Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 37

Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 37 www.icelandexpress.is/afangastadir Skíðastökkpallur í miðri borg, legókallar, rússíbanar, Mósel, Roquefort, vatnsrennibrautir, Weinfest, munkaklaustur, sashimi, Sherlock Holmes... Evrópa býður upp á margt skrítið og skemmtilegt og Iceland Express færir þig í fjörið. Næsta sumar verða áfangastaðirnir orðnir 13 og því um að gera að skipuleggja draumafríið til Evrópu sem fyrst. Þú bókar og finnur nánari upplýsingar um áfangastaðina á www.icelandexpress.is AÐ UNDANFÖRNU hefur fjöl- miðlaumfjöllun beint kastljósinu að málefnum barna og aðstæðum þeirra, einkum hér á árum áður. Gagnrýnin umfjöllun sem leiðir til umbóta og framfara er afar mikilvæg þótt alltaf þurfi að sýna aðgát í nær- veru sálar. Umfjöllunin sýnir einnig vel hversu mikilvægt það er að vel menntað fagfólk veljist til að starfa í skólum og stofnunum sem sinna upp- eldi og menntun barna og unglinga. Til að svo megi vera þarf að leggja mikinn metnað í innra starf og rekst- ur skólanna, en þar þarf einnig að ríkja góð sátt meðal rekstraraðila, kennara og skólastjórnenda. Ræktum traust meðal sveit- arstjórnarmanna og kennara Á undanförnum árum hefur sveit- arfélögunum gengið misvel að byggja upp friðsamlegt samband við grunnskólakennara sem hefur m.a. haft í för með sér löng verkföll sem koma verulega niður á börn- unum. Í kjölfar síðasta kennaraverkfalls hefði verið fróðlegt að rann- saka hversu margir unglingar urðu fyrir félagslegu skipbroti sem leiddi til óreglu þegar rammi grunn- skólans fór allur úr skorðum. Þá er erfitt er að þróa framsækið grunnskólastarf þegar togstreita og deilur einkenna sam- skipti rekstraraðila og kennara árum saman. Sveitarstjórnarmenn van- meta líklega það óánægjuástand sem nú er að grafa um sig í grunnskólum landsins en það veldur mér og örugg- lega fleirum miklum áhyggjum. Leita þarf allra leiða til að koma í veg fyrir að reglulega blossi ekki upp deilur um túlkun á kjarasamningum kennara og að kjarasamningsgerð sé nánast óframkvæmaleg nema í kjöl- far verkfalls. Ég tel að sú aðferð sveitarstjórnarmanna að fela launanefnd sveit- arfélaga að gera einn miðlægan samning við alla grunnskólakennara sé úr sér gengin. Ég á von á því að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu mér ósammála, en ég sem sveitarstjórn- armaður og skólastjóri tek ábyrgð mína alvar- lega gagnvart menntun barna og unglinga í skól- anum er ég veiti for- stöðu og gagnvart þeim grunnskóla- nemendum sem búa í heimabæ mínum. Ef núverandi fyrirkomulag samningamála kennara við sveit- arfélögin kemur alltaf niður á börn- unum þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Kjarasamningsgerð er meira en tæknilegt úrlausnarefni Nýlegar rannsóknir (Bryk og Schneider, 2003) sýna að félagslegt trúnaðarsamband kennara, foreldra og skólastjórnenda bætir starfið í skólanum og er lykill að skóla- umbótum. Margir rannsakendur eru farnir að líta meira til mannlegs auðs í rannsóknarstörfum sínum sem get- ur falið það í sér að vera opinn fyrir að treysta trúnaðarsamband fólks og gagnkvæma virðingu. Það er freist- andi að nýta slíkar niðurstöður til að benda á stór úrlausnarefni í samn- ingamálum kennara. Í stað þess að einblína of mikið á formlega umgjörð skólans, svo sem vinnutímaskilgrein- ingar og valdsvið hvers og eins, þarf að byggja upp traust, trúnað og virð- ingu meðal þeirra sem að málefnum grunnskólans koma. Þar reynir á kennara, skólastjórnendur og sveit- arstjórnarmenn. Ef launakjör kenn- ara eiga að batna verulega á næstu árum þurfa allir að leggja sig fram um að efla gagnkvæmt traust og virðingu sem og faglega hæfni innan hvers skóla þar sem skólastefna er mótuð í samráði við kennarana. Svo það geti gengið vel fyrir sig þarf að móta samstarfsmenningu sem hefur yfir að ráða margs konar hand- leiðslu- og leiðsagnarformum (sjá http://namust.khi.is/thorsteinn- hjartar.pdf bls. 63–65). Eins og stað- an er í dag virðast fulltrúar í launa- nefnd sveitarfélaga og í samninganefnd kennara hafa þörf fyrir leiðsögn sem lýtur að því að byggja upp gott samstarf. Jafnframt er kominn tími til að rækta nýja hugsun og nálgun í kjaramálum grunnskólakennara. Börnin eiga skilið að í grunnskólunum starfi ánægðir og stoltir kennarar sem geta hlúð að andlegri og félagslegri vel- ferð þeirra. Nemendur í grunnskólum eiga skilið að sveitar- félögin og kennarar leiti allra leiða til að ná saman Þorsteinn Hjartarson fjallar um samband sveitarfélaga og grunnskólakennara » Börnin eiga skilið aðí grunnskólunum starfi ánægðir og stoltir kennarar sem geta hlúð að andlegri og fé- lagslegri velferð þeirra. Þorsteinn Hjartarson Höfundur er skólastjóri Fellaskóla og bæjarfulltrúi í Hveragerði. ÓLAFUR Örn Arnarsson, fyrrv. yfirlæknir, skrifar grein í Morg- unblaðið 6. febrúar um að heil- brigðisþjónustan á Ís- landi sé dýr. Máli sínu til stuðnings seg- ir Ólafur að það kerfi sem notað er á Ís- landi til að fjármagna rekstur heilbrigð- isþjónustunnar sé föst fjárlög. Þetta kerfi elur af sér bið- lista sem eru kostn- aðarsamir. Ég er al- veg sammála Ólafi um að biðlistar eru kostnaðarsamir og kerfi sem elur af sér biðlista er dýrt kerfi. Hins vegar get ég ekki tekið undir fullyrðingu Ólafs að heil- brigðisþjónustan sé dýr á Íslandi og mun í þessari grein útskýra það nánar. Það er rétt að Ísland er í hærri kantinum hvað varðar heilbrigð- isútgjöld. Sjá töflu. Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 2005 Noregur 10,30% Svíþjóð 9,20% Finnland 7,40% Danmörk 9,00% Ísland 10,50% Rétt er að athuga að allur sam- anburður á heilbrigðisútgjöldum á Íslandi annars vegar og við flest lönd OECD hinsvegar getur verið villandi, því á Íslandi eru ýmiss fé- lagsleg útgjöld tekin sem heilbrigðisútgjöld sem eru gjaldfærð sem félagsleg útgjöld í öðrum löndum (eins og umönnun á öldr- unarstofnunum). Séu þessi félagslegu út- gjöld heilbrigðiskerf- isins dregin frá væri hlutfall heilbrigð- isútgjalda af vergri þjóðarframleiðslu á Íslandi um eitt til eitt og hálft prósent minna en það er í dag eða á bilinu 9%–9,5%. Það tel ég vera góðan árangur. Íslenska heilbrigðiskerfið kostar mikla peninga en vil ég taka fram að íslenska heilbrigðiskerfið er ekki dýrt miðað við hversu árang- ursríkt það er. Íslenska þjóðin býr við gott heilsufar, hér er ung- barnadauði minnstur í heimi, Ís- lendingar lifa lengur en nokkur önnur Evrópuþjóð og á Íslandi hefur náðst einna besti árangur í meðferð á kransæðasjúkdómum og krabbameini í Evrópu. Í grein Ólafs Arnars kemur fram að á Íslandi eru föst fjárlög notuð til að fjármagna rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Fylgi- fiskur fastra fjárlaga er oft bið- listi, þegar fjárlög eru svo lág að þjónustan minnkar og biðlistar myndast. Föst fjárlög eru stjórn- tæki þar sem ákveðin þjónusta er veitt gegn föstu framlagi. Það er mín skoðun að föst fjárlög með skýrum markmiðum séu gott stjórntæki. Það sem Ólafur telur gagnrýnisvert við kerfi sem notar föst fjárlög er að það er ekki nógu afkastahvetjandi. En afkastahvetj- andi kerfi hefur líka sína ókosti og hefur verið reynt t.a.m. á Íslandi með þeim árangri að útgjöldin uxu mikið því kerfið þróaðist í þá átt að meiri afköst gáfu af sér meiri ágóða fyrir þá sem unnu í þessu afkastahvetjandi kerfi. Föst fjár- lög með skýrum markmiðum eru gott kerfi og ekki gallalaust. Þetta kerfi hentar mjög vel þegar ný stofnun er að byrja starfsemi eða á breytingaferli, t.d. á spítala. Ólafur nefnir í sinni grein sk. DRG-kerfi til að fjármagna spít- ala. Ólafur bendir á að með- alkostnaður á sjúkling á Norð- urlöndum skv. DRG-flokkun er 365 þúsund en 480 þúsund á Ís- landi eða um 30% dýrari á Íslandi. Ég vil aðeins benda á að svona samanburður getur verið varasam- ur. Á Íslandi búa um 300 þúsund manns, en á hinum Norðurlöndum er íbúafjöldi frá 5,2 milljónum til 9 milljóna. Ákveðinn kostnaður fyrir þjónustu eins og bráðadeild og að veita góða heilbrigðisþjónustu er hlutfallslega miklu hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, vegna færri íbúa á Íslandi. Eins og áður segir kostar ís- lenska heilbrigðiskerfið mikla pen- inga. Það er hagkvæmt en að mínu mati væri hægt að ná enn meiri hagræðingu á Íslandi með því að einfalda innviði heilbrigð- iskerfisins. Það er hægt með því t.d. að reka sjúkrahótel í nánum tengslum við spítala en það form hefur nánast ekki verið tekið upp hér á Íslandi en er víða notað á hinum Norðurlöndum og myndi spara mikið fé. Á flestum Norð- urlöndum er notað tilvísunarkerfi en á Íslandi notað kerfi sem er valfrjálst, þ.e. þar sem sjúklingar geta óhindrað valið sérfræðing án þess að fá til þess tilvísun frá heimilislækni. Þetta eykur kostnað á Íslandi miðað við hin Norð- urlöndin og um leið nýtir ekki til fulls þá miklu fjárfestingu sem felst í heilsugæslustöðvum vítt og breitt um landið. Íslendingar eyða í raun um 9%– 9,5% í heilbrigðisútgjöld sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu. Það er ekki dýrt, því íslenska heil- brigðiskerfið er mjög árangurs- ríkt. Á Íslandi er almennt gott heilsufar, fólk lifir einna lengst og ungbarnadauði er minnstur á Ís- landi. Ísland kemur mjög vel út í samanburði við önnur lönd varð- andi meðferð á kransæða- sjúkdómum og krabbameini. Þrátt fyrir að í íslenska heilbrigðiskerf- inu fyrirfinnst dýrir þættir sem hægt er að laga með einföldum að- gerðum, eins og valfrelsi sjúk- linga, ekkert sjúkrahótel og van- nýting á þjónustu heilsugæslunnar, þá er íslenska heilbrigðiskerfið mjög árangurs- ríkt og ódýrara í rekstri en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þessu ber að halda í heiðri í umræðu um kostnað í heilbrigð- iskerfinu. Dýr heilbrigðisþjónusta á Íslandi? Gunnar Alexander Ólafsson fjallar um heilbrigðismál og svarar grein Ólafs Arnar Arn- arssonar » Íslenska heilbrigð-iskerfið kostar mikla peninga en vil ég taka fram að íslenska heil- brigðiskerfið er ekki dýrt miðað við hversu árangursríkt það er. Gunnar Alexander Ólafsson Höfundur er meistaraprófsnemi í heilbrigðisstjórnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.