Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 16

Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÞRÁTT fyrir mikla hækkun á gengi bréfa Hf. Eimskipafélagsins í Kaup- höllinni í gær varð lítils háttar lækk- un á Úrvalsvísitölunni, eða um 0,8%. Endaði vísitalan í 7.312 stigum. Bréf Össurar hækkuðu um 3,49%, Straumur-Burðarás fór upp um 2,56% og FL Group um 2,28%. Mest lækkun varð á bréfum Atlantic Petrol- um, 1,59%, og bréf Kaupþings fóru niður um 1,1%. Lækkun í kauphöll ● STÓRU viðskiptabankarnir; Kaup- þing, Glitnir og Landsbankinn, munu í næsta mánuði fara inn í Dow Jones Stoxx 600-vísitöluna. Íslensk félög hafa ekki verið þar inni áður en bank- arnir eru meðal 14 nýrra félaga sem fara þarna inn. Frá þessu var greint í Hálffimmfréttum Kaupþings og Veg- vísi Landsbankans. Umrædd vísitala samanstendur af 600 stórum, meðalstórum og litlum fyrirtækjum í 18 löndum Evrópu og var sett á laggirnar árið 1991. Hefur vísitalan hækkað um 17% síðasta árið en þyngst vegur HSBC-bankinn innan hennar. Meðal þeirra félaga sem detta út úr vísitölunni nú er hol- lenska tæknifyrirtækið Stork, sem Marel hefur sýnt áhuga á að kaupa að hluta. Bankarnir í Dow Jones ● EYRIR Invest heldur áfram að styrkja stöðuna í helstu fjárfest- ingum sínum. Nú er félagið komið með yfir 30% hlut í Marel, síðast með kaupum á 1,16% hlut fyrir um 318 milljónir króna. Eyrir hefur einnig verið að styrkja stöðu sína í Össuri sem næststærsti hluthafinn. Eyrir er hins vegar stærsti hluthafinn í Marel en forstjóri Eyris, Árni Oddur Þórðarson, er stjórnarformaður Mar- els. Fram kom hjá Árna á afkomuf- undi Marels í vikunni að lagt yrði til við aðalfund félagsins í næsta mán- uði að færa hlutaféð úr krónum yfir í evrur. Eyrir enn á ferðinni Árni Oddur Þórðarson SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn Glitnis, en sjö hafa gefið kost á sér í stjórnina sem kjörin verður á aðalfundi 20. febrúar næstkomandi. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér: Einar Sveins- son, Guðmundur Ólason, Hannes Smárason, Jón Sigurðsson, Karl Wernersson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þórarinn V. Þórar- insson. Þeir Hannes og Þórarinn verða nýir í stjórninni en þeir koma í stað Jóns Snorrasonar og Edwards Allen Holmes. Í varastjórn gefa kost á sér: Eiríkur S. Jóhannsson, Guð- mundur Ásgeirsson, Gunnar Jóns- son, Hlíf Sturludóttir, Paul Rich- mond Davidson, Steingrímur Wernersson og Þorsteinn M. Jóns- son. Athygli vakti í fyrra þegar Ed- ward Allen Holmes var kjörinn í stjórn, en hann var áður m.a. einn stjórnenda Citibank. Þótti Glitni mikill fengur í stjórnarsetu Holmes. Holmes fer úr stjórn Glitnis Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BRÉF Hf. Eimskipafélags Íslands, áður Avion Group, hækkuðu um 8,39% í kauphöll OMX á Íslandi í gær, sem var langmesta einstaka hækkun dagsins. Upphafsgengi dagsins var 31, hæst fór það í 34,10 en lokagengið var 33,60. Upphæð við- skiptanna var í sjálfu sér ekki mikil, eða fyrir 589 milljónir króna, en færslurnar yfir daginn voru alls 120 sem að telst dágóður fjöldi. Verðmæti félagsins hækkaði í gær um 4,7 millj- arða króna, fór úr 55,6 milljörðum í 60,3 milljarða. Sala á eigin bréfum Eina flöggun gærdagsins tengd fé- laginu var sala eigin bréfa vegna kaupa Eimskipa á hollenska frysti- geymslufyrirtækinu Daalimpex fyrir um mánuði. Voru 15 milljónir hluta seldar á genginu 33,1 og andvirðið því um 496 milljónir króna. Hækkun hlutabréfanna í gær er rakin til nýs verðmats sem greining- ardeild Landsbankans skilaði af sér á miðvikudag og fór til valinna við- skiptavina bankans. Hafði verðmatið ekki verið gefið formlega út í gær. Samkvæmt matinu er mælt með yfirvogun á bréfunum, þ.e. að bréfin muni hækka á næstunni, og því mælt með því við fjárfesta að þeir kaupi bréf félagsins. Leggur greiningar- deildin til verðmatsgengi til næstu 12 mánaða upp á 45,2, eða 34,5% hærra en lokagengið á markaðnum í gær. Verður þessi munur milli verðmats og markaðsgengis að teljast í hærri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Samkvæmt matinu ætti markaðsvirði félagsins að vera ríf- lega 80 milljarðar króna. Markmiðum verði náð Í greinargerð greiningardeildar bankans segir m.a. að rekstur dótt- urfélagsins Eimskips á síðasta ári hafi verið í takt við væntingar en önn- ur félög innan samstæðunnar valdið vonbrigðum. Eftir miklar breytingar á eignasamsetningu félagsins muni það að mestu ná metnaðarfullum markmiðum sínum á þessu ári, sér í lagi vegna Eimskipa og Air Atlanta. Síðasta ár hafi verið forveranum, Av- ion Group, einkar erfitt framan af. Stærstu einstöku eigendur Hf. Eimskipafélagsins eru Frontline Holding, félag í eigu Magnúsar Þor- steinssonar, og Fjárfestingafélagið Grettir, með vel yfir 30% hlut hvort félag. Þar næst á hluthafalistanum koma Landsbankinn og Straumur- Burðarás. Nýtt verðmat olli 8,4% hækkun á hlutabréfum Verðmæti bréfa Eimskipafélagsins jókst um 4,7 milljarða í gær   !"# $# % "!   $&   '#( )*+, - ( ),+, .( )/+, %&'(& ! " "! # #! $ $! -&( )0+,  %&')& %&'*& %%'+& 12  3   45 3&# 60*7,8      Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TEYMI hf. var rekið með 1,25 millj- arða króna tapi á fjórða ársfjórðungi 2006, en tímabilið október til desem- ber 2006 er fyrsta tímabilið sem Teymi hf. birtir afkomu eftir skipt- ingu Dagsbrúnar hf. í Teymi hf. og 365 hf. þar sem rekstrarlegur að- skilnaður átti sér stað 1. okt. sl. Sala á tímabilinu nam 5,4 milljörð- um króna, EBITDA hagnaður 1,5 milljörðum og söluhagnaður fast- eigna nam 735 milljónum. Fjár- magnsgjöld umfram fjármunatekjur námu um 1,6 milljörðum. Handbært fé til rekstrar nam um 140 milljónum króna og hefur stjórn félagsins gert tillögu um að ekki verði greiddur arður af hlutafé vegna ársins 2006. „Höfuðverkefni okkar á fyrsta ársfjórðungi í sögu Teymis var að ljúka við aðskilnað við forvera okkar, endurfjármögnun félagsins, sölu eigna, samþættingu rekstrareininga og skipulagsbreytingar sem miða að því að skerpa línur í okkar rekstri. Í ljósi þessa erum við sátt við EBITDA afkomu félagsins á þessum fyrsta ársfjórðungi,“ segir Árni Pét- ur Jónsson, forstjóri Teymis, í til- kynningu. Krónan hafði áhrif Segir Árni að gengisþróun krón- unnar hafi gert fyrirtækinu erfitt fyrir rekstrarlega, en gengisvísital- an hafi hækkað mikið á ársfjórð- ungnum með tilheyrandi áhrifum. Rekstri Teymis er skipt upp í þrjá starfsþætti; fjarskipti, öryggi og upplýsingatækni. Undir fjarskipta- hlutann falla Vodafone, Kall í Fær- eyjum, Mamma og SKO. Undir ör- yggishlutann fellur Securitas og undir upplýsingatæknihlutann falla Kögun, Skýrr og EJS ásamt dótt- urfélögum þeirra félaga. Teymi tapaði 1,2 milljörð- um á þremur mánuðum Samstæða Vodafone er eitt fyrirtækjanna innan Teymis. TAP samstæðu Atorku Group á árinu 2006 nam 485 milljónum króna samanborið við 1,5 milljarða hagnað árið áður. Móðurfélag Atorku hagnaðist hins vegar um 6,7 milljarða í fyrra samanborið við 1,5 milljarða hagnað árið 2005. Í tilkynningu frá Atorku segir að félagið telji að fjárfestar verði að kynna sér bæði móðurfélags- og samstæðuuppgjörið til að fá rétta mynd af stöðu félagsins. Þá segir í tilkynningunni að fjár- fest hafi verið í endurskipulagn- ingu á árinu 2006, sem hafi haft í för með sér einskiptiskostnað í samstæðunni sem nemi samtals 499 milljónum. Þá hafi veruleg veiking krónunnar haft umtalsverð áhrif á fjármagnskostnað samstæðunnar. Þetta skýri m.a. tap ársins. Tap hjá samstæðu Atorku ♦♦♦ HINN 14. febr- úar staðfesti matsfyrirtækið Moody’s Invest- ors Service láns- hæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í er- lendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuld- bindingar í erlendri mynt og íslensk- um krónum. Horfur eru taldar stöð- ugar. Meðal styrkleika íslenska hag- kerfisins nefnir matsfyrirtækið sveigjanleika þess, stöðugt stjórn- málaumhverfi og litlar skuldir hins opinbera. Smæð hagkerfisins er hins vegar sögð geta aukið viðkvæmni þess gagnvart ytri áhrifavöldum. Moody’s staðfestir lánshæfi Seðlabanki Íslands     $"%" &" ' (!)$ (!)*   !" #$% '"## '% % (!)$ +!)!   &$&  '(% )* ,$& &$&$ +!)& ($)&   '(%+,- . "*" &,*%, (!), (!)*   /&"% #)01)-. ,#&$ &$,'$ +!)& (!)$   9 !" 3& % #& & !":-;  7)*(" (,88< ,-   #   * $2 3 45)67* $. 2 * $  - 2. 5).68 $ )5 45)67* 9  3,545)67* :45)67* 4 -5; -* <*" 7 = >?  - + 67@->; -* : - ; -?  - * ( 5.* () 2 )- *  5 665A965 5B  CB5*;** D 65* . -  /  "E *  > 45)67* /2. - 545)67<)->* /2. -245)67* F.5C* '(%$9 !.G* !5G>>->  , -* -- 6 , -*   0 B 65= >6 65 -  3* ,  1   2  <945 -* < 7 C -* $0    #)%' '%)"! ")*! '$!)!! '), ',)!! #&)"! $')'! ##)'! %* )!! #&) ! , )!! &")#! $!)!! &&*) ! $,)%! $)#" $,),! ,)#! ),% ##)*!                  !                                <. 5A 3 7   > - !;)  ) > H + 67  * * * *  * * * * * ** ** * * *  * * * ** * * * ** ** ** * * *  ** * * *  ** A A  * * * A A A A                     A  A   A A                        A   A A   7  5I-6 $!<*J$ 6>6- 5  C, 3 7     A A   A A A A  3 *3.5 Tryggðu þér áskrift!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.