Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 26
Mín plön voru aldrei að fara í bakarí eða bakstur og ég skar mig hálfvegis út úr fjölskyldunni fyrir að vera sá eini sem hafði ekkert með bakarí að gera. Þ egar Andri Sigþórsson komst að því að hann ætti ekki afturkvæmt í fót- boltann vegna meiðsla voru góð ráð dýr. Fram að því hafði hann átt stormandi feril með KR, Bayern München, Salzburg, Molde og íslenska landslið- inu. Hann lét þó ekki deigan síga – eða ætti maður að segja „deigið síga“? – því hann setti á laggirnar bakaríið Braud og bollur sem nú er rekið á sex stöðum í Noregi. Andri á reyndar ekki langt að sækja bakarís- áhugann því fyrir þrjátíu árum, rétt um mánuði áður en hann fæddist, settu foreldrar hans, Sig- þór Sigurjónsson og Sigrún Stefánsdóttir, á laggirnar Bakarameistarann sem nú er rekinn víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. „Mín plön voru aldrei að fara í bakarí eða bakstur og ég skar mig hálfvegis út úr fjölskyld- unni fyrir að vera sá eini sem hafði ekkert með bakarí að gera,“ segir hann aðspurður hvort bakarísreksturinn hafi legið beint við eftir að boltinn brást. „Að sjálfsögðu upplifði ég þó allt stússið í kring um bakaríið því Bakarameist- arinn er mikið fjölskyldufyrirtæki og til dæmis vann ég heilmikið á sumrin í bakaríinu. Að öðru leyti var ég ekkert í þessu. Ég var með fótbolta á tánum frá því að ég var lítill strákur og alveg þar til ég meiddist skyndilega og þurfti að hætta fyrir fimm árum. Þá varð ég að finna mér eitt- hvað að gera og vildi komast burt frá fótbolt- anum. Þetta voru búnir að vera erfiðir tímar og því var mikilvægt fyrir mig að skipta alveg um gír.“ Nafnið vekur athygli Niðurstaðan var að Andri festi kaup á bakaríi í Kristiansund og undir hans stjórn fékk það nafnið Braud og bollur, sem satt best að segja hljómar ekki sérlega norskt. „Það er skrifað upp á íslensku en skilst vel,“ segir Andri. „Fólk sem sér nafnið og skiltið veit alveg að hér er bakarí. Við veltum nafninu mikið fyrir okkur áð- ur en við tókum ákvörðun og prófuðum það fram og til baka. Við sjáum ekki eftir valinu því við höfum fengið mikla og góða athygli út á nafnið. Fólk hér í Noregi er líka mjög jákvætt í garð Íslands svo það skemmir ekki fyrir.“ Svo góðar móttökur hefur Braud og bollur fengið að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að Andri keypti fyrsta bakaríið hefur þeim fjölgað hratt og eru nú sex talsins í Møre og Romsdalsfylki í Noregi. „Fylkið nær yfir stórt svæði og það er talsvert langt á milli staða. Í sumum tilfellum þarf að taka ferjur til að kom- ast á milli og það getur tekið allt að þremur og hálfum tíma að komast á milli staðanna þar sem bakaríin eru. Hins vegar eru þetta stórir bæir á borð við Molde, Álasund og Kristiansund svo hér eru ágæt tækifæri og möguleikar.“ Tæki- færin eru víðar því á næstunni áformar Andri að opna tvö bakarí til viðbótar í fylkinu, en á svo von á því að þar með sé markaðurinn mettur á því svæði. Andri er í samstarfi með rekst- urinn við bakara í hverjum bæ fyrir sig en vörurnar í bak- aríunum eru ekki alveg áþekkar þeim sem alla jafna eru vinsælastar í bakarí for- eldra hans á Fróni. Frændur okkar Norðmenn verða enn um sinn að vera án snúða og vínarbrauða að íslenskum hætti. „Ég byrjaði með þessar vörur en hef séð að það er erfitt að fá þær til að ganga almenni- lega upp. Íslendingar eru flinkari að baka þetta en Norðmennirnir. Hins vegar hef ég ferðast mikið til Þýskalands og annarra Evrópulanda og hef verið að taka mikið af hugmyndum þaðan þannig að úrvalið er svolítið alþjóðlegt hjá mér. Við erum að reyna að koma með nýjungar sem hafa ekki verið mikið hér á svæðinu og fólk virðist vera mjög ánægt með það.“ Ís með dýfu og hrís Eins og sex til átta bakarí séu ekki nóg hefur Andri ákveðið að færa enn út kvíarnar og opnar ís- bar í hjarta Molde í næstu viku. „Það verður alveg nýtt fyrirtæki sem mun einfaldlega heita Isi. Þetta verður hrein ísbúð þar sem ekki verða sæti heldur tekur fólk ísinn með sér, líkt og þekkist heima.“ Á boðstólum verða alls kyns dýfur og kurl sem er ný- lunda í Noregi. „Ég tek nátt- úrulega hug- myndir frá Íslandi,“ heldur Andri áfram sem hefur verið í sam- bandi við Emmess ís hér heima. „Þetta er allt á leiðinni yfir hafið núna. Við verð- um eina ísbúðin í Noregi sem býður upp á alla vega sex mismunandi heitar dýfur á ísinn og svo verður hægt að velta þessu upp úr hrís og lakkrís og öllu mögulegu öðru.“ Andri er bjartsýnn á rekstur Isi, enda staðsetning búðarinnar frábær að hans sögn. „Við fáum líka sama fyrirtæki og innréttaði bakaríin fyrir okkur til að hanna ísbúðina og það hefur verið mjög vel gert og vakið athygli.“ Hann vill þó sem minnst segja þegar hann er inntur eftir því hvort stefnan sé að breiða út ís- boðskapinn víðar. „Ætli maður byrji ekki bara á því að sjá hvernig þessi búð gengur,“ svarar hann að lokum, vopnaður sömu hógværð og þegar fyrsta bakaríið var opnað fyrir tveimur árum. ben@mbl.is Úr boltanum í bollurnar Hvað gerir knattspyrnuhetja þegar hún neyðist til að leggja fótboltaskóna á hilluna? Stofnar bakarí undir íslensku nafni í Noregi og það fleiri frekar en færri. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir sló á þráðinn til Andra Sigþórssonar í vikunni. Braud og bollur Nafn bakaríanna er íslenskt en skilst vel á norsku. Morgunblaðið/Jim Smart Óvissutímar Andri á bæklunardeild Landspít- alans eftir að hann meiddist. Með boltann á tánum Andri á fullri ferð í leik með Molde gegn Moss Fotballklubb. daglegt líf 26 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Stefnir í góða skíðahelgi Útlit er fyrir að skíðaáhugamenn geti glaðst um helgina og haldið til fjalla því veðurspáin gerir ráð fyrir norðlægum áttum og létt- skýjuðu sunnan heiða í það minnsta. Að sögn Friðjóns Árnasonar, rekstrarstjóra skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins, stefnir í góða skíðahelgi í Bláfjöllum þótt alltaf beri að hafa þann fyrirvara á að menn eru háðir veðri og vindum. Ekki hefur enn tekist að opna Skála- fellssvæðið þar sem ekki er þar kominn nægur snjór. Þó hefur verið ýtt frá snjógirðingum og helstu skíðaleiðir troðnar. Í Bláfjöllum verður opið um helgina frá kl. 10 til 18 báða dagana. Gott er að muna eftir heitu kakói á brúsa með í fjallið til að ylja sér í frostinu á milli ferða. Listalíf í Álafosskvosinni Fyrir þá sem hafa gaman af menningar- viðburðum er tilvalið að skella sér í Álafoss- kvosina í Mosfellsbæ á laugardag. Á milli kl. 14 og 17 standa íbúar, listamenn og vinnu- staðir í kvosinni fyrir skemmtilegum uppá- komum gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Þar má m.a. hlýða á Álafosskórinn, slást í för með Bjarka Bjarnasyni sagnfræð- ingi, sem verður með leiðsögn um svæðið, virða fyrir sér ljósmyndasýninguna „1920– 2007“, nú eða þá að banka upp á hjá Palla hnífasmið svo nokkur dæmi séu tekin. Formúlupælingar hjá Toyota Formúluunnendur ættu að leggja leið sína í Toyota við Nýbýlaveg á morgun því frá kl. 13.00 verður dagskrá Formúluklúbbs Toyota kynnt. Kynnir verður Gunnlaugur Rögnvalds- son ásamt Sean Kelly, en hlutverk klúbbsins er að miðla upplýsingum um keppnislið Pana- sonic Toyota í Formúlu 1 og skapa vettvang fyrir stuðningsmenn liðsins að hittast og fylgj- ast með keppninni. Formúluklúbburinn er öll- um opinn og geta klúbbfélagar reynt með sér í sérstökum formúluhermi. Tónleikar með Hjálmum Aðdáendur hljómsveitarinnar Hjálma ættu þá ekki að láta tækifærið til að berja hljóm- sveitina augum einu sinni enn fram hjá sér fara. En tónleikar Hjálma hefjast á Græna hattinum á Akureyri kl. 22.00 í kvöld og á Nasa í Reykjavík upp úr miðnætti annað kvöld. Afmælisveisla hjá Veggsporti Heilsuræktin Veggsport verður í afmælisgír um helgina og ætlar að halda upp á 20 ára af- mæli á morgun. Af því tilefni verður m.a. efnt til afmælisskvassmóts þar sem helstu skvass- spilarar landsins ætla að fara á kostum auk þess sem hljómsveit Eiríks Haukssonar hyggst trylla sveitta spinning-hjólamenn. Fimleikar, sund og boltaíþróttir Íþróttaáhugamenn hafa úr ýmsu að moða um helgina því haldið verður fimleikamót í Ár- mannsheimilinu í Laugardal um helgina og Ís- landsmeistaramótið í sundi fer svo fram í Laugardalslauginni um helgina. Karlar og konur munu keppa í bikarúrslitunum í blaki í Laugardalshöllinni um helgina og körfubolta- menn ætla að keppa í átta liða úrslitum. mælt með … Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/G.Rúnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.