Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU LJÓST má vera að litlu munaði að alvarlegur skipsskaði yrði þegar fimm gámar féllu af flutningaskipinu Kársnesi úti fyrir Garðskaga í fyrra- kvöld. Í aðdraganda óhappsins hafði skipið fengið á sig brotsjó á bak- borða við afturhornið með þeim af- leiðingum að það hallaðist 45 gráður á stjórnborða og féllu gámarnir þá útbyrðis. Skipið rétti sig við og má teljast mildi að annað brot skyldi ekki fylgja strax í kjölfarið og velta skipinu. Til að gefa mynd af slagsíð- unni má líkja henni við þann halla sem er í stigum í venjulegum fjöl- býlishúsum. Þannig hallaðist skipið út á hlið á meðan gámarnir fimm sópuðust af dekkinu. Í skipinu voru alls yfir 200 gámar og segja tals- menn Atlantsskipa, sem þó tala hóf- lega um atvikið að annar eins halli á hlöðnu gámaskipi sé æði mikill. Ölduhæð var 10–12 metrar og suð- vestanbræla. Skipstjóri skipsins taldi þó ekki hættu á ferð og afþakkaði aðstoð sem Landhelgisgæslan bauð þegar hún fékk tilkynningu frá skipstjór- anum um hvað gerst hefði. TF-LIF, þyrla Gæslunnar, fann tvo gámanna á floti í gær og var varðskipið Týr komið að þeim um kl. 14:30 þar sem þeir möruðu í hálfu kafi, þá komnir út á miðjan Faxaflóa. Tók áhöfn varðskipsins gámana í tog og stefndi með þá inn í Sundahöfn í Reykjavík. Ekki var vogandi að reyna að hífa gámana um borð í varðskipið enda haugasjór á Faxaflóanum í gær. Gámarnir eru 4 og 5,5 tonn að þyngd. Að sögn Gunnars Bachmann, framkvæmdastjóra Atlantsskipa, fóru gámarnir fimm allir í sjóinn í einu en hinir gámarnir í skipinu færðust ekki úr stað. „Gámarnir eru festir niður á öllum hornum og einn- ig með stífum þannig að þeir eru njörvaðir niður eins mikið og hægt er,“ bendir hann á. Segir hann að skipið hafi tekið hættulega dýfu þeg- ar það hallaðist á stjórnborða en eins og fyrr segir rétti það sig af eftir óhappið. Tók hættulega dýfu      (    &(       !                                   Drekkhlaðið flutningaskip í allt að 12 metra ölduhæð með 200 gáma um borð úti fyrir Garðskaga  5 gámar útbyrðis TÓNLISTARKONAN Bergþóra Árnadóttir lést á sjúkrahúsinu í Álaborg í Danmörku 8. mars sl., 59 ára að aldri. Bergþóra fæddist 15. febrúar 1948. Hún ólst upp í Hveragerði með systkinum sínum Bergi og Grétu en foreldrar hennar eru Árni Jóns- son trésmiður, sem er látinn, og Aðalbjörg Margrét Jóhannsdóttir. Bergþóra byrjaði ung að semja lög við ljóð ís- lenskra skálda. Fyrstu lögin með henni komu út á safnplötunni Hrif 2 árið 1975. Tveimur árum síðar kom út fyrsta sólóplata hennar, Eintak. Á ár- unum 1982 til 1987 kom síðan hver platan á fætur annarri: Bergmál (1982), Afturhvarf (1983), Ævintýri úr Nykurtjörn (1984) og Það vorar (1985) og Í seinna lagi (1987). Að auki sendi Bergþóra frá sér kassettuna Skólaljóð (1986). Milli þess sem Berg- þóra sendi frá sér plöturnar starfaði hún með ýmsum tónlistarhópum, t.d. Vísnavinum, og einstaklingum, og hélt tónleika þar sem hún kom alla jafna fram ein með gítarinn í hendi. Árið 1988 fluttist Bergþóra búferlum til Danmerkur og starfaði þar. Eftir alvarlegt um- ferðarslys varð hún að snúa sér að öðrum við- fangsefnum, en lög og ljóð hélt hún engu að síður áfram að semja. Hinn 15. febrúar 1989, er Bergþóra varð fimmtug, tóku velunn- arar, vinir og fyrrverandi samstarfs- menn sig saman og gáfu út safnplöt- una Lífsbókina sem hefur að geyma nokkrar perlur frá ferli hennar. Bergþóra giftist árið 1971 Jóni Ólafssyni skipstjóra. Þau skildu og hann er nú látinn. Saman áttu þau tvö börn, Jón Tryggva veitingamann og Birgittu skáldkonu. Sambýlismaður Bergþóru var Hans Peter Sørensen. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 31. mars og hefst athöfnin klukkan 13. Andlát Bergþóra Árnadóttir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Enginn afsláttur var veitturfrá þeirri reglu að rann-saka bæði það sem horfðitil sýknu og sakfellis með- an á rannsókn Baugsmálsins stóð, sagði Jón H. Snorrason þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. „Mér finnst þetta eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón þegar Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, spurði hvers vegna líkindi í tengslum Nordica í Flórída og Simons Agitur í Danmörku hefðu ekki verið könnuð. Gestur sætti sig ekki við þessi svör og sótti hart að Jóni vegna atvika sem hann taldi sýna að undir hans stjórn hefði efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hreint ekki farið eftir þessari meginreglu í lögum. Jón H. Snorrason stjórnaði rann- sókn Baugsmálsins frá upphafi. Hann hitti fyrstur lögmann Jóns Geralds Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugs- son, vegna málsins og það var hann sem ræddi fyrstur lögreglumanna við Jón Gerald í ágúst 2002. Hann skrifaði einnig undir fyrri ákæruna í Baugs- málinu tæplega þremur árum síðar, allt saman í krafti embættis síns sem saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Þar sem hann ber sem stjórnandi ábyrgð á lögreglurannsókninni er ljóst að fram- burður hans hefur mikið að segja fyrir þá gagnrýni sem verjendur Jóns Ás- geirs og Tryggva Jónssonar, sem og sakborningarnir sjálfir, hafa sett fram á rannsókn lögreglu. Gagnrýnin hefur ekki eingöngu lot- ið að því að lögregla hafi ekki kannað hvað væri hæft í skýringum sakborn- inga heldur ekki síður að rannsóknin sjálf væri af pólitískum rótum runnin. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur ríkissaksóknari, spurði Jón þess vegna hvort ráðherrar eða aðrir stjórnmálamenn hefðu haft samband við hann vegna málsins en því neitaði Jón alfarið og sagði að hvorki stjórn- málamenn né embættismenn hefðu reynt að hafa áhrif á rannsóknina. Aðdragandinn að rannsókninni hefði verið sá að 13. ágúst 2002 hefði Jón Steinar komið á hans fund með talsvert af gögnum frá Jóni Gerald og jafnframt greint frá því að Jón Gerald vildi leggja fram kæru í málinu. Eftir að hafa farið yfir gögnin og hitt Jón Steinar einu sinni eða tvisvar til við- bótar, hefði honum þótt ljóst að hann yrði að hitta Jón Gerald og úr varð að hann hefði komið til landsins aðfara- nótt laugardagsins 24. ágúst. Jón náði í Jón Gerald um morguninn og ók honum í húsnæði efnahagsbrotadeild- arinnar, nokkuð sem verjendum Jóns Ásgeirs og Tryggva hefur þótt sér- kennilegt. Jón sagði þannig frá að umræddan morgun hefði hann átt er- indi suður í Hafnarfjörð og því hefði það hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavog, en að kalla til húsvörð til að opna skrifstofuhúsnæði ríkislög- reglustjóra við Skúlagötu til að Jón Gerald kæmist þar inn. Jón kvaðst hafa rætt við hann um morguninn að viðstöddum fleiri lögreglumönnum en skýrsla hefði ekki verið gerð fyrr en daginn eftir. Um dagsetningu þess- arar fyrstu yfirheyrslu var framburð- ur hans og Sveins Ingibergs Magn- ússonar, lögreglufulltrúa hjá ríkislögreglustjóra, raunar ekki sam- hljóða því Sveinn staðhæfði í gær að Jón Gerald hefði ekki komið til yfir- heyrslu fyrr en á sunnudeginum og hefði komið til landsins um nóttina. Þetta myndi hann vel þar sem hann hefði verið á ættarmóti á laugardeg- inum og verið kallaður í bæinn af þessu tilefni. Gögn um allar trissur Spurður af Gesti Jónssyni hvort húsleitin í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002 hefði að einhverju leyti verið ákveðin vegna yfirvofandi um- fjöllunar í Séð & heyrt um bátinn Thee Viking, sagði Jón að þar sem hann hefði orðið þess áskynja að búið var að senda gögn um samskipti Jóns Geralds við Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson „bókstaflega um allar triss- ur“ hefði hann talið stutt í að það yrðu almælt tíðindi að málið væri til rann- sóknar hjá lögreglu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi Jón Gerald frá því að hann hefði gefið út reikninga vegna reksturs Thee Viking sem hann innheimti með fölsk- um skýringum af Baugi, að ráðum Jóns Ásgeirs og Tryggva. Gestur spurði Jón hvers vegna Jón Gerald hefði ekki fengið stöðu sakbornings eftir þessa yfirlýsingu og svaraði Jón því að málsatvik hefðu ekki verið lík- leg eða sennileg til sakfellis. Jón Ger- ald var ekki ákærður í fyrri ákærunni, þeirri sem Jón H. Snorrason gaf út, en Sigurður Tómas Magnússon sett- ur ríkissaksóknari ákærði hann hins vegar fyrir að aðstoða Jón Ásgeir og Tryggva með útgáfu kreditreiknings upp á 62 milljónir. Póstur skýrði ekki ákæruefnið Mestur hluti spurninga Gests var þó vegna atvika sem lúta að því hvort fyrrnefnd meginregla um að rann- saka bæði það sem horfir til sýknu og sektar hefði verið virt. Hann nefndi fjölmörg dæmi, m.a. tölvupóst um við- skipti vegna Debenhams í Smáralind sem fyrst var lagður fram í málinu eftir að aðalmeðferðin hófst og Jón Ásgeir og Tryggvi telja að geymi mik- ilsverðar upplýsingar sem sanni að þarna hafi verið um viðskipti að ræða en ekki ólögmætt lán. Í póstinum kemur m.a. fram að samið hafi verið um að afhenda hlutafé í Baugi á geng- inu níu, líkt og Jón Ásgeir hélt fram við skýrslutöku fyrir dómi. Gestur spurði hvernig á því stæði að slíkur póstur hefði ekki verið settur inn í málið og svaraði Jón að ástæðan væri sú að lögregla hefði ekki talið að hann skýrði sakarefnið. Fleiri svör Jóns voru í svipuðum dúr, þannig sagði hann að ekki hefði þótt ástæða til að yfirheyra starfs- menn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis vegna málefna tengdra Við- skiptatrausti þar sem málið hefði snúist um það sem gerðist inni í Baugi og þáttur sparisjóðsins kæmi málinu ekki við. Hann sagði ennfremur að í sakamálarannsókn væri ekki sjálfgef- ið að það væri betra að yfirheyra fleiri en færri og alls ekki ætti að yfirheyra þá sem kæmu málum ekkert við. Það væri ábyrgðarhluti að dreifa upplýs- ingum um ákæruefni. Þegar kom að spurningum um Sim- ons Agitur í Danmörku, sem Jón Ás- geir og fleiri hafa sagt að hafi haft sambærilegt hlutverk og fyrirtæki Jóns Geralds, sagði Jón að sér þætti sem verið væri að bera saman epli og appelsínur. Nordica hefði verið í eigu Jóns Geralds en Simons Agitur verið dótturfélag Baugs. Gestur Jónsson greip þá fram í og sagði að félagið hefði orðið dótturfélag Baugs á seinni hluta tímabilsins og spurði því næst Jón hvort afstaða hans til þess að rannsaka félagið byggðist á þessari röngu forsendu en því neitaði Jón. Gestur ítrekaði spurningu sína og benti á að Jón Ásgeir hefði í yfir- heyrslu m.a. sagt að „ég myndi at- huga með Simons ...“ en Jón sagðist ekki telja umræddar tilvitnanir vera ábendingar til lögreglu um að rann- saka þau viðskipti. Ekkert tilefni hefði heldur verið til þess að taka þetta félag til sakamálarannsóknar. Gestur spurði Jón að lokum um ummæli Helga Sigurðssonar, yfirlög- fræðings Kaupþings, um að hann hefði í símtali heyrt að fagnaðarlæti brutust út á skrifstofu Jóns þegar Helgi greindi frá því að engin gögn hefðu fundist um svonefndan „kött“ og benti honum á að auk Helga hefði annar starfsmaður bankans hlustað á samtalið í fundarsíma. Jón sagði að þetta væri alveg galið og fráleitt, þetta væri ekki rétt. Meðal annarra vitna sem komu fyr- ir dóminn í gær voru Sigurður H. Steindórsson og Sif Einarsdóttir, lög- giltir endurskoðendur hjá Deloitte, en þau aðstoðuðu efnahagsbrota- deildina við rannsóknina. Samskipti Sigurðar og Gests stirðnuðu verulega eftir því sem leið á vitnisburð Sigurðar, ekki síst þegar fjallað var um meðferð á hlutafé í Ar- cadia en Sigurður telur að óheimilt hafi verið að færa þau upp til mark- aðsvirðis í rekstrarreikningi Baugs þar sem ekki hafi staðið til að selja þau. Þegar Sigurður sagði að dæmi væru um að hugtakið Ebitda kæmi stundum fram í styttri mynd, líkt og í ákærunni, mótmælti Gestur því sem röngum framburði, en slíkt er ekki al- gengt í réttarsal. Eins líkt og epli og appelsínur Morgunblaðið/RAX Stýrði Jón H. Snorrason sagði að hvorki stjórnmálamenn né embættis- menn hefðu haft samband við sig vegna rannsóknarinnar á Baugsmálinu. Í HNOTSKURN Dagur 24 » „Þeir sem fara meðákæruvald (ákærendur) og annast rannsókn skulu vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar.“ Þannig hljóðar 31. grein laga um meðferð opinberra mála. » Jón H. Snorrason semstjórnaði lögreglurann- sókninni í Baugsmálinu sagði í gær að enginn af- sláttur hefði verið gefinn af þessari reglu. » Hvorki stjórnmálamennné embættismenn hefðu haft áhuga á málinu og hann hefði aldrei rætt það við þá. » Jón sagðist aðspurðurekki hafa upplýst Harald Johannessen, ríkislög- reglustjóra, um gang máls- ins frá degi til dags. » Um áramótin lét Jón afstarfi hjá ríkislög- reglustjóra og er nú aðstoð- arlögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.