Morgunblaðið - 26.01.2007, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Fjársterkir kaupendur óska eftir einbýlishúsum á sunnanverðu
Seltjarnarnesi. Verðhugmyndir eru 80-150 millj.
Góðar greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI
AÐ ÉG OG LÍSA SÉUM
ORÐIN PAR
GRETTIR, VEISTU HVAÐ
ÞETTA ÞÝÐIR?
ÉG ÞARF EKKI AÐ
VERA EINN NÆSTU
ÁRAMÓT
VERTU ALVEG
RÓLEGUR, FÉLAGI
ÉG HEF
ALDREI VERIÐ
SVONA
REIÐUR Á
ÆVINNI!
ÉG FÓR ÚT Í BÚÐ TIL ÞESS
AÐ FÁ MÉR BÚNING FYRIR
ÖSKUDAGINN, EN ÞAÐ VAR
ALLT UPPSELT!
ÆTLA
ÞEIR EKKI
AÐ PANTA
FLEIRI?
ERTU
EKKI
AÐ
GRÍNAST?
ÞEIR ERU OF UPPTEKNIR
VIÐ AÐ PANTA INN SKRAUT
FYRIR PÁSKANA
FLJÓT SOLLA,
ÞÚ VERÐUR AÐ
HJÁLPA MÉR!
ÞAÐ HEFUR EINHVER
SETT KVIKSYNDI Í
SANDKASSANN MINN!!
ÞÚ VERÐUR AÐ DRÍFA ÞIG
AÐ SÆKJA HJÁLP!
ÆI,
LÁTTU EKKI
EINS OG
SMÁBARN
STELPUR VÆRU MIKLU
SKEMMTILEGRI EF ÞÆR
VÆRU EKKI ALLTAF SVONA
LEIÐINLEGAR!!
HVAÐ
HEITIR ÞÚ? DÍSA
ÉG ER
HREINRÆKTAÐUR
VÍKINGAHUNDUR
ÞÚ GETUR
SKRÚFAÐ NIÐUR Í
PERSÓNUTÖFRUNUM,
ÉG ER ÓNÆM
HEFUR ÞÚ TEKIÐ
EFTIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ
ERU ENGAR ALVÖRU
HETJUR SEM ERU
KETTIR?
KALLI, HVAÐ SEGIR ÞÚ
UM AÐ FARA Í BETRI SKÓLA
EN ÞÚ ERTU Í NÚNA?
HVERNIG
BETRI?
ALLIR KENNARARNIR
VÆRU BETUR MENNTAÐIR
OG ÖLL AÐSTAÐAN
TIL NÁMS VÆRI
MIKLU BETRI
HVAÐ MEÐ
ALLA VINI
MÍNA?
ÞÚ
EIGNAST
NÝJA
VINI
ÞAÐ VERÐA
ENNÞÁ
KENNARAR OG
TÍMAR, EN
ENGIR VINIR
ÞÚ ÆTTIR AÐ ENDURSKOÐA
HUGTAKIÐ „BETRI“
EN ÞAÐ
ERU HESTAR
ÞARNA
JÆJA, ÞÁ
ERU ALLAR
RANNSÓKNIR
BÚNAR.
ÞÚ MÁTT FARA
ÞÚ HEF EKKI
HEYRT BETRI
FRÉTTIR FRÁ ÞVÍ
AÐ ÉG FÉKK
ENDURGREITT FRÁ
SKATTINUM
EINS GOTT AÐ ÉG NÁÐI AÐ
FELA BÚININGINN MINN
ÉG VONA AÐ ENGINN ÞEKKI HANN
SVONA SAMAN KRUMPAÐAN
Kvenréttindafélag Íslandsfagnar 100 ára afmæli ámorgun, laugardag. Mar-grét Kr. Gunnarsdóttir
er ritari Kvenréttindafélagsins og
einn af skipuleggjendum hátíða-
halda í Ráðhúsi Reykjavíkur:
„Kvenréttindafélagið var einkum
stofnað til að berjast fyrir kosninga-
rétti kvenna, en upp úr aldamótum
hafði komist skriður á réttindabar-
áttu kvenna um allan hinn vestræna
heim,“ segir Margrét. „Um leið var
þörf á að stofna formlegan fé-
lagsskap svo íslenskar konur gætu
tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi
kvenréttindahreyfinga.“
Félagið var stofnað 27. janúar
1907 en konur 40 ára og eldri hlutu
almennan kosningarétt hér á landi
1915, og voru aldursmörk afnumin
með öllu 1925. „Kvenréttindafélagið
hefur frá upphafi verið ankeri fyrir
kvenfrelsis- og mannréttindabaráttu
í brotsjóum þjóðfélagsþróunar á Ís-
landi, og hefur á liðnum árum meðal
annars beitt sér fyrir jafnrétt-
islöggjöf og ýmsum málum sem
snerta réttindi og hag kvenna og
fjölskyldunnar,“ segir Margrét.
„Alla síðustu öld hefur félagið skip-
að sér sess sem félagsskapur sem
stjórnvöld líta til í samstarfi. Í dag
er Kvenréttindafélagið þverpólitískt
félag sem á m.a. fulltrúa í Jafnrétt-
isráði, Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands og er eitt af aðildarfélögum
Mæðrastyrksnefndar, en iðulega
hafa valist í stjórn félagsins konur
sem hafa látið mikið að sér kveða á
opinberum vettvangi.“
Á afmælisráðstefnu Kvenrétt-
indafélagsins á morgun verður hlut-
verk KRFÍ í samfélagslegri þróun
síðustu 100 ár í sviðsljósinu auk þess
sem kynnt verða verkefni félagsins:
„Verður m.a. fjallað um Menningar-
og minningarsjóð kvenna, en Bríet
Bjarnhéðinsdóttir var meðal þeirra
sem beittu sér fyrir stofnun sjóðsins
á sínum tíma til að styðja konur til
náms,“ segir Margrét. „Sjóðurinn
hefur verið misvirkur í gegnum tíð-
ina, en vonir standa til að blása nýju
lífi í starfsemi hans.“
Valgerður H. Bjarnadóttir fyrr-
um forstöðukona Jafnréttisstofu
stýrir fundinum en Siv Friðleifs-
dóttir heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra flytur heiðursávarp
afmælishátíðarinnar: „Í erindi sínu
mun Siv meðal annars ræða um
hvaða máli Kvenréttindafélagið og
jafnréttisbaráttan hefur skipt fyrir
konur í hennar stöðu, sem gegnt
hafa áhrifastöðum í íslensku sam-
félagi,“ segir Margrét. „Einnig má
nefna þrjá fyrrum formenn Kven-
réttindafélagsins, frá árunum 1977,
1987 og 1997, sem segja frá ástandi
þjóðfélagsins í sinni stjórnartíð og
helstu viðfangsefnum félagsins á
hverjum tíma.“
Auk erinda verður boðið upp á
fjölbreytt skemmtiatriði. Stúlkna-
kór Kársnesskóla verður með tón-
listaratriði og Ásgerður Júníusdótt-
ir söngkona tekur lagið. Í lok
dagskrár býður Reykjavíkurborg til
veglegrar móttöku.
Afmælisráðstefna Kvenréttinda-
félags Íslands í Ráðhúsi Reykjavík-
ur hefst kl. 14 á laugardag. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill.
Nánari upplýsingar um dag-
skrána og starfsemi félagsins má
finna á nýrri heimasíðu Kvenrétt-
indafélagsins, www.krfi.is.
Hátíð | Afmælisráðstefna Kvenréttindafélags
Íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag
Jafnréttisbar-
átta í 100 ár
Margrét Kr.
Gunnarsdóttir
fæddist í Selja-
tungu í Flóa
1958. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
í Hamrahlíð 1984
og BA-prófi í
stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands 1994. Margrét
hefur starfað sem sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun frá 1996. Hún er
formaður Félags íslenskra fé-
lagsvísindamanna, formaður jafn-
réttisnefndar BHM frá árinu 2006
og ritari Kvenréttindafélags Ís-
lands frá 2000. Sambýlismaður
Margrétar er Gunnar Andersen
forstöðumaður eftirlits TR, og eiga
þau einn son.
Leikkonan Nicole Kidman var fluttá sjúkrahús eftir að Jagúar-
bifreið sem hún ók lenti í árekstri í
miðborg Los Angeles í gær, en hún var
við tökur á kvikmyndinni The Invasion
þegar slysið varð, að sögn lögreglu.
Kidman, sem er 39 ára gömul, var
tekin til skoðunar á sjúkrahúsi en hún
var útskrifuð tveimur tímum síðar, að
sögn fjölmiðlafulltrúa hennar Cather-
ine Olim.
„Ég held að það sé í lagi með hana,“
sagði Olim en
bætti því við að
það lægi ekki fyr-
ir hvort Kidman
mundi fara heim
til sín eða halda
áfram við upp-
tökur.
Það var sérstakur kvikmyndatöku-
pallur á hjólum sem dró Jagúarinn.
Hann rann til þegar hann tók beygju
og við það rakst bifreið Kidman á
staur á yfir 70 km hraða.
Kidman og ungur drengur sem var
með henni í bílnum voru spennt með
sætisólum. Talið er að ungi dreng-
urinn hafi verið áhættuleikari.
Fólk folk@mbl.is