Morgunblaðið - 16.02.2007, Side 25
tíska
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 25
Nilfisktónleikar á nýjum stað
Strákarnir frá Stokkseyri og Eyr-
arbakka sem eru í hinni frábæru
hljómsveit NilFisk, ætla að vera
með tónleika í kvöld kl. 22:00 á
skemmtistaðnum Tonýs county sem
nýlega opnaði en hann er staðsettur
í Ölfushöll milli Selfoss og Hvera-
gerðis. Þetta verður mikil opn-
unarhátíð þar sem gleðin mun ráða
ríkjum. Nokkrir Danir sem stund-
uðu nám með NilFisk í Musik og
teater höskolen á Jótlandi í Dan-
mörku á síðasta ári, gerðu sér ferð á
Suðurland og ætla að taka lagið með
hljómsveitinni. Fjölmargir aðrir tón-
listarmenn koma fram: Von Esten-
bergs and the Heartbeaters, Audio
Psycho fonologi, Maja, Niki, Pind,
Íslenzka, Rocking children og Beat
Master C-Lows and the 7 Dwarfs.
Blönkum ungum Íslendingum til
ánægju er vert að geta þess að að-
gangseyrir er aðeins kr. 800.
Egill Helga býður upp listina
Uppboð eiga að vera skemmtileg
og aldrei að vita nema uppboðið á
morgun, laugardag, sem Egill Helga
ætlar að stjórna, geti orðið hin besta
skemmtun. Skaftfell Menningar-
miðstöð stendur fyrir þessu list-
munauppboði sem verður í LIBO-
RIUS við Mýrargötu í Reykjavík og
hefst kl. 16:00. Boðin verða upp verk
37 listamanna og allur ágóði rennur
til uppbyggingar Skaftfells, menn-
ingarmiðstöðvar á Seyðisfirði. Þar
er nú rekin menningarmiðstöð með
bistró og internet-kaffi, stórum sýn-
ingarsal og gestaíbúð fyrir lista- og
fræðimenn.
www.skaftfell.is
Ellen syngur sálma
Til að ná sér niður eftir helgina og
öðlast sálarró er tilvalið að bregða
sér upp á Skólavörðuholt á sunnu-
daginn kl. 20:00 en þá ætla Ellen
Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór
Gunnarsson píanóleikari að flytja
perlur íslenskra sálma í eigin útsetn-
ingum á tónleikum í Hallgríms-
kirkju. Ellen gaf gömlu góðu sálm-
unum nýtt líf með söng sínum á
geisladiskinum Sálmar, en hann
hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin
2004. Eyþór mun á tónleikunum
leika á Bösendorfer flygil Hall-
grímskirkju. Tónleikarnir verða þeir
fjórðu í röðinni Sálmar á afmælisári
sem Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur fyrir. Miðaverð er 1500 kr
(500 kr fyrir námsmenn).
Pressudagurinn
Á morgun laugardag verður
Pressudagurinn mikli og þá er um
að gera að njóta augnakonfektsins
sem boðið verður upp á hinni árlegu
ljósmyndasýningu Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands sem opnuð verður
í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15:00.
Þar verða veitt verðlaun fyrir mynd-
ir ársins en kl. 17:00 verða Blaða-
mannaverðlaunin veitt fyrir árið
2006, í Þingholti á Hótel Holti.
Allir velkomnir.
Bikarmót í hópfimleikum
Á morgun laugardag verðu haldið
í Seljaskóla í Breiðholti Bikarmót
Fimleikasambands Íslands í hópfim-
leikum. Þetta er mjög svo áhorf-
endavæn grein innan fimleikanna og
um að gera kíkja við og njóta. Keppt
er í tveimur mismunandi hópum:
Landsreglum og TeamGym. Í báð-
um hópum er keppt í dansi, dýnu-
stökkum og stökkum á trampolíni.
fsi@isisport.is
Margir kórar saman
Árnesingakórinn í Reykjavík ætl-
ar að halda tónleika í Íslensku Óp-
erunni á morgun laugardag kl. 17:00
í tilefni af fjörutíu ára amæli kórsins.
Auk afmæliskórsins koma fram þrír
gestakórar: Karlakórinn Stefnir,
Kór Kvennaskólans í Reykjavík og
Kvennakór Háskóla Íslands. Ein-
söngvarar verða Birgir Hólm Ólafs-
son, Bjarni Atlason, Bryndís Er-
lingsdóttir, Auður Örlygsdóttir og
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Kóranir syngja allir saman í tón-
leikalok.
Hundagleði í Garðheimum
Alltaf gaman að skoða ólíkustu
hunda en á laugardag og sunnudag
munu í Garðheimum verða leiddir
fram til kynningar fyrir áhugasama
ellefu tegundir stórra hunda þar af
tvær glænýjar tegundir: Afgan og
Púlí. Einnig verða St. Bernharð-
shundar sýndir. Íþróttadeild HRFÍ
stendur fyrir alls kyns þrautum og
æfingum í Stóra Gróðurhúsinu.
mælt með ...
BRESKI hönnuðurinn Julien Macdonald sýndi og sann-
aði að hann er glyskóngur bresku höfuðborgarinnar á
sýningu sinni á þriðjudagskvöldið á tískuviku í London.
Fyrir honum er haust- og vetrartískan 2007–2008 með
nægum glamúr. Til að leggja áherslu á þetta fékk hann
ofurfyrirsætuna Naomi Campbell í lið með sér. Hún
bæði opnaði og lokaði sýningunni. Naomi er 32 ára og
er einhver þekktasta fyrirsæta síðustu ára. „Ég trúi
ekki á ofurmjóar fyrirsætur. Naomi Campbell er meira
en fyrirsæta, hún er kona. Leit hún ekki best út af þeim
öllum?“ sagði hönnuðurinn eftir sýninguna.
Svarti liturinn var ráðandi í sýningunni, bæði í
drögtum og skrautsteinaklæddum kjólum. Buxurnar
voru margar háar í mittið og við fötin voru notaðir há-
hælaðir lakkskór. Af loðfeldum var nóg en Macdonald
elskar þá. „Ég vildi fá alla til að hugsa „guð minn góð-
ur, ég verð að eignast eina svona kápu“,“ sagði hann og
ekki er ólíklegt að honum hafi tekist það.
Flott Hönnuðurinn þakk-
ar fyrir sig með Naomi
Campbell sér við hlið.
Andstæður Hvítur
loðfeldurinn fer sér-
lega vel við svört föt.
AP
Stemning
Svartur og
sjarm-
erandi síð-
kjóll eftir
Julien
Macdonald.
Glyskóngur bresku
höfuðborgarinnar