Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 52
|föstudagur|16. 2. 2007| mbl.is staðurstund Nicolas Cage fer með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Ghost Rider sem er heims- frumsýnd í dag. » 54 kvikmyndir Margir hafa orðið til að tjá sig um Önnu Nicole Smith eftir sviplegt fráfall hennar í síðustu viku. » 54 fólk Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um nýja plötu þar sem hinir og þessir listamenn leika sér með lög Yoko Ono. » 55 af listum Myrk fortíð sjálfs Hannibals Lecters er viðfangsefni mynd- arinnar Hannibal Rising sem frumsýnd er í dag. » 55 kvikmyndir Helga Margrét Þorsteinsdóttir getur verið rosalega löt og stundum dómhörð. Hún er ekki lengur með bloggsíðu. » 61 íslenskur aðall Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það fór fram tiltekt í húsinuog ákveðið var að seljaákveðna muni úr leikmuna-og búningageymslu óper- unnar,“ segir Freyja Dögg Frí- mannsdóttir hjá Íslensku óperunni um tildrög markaðarins. „Þarna verða til sölu glös, karöflur, diskar og bollar, leikmunir og búningar.“ Freyja segir samt aðalhlutina vera loftskip úr Brottnámi úr kvenna- búrinu og mannhæðarhá skeið sem var gerð fyrir Flagara í framsókn en aldrei notuð. „Það verða heilmargir hlutir en það verða ekki seldir neinir stórkost- legir búningar með sögulegt gildi, þeim höldum við eftir.“ Á markaðnum mun Davíð Ólafs- son óperusöngvari sjá um skemmti- dagskrá og Eyjólfur Eyjólfsson, sem syngur hlutverk uppboðshaldarans í Flagara í framsókn, mun koma og bjóða upp á ýmislegt á léttu nót- unum. Opna óperuna almenningi Markaðurinn er haldinn í tilefni af Óperudögum í Evrópu sem eru haldnir í óperuhúsum um alla Evr- ópu um helgina til að halda upp á fjögurra alda óperuhefð í álfunni. Að- aldagskráin er í París þar sem Sam- tök evrópskra óperuhúsa halda ráð- stefnu um stöðu óperulistarinnar í samfélaginu. Ásamt markaðnum verður því mikið um að vera hjá óperunni um helgina. „Við opnum óperuna fyrir almenningi, t.d með því að halda tón- leika í Sundhöll Reykjavíkur á laug- ardaginn kl. 11:30, verðum með opna æfingu og beina útsendingu í útvarp- inu. Óperan er fyrir alla og við von- umst til að sjá sem flesta,“ segir Freyja og bætir við að markaðurinn sé á morgun og hinn frá kl. 12 til 16 í anddyri óperunnar. Jákvæður draugagangur Einn liðurinn í að opna óperuna er skoðunarferð undir leiðsögn Ingólfs Níels Árnasonar um hús Íslensku óperunnar kl. 13 á laugardag og sunnudag. „Í ferðinni um húsið mun ég aðallega tala um þau tvö mismun- andi hlutverk þess sem bíó og óperu- hús, um þá starfsemi sem fer nú fram í húsinu og hvernig þurfti að laga það að því að verða óperuhús,“ segir Ingólfur. Gamla bíó var byggt af „Bíó- Pedersen“ árið 1926 og var talið eitt glæsilegasta hús landsins. Íslenska óperan eignaðist það svo fyrir 25 ár- um og hefur starfað þar síðan. Spurður hvort einhver drauga- gangur leynist í þessu gamla húsi svarar Ingólfur játandi. „Áður fyrr var íbúð fyrir ofan bíóið þar sem Pedersen-fjölskyldan bjó. Þar eru nú skrifstofur og saumastofa óperunnar og þau kvöld sem ég hef verið að vinna fram eftir hef ég orðið var við mjög jákvæða strauma, þetta er ekki neikvæður draugagangur. Það heyr- ist oft umgangur í húsinu þó enginn sé þar, það er alltaf fólk á sveimi,“ segir Ingólfur og tekur fram að í hús- inu sé samt mjög góður andi. Morgunblaðið/Sverrir Namminamm Stór skeið, sem var búin til fyrir uppfærslu á óperunni Flag- ari í framsókn og aldrei notuð, er meðal þess sem verður á markaðnum. Markaður og merkileg saga Mannhæðarhá skeið, loftfar, ljósakrónur og hagnýtur heimilisbún- aður er meðal þess sem verður til sölu á mark- aði í Íslensku óperunni um helgina auk þess sem boðið verður upp á skoðunarferð um húsið, allt í tilefni af Evrópsk- um óperudögum. Í gamladaga Úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Travatore eftir Verdi árið 1986. Þarna má sjá Garðar Cortes sem Maurico og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í hlutverki Leonoru. Evrópskir óperudagar hefjast á Ís- landi í dag og dagskrána má sjá á www.opera.is. ÁRLEG ljósmyndasýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands verður opnuð á morgun klukkan 15 í Gerð- arsafni í Kópavogi. Í kjölfar þess að Geir H. Haarde opnar sýninguna mun formaður dómnefndar, Ari Sigvaldsson, tilkynna hverjir verða sigurvegarar en verðlaun eru veitt í tíu flokkum. Hér getur að líta annars vegar mynd Ragnars Axelssonar af smöl- un í Landmannalaugum og hins vegar mynd Valgarðs Gíslasonar af fólki í sundi á Grensásdeild en þær eru meðal rúmlega 200 mynda sem prýða veggi Gerðarsafns. Ljósmynda- sýning í Gerðarsafni Ljósmynd/Valgarður GíslasonLjósmynd/RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.