Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 25
tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 25 Nilfisktónleikar á nýjum stað Strákarnir frá Stokkseyri og Eyr- arbakka sem eru í hinni frábæru hljómsveit NilFisk, ætla að vera með tónleika í kvöld kl. 22:00 á skemmtistaðnum Tonýs county sem nýlega opnaði en hann er staðsettur í Ölfushöll milli Selfoss og Hvera- gerðis. Þetta verður mikil opn- unarhátíð þar sem gleðin mun ráða ríkjum. Nokkrir Danir sem stund- uðu nám með NilFisk í Musik og teater höskolen á Jótlandi í Dan- mörku á síðasta ári, gerðu sér ferð á Suðurland og ætla að taka lagið með hljómsveitinni. Fjölmargir aðrir tón- listarmenn koma fram: Von Esten- bergs and the Heartbeaters, Audio Psycho fonologi, Maja, Niki, Pind, Íslenzka, Rocking children og Beat Master C-Lows and the 7 Dwarfs. Blönkum ungum Íslendingum til ánægju er vert að geta þess að að- gangseyrir er aðeins kr. 800. Egill Helga býður upp listina Uppboð eiga að vera skemmtileg og aldrei að vita nema uppboðið á morgun, laugardag, sem Egill Helga ætlar að stjórna, geti orðið hin besta skemmtun. Skaftfell Menningar- miðstöð stendur fyrir þessu list- munauppboði sem verður í LIBO- RIUS við Mýrargötu í Reykjavík og hefst kl. 16:00. Boðin verða upp verk 37 listamanna og allur ágóði rennur til uppbyggingar Skaftfells, menn- ingarmiðstöðvar á Seyðisfirði. Þar er nú rekin menningarmiðstöð með bistró og internet-kaffi, stórum sýn- ingarsal og gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn. www.skaftfell.is Ellen syngur sálma Til að ná sér niður eftir helgina og öðlast sálarró er tilvalið að bregða sér upp á Skólavörðuholt á sunnu- daginn kl. 20:00 en þá ætla Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari að flytja perlur íslenskra sálma í eigin útsetn- ingum á tónleikum í Hallgríms- kirkju. Ellen gaf gömlu góðu sálm- unum nýtt líf með söng sínum á geisladiskinum Sálmar, en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2004. Eyþór mun á tónleikunum leika á Bösendorfer flygil Hall- grímskirkju. Tónleikarnir verða þeir fjórðu í röðinni Sálmar á afmælisári sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir. Miðaverð er 1500 kr (500 kr fyrir námsmenn). Pressudagurinn Á morgun laugardag verður Pressudagurinn mikli og þá er um að gera að njóta augnakonfektsins sem boðið verður upp á hinni árlegu ljósmyndasýningu Blaðaljósmynd- arafélags Íslands sem opnuð verður í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15:00. Þar verða veitt verðlaun fyrir mynd- ir ársins en kl. 17:00 verða Blaða- mannaverðlaunin veitt fyrir árið 2006, í Þingholti á Hótel Holti. Allir velkomnir. Bikarmót í hópfimleikum Á morgun laugardag verðu haldið í Seljaskóla í Breiðholti Bikarmót Fimleikasambands Íslands í hópfim- leikum. Þetta er mjög svo áhorf- endavæn grein innan fimleikanna og um að gera kíkja við og njóta. Keppt er í tveimur mismunandi hópum: Landsreglum og TeamGym. Í báð- um hópum er keppt í dansi, dýnu- stökkum og stökkum á trampolíni. fsi@isisport.is Margir kórar saman Árnesingakórinn í Reykjavík ætl- ar að halda tónleika í Íslensku Óp- erunni á morgun laugardag kl. 17:00 í tilefni af fjörutíu ára amæli kórsins. Auk afmæliskórsins koma fram þrír gestakórar: Karlakórinn Stefnir, Kór Kvennaskólans í Reykjavík og Kvennakór Háskóla Íslands. Ein- söngvarar verða Birgir Hólm Ólafs- son, Bjarni Atlason, Bryndís Er- lingsdóttir, Auður Örlygsdóttir og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Kóranir syngja allir saman í tón- leikalok. Hundagleði í Garðheimum Alltaf gaman að skoða ólíkustu hunda en á laugardag og sunnudag munu í Garðheimum verða leiddir fram til kynningar fyrir áhugasama ellefu tegundir stórra hunda þar af tvær glænýjar tegundir: Afgan og Púlí. Einnig verða St. Bernharð- shundar sýndir. Íþróttadeild HRFÍ stendur fyrir alls kyns þrautum og æfingum í Stóra Gróðurhúsinu. mælt með ... BRESKI hönnuðurinn Julien Macdonald sýndi og sann- aði að hann er glyskóngur bresku höfuðborgarinnar á sýningu sinni á þriðjudagskvöldið á tískuviku í London. Fyrir honum er haust- og vetrartískan 2007–2008 með nægum glamúr. Til að leggja áherslu á þetta fékk hann ofurfyrirsætuna Naomi Campbell í lið með sér. Hún bæði opnaði og lokaði sýningunni. Naomi er 32 ára og er einhver þekktasta fyrirsæta síðustu ára. „Ég trúi ekki á ofurmjóar fyrirsætur. Naomi Campbell er meira en fyrirsæta, hún er kona. Leit hún ekki best út af þeim öllum?“ sagði hönnuðurinn eftir sýninguna. Svarti liturinn var ráðandi í sýningunni, bæði í drögtum og skrautsteinaklæddum kjólum. Buxurnar voru margar háar í mittið og við fötin voru notaðir há- hælaðir lakkskór. Af loðfeldum var nóg en Macdonald elskar þá. „Ég vildi fá alla til að hugsa „guð minn góð- ur, ég verð að eignast eina svona kápu“,“ sagði hann og ekki er ólíklegt að honum hafi tekist það. Flott Hönnuðurinn þakk- ar fyrir sig með Naomi Campbell sér við hlið.  Andstæður Hvítur loðfeldurinn fer sér- lega vel við svört föt. AP Stemning Svartur og sjarm- erandi síð- kjóll eftir Julien Macdonald. Glyskóngur bresku höfuðborgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.