Morgunblaðið - 26.01.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 39
✝ Stefanía Guð-laug Steinsdóttir
fæddist að Knapps-
stöðum í Stíflu í
Skagafirði 28. sept-
ember 1928. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði 20. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorgils Steinn Jón-
asson, f. 10.7. 1900,
d. 13.2. 1975, og
Oddný Jónsdóttir, f.
18.10. 1906, d. 8.3.
1999. Stefanía Guðlaug var næst-
elst fjögurra systkina. Hin eru: Sig-
urjón, f. 2.1.1927, d. 23.3. 1972,
Kristinn Jónas, f. 10.8. 1935, og
Garðar Rósberg, f. 1.5. 1942.
Hinn 16. apríl 1949 giftist Stef-
anía Guðlaug Guðmundi Sigurjóni
Finnssyni, f. 24.1. 1925. Foreldrar
unnusta Jóna Björg Hafsteins-
dóttir, b) Oddný, c) Lára, unnusti
Ólafur Jón Ólafsson, d) Finnur
Kleifar. 3) Guðmundur Finnur
Guðmundsson, f. 13.10. 1956, maki
Rósa Jennadóttir; börn: a) Erla
Björk Atladóttir, maki Grétar Ingi
Grétarsson, b) Guðmundur Ingi, c)
Aðalbjörg. 4) Kristín Björk Guð-
mundsdóttir, f. 3.12. 1958, maki
Guðmundur Jóhannesson; börn: a)
Guðmundur Sigurjón Guð-
laugsson, barn hans Alexandra
Ósk, b) Ingibjörg Auður, c) Jó-
hannes. 5) Jón Birgir, f. 28.5. 1970,
maki Þórunn Guðlaugsdóttir,
börn: a) Guðlaugur Ari, b) Stefanía
Elsa, c) Elenóra Mist.
Stefanía Guðlaug ólst upp á
Bakka í Ólafsfirði. Hún fluttist árið
1948 til Akureyrar. Fjölskyldan
flutti árið 1967 í Borgarnes og átti
þar heima til ársins 2000 en þá
fluttu þau hjónin aftur til Akureyr-
ar. Frá árinu 2002 dvaldist hún á
Dvalarheimilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði.
Útför Stefaníu Guðlaugar verð-
ur gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
hans voru Sigurbjörn
Finnur Björnsson, f.
16.9. 1895, d. 29.5.
1986, og Mundína
Freydís Þorláks-
dóttir, f. 8.4. 1899, d.
5.12. 1985. Börn Stef-
aníu og Guðmundar
eru: 1) Lilja Sigríður,
f. 27.1. 1949, maki
Baldur S. Tómasson,
og eiga þau þrjár
dætur. Þær eru: a)
Guðbjörg, maki
Benedikt Gunnar
Lárusson, börn
þeirra eru Tómas Bergmann,
Bjarki Freyr, Gunnhildur Berg-
mann og Lilja Dís, b) Íris Björk,
maki Skúli M. Þorvaldsson, synir
þeirra; Baldur og Ari, c) Stefanía
Guðlaug. 2) Steinunn Oddný, f.
4.10. 1953, maki Björgvin S. Jóns-
son, börn þeirra eru: a) Fjölnir,
Nú er hún amma okkar horfin á
braut og söknuðurinn að sjálfsögðu
mikill. Við sem þekktum hana eigum
margar yndislegar minningar að ylja
okkur við. Amma var kraftmikil kona
með stórt hjarta. Fyrst kemur upp í
hugann minningin um ömmu í eld-
húsinu á Þórunnargötu 2 í Borgar-
nesi. Alltaf var til nóg af mat hjá
ömmu, þrátt fyrir að afi kæmi heim
með 20 manns óvænt í mat kom það
ekki að sök. Ef bílar biluðu á Holta-
vörðuheiðinni var alltaf til nýr tann-
bursti í Þórunnargötunni fyrir
óheppnu bílaáhöfnina. Skrúfjárnið í
rafmagnstöflunni í stigaganginum
gerði manni kleift að finna kleinur í
frystinum og kók í eldhúsglugganum
hvenær sem var dagsins. Það var
heldur enginn smá lúxus að fá að vera
í pössun hjá ömmu, því hún hafði til
morgunmat og smurði nesti fyrir
skólann. Ekki nóg með þetta heldur
var maður líka dressaður upp í
heimasaumuð föt og þar voru gæðin
mun meiri en í tískubúðum. Á jólum
fylltist húsið í Þórunnargötunni af
gestum, börnum og barnabörnum og
seinna barnabarnabörnum. Amma
átti hvítan fallegan jólakjól og voru
jólin varla komin fyrr en amma var
komin í kjólinn.
Alla tíð var amma til þjónustu
reiðubúin fyrir þá sem þurftu hvar og
hvenær sem var. Við erum því heppn-
ar að hafa átt þessa ömmu.
Við munum sakna hennar sárt og
trúum að hún muni fylgja okkur um
ókomna tíð. Við eigum aldrei eftir að
ganga einar, amma verður alltaf hjá
okkur. Sigurbjörn Þorkelsson lýsir
þeirri tilfinningu vel í ljóðinu: Þú
munt aldrei ganga einn.
Þegar þú hefur vind í fang,
þá haltu höfðinu hátt.
Hræðstu ei myrkrið,
það mun birta til,
því að ljós heimsins
mun þér lýsa
í gegnum dauðans dimma dal.
Hann fer á undan
í gegnum storm og regn.
Þú munt aldrei ganga einn,
munt aldrei ganga einn.
Stefanía Guðlaug (litla
Lulla), Íris og Guðbjörg.
Í dag kveðjum við mömmu sem við
eigum svo mikið að þakka. Margs er
að minnast frá löngum tíma. Hún hélt
utan um okkar stóru samheldnu fjöl-
skyldu af einstakri elsku og natni,
hún var hennar „fyrirtæki“, rekið
með glæsibrag. Lagði hún mikla rækt
við samskipti fjölskyldu og vina.
Starfsvettvangur mömmu var að
mestu heimilið. Það var alla tíð mjög
gestkvæmt enda ættleggir báðir stór-
ir og voru þeir ófáir sem komu á
heimilið á ferðum sínum milli lands-
hluta og voru allir ávallt velkomnir.
Fjölskyldan naut þeirra forréttinda
hvað mamma var dugleg að hugsa um
sína og skipti þar engu hvort um var
að ræða að sauma föt eftir teikning-
um dætranna eða prjóna. Hún
galdraði fram kræsingar þegar vinir
og ættingjar birtust. Óhætt er að
segja að mamma hafi verið mikil bú-
kona. Alltaf voru til margar tegundir
af bakkelsi – fræg er tvöfalda brún-
kakan með hvíta kreminu á milli og
brúnu ofan á sem hreinlega kláraðist
aldrei þar sem mamma sá um að allt-
af væri til önnur. Þeir voru ófáir
krakkarnir í hverfinu sem höfðu
fengið út um eldhúsgluggann heita
kleinu eða fiskibollu. Í frímínútum
mættu barnabörnin og vinirnir í góð-
gerðirnar í eldhúsinu og voru alltaf
velkomin. Einnig var heimsendingar-
þjónusta í snjóhúsið, tjöldin í götunni
eða bara í íþróttahúsið. Vinir barna
og barnabarna mömmu höfðu mikla
matarást á henni og heimili mömmu
og pabba var ávallt opið fyrir þá.
Mamma lagði mikið upp úr sam-
veru fjölskyldunnar og vildi helst
hafa alla sína nánustu í kringum sig.
Gott dæmi voru jólin í Þórunnargöt-
unni þegar saman voru komin börn,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn og hópurinn stækkaði
stöðugt. Síðustu árin í Þórunnargöt-
unni var hópurinn farinn að nálgast
fjórða tuginn og mamma alltaf sama
jólabarnið sem engu vildi breyta í
jólahaldinu. Þessar samverustundir
eru ómetanlegar í minningabanka
fjölskyldunnar.
Óhætt er að segja að mamma hafi
alltaf verið til staðar fyrir okkur, bón-
góð, jákvæð og uppörvandi. Hún var
létt í lund, miklaði ekki fyrir sér hlut-
ina, hvorki í leik né starfi. Oft fylgdu
margmenninu mikil ærsl og læti.
Þegar boltaleikir innanhúss náðu
hæstu hæðum og mamma sagði: „Nú
sker ég boltann,“ vissum við að komið
væri nóg.
Í minningunni rifjast upp ferðalög
okkar með mömmu og pabba. Ótal
sumarferðir, bæði styttri og lengri,
með útilegugræjur þess tíma sem við
myndum ekki leggja af stað með í
dag. Þessar ferðir eru eftirminnileg-
ar fyrir ýmsar sakir. Oft var farið í
kapphlaup yfir brýr, fengið í soðið á
bryggjunni og vegavinnuflokkar
heimsóttir. Á þennan hátt kynntumst
við landinu dálítið og upplifðum
margs konar ævintýri.
Síðustu æviárin átti mamma við
heilsuleysi að stríða og þá var hug-
urinn oft meiri en getan. Það er bjart
yfir öllum þessum minningabrotum
og við erum forsjóninni þakklát fyrir
að hafa átt bestu mömmu í heimi. –
Blessuð sé minning hennar.
Lilja, Steinunn, Kristín,
Guðmundur og Jón Birgir.
Elsku Lulla amma, þá er komið að
kveðjustund og barátta þín við erfið
veikindi á enda. Minningar um sam-
veru okkar rifjast nú upp og verða
þær alltaf vel geymdar í hjarta mínu.
Ég reyndi eins oft og kostur var að
koma norður, því alltaf líður mér vel í
Hofi. Ég mun alltaf minnast hjarta-
gæsku þinnar og hve vel þú og afi tók-
uð á móti manni. Bestar eru minn-
ingar mínar úr Borgarnesi. Þar á bæ
var alltaf til nóg af frosnum kleinum
og heilu bakkarnir af jarðarberja-
engjaþykkni því að þú vissir hvað
okkur fannst þetta gott. Ég man eina
andvökunótt milli ykkar afa, ástæðan
fyrir því að ég sofnaði ekki var að afi
hraut svo hátt og hans sæng var svo
heit en þín var alltof köld. Seinna dag-
inn eftir sagði ég þér frá hrotunum og
þú sagðir að það gæti alveg passað.
Öll jólin þar sem stórfjölskyldan sam-
einaðist heima hjá þér og afa; ég man
líka eina skiptið sem ég vann möndlu-
gjöfina og fékk bingókúlur í vinning.
Seinna þegar þú varst komin á Horn-
brekku þá kom ég og var í páskaleyf-
inu mínu ein með þér og afa í Hofi.
Það var ógleymanleg reynsla. Þú
varst alltaf svo áhugasöm um hvernig
mér gengi og hvað ég væri að gera.
Ég þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar, elsku amma, og bið guð
að blessa afa og styrkja á þessari
stundu.
Þín dótturdóttir
Ingibjörg Auður
Guðmundsdóttir.
Amma mín var góð og skemmtileg.
Hún dekraði mikið við mig. Mér
fannst gott að hlaupa til ömmu því
hún bjó svo nálægt mér. Hún bjó oft
til hafragraut handa mér, Gulla og
vinum okkar. Alltaf þegar ég heim-
sótti ömmu þá gaf hún mér mikið
nammi. Við fórum stundum saman í
bæinn, t.d. lögðum í bankann eða
keyptum föt á mig. Þegar amma fór á
Hornbrekku þá heimsótti ég hana oft
því hún var orðin dálítið veik. Enn hef
ég samt afa, sem betur fer.
Amma, ég þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig og ég mun aldrei
gleyma þér. Ég veit að nú líður þér vel
og ert laus við veikindin. Elska þig að
eilífu. Guð blessi ömmu og passi hana
vel.
Stefanía Elsa.
Með fátæklegum orðum langar
okkur hjónin að kveðja okkar góðu
vinkonu og nágranna til margra ára
Stefaníu Guðlaugu eða Lullu eins og
hún var alltaf kölluð og þakka sam-
fylgdina. Það er mikil gæfa að eiga
góða nágranna og það höfum við alltaf
átt í litlu götunni okkar. Stutt var á
milli heimila okkar Lullu og Guð-
mundar og tókst með okkur góð vin-
átta. Margt væri hægt að rifja upp.
Oft var hlaupið á milli, kaffi drukkið
og rabbað saman. Góðar minningar
eigum við frá frábærum ferðum með
þeim hjónum, t.d. inn á öræfi, í Herðu-
breiðarlindir,Víti og Gæsavatnaleið
svo eitthvað sé upp talið. Þó finnst
okkur upp úr standa þegar Guðmund-
ur og Lulla vissu að langamma mín
hefði búið um tíma í Hvanndölum, þá
var það ákveðið að þangað skyldi farið
með okkur, en tengdaforeldrar Lullu
voru þeir síðustu, sem heyjuðu
Hvanndalina. Sjóleið var farin frá
Ólafsfirði í Hvanndali og fjöllin gengin
til baka undir styrkri stjórn Guð-
mundar. Þessi ferð er okkur ógleym-
anleg.
Lulla var trygg og góð kona, mikil
húsmóðir, lifði fyrir mann sinn og
börn og barnabörn og vildi allt fyrir
alla gera. Mikil var tilhlökkun hjá
henni þegar stórfjölskyldan kom sam-
an á heimili þeirra hjóna. Hún naut
þess að hafa hópinn í kringum sig.
Eftirsjá var mikil hjá okkur, er þau
hjón fluttu frá Borgarnesi til Akur-
eyrar. Þó rofnaði samband okkar
aldrei.
Heilsu Lullu hrakaði og dvaldi hún
síðustu árin á Hornbrekku í Ólafsfirði.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Lullu fyrir allt og hvað hún var okkur
tryggur vinur.
Við sendum Guðmundi og allri hans
fjölskyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Elsa og Gísli.
Stefanía Guðlaug
Steinsdóttir
við nú vorum stödd þá stundina. Þá
var iðulega rætt um allt milli himins
og jarðar, og kom þá berlega í ljós
hversu víðlesinn og fróður Lárus
var á flestum sviðum.
Þá kom einnig í ljós þessi frábæra
ályktunarhæfni Lárusar sem manni
fannst vera einstök náðargáfa, en þó
þegar betur er að gáð kannski bara
svo eðlilegt framhald á öllum hans
orðum og athöfnum að manni fannst
bara alveg sjálfsagt og eðlilegt að
búast alltaf við greindarlegu áliti frá
Lárusi – eitthvað sem maður gat
sagt með sjálfum sér: Já, af hverju
datt mér þetta ekki sjálfum í hug?
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka Lárusi samfylgdina og ein-
staka vináttu hans og fjölskyldunn-
ar allrar. Systur minni og mágkonu
Svanhildi og börnum þeirra, þeim
Pétri Atla, Lilju Björk, Huldu
Klöru, og síðast en ekki síst litlu
Láru Björk, sem alltaf var auga-
steinninn hans afa síns, viljum við
votta okkar dýpstu samúð og stuðn-
ing. Það er sannarlega skarð fyrir
skildi þar sem Lárus var.
Óli og Anna.
Kær mágur og vinur okkar Lárus
hefur kvatt. Kynni okkar hófust fyr-
ir rúmum 35 árum þegar Svanhildur
(Systa) systir mín kynnti hann fyrir
fjölskyldunni. Okkur varð fljótt ljóst
að hönd Systu hafði verið frátekin
fyrir hann og hans hönd fyrir hana
(ef einhver forlög eru til) því svo vel
hæfðu þau hvort öðru, eins og börn-
in þeirra, heimilið og líf þeirra allt
saman heima og heiman sýndi. Að
sækja þau heim var alltaf yndislegt
og gestrisnin engu lík, veitt á báða
bóga og séð til þess að öllum liði
sem best. Á þeim árum er Akra-
borgin sigldi var ekki við annað
komandi en að gestir gistu eftir
langt ferðalag frá Reykjavík og var
þá oft margt um manninn og mikið
fjör, eftir að Hvalfjarðargöngin
komu áttuðum við okkur smátt og
smátt á því hvað tók stuttan tíma að
renna upp á Skaga og því varla
hægt að þiggja gistingu nema í sér-
stökum tilfellum. Lárus var glæsi-
legur maður, hávaxinn, fríður og
samsvaraði sér vel, og mikið snyrti-
menni. Hann var hrókur alls fagn-
aðar á mannamótum, söngmaður
mikill; tenór af Guðs náð og hafði
fágaðan húmor. Hann var víðlesinn í
bókmenntum heimsins svo ekki sé
talað um heimslandafræði þó að Ís-
land stæði þar fremst. Á ferðalögum
okkar með Lárusi og Systu innan
lands sem utan var Lárus sem opin
alfræðibók. Við bentum eða spurð-
um og ekki stóð á svörum á nöfnum
á fjöllum, dölum, ám, vötnum og
byggingum. Síðastliðið hálft ár eftir
að hinn illvígi sjúkdómur greindist
var Lárusi og fjölskyldunni allri erf-
iður og mikill reynslutími, en ekki
kvartaði Lárus, hann barðist hetju-
lega og lét engan bilbug á sér finna
þótt hann vissi að hverju stefndi og
hefði gert allar ráðstafanir með sín-
um nánustu. Nokkrum dögum fyrir
jól nánar tiltekið 21. desember
heimsóttum við Lárus á sjúkrahúsið
á Akranesi. Hann var hress og kát-
ur, ákveðinn í að komast heim fyrir
jól og það tókst. Heima var hann og
heima kvaddi hann lífið, umlukinn
ást, fegurð, umhyggju og friði.
Genginn er heill og sterkur maður
sem gæddur var miklum persónu-
leika og gáfum. Hans mun lengi
verða minnst.
Elsku Systa mín, Pétur Atli, Lilja
Björk, Hulda Klara, litla afastelpa
Lára Björk og Lillý. Missir ykkar
er mikill og óbætanlegur, en trú
ykkar á allt sem fallegt er og öll
góðu árin sem þið áttuð saman mun
styrkja ykkur með Guðs hjálp.
Takk, kæri vin, fyrir allt og allt.
Erna og Ágúst Þór.
Fleiri minningargreinar
um Fleiri greinar um Lárus Arnar
Pétursson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Baldur; Þórarinn
Sveinsson; Sævar Már Guðmunds-
son; Ingjaldur Bogason; Sigurjón
Benediktsson; Skólabræðurnir;
Guðbjörg og Reynir; Sigurður Rós-
arsson; Ágústa, Jón Karl, Þórdís,
Hannes, Guðbjörg og Reynir; Ari J.
Jóhannesson; Gunnar; Bjarnfríður
Leósdóttir; Félagarnir í Bresa; Pét-
ur Björn; og Sigurður Harðarson.
✝
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
SIGURLAUGAR GÍSLADÓTTUR,
áður til heimilis í Sóltúni 12,
Keflavík.
sem lést sunnudaginn 14. janúar sl.
Sigurður Gíslason Ólafsson, Guðbjörg Ingimundardóttir,
Sigurbjörn Björnsson, Þóra Þórhallsdóttir,
Halldór Björnsson, Hulda Harðardóttir,
Gísli Grétar Björnsson, Guðrún Jónsdóttir,
Lilja Björnsdóttir,
Símon Björnsson,
Guðmundur M. Björnsson, Halldóra Birna Gunnarsdóttir,
Ísleifur Björnsson, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Hrönn Björnsdóttir, Friðrik Steingrímsson,
Friðbjörn Björnsson, Guðrún Helgadóttir,
Ómar Björnsson,
Viggó Björnsson, Evelyn Eikemo,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNS ÞÓRS HALLDÓRSSONAR.
Sértakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri
og til lækna og hjúkrunarfólks á lyfjadeild I og II
FSA. Guð blessi ykkur öll.
Auður Eiríksdóttir,
Rósa Jóhannsdóttir, Daniel J. Ruppman,
Brynjólfur Jóhannsson, Þorgerður Kristinsdóttir,
Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Gerardo Reynaga,
Dóra Björk Jóhannsdóttir, Bergþór R. Friðriksson
og barnabörn.