Morgunblaðið - 16.02.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 53
menning
13:00 Hádegisverður í Gullteig B, Grand Hótel
Þorsteinn J. flytur erindi sitt:
Frumkvæði!
SKRÁNING
14:15 Skráning við Gullteig A, Grand Hótel
FUNDARSETNING
14:30 Ræða formanns FÍS
Pétur Björnsson
RÆÐUMENN
14:50 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
15:00 Finn Mortensen aðalritstjóri viðskiptablaðs
Berlingske Tidende
„The Emperor's New Clothes?“
15:20 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra
Hvernig gagnast fríverslunarsamningar?
Umræður og fyrirspurnir
Kaffihlé
16:15 ALMENN AÐALFUNDARSTÖRF
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: linda@fis.is
Aðalfundur
Gullteigur, Grand Hótel,
í dag föstudaginn 16. febrúar 2007, kl. 13:00
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
ÓPERUDAGAR Í EVRÓPU
16.18. FEBRÚAR 2007
O P E R A O P E R A . I S
O P E R A . I S
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR
Hlaupanótan – Bein útsending frá ÍÓ á Rás 1 . . . . . . . . Kl. 16.13
Flagari í Framsókn – 3. sýning. Bein útsending á Rás 1 . . . Kl. 20.00
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR
Óperusöngur í Sundhöll Reykjavíkur . . . . . . . . . . . . . Kl. 11.30
Opin æfing á óperunni Suor Angelica eftir Puccini. . . . . . Kl. 11.00
Skoðunarferð með leiðsögn um Íslensku óperuna . . . . . . Kl. 13.00
Markaður – Sala á munum úr geymslu Óperunnar . . . . . Kl. 12.00
Afmælistónleikar Árnesingakórsins . . . . . . . . . . . . . . Kl. 17.00
SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR
Skoðunarferð með leiðsögn um Íslensku óperuna . . . . . . Kl. 13.00
Markaður – Sala á munum úr geymslu Óperunnar . . . . . Kl. 12.00
Raddir framtíðarinnar – Tónleikar ungra óperusöngvara. . . Kl. 15.00
Flagari í Framsókn – 4. sýning . . . . . . . . . . . . . . . . Kl. 20.00
W W W . O P E R A D A Y S . E U
BIRTA Guðjónsdóttir ríður á vaðið í
nýrri sýningarröð Listasafns Reykja-
víkur í Hafnarhúsi kölluð D-
sýningarröðin. Hún hefur komið að
myndlistinni í fleiri en einni mynd,
rekið sýningarrýmið Gallerí dverg
um nokkurt skeið og í leikhúsvinnu
og sýndi í Gallerí suðsuðvestri ekki
fyrir löngu. Viðfangsefni Birtu á sýn-
ingunni í Hafnarhúsi er sjálfsmyndin
í nokkuð víðum skilningi, í takt við
samtímann er sviðsetning stór þáttur
sýningarinnar. Sjálfsmyndin er auð-
vitað klassískt fyrirbæri, flestir lista-
menn, a.m.k. fígúratífir málarar, hafa
reynt við sjálfsmyndina. Margir
þekkja myndir eins og teikningu
Leonardos af sér í ellinni, eða sjálfs-
myndir van Gogh. Myndir Fridu
Kahlo sem málaði sjálfa sig ítrekað
eru einnig mjög kunnar. Hér á landi
er það kannski Louisa Matthíasdóttir
sem hvað gagngerast hefur skrásett
sjálfsmynd sína á léreftið. Þetta er
spennandi hefð og forvitnilegt að sjá
hvernig samtímalistakona af yngri
kynslóðinni tekst á við efnið.
Nálgun Birtu er þó opnari en í
þeim dæmum sem talin eru upp hér
að framan. Það má kannski segja að
Birta vinni í anda Velazquez þegar
hann málaði Las Meninas árið 1656.
Michel Foucault skrifaði innblásinn
kafla um málverkið í bók sína Les
Mots et les Choses á sjöunda ára-
tugnum. Þar fjallar hann um við-
fangsefnið og áhorfandann, hvernig
áhorfandinn er dreginn inn í mál-
verkið og hvernig myndin sem Velz-
quez er að mála á málverkinu sést
ekki, heldur bakhlið hennar. Speglar,
gler og linsur hafa eðlilega lengi verið
hluti af listasögunni og líkt og í inn-
setningu Birtu leikur spegill stórt
hlutverk í málverki Velazques, en
myndefni málarans í málverkinu,
konungshjónin, speglast þar. Einn
frægasti spegill sem birst hefur í mál-
verki er líklega frá fimmtándu öld í
málverki Jans van Eyck af brúðkaupi
Arnolfini-hjónanna. Þar sjáum við
íhvolfan spegil á veggnum fyrir aftan
brúðhjónin og í honum má sjá mál-
arann sjálfan og vitni að brúðkaup-
inu. Annað fyrirbæri í málverki sem
tengist speglun eða öllu heldur sjón-
rænni brenglun gegnum gler er spor-
öskjulega Claude-glerið sem var vin-
sælt á 18. öld, en þegar horft var í
gegnum það birtist náttúran líkt og á
málverki eftir Claude.
Innsetning Birtu leitast við að
skapa rými þar sem áhorfandinn sér
sjálfsmynd listakonunnar en um leið
sjálfan sig sjá hana, í tíma og rúmi,
speglar og speglun leika þar stóran
þátt. Silfurlitað efni sem minnir á
sýningartjald þekur endavegg og í
því birtist spegilmynd áhorfandans
óljóst eins og skuggi. Ljósmyndir af
Birtu sýna leik með frystingu tímans
þar sem yfirborð vatns í glasi hallar
upp á ská, myndin er tekin í miðri
handarsveiflu, sama má segja um
aðra mynd þar sem platkristall í
bandi stígur upp líkt og um prik væri
að ræða. Myndbönd sýna vatns-
yfirborð hækka hægt í glasi og plat-
kristal snúast hægt. Þriðja ljós-
myndin sýnir hinar tvær eins og þær
hanga í salnum en súlan hylur aðra
þeirra eins og í leik í anda Velazquez.
Loks er myndband á vegg sem sýnir
listakonuna í endalausri nálgun en án
snertingar við eigin spegilmynd,
hugsanleg athugasemd við sjálf-
hverfu og sjálfsdýrkun.
Í innsetningu sinni tekst Birta á
við rýmið, hlutverk áhorfandans og
þemað sjálfsmynd á máta sem end-
urspeglar strauma og stefnur í sam-
tímalistum auk þess að innihalda vís-
anir í listasöguna. Hún dansar á
mörkum þess að myndskreyta hug-
myndir en verk eins og myndbandið
af glasinu með hækkandi vatns-
yfirborði ná að stíga yfir þröskuldinn
og skapa innri tíma og heim sem
dregur áhorfandann til sín og heillar
hann.
Herm þú mér
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhús
Til 18. mars. Opið daglega 10–17.
Aðgangur fullorðinna 500 kr., 250 kr.
eldri borgarar og öryrkjar, börn yngri en
18 ókeypis. Miðinn gildir á Kjarvalsstaði
og í Ásmundarsafn í 3 daga. Ókeypis að-
gangur á fimmtudögum.
D1- Birta Guðjónsdóttir,
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Sverrir
Speglun Viðfangsefni sýningarinnar er sjálfsmyndin í víðum skilningi.
MÖRGUM kvikmyndaleikstjórum
þykir eflaust nóg að ráðast í gerð
stórmyndar um atburði í síðari
heimsstyrjöldinni. Clint Eastwood
lét sér hinsvegar ekki muna um að
hrista tvær slíkar framúr erminni
á sama árinu. Í fyrra var Flags of
our Fathers frumsýnd og í dag fá
Íslendingar að sjá framhaldið,
Letters From Iwo Jima. Fram-
hald er kannski ekki rétta orðið
en myndirnar eru þó tengdar. Í
þeirri síðarnefndu er fjallað um
baráttu Japana við Bandaríkja-
menn um eyjuna Iwo Jima, sem
skildi að Japan og herflota Banda-
ríkjamanna.
Letters From Iwo Jima er sögð
frá sjónarhóli Japananna og er á
japönsku. Myndin hefur fengið
mjög góða dóma víðast hvar og
var meðal annars valin besta er-
lenda myndin á nýafstaðinni Gol-
den Globe-verðlaunahátíð.
Myndin er einnig tilnefnd sem
besta myndin á Óskarsverð-
launahátíðinni, sem fram fer 25.
febrúar, auk þess sem Eastwood
er tilnefndur sem besti leikstjór-
inn.
Með aðalhlutverk fer Ken Wat-
anabe (The Last Samurai, Memo-
irs of a Geisha).
Letters From Iwo Jima verður
frumsýnd í dag í Sam-bíóunum.
Frumsýning | Letters From Iwo Jima
Hershöfðinginn Ken Watanabe fer með hlutverk Tadamichi Kuribayashi í Letters From Iwo Jima.
Baráttan um Iwo Jima
Erlendir dómar:
Metacritic: 89/100
New York Times: 100/100
Premiere: 100/100
Hollywood Reporter: 90/100
Variety: 90/100
Allt skv. Metacritic.com
Fréttir á SMS