caro nome úr Rigoletto. Að undanförnu hefur Hrafnhildur sungið með Skosku óperunni og þar áður með Ensku farandóperunni, English Touring Opera, þar sem Garðar Thór Cortes hefur einnig verið. „Þar söng ég bæði Næt- urdrottninguna og fyrstu dömu í Töfraflaut- unni. Við hjónin höfum verið með óperu- galakvöld saman, en svo kem ég líka fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, til dæm- is í óratóríum.“ Næsta haust er von á Hrafnhildi heim til að syngja með Íslensku óperunni, en enn sem komið er er það leyndarmál hvað Hrafnhildur syngur þar og þá. Hrafnhildur Björnsdóttir syngur sig umhverfis jörðina Ferðalangar Tónleikar Hrafnhildar Björns- dóttur og Martyn Parkes nefnast Umhverfis jörðina á 45 mínútum. staðurstund Aðalskona vikunnar er leik- konan Elva Ósk Ólafsdóttir sem fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð. » 50 íslenskur aðall Listi yfir þær tíu fólksfréttir sem þóttu furðulegastar á árinu sem er að líða. Ætli Paris Hilton komist þar á blað? » 55 furðufréttir Í fyrsta sæti íslenska bíólistans er ævintýramyndin Eragon, aðra vikuna í röð. The Holiday vermir annað sætið. » 51 kvikmyndir Birta Björnsdóttir tók saman annál um aðalpersónur dæg- urmenningarinnar og liðið ár í lífi þeirra. » 49 af listum Ragna Sigurðardóttir gagnrýnir barnabókina Mitt er betra en þitt eftir Þorgerði Jörunds- dóttur. » 53 bókadómur „ÞAÐ má segja að maður sé sér- staklega berskjaldaður en samt um leið ekki, vegna þess að það er gler- veggur á milli,“ segir Margrét Bjarnadóttir um þá reynslu að dansa fyrir framan glugga með áhorfendur fyrir utan. „Ég held að tilfinningin verði frekar sú að mað- ur sé til sýnis heldur en sú tilfinn- ing sem maður fær í leikhúsi þar sem maður er meira að sýna. Þann- ig að þetta verður mjög forvitnilegt að upplifa.“ Margrét er nýútskrifuð sem danshöfundur frá nútímadans- deild Listaakademíunnar í Arnhem í Hollandi. Hún starfar því ekki sem dansari en ákvað engu að síður að slá til þegar Margrét Sara leitaði til hennar. „Nú er ég hinum megin við borðið. Ég ákvað að taka þetta að mér því mér finnst svo spennandi að vinna með Margréti Söru. Ég hef ekki sýnt á Íslandi í ein 7 ár, síðan ég var 18 ára.“ Danshöfundur í hlutverki dansara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.