Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það þýðir ekkert að væla Solla mín, gerðu bara eins og við, þrasa, vera á móti öllu og segja bara nei, og aftur nei, og vera svo bara dugleg að bíta gras. VEÐUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,menntamálaráðherra, flutti kraftmikla ræðu í eldhúsdags- umræðunum í fyrrakvöld. Hún rakti m.a. afrekaskrá stjórnarandstöð- unnar, sem var í stórum dráttum svona:     Stjórnarand-staðan studdi ekki rammalöggjöf um háskóla. Stjórn- arandstaðan vildi ekki veita sjálf- stæðum grunn- skólum á borð við Ísaksskóla, barna- skóla Hjallastefnunnar eða Landakotsskóla tækifæri.     Stjórnarandstaðan var á mótiskattalækkunum.     Ámóti einkavæðingu ríkisfyr-irtækja.     Og ráðherrann sagði að Stein-grímur J. hefði verið á móti frjálsu útvarpi og ekki treyst fólki til að kaupa bjór.     Þetta var sterkur kafli í ræðu Þor-gerðar Katrínar og jafnvel sjón- varpsáhorfendur, sem sátu heima í stofu hjá sér sáu, að þingmönnum stjórnarandstöðunnar leið ekki vel undir þessari upptalningu, sem raun- ar var lengri en hér kemur fram.     Þorgerði Katrínu tókst að sýnafram á það með skýrum hætti að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu verið á móti mörgum miklum fram- faramálum á undanförnum árum. Þessi málflutningur varafor- manns Sjálfstæðisflokksins féll í góðan jarðveg.     Kannski Sjálfstæðisflokkurinnætti að leggjast í ítarlegri rann- sóknarstarfsemi og birta heildar- yfirlit yfir það, sem stjórnarand- staðan hefur verið á móti í sextán ár?! STAKSTEINAR Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir Afrekaskrá stjórnarandstöðu SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                      )'  *  +, -  % . /    * ,     ! !               01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '        "  # $$ % # $$ %         9  )#:; $$                 !               "       #      $    )  ## : )   & '  ( $ $' $    ) <1  <  <1  <  <1  &(   $* % +$, -  =          :  . $$ $   / 0 $ $$' / )  1  $2$ ' $   $   $   3  $-  ' $   / 4 $$' / .    .  $ $-2  $ 3 ' $$+ / 5   $$  $ %  / 6 $$  $ $ / 72 $ $88   $ $9  $* % 2&34 >3 >)<4?@A )B-.A<4?@A +4C/B (-A 3 3     !/   "/ "/ "/ "/ !/ !/ !/ !/   3 3! 3 3 3 3 3 3 3 3" 3 3 3" 3        Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Karen | 14. mars Eltihrellir og ofsóknahrotti Rak augun í eitt splunkunýtt orð sem ég hef aldrei séð áður; eltihrellir, og þetta er semsagt ný íslensk þýðing á orðinu stalk- er. [M]ér datt strax í hug ofsókna- hrotti, mér finnst bara eltihrellir ekki hljóma nógu vel, það minnir mig á trjátegund. Stalkerar eru ein- hver skelfilegustu fyrirbæri jarðar, þeir þurfa að fá viðeigandi heiti eftir því. Meira: halkatla.blog.is Jónína Benediktsdóttir | 15. mars Aldrei meir, aldrei meir! En sennilega hafa Baugsmenn einkarétt á því að skrifa um aðra, níða fólk og mis- bjóða því dag eftir dag […] Sennilega hafa þeir alræðisvald á þessu landi. En nú held ég að þeir láti mig vera. Ég var þæg og góð við þá í réttarsalnum, veitti þeim afslátt í öllum málum og nú á ég inni grið strákar! Meira: joninaben.blog.is Sigríður Dögg Auðunsdóttir | 15. mars Vændi í Reykjavík [V]ændi er orðið út- breiddara og skipu- lagðara […] víða á Ís- landi eru reknir leynilegir klúbbar sem helst má líkja við vændishús þar sem ís- lenskar og erlendar konur bjóða kynlíf gegn greiðslu. Aðgerðir yf- irvalda til að sporna við þessari þró- un hafa hingað til skilað litlum sem engum árangri og útlit er fyrir að ástandið muni einungis versna á næstu árum. Meira: sigridurdogg.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 14. mars Öfgar gegn Evrópusambandi! Á síðastliðnu vori gekk ég með í Samfylk- inguna. Eftir að hafa stutt Vinstriheyf- inguna – grænt fram- boð í nokkur ár eða frá því Alþýðubandalagið sáluga lagði upp laupana, þá fann ég að ég átti ekki samleið með þeim lengur. Helstu ástæður þess, auk öfgafullra náttúruverndarsjónarmiða, and- staðan við Evrópusambandið. Löngum hefur verið þekkt að helstu andstæðingar Evrópusam- bandsaðildar eru öfgamenn til hægri og vinstri. Þegar Svíþjóð gekk með í Evrópusambandið var ég af gömlum vana á ysta vinstrivæng og var and- víg Evrópusambandsaðild. Á hinum vængnum voru nýnasistar og aðrir harðir hægrimenn [...] Rétt eins og öfgaflokkar til hægri og vinstri börð- ust gegn Evrópu, þá á það sér einnig stað á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð eru á móti aðild, Framsókn- arflokkurinn tvístígur og einungis Samfylkingin tekur einarða afstöðu með aðildarviðræðum. Fyrir löngu sá ég að aðild að Evr- ópusambandinu hefur marga góða kosti fyrir okkur vesælt launafólkið hér á hjara veraldar sem ekki er fastbundið á klafa þjóðernishyggj- unnar. Því hefi ég fyrir löngu skipt um skoðun og styð aðild af ákefð. Með aðild minni að Samfylkingunni undirstrika ég skoðun mína á mál- inu. Um leið finnst mér það lýsandi fyrir öfgastefnur til hægri og vinstri að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri- grænir eru komnir í sömu sæng í hatri sínu gegn Evrópusambandinu. Meira: velstyran.blog.is BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06 Kári Sölmundarson | 15. mars Spjallað yfir uppvaskinu Eldhúsdagsumræður fóru fram(hjá) þjóðinni í gærkvöldi. Þetta mun vera versta sjónvarps- efnið sem RÚV ohf. neyðist til að senda út enda hræðilegt að selja auglýsingar strax á eftir ræðu Guð- jóns A. (talaði hann?). Meira: karisol.blog.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.