Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 35

Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 35 NÝLEGA hefur verið lögð fram til umræðu og af- greiðslu á Alþingi þingsályktunartillögur um sam- gönguáætlanir fyrir árin 2007–2010 og 2007–2018. Komi tillögur samgönguráðherra til framkvæmda óbreyttar á höfuðborg- arsvæðinu er ljóst að í mikil óefni stefn- ir í umferðarmálum á næstu árum. Tæknideildir sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu hafa á síðasta ári unn- ið ítarlega úttekt á þörfinni fyrir úrbæt- ur á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins miðað við skipulagsáætlanir sveitarfé- laganna til næstu ára. Í samræmi við niðurstöðurnar hafa sveitarfélögin lagt til að til ársins 2010 verði farið í vegaframkvæmdir á svæðinu fyrir umtalsmeiri fjár- hæðir en umræddar þingsályktunartillögur leggja til. Skiptir þar tugum milljörðum króna. Vil ég hér víkja sérstaklega að vegstokkum á Miklu- braut á milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaðaveg og á Mýrargötu. Framkvæmdir víða við og á Miklubraut og Kringlumýr- arbraut. Einnig verði gerður Ofanbyggðavegur í Hafn- arfirði á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Kraftur verði settur í lagningu Sundabrautar og fljót- lega verði unnið að gerð Hlíðarfótar/Öskjuhlíðarganga. Framkvæmdir á Vesturlands- og Suðurlandsvegi, skoð- un á Kópavogsgöngum, auk ýmissa annarra endurbóta á helstu stofnleiðum sem sveitarfélögin hafa óskað eftir, enda listinn langur þar sem ríkið þarf nauðsynlega að koma fram með vegbætur. Íbúar sveitarfélaganna hafa beðið og bíða enn. Í óefni stefnir í umferðarmálum Umferð á helstu stofnleiðum verður eftir aðeins 5 ár um og yfir flutningsgetu þeirra sem þýðir ennþá meiri tafir á umferð, ennþá lengri biðraðir, aukna slysahættu í íbúðahverfum og verulega skert lífsgæði íbúa svæð- isins. Þjóðvegaumferð er nú þegar langmest á höf- uðborgarsvæðinu og slys tíðust þar eins og kemur fram í framlagðri þingsályktunartillögu til samgönguáætl- unar 2007–2010. Umferðarspár fyrir uppbyggingu til ársins 2012 sem unnar voru í tengslum við vinnu sveitarfélaganna sýna að umferð á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins verður þá orðin mun meiri en þær geta með góðu móti flutt miðað við að framkvæmdum á núgildandi vegáætl- un verði lokið. Fjárveitingar samkvæmt framlögðum þingsályktunartillögum til næstu ára duga engan veg- inn til að koma í veg fyrir að það ástand verði viðvar- andi sem sveitarfélögin og íbúar þeirra hafa lýst ítrekað óánægju sinni með. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í nýlegri ályktun sinni lagt áherslu á að horft sé til framtíðar af metnaði og með lífsgæði íbúa að leiðarljósi. Leggja ber áherslu á að greiða fyrir umferð á svæðinu þar sem stór meirihluti landsmanna býr eða að lágmarki að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar mjög auknar tafir á umferð, með þeim afleiðingum sem þeim fylgja. Fjölmörg verkefni bíða um land allt Á sama hátt tel ég að ríkisvaldið þurfi að afnema virð- isaukaskatt á almenningssamgöngur og um leið að við- urkenna þátttöku sína í almenningssamgöngum. Þá skiptir miklu að sveitarfélögin og ríkið taki höndum saman í gerð stígakerfisins vítt og breitt um landið, þar sem það á við, slíkt mun auka öryggi þeirra sem í um- ferðinni eru. Hér hefur einungis verið fjallað um höfuðborg- arsvæðið. Nokkur verkefni eru nú kynnt á landsbyggð- inni og er það vel. Um leið skiptir það máli að gera má ennþá betur. Fjölmörg svæði á landsbyggðinni mega horfa á að lítið sem ekkert vegafé er ætlað til fram- kvæmda á næstu árum. Samfylkingin leggur áherslu á að bæta samkeppn- isstöðu landsbyggðarinnar og skapa landsmönnum jöfn tækifæri óháð búsetu. Það hefur verið vitað til lengri tíma að það þarf að ráðast í stórátak í samgöngumálum á landinu í þeim tilgangi að stytta vegalengdir og tryggja íbúum aðgang að allri helstu þjónustu innan til- tekins aksturstíma. Það gildir um land allt, á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni. Fjárveitingar til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu Gunnar Svavarsson skrifar um samgöngur Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. MEGINTILGANGUR frumvarps formanna stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá er að staðfesta eign þjóð- arinnar á auðlind- unum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýting- arheimildir, t.d. fisk- veiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotarétt- ur. Í greinargerð er vikið að mark- miði frumvarpsins með þeim orðum að nýtingarheimildir „munu ekki leiða til beins eignarréttar“. Enn- fremur segir í greinargerðinni: „Eðli málsins samkvæmt leiða slíkar heim- ildir ekki til óafturkallanlegs for- ræðis einstakra aðila yfir þeim, sbr. 3. málslið 1. greinar fiskveiðistjórn- arlaga, nr. 116 frá 2006, þótt þær kunni að njóta verndar sem óbein eignarréttindi“. Jafnframt er auðvitað ljóst að lög- gjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og út- færslur vegna afnota og hagnýt- ingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórn- arskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta úrslitamikilvæga málefni þjóð- arinnar. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi mik- ilvægu réttindi og eigur þjóðarinnar. Eins og margsinnis hefur komið fram eru kunn dæmi um hugtakið „þjóðareign“ sem ríkisvaldið annast um. Nægir í því efni að vísa til þings- ályktunar alþingis frá 2. júní 1998 og til tillögu auðlindanefndar að stjórn- arskrárákvæði frá árinu 2000. Þetta ákvæði styðst líka við lögin um þjóð- garðinn að Þingvöllum, lög nr. 47 frá 1. júní 2004. Þar segir meðal annars að Þingvellir eru: „ævinleg eign ís- lensku þjóðarinnar“. „Þjóðareign“ felur það í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Eignartilkalli einkaaðila, hvort sem eru ein- staklingar, samtök eða aðrir lög- aðilar, stórfyrirtæki, gróðaöfl, eða erlendir aðilar; – hugsanlegu eign- artilkalli eða yfirráðatilburðum allra slíkra er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Fullveldisréttur og sameiginleg ábyrgð allrar íslensku þjóðarinnar á náttúruauðlindum ættjarðarinnar eru ítrekuð og verða samkvæmt frumvarpinu staðfest í stjórnarskrá Íslands. Flutningsmenn frumvarpsins og ríkisstjórnin bjóða stjórnarandstæð- ingum sem fyrr til samstarfs um þetta mál. Miðað við yfirlýsingar margra þingmanna má ætla að slíkt geti vel orðið. Þannig sögðu for- ystumenn stjórnarandstöðuflokk- anna á fjölmiðlafundi fyrir nokkrum dögum að þeir væru reiðubúnir til að aðstoða og styðja við frumvarp sem byggt yrði beinlínis á orðum stjórnarsáttmálans. Í frétt um þennan fjölmiðlafund kemur meðal annars fram að fyrir liggi nú þegar fullnægjandi grund- völlur „til að ljúka málinu“ eins og þar segir orðrétt. Í frásögn Morg- unblaðsins um fjölmiðlafundinn seg- ir ennfremur: „Sögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sem jafn- framt hafa verið fulltrúar hennar í stjórnarskrárnefnd, að í raun væri hægt að setja inn í stjórnarskrána ákvæði með því orðalagi sem notað væri í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar þar sem stæði: „ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá“. Þá tóku fulltrúar stjórnarandstöðunnar fram að þar sem mikilvægt væri að ljúka þessum breytingum væri mögulegt að gera það með svo einföldum hætti ef vilji væri fyrir hendi …“ Nú er slíkt frumvarp einmitt fram komið til umfjöllunar og afgreiðslu. Verður að vænta þess að þingmenn allra flokka muni styðja þetta frum- varp. * Beðið var um birtingu á þessari grein í Morgunblaðinu í gær, en þar sem blaðið hafði ekki tök á því er hún birt í dag. Þjóðareign á auðlindunum Jón Sigurðsson skrifar um frumvarp um auðlindaákvæði Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. EIN helsta gagnrýni stjórnarand- stöðunnar síðustu árin hefur verið nið- urfelling á sérstökum tekjuskatti, svoköll- uðum hátekjuskatti. Þegar þessum skatti var komið á var sér- staklega tekið fram að hann yrði tíma- bundinn og átti hann aðeins að taka til þeirra sem hefðu mjög háar tekjur. Með ört vaxandi kaupmætti og hækkun launa féllu fleiri og fleiri í þann flokk að greiða sérstakan viðbótar-tekjuskatt, há- tekjuskatt, en í daglegu tali var hann oftar nefndur millitekjuskattur en há- tekjuskattur. Var svo komið undir lok skattheimtunnar að um 24 þúsund Ís- lendingar greiddu sérstakan hátekju- skatt. Fyrir tekjuárið 2003 var þessi skattur 5% og lagðist á alla sem höfðu meira en 4,1 milljón í árstekjur eða 340 þúsund á mánuði. Þau rök eru haldlítil að þeir sem hafa hærri tekjur, jafnvel aðeins millitekjur, eigi ekki að- eins að greiða hærri skatta heldur eigi einnig að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Með slíkri skatt- heimtu og stöðugum hagvexti drög- um við úr hvata fólks til þess að leggja meira á sig og auka tekjur sínar. Af þeim sökum var sérstakur tekjuskatt- ur, hátekjuskatturinn, felldur niður á þessu kjörtímabili. Lækkaði hann á þessu kjörtímabili í þremur þrepum úr 5%, fyrst niður í 4%, þá 2% og var að lokum alveg felldur út. Sérstakur tekjuskattur var felldur niður Árni M. Mathiesen Höfundur er fjármálaráðherrar Fáðu úrslitin send í símann þinn                                                                                       !"#             !"#          !"#           $%& ' &&             $%& ' &&          (&&%) * +% &

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.