Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hólmfríður Sig-urðardóttir fæddist á Akureyri 23. september 1939. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. mars sl. Faðir hennar var Sigurður Lúther Vigfússon frá Foss- hóli, f. 30. september 1901, d. 13. nóv- ember 1959. Móðir hennar var Gyða Jó- hannesdóttir, f. 14. ágúst 1914, d. 24. júní 2000. Stjúpfaðir hennar, eig- inmaður Gyðu Jóhannesdóttur var Leó Guðmundsson f. 24. nóvember 1910, d.8. mai 1994. Systkini Hólm- fríðar sammæðra eru Jóhannes Pétur Leósson, f. 1942, d. 1966, Benedikt Leósson, f. 1945, Hreiðar Leósson, f. 1947, Ólafur Jón Leós- son, f. 1948, Gyða Sólrún Leósdótt- son, f. 17. janúar 1970. Sambýlis- kona hans er Valgerður Guð- björnsdóttir, börn þeirra eru Valgerður Selma og Guðbjörn Smári. Sonur Sigurðar Lúthers er Birgir Þór. 4) Guðbjörg Sigurveig Birgisdóttir, f. 22 júlí 1958. Sam- býlismaður hennar er Guðmundur G. Norðdahl, börn Guðbjargar eru Lína Súsanna Knútsdóttir, Kristján Árni Knútsson og Gyða Lóa Guð- mundsdóttir. Hólmfríður ólst upp hjá föður sínum Sigurði Lútheri og ömmu sinni Hólmfríði Sigurðardóttur. Þau ráku veitingasölu og símstöð að Fosshóli í S-Þingeyjarsýslu. Hólmfríður vann við símavörslu mestan hluta ævi sinnar, sín síð- ustu 20 ár í starfi vann hún við símavörslu á FSA þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Útför Hólmfríðar fer fram í Ak- ureyrarkirju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. ir, f. 1950, d.1993, Leó Viðar Leósson, f. 1953, Fríður Leós- dóttir, f. 1955 og Kristján Leósson, f. 1956. Þann 9. júní 1972 kvæntist Hólmfríður Sigurði Þóri Þór- arinssyni hljóðfæra- leikara, f. 16. janúar 1944, d. 27. sept- ember 2005. Sigurður og Hólmfríður eign- uðust tvær dætur. 1) Svövu, f. 21. ágúst 1971. Eiginmaður hennar er Hilm- ar Sæmundsson. Dætur þeirra eru Harpa Ýr og Helena Ósk. 2) Sif, f. 29. júni 1973, í sambúð með Rúnari Jóhannessyni, sonur þeirra er Sig- urður Tumi, dætur Sifjar eru Hólmfríður Brynja Heimisdóttir og Eyrún Tara Egilsdóttir. Fyrir átti Hólmfríður 3) Sigurð Lúther Gests- Elsku mamma mín, ég er enn að reyna að átta mig á því að þú sért ekki lengur hér hjá okkur, þetta er allt svo óraunverulegt, við sem vor- um búnar að fara út að borða og kaupa föt þennan laugardag og hitta svo mikið af fólki, við kvöddumst með kossi um 5 leytið og vorum svo ánægðar því að dagurinn hafði verið svo góður hjá okkur og henni Fíu systur þinni, en svo fæ ég þetta sím- tal sem ég er enn ekki búin að átta mig á aðeins rúmum 2 tímum seinna. Elsku mamma, ég veit að þú varst hrædd um að deyja úr þínum sjúk- dómi sem þú varst búin að bera í 17 ár, en að lokum lét hjartað undan og þú kvaddir sæl og ánægð á þann hátt sem við viljum öll fá að kveðja. Mamma mín, það er svo margt sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til baka, svo margt sem þú hefur kennt mér í lífinu, þú lagðir mikla áherslu á það að kenna mér að baka, og mikið varstu alltaf stolt af mér þegar ég var að halda veislur og færði ykkur pabba alltaf tertur fyrir jólin. Við vorum sérstaklega nánar, þú og ég, og aldrei leið dagur án þess að við hittumst eða töluðum saman í síma. Elsku mamma, þú varst líka yndisleg amma og mikið varstu alltaf stolt af ömmubörnunum þínum og þú ljómaðir alltaf þegar þau bárust í tal. Mamma mín, það breyttist margt í þínu lífi þegar pabbi dó svo skyndilega fyrir aðeins 16 mánuðum. Þá var komið að þeim tímapunkti að þú gast ekki búið ein vegna veikinda þinna. Þá fluttir þú til mín í nokkra mánuði þangað til þú fékkst inni á hjúkrunarheimilinu Hlíð þar sem þú áttir heima síðustu 4 mánuði í lífi þínu, og mikið æðruleysi sýndir þú, mamma mín, svona ung kona að vera komin á hjúkrunarheimili, þú varst alltaf svo sæl og ánægð með allt sem þessar yndislegu starfstúlkur gerðu fyrir þig og þú blómstraðir þegar þú varst í handavinnunni að mála dúka og margt annað fallegt handa þeim sem þér þótti vænt um. Mamma mín, það er erfitt að kveðja þig en ég get ekki annað en verið sátt í hjarta mínu að þú skulir nú vera komin til hans pabba sem við söknum líka svo mikið en það er svo stutt síðan hann kvaddi okkur. Ég vil þakka öllu ynd- islega starfsfólkinu á Hlíð fyrir góða umönnum mömmu og einnig vil ég þakka starfsfólkinu á lyfjadeild FSA fyrir góða umönnun á undanförnum árum. Þín elskandi dóttir, Svava. Hún mamma er farin frá okkur að- eins 16 mánuðum á eftir pabba. Eftir stöndum við ráðþrota og skiljum ekki hví lífið þarf að vera svona erfitt og ósanngjarnt. Mamma átti við erf- iðan sjúkdóm að etja en þó var það ekki hann sem felldi hana að lokum. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm kvartaði hún aldrei, og lífsgleði hennar var alltaf sú sama. Hún sýndi mikið æðruleysi þegar hún varð að flytja á Dvalarheimilið Hlíð aðeins 67 ára gömul, hún var aðeins búin að búa þar í 4 mánuði þegar kallið kom. Mamma var einstaklega gjafmild kona og voru það ekki fáar ferðirnar sem ég fór fyrir hana út um allan bæ með rúgbrauð og reyktan silung til hinna og þessara. Mamma var stolt af uppruna sínum, pabbi hennar Sig- urður Lúther var merkur maður og það var einkadóttir hans líka. Oft kom það sér vel að vera dóttir Lillu Lúthers frá Fosshóli, enda var hún þannig gerð að ef þú hittir hana einu sinni mundirðu ætíð eftir henni, hún skildi allstaðar spor eftir sig. Hún þekkti ótrúlega margt fólk, oft fór það í taugarnar á mér að þegar við fórum saman í bæinn eða í búðir varð hún alltaf að stoppa og spjalla við fólk, og þá kynnti hún mig alltaf sem litla barnið sitt, þrátt fyrir að ég væri komin á þrítugsaldurinn. Eftir að fyrsta barnabarnið kom í heiminn snerist líf hennar að mestu um barnabörnin, og því fleiri sem þau urðu því glaðari varð hún. Stærstan hluta ævi sinnar starfaði mamma sem símavörður, nokkur ár vann hún á Kleppsspítalanum í Reykjavík en eftir að við fluttum norður vann hún sem símavörður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Símavarðarstarfið átti vel við hana, þar var hún í miklum samskiptum við fólk og það átti einstaklega vel við mömmu. Mig langar að kveðja mömmu mína með þessu ljóði sem ég tel að eigi vel við hana. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku mamma, kysstu pabba frá mér, ég sakna ykkar meira og meira með hverjum deginum sem líður. Ég mun halda minningu ykkar á lofti. Þín dóttir, Sif Elsku Lilla mín, ég var bara ungur strákur þegar ég kom inn í fjölskyld- una og ég get aldrei þakkað þér fyrir það hvað þú tókst mér strax opnum örmum, við urðum strax miklir vinir og félagar. Það eru svo margar góð- ar minningar sem við eigum saman, því að þið Siggi voruð hluti af heimili okkar Svövu, og við hittumst eða töl- uðum saman á hverjum degi. Eftir að heilsu þinni fór að hraka gerði ég allt sem í mínu valdi stóð til þess að reyna að létta þér lífið, þau voru ófá kvöldin sem ég fór og sat hjá þér Lilla mín og þá gátum við talað um allt sem okkur lá á hjarta. Eftir að Siggi dó fluttir þú til okkar tíma- bundið og ég reyndi að hlúa að þér eftir bestu getu, þetta er mér ómet- anlegur tími núna þegar söknuður- inn segir til sín. Elsku Lilla mín takk fyrir allt, og takk fyrir að leyfa mér að vera svona stór hluti af lífi ykkar Sigga. Þinn tengdasonur, Hilmar. Elsku Lilla, ég gleymi því ekki þegar ég hitti þig fyrst. Það var fyrir um 10 árum að við Lúther komum norður á Akureyri og ég var um það bil að fara að hitta tengdaforeldra mína í fyrsta skipti. Ég var með kvíðahnút í maganum sem fór fljótt eftir að ég hitti ykkur Sigga. Þegar við Lúther komum í Hafnarstrætið var tekið á móti mér með bros á vör og faðmur ykkar tók á móti mér út- breiddur. Það var eins og ég hefði hitt ykkur áður og við spjölluðum saman alla helgina. Þegar við Lúther fórum heim á sunnudeginum fann ég að ég var ein af fjölskyldunni ykkar. Elsku Lilla, þú hefur ekki átt auð- velda ævi en alltaf varstu tilbúin að gera eitthvað gott fyrir alla. Kraft- urinn og lífsgleðin hefur haldið þér gangandi og síðustu árin hafa verið þér erfið og þá sérstaklega vegna þess að hugurinn var alltaf kominn lengra en líkaminn. Þegar þú fórst að fara í dagvist kom fram hjá þér leyndur hæfileiki, þú gast málað og gert ýmislegt í höndunum. Fram- leiðsla þín lét nú aldeilis ekki á sér standa, þú málaðir dúka, koddaver, viskustykki og svuntur svo tugum skipti. Svo hafðir þú líka gaman af að mála keramik. Þú hringdir alltaf öðru hvoru og spurðir hvort mig vantaði ekki dúka eða viskustykki, stundum hringdirðu oft á dag undir það síðasta og stundum mundir þú það og sagðir „var ég kannski búin að hringja í þig áðan“ og svo hlóstu. Þegar við Lúther komum norður vorum við alltaf velkomin til ykkar Sigga í Hafnarstrætið og krökkun- um fannst alltaf svo spennandi að koma til ömmu Lillu og Sigga afa á Akureyri. En því miður urðu ferðir okkar færri norður síðustu árin, Val- gerður Selma var alltaf að spyrja hvenær við færum norður á Akur- eyri að hitta ömmu Lillu og vildi allt- af hringja í þig. Svo er það hann Guð- björn Smári sem þú náðir aldrei að kynnast, hann var svo lítill þegar þú hittir hann síðast, ekki nema nokk- urra mánaða. Valgerður Selma á erf- itt núna og vill ekki trúa því að hún fái ekki að hitta þig aftur, en svo seg- ir hún til að róa sjálfa sig að nú sé amma Lilla hjá Sigga afa og þau séu hjá Guði. Elsku Lilla mín, við trúum að þér líði vel núna og nú eigirðu létt með andardrátt og sért án allra súrefn- isvéla og lyfja, það var svo mikill friður yfir þér þegar við sáum þig síðast. Guð veri með þér elsku Lilla mín og varðveiti þig. Með ástarkveðju, Valgerður Kr. Guðbjörnsdóttir. Hún amma mín er dáin, hún amma mín sem heitir Hólmfríður eins og ég. Amma mín var besta amma í heimi, ég átti lengi heima í sama húsi og hún og afi og þá var ég mikið hjá þeim. Ég fékk alltaf að sofa hjá þeim þegar ég vildi, amma lét allt eftir mér, ég var í miklu uppáhaldi hjá henni enda vorum við sérstakar vin- konur. Nú er amma komin til afa Sigga og ég sakna þeirra beggja mjög mikið. Nú fer ég ekki fleiri ferðir fyrir þau út í Brynju-búð, ég fæ aldrei aftur að gista hjá þeim, ég elda aldrei aftur fyrir ömmu eða hjálpa henni að laga til. Ég sakna ömmu minnar mjög mikið en núna er hún ekki lengur veik. Hólmfríður Brynja Heimisdóttir Elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaður Jesú mæti. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn, í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn. (Hallgrímur Pétursson) Við söknum þín mikið, elsku amma, og hefðum óskað þess að þú hefðir fengið meiri tíma með okkur. En núna ertu komin til afa Sigga og líður vel. Við vitum að núna ertu orð- in að engli sem passar okkur frá himnum. Þín ömmubörn Eyrún Tara og Sigurður Tumi. Elsku amma Lilla, það var alltaf svo gott að koma í Hafnarstrætið og hitta þig og Sigga afa. Ég veit að nú líður þér vel hjá Sigga afa og Guði og nú ertu laus við allar slöngurnar og getur andað sjálf. Elsku amma mín takk fyrir allt og Guð varðveiti þig og blessi þig. Okkur langar að senda þér þessar bænir elsku amma mín. Láttu nú ljósið þitt lýsa upp rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn. (Hallgrímur Pétursson) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson) Ástarkveðjur, Valgerður Selma Lúthersdóttir og Guðbjörn Smári Lúthersson. Amma Lilla er dáin, ég á svo erfitt með að sætta mig við það, hún sem var svo stór hluti af lífi mínu. Elsku amma mín ég er svo rík af yndisleg- um minningum um þig og það er svo ótal margt sem kemur upp í huga mér, allar sumarbústaðaferðirnar með þér og afa, bara við þrjú, allar sundferðirnar okkar, við fórum á hverjum degi í tvö ár saman í sund og þú kenndir mér að synda, öll jólin okkar saman, við höfum alltaf verið saman á jólunum, allar næturnar sem ég svaf hjá ykkur afa, þá leiddist okkur aldrei, alltaf nóg að gera við að spila og hafa gaman, já það var alltaf gaman hjá okkur því að þú varst allt- af svö glöð og kát. Mikið var erfitt hjá okkur öllum þegar afi dó svo skyndilega, en við gátum deilt sorg- inni saman því að þú fluttir til okkar og bjóst hjá okkur í nokkra mánuði, og þá gátum við rætt saman um það sem okkur bjó í hjarta, ég verð æv- inlega þakklát fyrir þann tíma með þér amma mín. Elsku amma, síðasti dagurinn okkar saman var svo skemmtilegur, þú bauðst mér út að borða og það var svo gaman, allir svo kátir og glaðir og þú ljómaðir, þú varst svo ánægð með daginn, svo kvaddi ég þig með kossi. Elsku amma þetta voru síðustu stundirnar okkar saman því að nokkrum klukkutímum seinna varstu farin frá mér. Elsku amma mín takk fyrir allt og ég geymi allar dýrmætu minning- arnar í brjósti mér. Þín Harpa Ýr. Elsku amma mín, nú ert þú komin til afa Sigga. Ég veit að þú vakir yfir mér og verndar mig. Nú veit ég að stjörnurnar eru orðnar tvær sem setjast á koddann minn á kvöldin og vaka yfir mér um ókomna tíð. Þín Helena Ósk. Látin er góð kona, Hólmfríður Sigurðardóttir, Lilla Lúthers frá Fosshóli. Kynni okkar hófust fyrir tíu árum er sonur Lillu, Sigurður Lúther, og dóttir okkar Valgerður Kristín hófu sambúð. Langt var á milli í kílómetrum en síminn var óspart notaður, ekki síst er barna- börnunum hér syðra fór að fjölga. Lilla átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár en lét þó engan bilbug á sér finna, enda þótt við vissum að oft væri hún sárkvalin. Jákvæðnin og létta skapið hennar var alltaf öllu öðru yfirsterkara og var hún ekkert fyrir það að láta vorkenna sér. Hún tók öllu af æðruleysi og hetjuskap og hélt fullri reisn til síðustu stundar. Víst væri ástæða til að mæra þessa mætu konu í fleiri orðum en við lát- um hér staðar numið og biðjum Guð að blessa hana og alla afkomendur. Lilla mín hafðu kæra þökk fyrir vinskap þinn. Guðbjörn og Selma. Lilla frænka er látin. Nú er hún laus við súrefniskútinn, allar slöng- urnar og leiðslurnar. Það verður undarleg tilfinning að hitta hana ekki þegar við komum á Norðurland- ið. Ég ætlaði að fara í heimsókn til hennar í febrúar en veðrið bauð ekki upp á það. Í huga minn koma upp ljóðlínur úr kvæði Tómasar Guð- mundssonar, Bréf til látins manns. Ég veit þú fékkst engu, vinur ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo brátt að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist, að votta þér, það virðist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. Lilla (Hólmfríður) var fædd í sept- ember 1939. Hún ólst upp á Fosshóli við Goðafoss hjá föður sínum og ömmu. Hún var gleðigjafi á heim- ilinu, björt yfirlitum, léttstíg hnáta. Heimilið var í þjóðbraut og margt um að vera. Pabbi hennar ávallt fús til að hjálpa öllum sem til hans leit- uðu. Á Fosshóli var mikill erill, enda á staðnum veitingasala, símstöð og pósthús. Lilla var ekki í há í loftinu þegar hún leysti pabba sinn af við símavörslu í fjarveru hans. Sigurður Lúther var með afbrigðum duglegur bílstjóri og var oft leitað til hans í ófærð til að koma sjúklingum til læknis eða ná í lyf, en yfir fjallavegi þurfti að fara í öllum veðrum. Lilla var myndarleg kona – stórlynd – með gott bragðskyn, hláturmild, bóngóð með afbrigðum, hún átti erf- itt með að segja nei og var höfðingi heim að sækja. Hún naut þess að dansa og var létt í spori. Heimili þeirra Lillu og Sigga hlýlegt með af- brigðum og þær móttökur sem allir fengu voru sérstaklega elskulegar og hlýjar. Gaman var þegar við spil- uðum saman, þá skemmtu við okkur í gamansemi og hlátri. Við Bjarni eigum eftir að sakna þessara stunda. Svava og Sif áttu góða foreldra, enda bera þær með sér myndarskap og yndisleika, við foreldrana voru þær umhyggjusamar og hjálpsamar. Tengdabörn og barnabörn sakna efalaust ömmunnar, hún átti góða samveru með þeim öllum. Sigurður maður hennar lést eftir stutta sjúk- dómslegu 2005. Ég sakna þín, elsku frænka mín. Við systurnar sendum ættingjum Lillu samúðarkveðjur. Við látum gamlan sálm fylgja, hann minnir á þrautina. Sjá, hve langvinn þraut mig þjakar þyrnivegi bröttum á, heyr, mín örmædd öndin kvakar upp til þín, sér hjálp að fá. Syndabönd af sekum leystu, sjúkum lækna, fallinn reistu, leið mig heilan lífs stig, ljúfi Jesú, bænheyr mig. (Brandur Ögmundsson.) Erla og Sólrún Kristjánsdætur og fjölskyldur. Hólmfríður Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.