Morgunblaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
LABEYRIE, dótturfélag Alfesca í
Frakklandi, hefur hafið sölu á ís-
lenskum eldislaxi undir sínum
merkjum en Labeyrie er eitt sterk-
asta vörumerkið á frönskum mat-
vörumarkaði. Var laxinn seldur í
frönskum verslunum fyrir hátíðarn-
ar og voru viðtökur góðar. Labeyrie
kaupir laxinn af HB Granda og
Samherja.
Metnaðarfull gæðastefna
Labeyrie er stærsti framleiðandi
á reyktum laxi í Evrópu og leiðandi
á mörkuðum fyrirtækisins í Frakk-
landi og víðar. „Labeyrie rekur
metnaðarfulla gæðastefnu og var
m.a. fyrst fyrirtækja til að mark-
aðssetja reyktan lax í Frakklandi
eftir upprunalandi hráefnisins.
Hingað til hefur reyktur lax frá
Labeyrie komið frá Noregi, Skot-
landi og Írlandi. Útsöluverð er mis-
munandi og hefur írski laxinn til að
mynda verið seldur sem fyrsta
flokks lax og dýrari samkvæmt því.
Í ár hafði Labeyrie áhuga á að auka
enn frekar úrvalið í reyktum laxi. Í
því sambandi var viðhorf viðskipta-
vina til mismunandi upprunalanda
kannað og var niðurstaðan sú að
þeir flokkuðu íslenskan lax í hæsta
gæðaflokki á undan laxi frá Kan-
ada, Danmörku, Færeyjum og
Chile. Er talið að þessi viðhorf megi
almennt rekja til góðrar ímyndar
landsins og hreinnar náttúru en slík
gildi falla vel að vöruþróunarstefnu
Labeyrie.
16.000 tonn af laxi seld
á fjárhagsárinu
Ef salan á íslenska laxinum geng-
ur vel ættu það að vera góðar frétt-
ir fyrir íslenskt laxeldi en þess má
geta að Alfesca seldi tæp 16 þúsund
tonn af laxi á fjárhagsárinu 2005–
2006,“ segir í frétt frá Alfesca.
Framleiðsla og sala á reyktum
laxi í Evrópu hefur gengið misjafn-
lega undanfarin ár. Þar hafa ráðið
mestu gífurlegar sveiflur á hráefn-
isverð, en verð á ferskum heilum
laxi frá Noregi var í sögulegu há-
marki fyrir nokkrum misserum.
Verðið hefur lækkað verulega á ný
og er nú talið í þokkalegu jafnvægi.
Íslenskur eldislax seldur
undir merkjum Labeyrie
Franskir kaupendur setja íslenskan lax í hæsta gæðaflokk á
undan laxi frá Kanada, Danmörku, Færeyjum og Chile
!
!
"# $# %& ' "!
( &"# $# &%
! $
#!$# &%
! $
) &
*&
(#
+
!
$,
-
./$
$,
-
./$
$,
-
./$
"# $# &&
%&0 '
&$!
- " "
!%!
!% ! "
" "
12 !
!
"
"
"
#"
ÚR VERINU
VIÐSKIPTI
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,95% og var
6333 stig við lokun markaða.
Gengi bréfa Nýherja hækkaði um
5,33%, en bréf Landsbanka lækk-
uðu um 2,26%.
Gengi íslensku krónunnar styrkt-
ist um 0,81% í viðskiptum á milli-
bankamarkaði í gær. Gengi Banda-
ríkjadollara er nú 71,20 krónur,
gengi breska pundsins er 139,52
krónur og gengi evrunnar er 93,55
krónur.
Hlutabréf lækkuðu
● LANDSBANKINN og önnur aðild-
arfyrirtæki Lífeyrissjóðs banka-
manna hafa undirritað samning um
lausn á rekstrarvanda hlutfalls-
deildar Lífeyrissjóðs bankamanna,
segir í tilkynningu til Kauphallar.
Landsbankinn hefur þegar lagt
fyrir fjárhæð sem nægir til greiðslu
þess kostnaðar sem af samn-
ingnum hlýst.
Samningurinn er sagður eyða
óvissu um kröfur hlutfallsdeildar á
hendur Landsbankanum en hefur
ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu bank-
ans á fjórða ársfjórðungi.
Tekið á rekstrarvanda
● DÓMNEFND Markaðarins, við-
skiptablaðs Fréttablaðsins, hefur
valið Hannes Smárason, forstjóra FL
Group, mann ársins 2006 í við-
skiptalífinu. Rætt er við hann í ára-
mótablaði Markaðarins.
Sama nefnd valdi sölu Björgólfs
Thors Björgólfssonar á tékkneska
símafélaginu cRA viðskipti ársins og
verstu viðskiptin á árinu voru valin
kaup Dagsbrúnar á Wyndeham
Press í Bretlandi.
Við valið greiddi vel á annan tug
sérfræðinga í viðskiptalífinu at-
kvæði.
Hannes maður ársins
"#
"$$%
&' ()* )( 1&
3$"4 #51&
& 31&
$ $36 $ # 6
$# 4 #51&
7"0 4 #51&
.4 #51&
4$ 8 1&
9&
:5&2!
)5' !8 1&
. 8 1&
- 1&
-#31# 1&
$ 7 %% &
8
1&
; 1&
+ ',-.
:<$1&
!4 #51&
=3 4 #59# !1&
=3 34 #51&
>?1 1&
@-A7
B C1&
B C!! ! $0 1&
D $0 1&
/ ..
0
%$ &2! "&
1234.
974 1&
95 1&
5.
$!
$
$
$
$
$ $
! $
$
$
$
$
$
$!
$
9
" 5$
!
B8# /#!E
)5
D 5$/ ,
B9
F$1! $ 0
" 5$
/ $
"
"
NORSKA fjár-
málaeftirlitið hef-
ur rætt við einn
af æðstu stjórn-
endum norska
tryggingafélags-
ins Nemi vegna
grunsemda um
aðild hans að
hugsanlegum
innherjasvikum í tengslum við yfir-
tökutilboð Tryggingamiðstöðvar-
innar (TM) í félagið síðastliðið vor.
Frá þessu er greint í frétt á frétta-
vef norska blaðsins Dagens Nær-
ingsliv (DN).
Segir í frétt DN að aðstoðarfor-
stjóri Nemi, Sigmund Romskoug, sé
grunaður um að hafa lekið út upp-
lýsingum um væntanlegt yfirtöku-
tilboð TM í aprílmánuði síðastliðn-
um. Þá kemur fram að eftirlitið
rannsakar hvort norskur fjárfestir,
Ole Aunaas, hafi misnotað upplýs-
ingar frá Romskoug og fjárfest mik-
ið í Nemi.
Grunsemdir
um inn-
herjasvik
í NemiDAGBLAÐIÐ-Vísir útgáfufélag ehf.keypti í gær útgáfu DV af 365 miðl-um hf., að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Hreini Loftssyni hrl., for-
manni stjórnar útgáfufélagsins.
Sigurjón M. Egilsson hefur verið
ráðinn ritstjóri DV og mun DV fyrst
um sinn koma út í óbreyttri mynd.
Þá verður útgáfudögum fjölgað á
næsta ári. Engum starfsmönnum
verður sagt upp hjá DV vegna eig-
endaskiptanna.
Eigendur Dagblaðsins-Vísis út-
gáfufélags ehf. eru Hjálmur ehf.
(49%), 365 miðlar hf. (40%), Janus
Sigurjónsson og Sigurjón M. Egils-
son. Hjálmur ehf. er að öllu leyti í
eigu Baugs Group hf.
Hundrað milljóna ávinningur
Hreinn Loftsson, stjórnarformað-
ur Dagblaðsins-Vísis útgáfufélags
ehf., er einnig stjórnarformaður
Hjálms ehf. Með honum í stjórn út-
gáfufélagsins eru Auðbjörg Frið-
geirsdóttir og Sverrir Arngrímsson.
Framkvæmdastjóri félagsins verður
Hjálmar Blöndal.
Í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands segir að með þessu hafi 365
miðlar endurskipulagt prentútgáfu
sína með það að markmiði að skerpa
áherslur og auka arðsemi í rekstri.
Tímaritin Hér & nú og Veggfóður
hafa verið seld til Útgáfufélagsins
Fögrudyra ehf., sem gefur út tíma-
ritið Ísafold. Aðaleigandi Fögru-
dyra, Hjálmur ehf., mun jafnframt
kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu
íBístró, sem verður þá nokkurn veg-
inn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og
starfsmanna Bístró. Tímaritið Birta
verður samhliða þessum breytingum
fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári.
Beinn fjárhagslegur ávinningur af
þessum breytingum nemur ríflega
100 milljónum króna á ársgrundvelli
en gert hefur verið ráð fyrir þessari
hagræðingu í þegar birtum áætlun-
um fyrir árið 2007.
Nýir eigendur munu fjölga
útgáfudögum DV á næsta ári
Morgunblaðið/Sverrir
Ávinningur Beinn fjárhagslegur ávinningur 365 af hagræðingaraðgerð-
unum er í fréttatilkynningu sagður nema 100 milljónum króna.
>G
H6
% $
% $
I
I
B:
JA
% $
$
I
I
KK
@-A$#1
% $
$
I
I
@-A)10&
>
& $
$
I
I
=K:A J#LM#
%$
% $
I
I
SALAN á Sterling hefur vakið mikla
athygli en um leið nokkra tortryggni
í Skandinavíu, kannski skiljanlega
þar sem sömu aðilar hafa nú aftur
komið að sölu og kaupum á félag-
inu.
Og líkt og Útherji velta menn auð-
vitað vöngum yfir kaupverðinu:
Sterling/Maersk Air, sem líklega
var keypt fyrir liðlega þrjá milljarða
íslenskra króna vorið 2005, er nú
selt á 20 milljarða og hefur þannig
hátt í sjöfaldast í verði á innan við
tveimur árum en sem fyrr segir að
mestu í höndunum á sömu fjárfest-
unum.
Útherji komst að því að Danir eru
farnir að kalla Sterling „íslenska
farandbikarinn“ vegna tíðra kaupa
og sölu á því en félagið hefur verið
selt og keypt fjórum sinnum á síð-
ustu fjórum árum. Frændur okkar
Svíar segja hins vegar bara eina
rökræna skýringu geta verið á því
hvers vegna Fons komi aftur að fé-
lagi sem það seldi fyrir aðeins rúmu
ári.
Og hún sé sú að íslensku fjár-
málamennirnir séu einfaldlega
„affärsnarkomaner“ eða viðskipta-
fíklar; séu engin ný viðskipti í
vinnslu knýi hin óviðráðanlega fíkn
Íslendingana til þess að versla aft-
ur með sömu hlutina.
Útherji er þegar farinn að huga að
stofnun meðferðarheimilis fyrir illa
haldna og langt gengna viðskipta-
fíkla.
Eðli málsins samkvæmt munu
sjúklingarnir sjálfir greiða fyrir með-
ferðina en ekki hið opinbera.
Farandbikar og fíklar
ÚTHERJI