Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 24
Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldumaður Í frítímanum finnst Þorsteini Einarssyni skemmtilegast að leika með krökkunum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Æ tli megi ekki segja að tón- listin og fjölskyldan eigi hug minn allan enda er ég mikill fjölskyldumaður og kýs að verja frítímanum sem mest með konunni og börnunum. Upp- skrift að góðri helgi í mínum huga er að vera heima í faðmi fjölskyldunnar, fá gesti, heim- sækja afa og ömmu, fara út á róló að leika með krökkunum, fara í sund og svo er alltaf gaman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í sumarfríum finnst mér notalegt að leigja sumarhús, innanlands eða utan,“ segir Þor- steinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í hinni ástsælu „fyrrum“ hljómsveit Hjálmum, þegar hann er spurður út í áhugamálin. Eru samt ennþá hættir Þrátt fyrir að sexmenningarnir í Hjálmum hafi spilað á lokatónleikum á Skriðuklaustri í ágúst síðastliðnum og endað þar með þriggja ára feril hljómsveitarinnar ætla þeir að gleðja bæði norðanmenn og sunnanmenn með tónleikum um helgina. Tónleikar Hjálma hefjast á Græna hattinum á Akureyri kl. 22.00 í kvöld og á Nasa í Reykjavík upp úr miðnætti annað kvöld. „Við ætlum sem sagt að nýta helgina vel þrátt fyrir að vera ennþá hættir sem hljóm- sveit. Við bara ákváðum að grípa tækifærið vegna þess að sænsku strákarnir í hljóm- sveitinni eru að koma til landsins í öðrum til- gangi. Við ákváðum að nýta ferðina og efna til tónleika af því að okkur finnst svo gaman að leika okkur,“ segir Þorsteinn og bætir við að áheyrendur megi búast við að boðið verði upp á gamlar lummur, gamla takta og gömul stef. Reggíhljómsveitin Hljómar gaf út tvo diska á ferli sínum. Sá fyrri kom út haustið 2004 og bar heitið „Hljóðlega af stað“ og hinn kom út ári seinna og hét einfaldlega „Hjálm- ar“. Þeir héldu svo fjölda tónleika, bæði inn- anlands og utan. Hljómsveitin er íslensk- sænsk, en hana skipa auk Þorsteins Íslend- ingarnir Sigurður Halldór Guðmundsson, söngvari, og Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari, og Svíarnir Mikael Svenson, hljómborðsleikari, Petter Winnberg, bassa- leikari, og Nils Turnqvist, trommuleikari. Í hljómsveit með konunni Að sögn Þorsteins voru ýmsar ástæður fyrir því að þessi vinsæla hljómsveit lagði upp laupana fyrir um hálfu ári og hljómsveitarmeðlimir héldu hver sinn veg. „Líklega höfum við verið svolítið vinsælir, svona á íslenskan mælikvarða,“ segir Þor- steinn, sem hefur verið viðloðandi músíkina alla tíð, eins og hann orðar það. „Núna er ég í hljóðfærakennaranámi í FÍH og er með hljómsveit sem heitir Pick- nick. Reyndar erum við bara tvö í hljómsveit- inni, ég og konan mín, Sigríður Eyþórsdóttir. Við erum dúett, spilum og syngjum bæði á gítar, og fáum svo stundum aðra valinkunna hljóðfæraleikara með okkur. Ég myndi hins vegar aldrei viðurkenna það, ef einhver spyrði mig, að ég væri söngvari þó að mér finnist voða gaman að syngja. Ég og konan syngjum hvort fyrir annað og svo syngja börnin fyrir okkur. Þetta er mjög söngelsk fjölskylda,“ segir Þorsteinn, sem á dótturina Ellen, sem er eins og hálfs árs, og fósturson- inn Snorra, sem er fjögurra ára, auk þess sem von er á nýjum fjölskyldumeðlimi í næsta mánuði. » Mælt með | 26 Það er alltaf gaman á róló Hjálmar Hljómsveitarmeðlimir þessarar ástsælu sveitar ætla að nýta helgina vel þrátt fyrir að Hjálmar séu enn örugglega hættir. |föstudagur|16. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvað gerir knattspyrnuhetja er hún neyðist til að leggja fót- boltaskóna á hilluna? Stofnar bakarí í Noregi. » 26 daglegt Það er lítið mál fyrir Heiðu Björgu Hilmisdóttur að galdra fram góða veislu með lítilli fyr- irhöfn. » 30 matur Konur sofa minna en karlar og upplifa önnur vandamál tengd svefni en þeir. Ástæðan er tímaskortur. » 29 heilsa Anne-Sophie Pic er fjórða kon- an í sögu Frakklands til að stjórna veitingahúsi sem hlýtur þrjár Michelin-stjörnur. » 29 veitingastaðir Nestið fyrir krakkana þarf ekki að vera einhæft og leiðinlegt eins og sjá má á vefvarpi mbl.is í dag. » 28 netið Fallegasti staðurinn á landinu: Hall- ormsstaðarskógur þar sem ég er upp- alinn. Uppáhaldsgönguleiðin: Ægisíðan meðfram sjónum. Besta sundlaugin: Grafarvogslaug er mjög barnvæn og innilaugin góð á vet- urna. Besti skemmtistaðurinn: Heima í heiðardalnum enda hef ég lítið að sækja á skemmtistöðunum. Uppáhaldsmaturinn: Einhver pastarétturinn sem konan mín gerir. Þorsteinn mælir með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.