Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HLJÓMSVEITIN NilFisk frá
Stokkseyri og Eyrarbakka
efnir til tónleika í kvöld á
skemmtistaðnum Tony’s
county sem er nýopnaður og er
staðsettur í Ölfushöll, milli Sel-
foss og Hveragerðis. Félagar
NilFisk frá Jótlandi í Dan-
mörku eru í heimsókn á Suður-
landi og munu þeir taka lagið
með hljómsveitinni. Einnig
koma fram Von Estenbergs
and the Heartbeaters, Audio Psycho fonologi,
Maja, Niki, Pind, Íslenzka, Rocking children og
Beat Master C-Lows and the 7 Dwarfs. Tónleik-
arnir hefjast kl. 22 og aðgangseyrir er 800 kr.
Tónleikar
Stórtónleikar
í Ölfushöll í kvöld
NilFisk
JÓN Laxdal Halldórsson verð-
ur kynntur á bókmenntakvöldi
Populus tremula í Listagili á
Akureyri. Jón hefur lengi verið
áberandi og virtur myndlist-
armaður, en skáldið góða ef til
vill fallið um of í skuggann.
Segir í tilkynningu að nú sé
mál til komið að lyfta fram
skáldinu og rifja upp mikilvægt
framlag þess til ljóðasjóðs okk-
ar. Sigurður Ólafsson heim-
spekingur mun fjalla um skáldið, sem sjálft mun
lesa upp úr verkum sínum.
Um leið kemur út á vegum Populus tremula
ljóðakver með úrvali kvæða eftir Jón Laxdal.
Bókmenntir
Jón Laxdal í
Populus tremula
Jón Laxdal
Halldórsson
FYRSTA hefti Tímarits Máls
og menningar árið 2007 er
komið út. Aðaltíðindin í heftinu
eru þau að þar birtist áður
ókunn „fluga“ eftir Jón Thor-
oddsen sem lést af slysförum í
Kaupmannahöfn fyrir rúmum
áttatíu árum. Greinar í heftinu
eru fjölmargar og þar má
nefna „Sagðirðu gubb?“ eftir
Ármann Jakobsson um Svövu
Jakobsdóttur og Gunnlað-
arsögu, „Maddaman með kýrhausinn og Völuspá“
eftir Véstein Ólason og „Hvað er að sjá og skilja?“
þar sem Jónas Sen spyr hvort tónlistarheimsendir
sé í nánd.
Bókmenntir
Nýtt hefti
TMM komið út
Tímarit Máls
og menningar
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÞEIR Kristján Kristjánsson,
Magnús Eiríksson og Óttar Felix
Hauksson eru á leið til Kína á
þriðjudaginn kemur þar sem þeir
munu taka upp plötu sem gefin
verður út þar í landi sem og á Ís-
landi. Þá munu þeir einnig halda
tónleika í Shanghai Grand Theatre
í miðborg Sjanghæ.
„Mér tókst að opna dyrnar fyrir
íslenska listamenn þegar ég var að
gera samninga um útgáfu á Robert-
ino í Kína, og hef verið iðinn við að
kynna íslenska tónlist þar,“ segir
Óttar, sem hefur alltaf verið með
íslenska tónlist í fórum sínum á
ferðalögum sínum í Kína.
„Ég hef verið að ota þessu að
þeim og verið að reyna að kveikja
áhuga þeirra. Ég verð að segja að
ég varð mjög hissa þegar þeir sögð-
ust hafa hug á að gefa út KK og
Magga vegna þess að ég taldi þetta
svo séríslenskt. En það er kannski
einmitt þess vegna sem þeir sjá
þetta sem athyglisverða heimstón-
list, bara eins og við sem hrífumst
af búlgörskum strengjasveitum þá
hrífast þeir af KK og Magga.“
Miklir möguleikar
Platan, sem hefur ekki enn feng-
ið nafn, verður gefin út af Shanghai
Audio and Video Publishing House
sem er ríkisrekið fyrirtæki.
„Þetta er þriðja platan í ferða-
lagaflokknum, og gæti þess vegna
heitið langferðalög,“ segir Óttar í
léttum dúr, en áður höfðu þeir KK
og Magnús sent frá sér plöturnar
22 ferðalög og Fleiri ferðalög. Óttar
segir nýju plötuna verða í svipuðum
dúr. „Þarna eru lög eins og „Bíddu
við“, fyrsta lagið með Geirmundi,
„Minning um mann“, og svo eru
þarna lög eftir Ingimar Eydal og
fleiri,“ segir hann, og bætir því við
að allt verði að sjálfsögðu tekið upp
á íslensku. Upptökurnar munu
standa yfir í 12 daga, en þeim lýkur
svo með fyrrnefndum tónleikum 3.
mars.
Óttar segir mikla möguleika á
þessum fjarlæga markaði.
„Kína er sá markaður í tónlist-
inni sem vex hraðast og þetta eru
mjög spennandi tímar,“ segir Óttar
og bætir því við að Jazzkvartett
Sigurðar Flosasonar & Jóels Páls-
sonar hafi riðið á vaðið og gefið út
fyrstu íslensku plötuna þar í landi
fyrr í þessum mánuði.
Aðspurður segist KK hafa spilað
í Kína í tvígang; í fyrra og fyrir um
það bil átta árum. Þetta séu því
bæði fornar og framandi slóðir fyrir
hann. Hann segir ferðina leggjast
mjög vel í sig. „Við erum að fara að
taka upp íslensk rútubílalög, en ég
held að þeir sjái engan mun á því
og rokki, blús og djassi. Þetta
hljómar allt eins og „kínverska“
fyrir þeim, þetta er eins framandi
fyrir þá og kínverska er fyrir okk-
ur,“ segir KK sem hefur lítinn tíma
fyrir spjall, enda að undirbúa lang-
ferð.
Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson gefa út plötu á framandi slóðum
KK og Maggi til Kína
Í HNOTSKURN
» Óttar Felix Hauksson hefurverið töluvert í Kína á und-
anförnum árum þar sem hann
hefur meðal annars verið að
kynna Robertino.
»Fyrsta íslenska platan komút þar í landi í byrjun þessa
mánaðar, en þar var um að ræða
plötu með Jazzkvartett Sigurðar
Flosasonar & Jóels Pálssonar.
»Kínverskir útgefendur heill-uðust af KK og Magnúsi Ei-
ríkssyni og ríkisrekið fyrirtæki
ætlar að gefa nýjustu plötu
þeirra út þar í landi.
»Um er að ræða þriðju og síð-ustu plötuna í ferðalaga-
flokki þeirra félaga.
»Þeir munu svo halda tónleikaí miðborg Sjanghæ 3. mars.
Morgunblaðið/RAX
Kínafarar „Við erum að fara að taka upp íslensk rútubílalög, en ég held að
þeir sjái engan mun á því og rokki, blús og djassi,“ segir Kristján.
AL GORE, fyrr-
um varaforseti
Bandaríkjanna,
tilkynnti í gær
að tónleikar
yrðu haldnir í
öllum heims-
álfum í sumar
til að vekja at-
hygli á lofts-
lagsbreytingum
á jörðinni. Meðal tónlistarmanna
sem þar munu troða upp eru Red
Hot Chili Peppers, Snoop Dogg,
Lenny Kravitz, John Mayer,
Korn, Black Eyed Peas og fleiri.
Tónleikarnir verða haldnir 7. júlí
næstkomandi undir yfirskriftinni
„Live Earth“.
Tónleikarnir munu standa yfir
í sólarhring. Tilgangurinn er að
vekja heimsbyggðina til meðvit-
undar um að loftslagshlýnun ógni
lífríki jarðar en Gore hefur verið
einn helsti talsmaður þessa á al-
þjóðavettvangi og haldið fyr-
irlestra um loftslagshlýnun víða
um lönd.
Fleiri en 100 hljómsveitir og
tónlistarmenn munu koma fram á
tónleikunum sem verða að öllum
líkindum haldnir í Sjanghæ, Jó-
hannesarborg, Sydney og London
auk borga í Japan, Brasilíu og
Bandaríkjunum.
Tónleikar
vegna lofts-
lagsbreytinga
Live Earth í fjölda
borga hinn 7. júlí
Al Gore
KVIKMYNDIN Eldflaugin (The
Rocket) hlaut alls níu Genie-
verðlaun á þriðjudaginn en þau eru
eftirsóttust allra kanadískra kvik-
myndaverðlauna. Eldflaugin fjallar
um lífshlaup íshokkístjörnunnar
Maurice Richard (1921–2000), sem
gerði garðinn frægan með liði sínu
Montreal Canadiens.
Þrátt fyrir að Eldflaugin, sem
var tilnefnd til þrettán verðlauna,
hafi borið höfuð og herðar yfir aðr-
ar myndir á verðlaunaathöfninni
var hún ekki valin besta myndin. Sá
heiður féll í skaut myndarinnar
Góð lögga, slæm lögga (Bon Cop,
Bad Cop).
Tónskáldið Himar Örn Hilm-
arsson var tilnefnt fyrir tónlist sína
við Bjólfskviðu en hlaut ekki verð-
laun.
Eldflaugin
sigursæl
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
MENNINGARHÁTÍÐIN Pourquoi
pas? – Franskt vor á Íslandi hefst í
næstu viku og stendur til 12. maí. Há-
tíðin er haldin í framhaldi af veglegri
kynningu á íslenskri menningu sem
fram fór í Frakklandi haustið 2004 og
vakti verðskuldaða athygli m.a. fyrir
frægan ísjaka sem var þar til sýnis.
Dagskrá Pourquoi pas? – Fransks
vors á Íslandi var kynnt í Ráð-
herrabústaðnum í gær af Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra og Nicole Michelang-
eli, sendiherra Frakklands á Íslandi,
sem sagðist hafa verið mjög hrifin af
hátíðinni í Frakklandi fyrir þremur
árum og var ákveðin í að slík hátíð
yrði forgangsverkefni hennar hér á
landi. „Ég vil að þessi menning-
arhátíð stuðli að enn betri vináttu
milli landanna og að henni lokinni
verði Frakkland betur þekkt á Ís-
landi og þá allt Frakkland, ekki að-
eins París,“ sagði hún.
Vísindi og viðskipti með
Þorgerður Katrín tók fram að hún
væri mjög ánægð með að Frakkar
skyldu hafa átt frumkvæðið að þess-
ari menningarhátíð.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við Ís-
lendingar bjóðum erlendri þjóð að
kynna menningu sína með jafn-
viðamiklum hætti og á sér stað núna.
Við erum ekki að tala um þessar
stuttu kynningar sem hafa verið
hingað til heldur hátíð sem spannar
hartnær þrjá mánuði, þess vegna er
mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í
þessu öllu,“ sagði Þorgerður Katrín
og bætti við að sendiherra Frakk-
lands hefði haft óendanlegan áhuga á
því að koma franskri menningu að á
Íslandi.
Pourquoi pas? – Franskt vor á Ís-
landi verður í samstarfi við aðrar há-
tíðir sem fara fram á sama tíma. Há-
tíðin hefst í samvinnu við Vetrarhátíð
í Reykjavík, vinnur með Franskri
kvikmyndahátíð, Viku bókarinnar og
tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður,
og henni lýkur síðan á sama tíma og
Listahátíð í Reykjavík hefst. En að
sögn Þorgerðar Katrínar er það ekki
aðeins menningarlífið sem fær at-
hygli því sjónum verður líka beint að
vísindum og viðskiptum. Sem dæmi
má nefna að Háskóli Íslands býður til
sín frönskum fyrirlesurum sem flytja
erindi um loftlagsbreytingar og þró-
unarmannfræði og svo kemur fransk-
ur lýtalæknir sem gerðist svo frægur,
ekki fyrir löngu, að græða andlit á
konu en hún hafði misst stóran hluta
af því vegna hundsbits.
„Boðið verður upp á tugi viðburða
af öllu tagi sem munu auðga menn-
ingarlíf landsmanna á útmánuðum og
fram á vor og gefa okkur Íslend-
ingum betra tækifæri en nokkru sinni
fyrr til að efla vitund okkar um
franska menningu,“ sagði Þorgerður
Katrín.
Pourquoi pas? – Franskt vor á Íslandi er að frumkvæði Frakka sem vilja efla vináttusamband þjóðanna
Vegleg frönsk
menningarveisla
fram á vor
Morgunblaðið/RAX
Veisla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Nicole Michelangeli, sendi-
herra Frakklands á Íslandi, kynntu Pourquoi pas? – Franskt vor á Íslandi.
Dagskrá Pourquoi pas? – Fransks
vors á Íslandi má sjá á
www.fransktvor.is.
♦♦♦