Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Árnesapóteki Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Calsium eap
Kalk sem nýtist
VIRKNI ehf. á Akureyri átti lægsta
tilboð í framkvæmdir við núverandi
lögreglustöð og fangelsi á Akureyri,
skv. fréttavef Vikudags í gærkvöldi.
Fjögur tilboð bárust og voru opnuð í
gær hjá Ríkiskaupum.
Tilboð Virkni var hið eina sem var
undir kostnaðaráætlun, 175 milljónir
kr., en áætlunin hljóðaði upp á tæpar
178 milljónir kr. ÞJ Verktakar buðu
um 178,3 milljónir króna, Fjölnir ehf.
um 191,5 milljónir króna og PA
Byggingarverktakar ehf. buðu tæp-
ar 200 milljónir króna.
Um er að ræða endurbætur og
viðbyggingu við núverandi fangels-
isbyggingu til austurs, með sama yf-
irbragði.
Að sunnan og austan verður bygg-
ingin ein hæð á hálfniðurgröfnum
kjallara en að norðan verður hún
tvær hæðir. Byggingin verður stein-
steypt, einöngruð að innan á hefð-
bundinn hátt með plasteinangrun og
múrhúð á rappneti.
Viðbyggingin verður 336 m² og
endurgerð á núverandi byggingu er
567m².
Verkinu á að vera að fullu lokið
fyrir 1. júní 2008.
Eitt tilboð í fangelsið
undir fjárhagsáætlun
AKUREYRI
SAMKVÆMT drögum að hugmynd-
um sem bæjaryfirvöld á Akureyri
hafa kynnt forráðamönnum íþrótta-
félaganna Þórs og KA er gert ráð
fyrir því að á allra næstu árum verði
komið upp gervigrasvelli á svæði KA
í Lundarhverfi og að byggð verði
áhorfendastúka við knattspyrnuvöll
á svæði Þórs í Glerárhverfi, auk þess
sem þar verði komið upp keppnisað-
stöðu í frjálsíþróttum.
Bæjarstjórn hefur ákveðið að
íþróttavöllurinn í miðbænum skuli
tekinn undir aðra starfsemi, og hug-
ur bæjaryfirvalda hefur lengi staðið
til þess að landsmót Ungmenna-
félags Íslands fari fram á íþrótta-
svæði Þórs. Hugmyndir sem þessar
– drög að hugmyndum eins og þær
eru reyndar kallaðar – hafa hins veg-
ar ekki verið lagðar fram fyrr en nú í
vikunni.
Gert er ráð fyrir því að fram-
kvæmdir á svæðum félaganna kosti
um 390 milljónir króna; gervigras-
völlur á KA-svæðinu 115 milljónir og
framkvæmdir á Þórssvæðinu alls
275; þar er átt við fullkomna keppn-
isaðstöðu í frjálsíþróttum, átta
hlaupabrautir hringinn í kringum
völlinn og tilheyrandi og 1000 fer-
metra áhorfendastúku.
Á Þórssvæðinu eru nú tveir knatt-
spyrnuvellir í fullri stærð og sam-
kvæmt drögum bæjaryfirvalda yrði
frjálsíþróttavöllurinn á vestara
svæðinu, undir stöllunum, og keppn-
isvöllur félagsins í knattspyrnu á
austari hluta svæðisins. Gert er ráð
fyrir því, skv. framlögðum hugmynd-
um, að áhorfendastúkan verði á milli
vallanna og flest sætin í stúkunni
snúi í austur, fyrir áhorfendur að
knattspyrnuleikjum, en lítill hluti að
frjálsíþróttavellinum.
Gert er ráð fyrir því, ef af verður,
að framkvæmdir á Þórssvæðinu
hefjist strax á þessu ári, bæði við
frjálsíþróttavöllinn og á svæði aust-
an verslunarmiðstöðvarinnar
Sunnuhlíðar, þar sem hugmyndir
eru um að Þórsarar fái æfingasvæði
fyrir knattspyrnu í stað þess hluta
svæðis þeirra sem færi undir frjáls-
íþróttavöllinn. Framkvæmdir við
stúkuna hæfust 2008 og þeim lyki
2010.
Samkvæmt þessum hugmyndum
yrði hafist handa við gervigrasvöll á
KA-svæðinu á næsta ári og hann
yrði fullbúinn 2009.
Hvorugt félagið hefur formlega
tjáð sig um hugmyndir bæjarins en
stefnt er að því að kynna þær fé-
lagsmönnum á almennum fundum í
næstu viku.
Stúka á Þórsvöllinn
og gervigras hjá KA?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frjálsar og fótbolti Séð yfir félagssvæði íþróttafélagsins Þórs á Akureyri.
Hugmyndir um
400 milljóna króna
framkvæmdir
Í HNOTSKURN
»Félagsmönnum í KA ogÞór verða kynnt drög bæj-
arins að hugmyndum um
breytingar á svæðunum á al-
mennum fundum í næstu viku.
»Ef hugmyndir bæjarins verða að veruleika fer
landsmót UMFÍ fram á Þórs-
svæðinu 2009 og gervigras-
völlur KA yrði tilbúinn 2009.
VINJETTUSÍÐDEGI verður haldið
í Amtsbókasafninu á morgun, laug-
ardag, kl. 14.30–16.30. Þar lesa upp
tvær vinjettur hver, ásamt Ármanni
Reynissyni vinjettuhöfundi, Her-
mann Jón Tómasson, Saga Jóns-
dóttir, Jóhann „Nói“ Ingimarsson,
séra Solveig Lára Guðmundsdóttir,
Svanfríður Jónasdóttir, Kristján
Þór Júlíusson og Óli G. Jóhannsson.
Vinjettusíðdegi í
Amtsbókasafninu
ÞÓRA Sigurðardóttir opnar sýn-
ingu á Bókasafni Háskólans á Ak-
ureyri í dag kl. 15. Þóra, sem er
borinn og barnfæddur Akureyr-
ingur, var um árabil skólastjóri
Myndlistaskólans í Reykjavík en
hefur auk þess sinnt kennslu og
uppbyggingu náms við skólann.
Verkin á sýningunni í HA eru
teikningar, ljósmyndir og hlutir og
eru unnin í ár og í fyrra.
Þóra sýnir í
bókasafni HA
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hellisheiði | Skátaandinn sveif yfir
vötnum þegar fjöldi skáta lét aftaka-
veður á Hellisheiði um helgina ekki
hindra sig í svonefndri DS göngu,
sem er árleg áfangastaðakeppni fyrir
15 til 18 ára dróttskáta. „Þessi keppni
er ein besta æfing sem hægt er að fá í
rötun og fjallamennsku á vegum
skátanna enda er hvergi slakað á
kröfunum,“ segir Gísli Örn Bragason,
23 ára jarðfræðinemi og skátaforingi
í skátafélaginu Vífli í Garðabæ, en
hann kom að göngunni í fimmta sinn.
Krefjandi verkefni á 30 tímum
Markmið göngunnar er fyrst
fremst að gefa ungmennum tækifæri
til að skipuleggja gönguferð, þar sem
þarf að taka tillit til aðstæðna og rata
á eigin vegum. Þátttakendur fara á
milli allt að 17 áfangastaða og verða
að komast á þá innan 20 mínútna frá-
viks því annars reiknast mínusstig á
liðið. Liðin safna stigum fyrir úrlausn
verkefna, samstarf, skátaanda, ferða-
mennsku og fleira. „Liðin verða að
ganga saman allan tímann og mega
ekki undir neinum kringumstæðum
skipta sér,“ segir Gísli Örn. „Þess
vegna læra skátarnir fljótt að liðið
kemst ekki hraðar en veikasti hlekk-
urinn og þá skiptir samvinna gríð-
arlega miklu máli. Ýmis atriði eins og
að skiptast á að troða spor í snjóinn,
deila farangri, nærast vel og vinna vel
saman við að leysa verkefni á stöð-
unum skila oft betri árangri en mikið
þrek liðsins.“
Gangan var nú haldin í 10. sinn og í
sjötta sinn síðan hún var endurvakin
2002. 10 manna hópur skipulagði
gönguna og um 20 hjálparsveit-
armenn og eldri skátar aðstoðuðu við
framkvæmdina en 28 þátttakendur
voru í keppninni í ár. Áfangastaðir
eru um alla Hellisheiði, allt frá
Hveradölum yfir í Reykjadal og að
Kömbunum, og segir Gísli Örn það
mikið verk að gera ferðaáætlun með
30 km göngu á 30 tímum í huga. „Það
sást vel á metnaði og áræði keppenda
að þeir voru komnir til að vinna,“ seg-
ir hann.
Níu lið mættu til keppni í ÍR-
skálann á föstudagskvöld. Þar var
fyrsta verkefnið að velja áfangastaði
og semja ýtarlega leiðarlýsingu til að
fara eftir um helgina. Daginn eftir
var gengið á milli staða frá dagrenn-
ingu fram yfir kvöldmat. „Fyrir
marga var það alveg ný reynsla að
ganga í óbyggðum með ekkert hald-
bært nema punkta á korti, áttavita og
GPS-staðsetningartæki,“ segir Gísli
Örn og bætir við að fæstir keppendur
hafi áður gengið eins langt á eins
stuttum tíma og þeir gerðu í þessari
keppni.
Vonskuveður á heiðinni
Gísli Örn segir að síðdegis á laug-
ardag hafi skollið á vonskuveður en
liðin hafi verið vel undirbúin og farið
sem fyrst í skálann Þrymheima á
Hengilssvæðinu. Stemningin hafi
verið góð og keppendur hafi ekki látið
aftakaveður aftra sér frá því að sofa
undir berum himni til að ná í auka-
stig. Mestu keppnismanneskjurnar
hafi síðan drifið sig á fætur fyrir allar
aldir en allir hópar hafi átt að vera
mættir í mark fyrir klukkan tvö á
sunnudag. Blautur snjór hafi verið á
allri heiðinni og veður hið leiðinleg-
asta og þó að margir hafi aldrei upp-
lifað annan eins veðurofsa hafi allir
náð í mark á settum tíma.
Hópurinn Sundakútar úr Skátafé-
laginu Mosverjum náði besta heildar-
árangri í keppninni og hlaut að laun-
um glæsilega vinninga frá Cintamani.
Team Hreiðar úr Kópum varð í öðru
sæti og Rúfus úr Landnemum í því
þriðja, en að sögn Gísla Arnar stóðu
öll liðin í keppninni sig með stakri
prýði. Hann bætir við að keppnin
hefði aldrei getað farið fram án ein-
stakrar hjálpar frá vöskum sjálf-
boðaliðum.
„Hjálparsveitir skáta í Garðabæ,
Hvergerði og Reykjavík eiga þakkir
skildar fyrir liðlegheit og samstarfs-
vilja en þær voru með mannskap og
bíla á heiðinni alla helgina. Þá ber að
þakka þeim fjölmörgu skátum sem
komu að keppninni auk allra fyr-
irtækjanna sem gáfu vinninga.“
Dróttskátar
í stórræðum
Gleði Skátaandinn sveif yfir vötnum þegar fjöldi skáta tók þátt í árlegri áfangastaðakeppni á Hellisheiði.
Skipulögð vinnubrögð Fyrsta verkefnið var að velja allt að 17 áfangastaði
og semja ýtarlega leiðarlýsingu fyrir 30 km göngu á 20 tímum.