Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.02.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 17 ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGURINN er að dragast aftur úr. Það kemur meðal annars fram þegar skoðuð er verðþróun varanlegrar aflahlut- deildar í þorski annars vegar og hins vegar hækkun úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar. Munurinn þar er veru- legur. Um þetta er fjallað á vefsíðunni 200milur.is Er það gert í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um hækkun á verði aflahlutdeildar, en þar segir að verðið hafi tvöfaldast á tveimur árum og meira en tífaldast frá árinu 1992 Úrvalsvístalan hefur tvítugfaldast „Að sumu leyti endurspeglar verð varanlegra aflaheimilda stöðu grein- arinnar. Einhverjum kann að finnast vöxturinn mikill, en þegar litið er til þróunar þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands sést að sjáv- arútvegurinn hefur frekar dregist aftur úr en hitt,“ segir á vefsíðunni. Þar er svo borin saman þróun verðs varanlegra aflaheimilda í þorski og þróun úrvalsvísitölu fyrir- tækja í Kauphöll Íslands frá árinu 1993. „Úrvalsvísitalan hinn 1. janúar 1993 stóð í 371 stigi og hefur hækkað síðan þá í 7.255 stig eða næstum tví- tugfaldast. (Vísitalan endurspeglar verðþróun þeirra hlutabréfa sem mynda vísitöluna hverju sinni.) Verð á varanlegum þorskkvóta var í upp- hafi árs 1993 um 200 kr. á kíló. Verð er ekki sama og vísitala en viðmið- unargildin í upphafi eru ekki svo fjarri hvort öðru. Til samanburðar mætti breyta verði þorsks í vísitölu með gildinu 100 hinn 1. janúar 1993 og gera slíkt hið sama fyrir úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands. Þá má sjá að töluverð fylgni er milli vísitölu þorsks og úrvalsvísitöl- unnar fram yfir síðustu aldamót en þá skilur á milli. Í raun þarf engan að undra að fylgnin sé mikil þar sem í upphafi viðskipta í Kauphöllinni voru sjávarútvegsfyrirtækin fyrirferðar- mikil. En þau hurfu af markaði upp úr aldamótunum og voru flest af- skráð á árunum 2003 og 2004. Það er athyglisvert að eftir það hækkar úr- valsvísitalan langt umfram verð var- anlegs þorskkvóta og er nú 68% hærri en verð varanlegs þorskkvóta á kvótamarkaði. Þessi lína endurspegl- ar það sem áður sagði um að sjávar- útvegurinn hefur dregist aftur úr öðrum atvinnugreinum hér á landi,“ segir á vefsíðunni. Sjávarútvegurinn dregst aftur úr &3  #=2  " ## >3  3$   ,88) ,88/ ,88*)??/ )??* )??< )??? )&&& +&&& (&&& 3&&& %&&& 4&&& 5&&& & &3  #=2  " ## 2@3  3$   ")??/ ,88<      !" "   Í HNOTSKURN »Úrvalsvísitalan hinn 1. jan-úar 1993 stóð í 371 stigi og hefur hækkað síðan þá í 7.255 stig eða næstum tvítugfaldast. »Töluverð fylgni er millivísitölu þorsks og úrvals- vísitölunnar fram yfir síðustu aldamót en þá skilur á milli. »Úrvalsvísitalan hækkarlangt umfram verð var- anlegs þorskkvóta og er nú 68% hærri en verð varanlegs þorskkvóta á kvótamarkaði. Húsavík | Hann fór fimum höndum um netanálina hann Jón Hermann Óskarsson stýrimaður á Dalaröst- inni þegar ljósmyndari hitti á hann um borð í bátnum í Húsavík- urhöfn á dögunum. Þeir höfðu rif- ið nótina fyrr um daginn á Breiðuvíkinni og var stýrimað- urinn að bæta. Jón Hermann kvað aflabrögð hafa verið með lélegra móti hjá húsvískum dragnótabát- um frá áramótum. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Gert við dragnótina Í FYRRA var fluttur út óunninn botnfiskafli, gámafiskur, á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og fragtskipum að verðmæti 10.560 milljónir króna. Árið 2005 var verð- mæti þessa útflutnings 8.578 millj- ónir króna. Verðmæti útflutts óunn- ins afla jókst því um 23% milli ára, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Að magni var útflutningurinn nánast sá sami 2006 og árið áður eða 52.811 tonn miðað við 52.984 tonn árið 2005 (slægður botnfiskur annar en karfi). Meðalverð aflans hækkaði um 24% milli ára sem staf- ar að verulegu leyti af lækkun geng- is íslensku krónunnar milli ára. Ýsan vegur þyngst Af einstökum tegundum vó ýsan þyngst í útfluttum óunnum botn- fiskafla síðasta árs. Útfluttur ýsuafli var 18.567 tonn að verðmæti 3.309 milljónir króna. 2005 var magn út- fluttrar ýsu 17.850 tonn að verð- mæti 2.730 milljónir króna. Það vek- ur athygli að meðalverð útflutts ísaðs þorsks hækkar um 29% milli ára en meðalverð karfa hækkar að- eins um 14% og meðalverð ýsu um 17%. Vestmannaeyjar liggja best ís- lenskra hafna við erlendu ferskfisk- mörkuðunum að því er varðar flutn- ing óunnins afla með fragtskipum. Þaðan kemur líka stór hluti útflutts afla á erlenda fiskmarkaði. Frá Vestmannaeyjum voru þannig flutt út á árinu 2006 17.827 tonn af afla Vestmannaeyjaskipa að verðmæti 3.287 milljónir króna. Árið áður var útflutt magn óunnins afla frá Vest- mannaeyjum 13.135 tonn að verð- mæti 2.228 milljónir króna. Jókst því útflutningur afla Eyjaskipa tals- vert frá fyrra ári en útfluttur ísaður afli hafði minnkað verulega milli ár- anna 2004 og 2005. Mikil hlutdeild í Eyjum Hlutdeild skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum í heildarútflutn- ingi óunnins afla frá Íslandi miðað við verðmæti jókst í 31% á árinu 2006 en hlutdeildin var 26% 2005. Árið 2004 var hlutdeild Vestmanna- eyjaskipa í útflutningi óunnins afla á erlenda ferskfiskmarkaði 29% og 2003 var hlutdeildin 36% af heild- arverðmæti útflutts óunnins botn- fiskafla frá Íslandi. Verðmæti gáma- fisks jókst um 23% Í HNOTSKURN »Meðalverð útflutts ísaðsþorsks hækkar um 29% milli ára en meðalverð karfa hækkar aðeins um 14% og meðalverð ýsu um 17%. »Af einstökum tegundum vóýsan þyngst í útfluttum óunn- um botnfiskafla síðasta árs. »Hlutdeild skipa með heima-höfn í Vestmannaeyjum í heildarútflutningi óunnins afla miðað við verðmæti jókst í 31% á árinu -  7 2 *,(?A0 > " $ "   " " #  & -  23&#B  ,88*2,88C D$   % E%#&# F" $  # G:# &#(7#:H ( -  7 2 &#B 7 #:H H        *,(A))   )/()/* )<(A,<   Af einstökum verstöðvum fer mest af óunnum fiski utan frá Eyjum N Ý E F N A L Ö G G J Ö F E S B - áhrif REACH á íslenskt atvinnulíf        A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 6 - 2 0 0 7 Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8:30-10:00 Húsi atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 6. hæð Hverju breytir REACH? Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins Fyrirspurnir og umræður Allir velkomnir - skráning á www.sa.is eða í síma 591 0000 BOTNVARPAN er mikilvægasta veiðarfæri íslenskra skipa og í hana tekin 45,0% aflans fiskveiðiárið 2005/ 2006 mælt í þorskígildum og verð- mætum. Þetta kemur fram í nýjasta aflahefti Fiskistofu. Af þeim 14,3% sem fengust í önnur veiðarfæri var flotvarpan með stærstan hluta, eða 11,8% af heildaraflanum umreiknuð- um í þorskígildi. Mikill hluti afla uppsjávartegunda og mestallur afli úthafskarfa er veiddur í flotvörpu. Umtalsverður afli var veiddur í önnur togveiðar- færi eins og rækju- og humartroll. Togveiðar vega því afgerandi þyngst í aflaverðmæti íslenskra skipa. Hlutfall afla sem veiddur er á línu hefur aukist verulega síðustu 5 fisk- veiðiár, eða úr 12,2% í 22,1%. Um leið hefur afli á handfæri og í net far- ið minnkandi. Talsverðar sveiflur hafa verið í hlutdeild veiðarfæra í afla síðustu ár. Sveiflurnar stafa að nokkru af breytingum þorskígildis- stuðla milli ára. Aflinn er reiknaður til þorskígilda samkvæmt þorsk- ígildisstuðlum hvers fiskveiðiárs. Þorskígildi tegundar lýsir í megin- dráttum aflaverðmæti hennar. Botnvarpan mikilvægust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.