Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 18

Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKILL ágreiningur um stríðið gegn talibönum í Afganistan var á ráðstefnu, sem haldin var í London fyrir nokkrum dögum, og voru skoð- anir ekki síst skiptar um tilraunir vestrænna ríkja til að uppræta ópíumræktunina í landinu. Um það mál er líka fjallað í grein eftir Pulitz- er-verðlaunahafann Anne Apple- baum í tímaritinu Slate Magazine. Þar leggur hún til, eins og líka kom fram á ráðstefnunni, að valmúarækt- unin verði gerð lögleg og afurðin, ópíumið, notað til lyfjagerðar. Applebaum minnir á, að Bretar hafi í eina tíð háð styrjöld til að tryggja ópíumsölu sína í Kína en nú standi þeir, Bandaríkjamenn og fleiri vestrænar þjóðir fyrir hernaði gegn ópíumframleiðslu í Afganistan. Til liðs við talibana Applebaum segir, að valmúarækt- unin sé mest í Suður-Afganistan þar sem talibanar eru sterkastir og í hvert sinn sem valmúaakur sé eyði- lagður, bætist þeim nýir liðsmenn. Þetta þurfi þó ekki að vera svona, segir hún, og rifjar upp, að áður fyrr hafi Tyrkland verið eitt mesta fram- leiðsluland ópíumsins. Tilraunir til að banna valmúaræktunina þar hafi engan árangur borið fyrr en 1974 þegar breytt var um aðferð í sam- vinnu Tyrkja, Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðanna. Þá var ákveðið að lögleiða valmúarækt og reistar löglegar verksmiðjur í stað ólög- legra. Þar hafa síðan verið unnin lyf eins og morfín og kódín. Applebaum spyr í grein sinni hvers vegna ekki sé beitt sömu að- ferð í Afganistan. Þá muni stór hluti afganska hagkerfisins koma upp á yfirborðið og Afganar átta sig á, að vestræn ríki vilji í raun hjálpa þeim. Á ráðstefnunni í London beitti hugveitan Senlis Council sér fyrir þessari hugmynd en fulltrúi Banda- ríkjastjórnar hélt því hins vegar fram, að hernaðurinn gegn valmúa- ræktun í Afganistan væri réttur. Vestræn ríki á villi- götum í Afganistan? Lagt er til að valmúaræktunin í landinu verði gerð lögleg og framleiðslan, ópíumið, notað til lyfjagerðar Reuters Börn í Kabúl Lífsbaráttan er erfið flestum í Afganistan og í sumum hér- uðum byggist afkoman að mestu á valmúaræktuninni. Í HNOTSKURN » Fram kom hjá sumum áráðstefnunni í London, að vestræn ríki væru að vinna hverja orrustuna á fætur ann- arri í Afganistan en samt að tapa stríðinu. » Ástæðan fyrir þessu er sú,að aðstæður almennings hafa ekki batnað og oft versn- að vegna hernaðarins gegn valmúaræktuninni. Hún er lík- lega á bilinu einn þriðji og upp í tvo þriðju af þjóðarfram- leiðslu. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FYRIR nokkrum árum áætluðu sér- fræðingar bresku ríkisstjórnarinnar að fjöldi innflytjenda sem kæmi til landsins frá nýju Evrópusambands- ríkjunum tíu sem gengu í sambandið í maímánuði 2004 yrði undir 20.000. Raunin varð heldur en ekki önnur, nú er talið að minnst hálf milljón manna hafi sest að í landinu. Svo á alþjóðavæðingin og góður hagvöxtur í Bretlandi sinn þátt í aukningunni. Þetta er öðrum þræði baksvið nýrrar skýrslu London School of Economics, sem unnin var fyrir borgarráð Lundúna, um áhrif fólks- flutninga og innflytjenda á hverfi borgarinnar. Kemur þar fram að er- lendum ríkisborgurum í borginni fjölgi nú um eitt hundrað þúsund á ári. Fólksflutningar innan borg- armarkanna eru sagðir miklir, allt að 35 prósent íbúanna í sumum hverfum flytja búferlum árlega. Telja skýrsluhöfundar að „sterkar vísbendingar“ séu um að sum hverfi séu einskonar stökkpallur fyrir inn- flytjendur sem sæki þangað ýmsa þjónustu og húsnæði áður en þeir flytji annað og nýir komi í þeirra stað. Þessi þjónusta er sögð kosta borgina mikið fé árlega. Helmingurinn fæddur erlendis Á síðasta áratug hafa innflytjend- urnir komið frá fleiri ríkjum en áður, þróun sem á sinn þátt í að kostnaður vegna enskukennslu er orðinn veru- legur útgjaldaliður í rekstri borg- arinnar. Fjöldi innflytjenda er einn- ig iðulega vanmetinn og er fjölgunin talin eiga þátt í því vaxandi vanda- máli sem heimilisleysi er í mörgum borgarhlutum. Jafnframt er vísað til nýlegrar fréttar breska ríkisútvarpsins, BBC, sem stjórnin andmælti ekki, þar sem áætlað var að kostnaður vegna túlk- unarþjónustu nemi árlega um 100 milljónum punda, eða sem svarar um 13,2 milljörðum króna. Þá er áætlað að enskukennsla fyrir innflytjendur í Lundúnum kosti milljarða króna. Mat skýrsluhöfunda á hlutfalli er- lendra ríkisborgara af heildar- íbúafjölda einstakra hverfa árið 2001 er athyglisvert, enda hefur það ef- laust hækkað síðustu ár. Hlutfallið er hæst í Brent, eða 46,6%, 44,6% í Kensington og Chelsea. Hammersmith og Fulham eru í tíunda sæti listans, þar er hlut- fallið áætlað um 33,6%. Í fyrsta sinn frá siðaskiptum Á sama tíma skýrði breska dag- blaðið The Times frá mikilli sókn kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi sem senn verði stærsti trúflokkurinn landinu – í fyrsta sinn frá siðaskipt- um – vegna mikils straums innflytj- enda úr röðum kaþólikka. Við þetta bætist að aðrar kirkju- deildir í Bretlandi eru sagðar í hægri hnignun, þótt talsmaður ensku bisk- upakirkjunnar vísi því á bug. Frá þessari þróun er greint í nýrri skýrslu Von Hügel-stofnunarinnar við St. Edmunds College við Cam- bridge-háskóla, en þar kemur fram að margir innflytjendur tali litla eða enga ensku, séu án vinnu og eigi hvergi höfði sínu að halla. Kaþólska kirkjan er hvött til að bregðast við þessum vanda, sem er sagður hafa komið prestum og bisk- upum í opna skjöldu. Talsmaður pólskra presta sem The Times ræddi við segir fjölda Pólverja í Lundúnum hafa tvöfaldast frá inngöngu Pól- lands í ESB í maímánuði 2004 í að minnsta kosti 600.000. Dagblaðið The Daily Telegraph fjallar einnig um skýrslu stofnunar- innar og segir að þar komi fram að allt að þrír fjórðu kirkjugesta í ein- stökum söfnuðum hafi reynst vera ólöglegir innflytjendur. Margir noti kirkjurnar sem atvinnumiðstöðvar og til að fræðast um félagsþjónustu. Mikil útgjöld vegna innflytjendastraums Reuters Alþjóðleg Innflytjendur hafa mikil áhrif á íbúasamsetningu Lundúna.  Ný skýrsla London School of Economics metur aukinn kostnað  Kaþólska kirkjan senn stærsti trúflokkurinn vegna straumsins Gaza-borg. AFP. | Ismail Haniya sagði af sér embætti forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í gær og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fól honum að mynda þjóðstjórn sem vonast er til að geti bundið enda á blóðug átök helstu fylkinga Palestínumanna. Þetta var tilkynnt eftir viðræður milli Abbas, leiðtoga Fatah, og Han- iya, sem fór fyrir heimastjórn sem Hamas-hreyfingin myndaði fyrir tæpum ellefu mánuðum. Hann á nú mynda þjóðstjórn með aðild Fatah innan fimm vikna. Stjórnvöld í Ísrael og vestrænum ríkjum hafa sniðgengið palestínsku heimastjórnina og bannað fjárhags- stuðning við hana síðan Hamas komst til valda eftir sigur í kosn- ingum í janúar á síðasta ári vegna þess að hreyfingin hefur ekki viljað viðurkenna til- vistarrétt Ísr- aelsríkis, hafna ofbeldi og virða friðarsamninga Frelsissamtaka Palestínumanna við Ísraela. Talsmaður Bandaríkja- forseta áréttaði í gærkvöldi að stjórnin í Washington stæði við þá kröfu sína að palest- ínska heimastjórnin viðurkenndi til- vistarrétt Ísraels, virti friðarsamn- ingana og hafnaði vopnaðri baráttu gegn Ísrael. Talið er að samstaða vestrænu ríkjanna geti rofnað í mál- inu og að Evrópuríki ákveði að styðja palestínsku heimastjórnina þrátt fyrir andstöðu Bandaríkja- stjórnar. Haniya falið að mynda þjóð- stjórn innan fimm vikna Ismail Haniya DÓMSTÓLL í Danmörku hnekkti í gær sektardómi kviðdóms yfir þremur af fjórum mönnum sem ákærðir voru fyrir að undirbúa hryðjuverk í Evrópu. Fjórði mað- urinn, sautján ára danskur rík- isborgari af palestínskum ættum, var dæmdur sekur og á allt að átta ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Dómstóllinn úrskurðaði að láta bæri mennina þrjá lausa. Tólf manna kviðdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að sak- borningarnir væru allir sekir þótt dómararnir hefðu hvatt til þess að þremenningarnir yrðu sýknaðir vegna skorts á sönnunum. Þremenningarnir eru 18–21 árs, einn þeirra er Bosníumaður, annar Dani af sýrlenskum og palest- ínskum uppruna og sá þriðji Dani ættaður úr Marokkó. Mennirnir voru allir handteknir í október 2005 og ákærðir í ágúst 2006 fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í Evrópu. Þeir voru ákærðir á grundvelli laga sem sett voru til að herða baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi árið eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Sýknaðir af ákæru um hryðjuverk EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, samþykkti í gær að Tyrkir hefðu eftirlit með framkvæmdum nálægt al-Aqsa-moskunni í Jerúsal- em. Framkvæmdirnar hafa valdið átökum og vakið reiði múslíma úti um allan heim. Vill eftirlit Tyrkja GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur hvatt önnur aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins til að senda fleiri hermenn til Afgan- istans og vera sveigjanlegri þegar óskað er eftir þátttöku þeirra í hernaðaraðgerðum í landinu. Vill fleiri hermenn VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur skipað Sergej Ívanov varnarmálaráðherra í embætti fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Þykir þetta styrkja stöðu Ívanovs og auka líkurnar á því að hann verði kjörinn forseti á næsta ári. Ívanov styrkist ÞAÐ hörmulega slys varð í Fær- eyjum fyrir nokkrum dögum að tvö börn féllu í á og drukknuðu. Um var að ræða sjö ára gamla stúlku og sex ára dreng. Var barnanna leitað mikið en þau fundust loks bæði lát- in í Trongisvágsfirði en í hann rennur áin. Hörmulegt slys 52 ÁRA suður-kóresk kona, Kim Seok-Ok, er sögð hafa sett heimsmet í karaoke-söng með því að syngja í nær 60 klukkustundir til að gleðja eiginmann sinn sem er á sjúkrahúsi. Kim hneig niður eftir að hafa sungið í 59 klukkustundir og 48 mínútur á karaoke-bar í Seoul, um 37 mínútum lengur en Þjóðverji sem átti heimsmetið. Fulltrúi Heimsmetabókar Guinness var á staðnum en hefur ekki enn staðfest heims- metið. Kim hvíldi sig í 10 mínútur eftir hverja 50 mínútna lotu og söng alls 979 af 1.014 lögum sem hún hafði undirbúið. Hún kvaðst hafa ákveðið að reyna að slá metið til að gleðja eiginmann sinn sem er með heilaæxli. Söng í 60 stundir Söngelsk Kim Seok-Ok. ÞAÐ verður æ al- gengara í Dan- mörku, að ungir karlmenn, allt niður í 19 ára, verði að nota stinningarlyfið Viagra þegar þeir vilja njóta unaðar ástalífs- ins. Ástæðan er sú, að þeim er hætt að rísa hold vegna mikillar fíkniefnaneyslu. „Við verðum æ oftar vör við þetta, að ungir menn innan við tví- tugt geti ekki verið með konu nema taka inn Viagra. Það er vegna þess, að þeir eru orðnir svona slappir vegna fíkniefnaneyslu, enda oft meira eða minna undir áhrifum þeirra. Þetta er auðvitað alveg yf- irgengilegt enda er Viagra og skyld lyf fyrst og fremst fyrir karlmenn, sem komnir eru heldur á efri ár,“ segir Steen Bach, sem starfar á hjálparstöð fyrir fíkniefnaneyt- endur í Esbjerg. Bach segir, að svo sé komið fyrir sumu ungu fólki, að það gleypi allar pillur umhugsunarlaust án þess að leiða hugann að því, að það geti verið að eyðileggja sig. Segir hann, að pillugrauturinn geti verið stór- hættulegur enda ófá dæmi um al- varlega eitrun. Segir hann, að t.d. sé mikill vöxtur í notkun ungs fólks á höfuðverkjatöflum. 19 ára ungmenni á Viagra Hjálp Stinningar- lyfið Viagra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.