Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 17 HVERNIG BORÐAR MAÐUR MEIRI TREFJAR? Flest okkar hafa gott af því að borða meiri trefjar. Fullorðnir ættu að borða a.m.k. 25 grömm af trefjum á dag, en að meðaltali borðum við ekki nema 16,7 grömm*, eða aðeins 2/3 af ráðlögðum dagskammti. Þó við Íslendingar höldum að við séum best á öllum sviðum hafa rannsóknir sýnt að við stöndum okkur alls ekki nógu vel þegar kemur að neyslu trefja. En það er auðvelt að bæta sig – ef þú borðar Kellogg’s All–Bran á hverjum degi færðu næstum helming af ráðlögðum trefjaskammti, sem hjálpar þér að halda meltingunni í góðu lagi. Laus við þembu, þyngsli og doða líður þér vel innan sem utan. Fáðu þér gómsætt Kellogg’s All–Bran, Sultana Bran eða Bran Flakes og vertu bestur ... í trefjum! *Skv. Lýðheilsustöð F í t o n / S Í A Vestmannaeyjar | Klukkan 13.44 í gær kom Vestmannaey VE 444, nýtt skip sem Bergur-Huginn lét smíða í Póllandi, til heimahafnar í Vest- manneyjum. Í fylgd með henni voru Vestmannaey VE 54 og Smáey VE sem eru í eigu sömu útgerðar. Að sögn skipstjóra reyndist Vest- mannaey vel á heimsiglingunni og gerir hann ráð fyrir að það taki viku að gera skipið klárt til veiða. Vest- mannaey er togskip sem ætlað er til ísfiskveiða. Það var fjöldi manns sem fagnaði komu Vestmannaeyjar þegar hún lagðist að bryggju í gær í blíðskap- arverði. Fyrstur um borð var séra Guðmundur Örn Jónsson sem flutti hugvekju og bæn og blessaði skip og áhöfn af brúarvængnum. Að því loknu bauð Magnús Kristinsson út- gerðarmaður öllum að skoða Vest- mannaey og margir komu færandi hendi með blóm og gjafir. Skipið er hið myndarlegasta og vel tækjum búið. Allt er að sjá mjög vel unnið af hendi Pólverjanna og íbúðir áhafnar til fyrirmyndar. Öflugt skip „Það er alltaf stór stund í lífi hvers útgerðarmanns er hann tekur á móti nýju skipi og það er ég að upplifa núna,“ sagði Magnús útgerð- armaður í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er líka stór stund fyrir áhöfn- ina og Vestmannaeyjar. Strákarnir segja að Vestmannaey hafi reynst vel á heimsiglingunni enda er þetta öflugt skip sem á eftir að verða mik- ið happafley,“ bætti Magnús við. Og hann hélt áfram. „Það skiptir miklu fyrir okkur hér í Vestmanna- eyjum að fá svona öflugt atvinnu- tæki og það er mikil innspýting í samfélagið. Nú vantar bara fleira fólk og ég get fullvissað alla um að hér er gott að búa. Það er ekkert bæjarfélag sem býður upp á átta stórar uppákomur á hverju sumri enda hvergi meira fjör.“ Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var ánægður með Vestmannaey eftir reynsluna á heimsiglingunni. „Hún reyndist mjög vel og hafa hönnuð- irnir, Alfreð Tulinius og Bárður Haf- steinsson hjá Nautic, skilað góðu verki. Við lentum í hörkubrælu á leiðinni og kom í ljós að þetta er fínt sjóskip. Hér erum við með mjög öfl- ugt skip í höndunum, vel tækjum bú- ið, og ég hef góða tilfinningu fyrir því,“ sagði Birgir sem verið hefur í 30 ár til sjós og alltaf hjá sömu út- gerðinni. „Það að fá nýtt skip er ekki bara hagur útgerðar og áhafnar heldur skiptir þetta miklu máli fyrir Vest- mannaeyjar. Vonandi er þetta vís- bending um að okkur takist að snúa þróuninni við og aftur fari að fjölga í Eyjum.“ 19 flatskjáir í brúnni Vestmannaey er mikið tækniver og sem dæmi um það verða nítján flatskjáir í brúnni. Öll tæki eru staf- ræn og þar verður að finna miklu meiri upplýsingar en í eldri tækjum. „Þau verða öll tengd með NAV-neti sem gerir okkur mögulegt að fá saman á einn skjá hinar ýmsu upp- lýsingar um það sem er að gerast. Einnig getum við náð í eldri gögn og borið þau saman við aðstæður hverju sinni.“ Birgir tók sem dæmi að hægt væri að fylgjast með straumum og hitastigi á mismunandi dýpi. „Við pælum meira í því en hér áður fyrr hvaða áhrif straumur hefur á fisk og veiðarfæri og þá koma nýju tækin að góðum notum. Með tímanum safnast saman miklar upplýsingar um miklu fleiri þætti en hægt var að safna upplýsingum um áður. Þær getum við náð í hvenær sem er og borið saman utanaðkomandi áhrif frá ein- um tíma til annars. Þetta geta verið straumar, sjólag og vindur. Við verðum líka með tæki sem hjálpa okkur að spara raforku og olíu.“ Vestmannaey er 29 m löng og 10,4 m á breidd. Til samanburðar þá er gamla Vestmannaey 59,9 m löng og 9,50 m breið. Aðalspil eru lágþrýst- ispil, 20 tonn hvort. Íbúðir eru fyrir fjórtán en gert er ráð fyrir tólf í áhöfn. Vinnsludekkið er mjög rúm- gott en búnaðurinn er smíðaður í Vélsmiðjunni Þór og er tilbúinn. Morgunblaðið/Sigurgeir Útgerðin Skipakostur Bergs-Hugins. Fremst er nýja Vestmannaey, næst sú gamla og loks Smáey. Stór stund að taka á móti nýju skipi Nýju skipi fagnað Kolbrún Eva Valtýsdóttir, kona Birgis skipstjóra, Magnús útgerðarmaður, Lóa Skarphéðinsdóttir, kona Magnúsar, Birkir, bróðir hans, og Þóra Magnúsdóttir, móðir hans, í brúnni á Vestmannaey. Áhöfnin Þeir sigldu skipinu heim. Kristinn Valgeirsson yfirvélstjóri með dótturina Indíönu, Leó Snær Valgeirsson, Ólafur Guðmundsson vélstjóri, Pétur Kristjánsson kokkur, Egill Guðnason vélstjóri, Sigurður Konráðsson 2. vélstjóri og Birgir Þór Sverrisson skipstjóri. Í HNOTSKURN »Það að fá nýtt skip er ekkibara hagur útgerðar og áhafnar heldur skiptir þetta miklu máli fyrir Vest- mannaeyjar. »Hér erum við með mjögöflugt skip í höndunum, vel tækjum búið og ég hef góða tilfinningu fyrir því. »Strákarnir segja að Vest-mannaey hafi reynst vel á heimsiglingunni enda er þetta öflugt skip. ÚR VERINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.