Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR VATNSBORÐ Hálslóns, meginlóns Kárahnjúkavirkjunar, er komið í um 569 metra hæð yfir sjávarmáli og hefur einungis hækkað um 2,5 sentímetra á sólarhring að með- altali undanfarna viku. Þetta er minnsta innstreymi í lónið á einni viku „frá því mælingar hófust“ en fylling lónsins hófst 29. september á síðasta ári. Lónið verður um 622 m y.s. Í janúarmánuði hækkaði vatns- borðið að jafnaði um 7 cm á sólar- hring. Í fyrstu hækkaði vatnsborðið mun hraðar, en nú er meðalrennsli Jöklu minna og því hækkar Hálslón hægt. Lónið verður að flatarmáli 57 fer- kílómetrar og 2.350 milljónir rúm- metra þegar það er fullt. Mesta vatnsdýpi næst stíflunni verður um 180 metrar. Hálslón tekur vatn af vatnasviði sem spannar 1.806 fer- kílómetra og áætlað meðalrennsli í lónið nemur um 107 rúmmetrum á sekúndu. Á því svæði sem Hálslón mun þekja eru auk gróðurlendis þekkt burðar- og farsvæði hreindýra og fornminjar frá því um 950, sem hafa verið rannsakaðar og skrásettar. Núverandi aurburður í Jöklu mun að mestu leyti setjast til í lón- inu og miðað við núverandi fram- burð mun lónið fyllast á um 400 ár- um. Skerðing á lónrýmd mun ekki hafa nein teljanleg áhrif á rekstur virkjunarinnar a.m.k. fyrstu 100 ár- in. Morgunblaðið/RAX Vetrarríki Hálslón við Kárahnjúka er óðum að fyllast af vatni Jöklu en byrjað var að fylla lónið í lok september á síðasta ári. Hálslón fyllist smám saman Í NÆSTU viku taka hundruð ung- linga þátt í verkefni sem er skipu- lagt af Samfés, samtökum fé- lagsmiðstöðva, til að vekja athygli á mikilvægi vináttu í lífinu. Um er að ræða leynivinaviku sem fer þannig fram að þátttakendur fá í hend- urnar upplýsingar um annan þátt- takanda í leiknum og einbeita sér svo að því í vikunni að vera góður vinur þess aðila með ýmsum hætti. Allar póstsendingar innan verk- efnisins fara í gegnum félagsmið- stöðvarnar og verða þær gjald- frjálsar. Íslandspóstur hf. sér til þess að allir sem taka þátt fái frí- merki sérmerkt Leynivinaleiknum. Til að vekja athygli á verkefninu hefur Samfés sent áskorun til al- þingismanna um að taka þátt í leynivinaleik. Eftir að vikunni lýk- ur verður birtur listi yfir hver var leynivinur hvers á hinu háa Al- þingi. Það verður spennandi að sjá hvaða góðverk verða gerð á Al- þingi, þvert á flokkslínur og pólitík, segir í frétt frá Samfés. Morgunblaðið/Kristinn Á þingi Að Samfés-vikunni lokinni ur verður birtur listi yfir hver var leynivinur hvers á Alþingi. Vinátta er mikilvæg BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyr- isþega um ríflega 20% frá og með 1. janúar 2007. Hækkun afsláttarins er annars vegar ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt þeirra er njóta og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttar Seltjarnarnesbæjar af fasteigna- gjöldum. Jafnframt er sú nýbreytni tekin upp að ekki er lengur þörf á sérstakri umsókn um afsláttinn heldur reiknast hann sjálfkrafa út við álagningu fasteignagjalda í nýju álagningarkerfi bæjarins, segir í frétt frá bænum. Aukinn afsláttur á Nesinu Gróttuviti á Seltjarnarnesi. HÁÞRÝSTIDÆLA hefur verið tek- in í notkun til að hreinsa veggja- krot af eignum borgarinnar. Tveir starfsmenn Framkvæmdasviðs verða í verkefnum með dæluna næstu vikur og mánuði því verk- efnalistinn er langur. Háþrýstingur VINNUMIÐLUN ungs fólks (VUF) opnar fyrir umsóknir vegna sum- arstarfa hjá borginni á mánudag. Þeir sem eru fæddir 1990 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík geta sótt um. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum, sjá nánar á www.vuf.is Vinnumiðlun BESTU nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir í vik- unni. Að þessu sinni hlutu 59 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran árangur á síðustu önn. Þessir nemendur komast þar með á svokallaðan forsetalista HR. 31 kona er á forsetalistanum og 28 karlmenn. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. greiðir skólagjöld þessara nemenda á þessari önn. Forsetalisti STJÓRN Heim- ilis og skóla hef- ur samþykkt að ráða Björk Ein- isdóttur í starf framkvæmda- stjóra. Hún hefur lokið diplóma- námi í náms- og starfsráðgjöf, kennslufræðum og er með BA-próf í íslensku. Björk stundar nú MA-nám við HÍ, í upp- eldis- og menntunarfræðum með áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Heimili og skóli Björk Einisdóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, sendi í gær tilmæli til Icelandair og Iceland Express þar sem hann mæltist til þess að flug- félögin hættu, frá og með 1. mars næstkomandi, að nefna hluta heild- arverðs fyrir flugferðir „gjöld“ nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í tilmælunum sem birt eru á heimasíðu talsmanns neytenda (www.tn.is) segir m.a.: „Sé til- greint að hluti heildarverðs sé vegna „gjalda“ séu eftirgreind skil- yrði uppfyllt: Um sé að ræða greiðslur (1.) vegna afmarkaðrar og valkvæðrar aukaþjónustu eða (2.) vegna gjalda sem skylt er á hverjum tíma að greiða í hlutfalli við fjölda farþega samkvæmt reglum opinbers réttar eða sam- kvæmt samningi við ótengda þriðju aðila.“ Erlendum flugfélögum sem fljúga hingað til lands verða send tilmæli talsmanns neytenda. Er það gert til að gæta jafnræðis milli flugfélaga og einnig til að fyrir- byggja að gengið verði á hagsmuni og réttindi viðskiptavina erlendu flugfélaganna. Talsmaður neytenda óskaði 27. desember sl. eftir upplýsingum frá Icelandair og Iceland Express um heildartekjur og heildargjöld hvors félags síðustu 18 mánuði af skött- um og svonefndum „gjöldum“. Er- indin voru ítrekuð 18. janúar sl. og bárust skrifleg svör frá báðum fé- lögum um meirihluta þessa tíma- bils síðdegis í fyrradag og fyrir há- degi í gær. „Að þessu loknu hefst næsti þáttur: Var brotið gegn neytend- um með því að taka þessi gjöld?“ spurði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Flugfélögin bregðast við Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, sagði að til- mæli talsmanns neytenda kæmu í framhaldi af samskiptum félagsins við embættið. Hann sagði að Ice- landair myndi breyta framsetningu kostnaðarliðaðarins „skattar og gjöld“ við farmiðakaup á Netinu á næstu dögum eða vikum. Þegar er hafin vinna við undirbúning þess, en ekki ljóst hvenær henni lýkur. Búið er að gera slíkar breytingar í netsölukerfi Icelandair í Banda- ríkjunum og unnið að þeim á Norðurlöndunum. Guðjón lagði áherslu á að breyt- ingin myndi ekki hafa áhrif á end- anlegt verð til neytenda, heldur væri um tæknilega breytingu á framsetningu verðs að ræða. Guðjón sagði að Icelandair hefði farið að dæmi flugfélaga um allan heim sem brugðust við eldsneyt- ishækkunum með sama hætti og bættu við sérstöku eldsneytis- gjaldi. Af samkeppnisástæðum hefðu flugfélögin elt hvert annað. Þetta væri ekki sá birtingarmáti sem félagið vildi helst nota, hvað þá neytendur. Enginn munur er á því í hvora áttina farþegi flýgur milli Banda- ríkjanna og Íslands eða í hvoru landinu farmiðinn er keyptur, hvað varðar kostnaðarliðinn „skatta og gjöld“ að sögn Guðjóns. Hann sagði framsetningarmáta far- gjaldaverðs ólíkan eftir löndum vegna mismundandi reglna. Mögu- legur verðmunur á sambærilegum sætum á sömu leið skýrðist af öðr- um ástæðum. Valgeir Bjarnason, tekjustjóri Iceland Express, sagði að tilmæli talsmanns neytenda væru í sam- ræmi við það sem rætt hefði verið við félagið. Iceland Express inn- heimti „skatta og gjöld“ af farþeg- um og hefði birt sérstaklega á heimasíðu sinni hvað við væri átt með því. Þessi gjöld væru öll greidd til opinberra þjónustuaðila vegna flugsins. Einnig væri þar sérstök eldsneytisálagning sem væri mjög mismunandi eftir flug- völlum og afgreiðsluaðilum og gæti sveiflast talsvert. Valgeir sagði að mikil umræða væri innan fyrirtækisins um birt- ingarhátt þessara gjalda og verið að athuga hvað hægt væri að gera í þeim efnum. Hann sagði að þessi kostnaður birtist sundurliðaður á fyrsta stigi bókunarvélar félagsins á Netinu. Öll gjöld væru innifalin í auglýstu heildarverði og á öðru stigi bókunarvélarinnar birtist heildarverð til farþega. Farþegar ættu því að geta séð á auðveldan hátt hvað farmiðinn kostaði. Val- geir taldi Iceland Express skil- greina „gjöld“ nú þegar samkvæmt tilmælum talsmanns neytenda, nema eldsneytisálagið væri erfitt viðureignar því það þyrfti að áætla samkvæmt gefnum forsendum. Farið yrði yfir hvernig væri hægt að nálgast tilmæli talsmanns neyt- enda betur hvað það varðaði. Í bága við lög Talsvert hefur verið fjallað um innheimtu flugfélaganna á „skött- um og gjöldum“ frá því að grein FÍB-blaðsins birtist á liðnu hausti. Þessi umræða hefur verið í hefð- bundnum fjölmiðlum og undanfarið á bloggsíðu Friðjóns R. Friðjóns- sonar (fridjon.blog.is. Kastljós Sjónvarpsins tók málið upp í fyrra- kvöld og ræddi Jóhanna Vilhjálms- dóttir fréttamaður þar við Guðjón Arngrímsson. Hann sagði m.a. að framsetning farmiðaverðs á Netinu væri ekki í lagi að mati þeirra hjá Icelandair. Auglýst verð ætti að vera það sem greitt væri og auk þess væri kveðið á um þetta í lög- um. Viðurkenndi hann að sennilega væri félagið að brjóta lög. „Ég nefndi að þessi framsetn- ingarmáti kynni að stangast á við lög til þess að koma málinu á hreyfingu og viðbrögðin létu ekki á sér standa,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Flug- félögin fengu leiðbeiningu hér líkt og annars staðar og nú fer þetta í rétt horf.“ Engin kæra til Neytendastofu Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, sagði að stofnunin hefði ekki skoðað álagningu „skatta og gjalda“ á flugferðir með formlegum hætti. Hann sagði að rætt hefði verið um „netsölur“ inn- anhúss hjá Neytendastofu og hvort og þá hvernig mætti skoða þær kerfisbundið. Aðstæður hefðu hins vegar ekki leyft að taka þær til skipulegrar rannsóknar þótt full ástæða kynni að vera til. „Við vinnum vegna kæru eða ábendingar og úrskurðum í því sambandi. Það má segja að slík mál ráði ferðinni hjá okkur og að við höfum minna svigrúm til að at- huga mál að eigin frumkvæði,“ sagði Tryggvi. Hann sagði enga beiðni eða ábendingu um álagn- ingu „skatta og gjalda“ á flugferðir hafa borist Neytendastofu. Ef slík ábending bærist yrði það tekið til sjálfstæðrar skoðunar og málið fengi þá meiri forgang. Morgunblaðið/Ómar Fargjöld Flugfarþegum hefur oft komið á óvart hve „skattar og gjöld“ hafa reynst stór hluti af heildarfargjaldinu. Heildarverð flugfar- miða innifeli „gjöld“ Talsmaður neyt- enda beinir tilmælum til Icelandair og Iceland Express Í HNOTSKURN » FÍB-blaðið vakti athygli á þvíí nóvember sl. að Icelandair og Iceland Express hefðu hækk- að það sem kallað væri „skattar og gjöld“ og bættist ofan á far- gjaldaverð í netsölu, um allt að 147% á þáliðnum þremur árum. » Þessi kostnaðarliður varsagður helgast að hluta af gríðarmiklum eldsneytishækk- unum og gripu mörg flugfélög til þess ráðs að leggja á eldsneyt- isgjald.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.