Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 37

Morgunblaðið - 16.03.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 37 ✝ Ólína ÞóreyStefánsdóttir fæddist á Akureyri 10. september 1927. Hún lést á heimili sínu 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Loðmfjörð Jónsson sjómaður og síðar bóksali f. 29. októ- ber 1873, d. 29. ágúst 1963 og Hall- dóra Sigurðardóttir húsfreyja f. 3. maí 1887, d. 20. nóv- ember 1979. Alsystir Ólínu var Karla f. 15. september 1930, d. 9. ágúst 2004. Hennar maki er Friðrik Jónsson f. 4. júlí 1921. Sammæðra er Lovísa Hafberg Björnsson f. 27. febrúar 1925. Hennar maki er Gunnar Kristján Björnsson f. 20. janúar 1924. Samfeðra voru Þórarinn Stef- ánsson f. 1892, d. 1959, Eyþór Stefánsson f. 1893, d. 1920, Arn- björg Stefánsdóttir f. 1895, d. 1981, Björgvin Ólafur Stefánsson f. 1897, d. 1981, Páll Stefánsson f. 1901, d. 1987, Jón Stefánsson f. dóttir Páls Braga og Erlu Sigurð- ardóttur, kvænt Inga Pétri Ingi- mundarsyni, þeirra börn eru Ottó Marinó 1988, Sólon Kolbeinn 1995, Jasmín Erla 1998 og Kristall Máni 2001. Seinni eiginmaður Ólínu, gift í apríl 1954, var Þórður Ágústsson verslunarmaður f. 5. mars 1920 í Hvammi í Staðarsveit, d. 14. maí 1990. Þeirra börn eru: Stefán Þórðarson f. 31. janúar 1953, hans barn með Ólafíu Þóru Valentínusdóttur er a) Daníel Stefánsson f. 1973, í sambúð með Karitas Pálsdóttur. Ágúst Þórðarson f. 29. desem- ber 1954. Fyrri maki hans er Ragnhildur Sesselja Gottskálks- dóttir f. 3. júlí 1956. Börn þeirra eru: a) Þórður f. 1975 kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, þeirra börn eru Ragnheiður Edda 1998 og Gísli Gottskálk 2004, b) Gottskálk Þorsteinn f. 1979 í sambúð með Þuríði Kristjánsdóttur. Seinni maki er Fanney Sigurðardóttir f. 17. nóvember 1964, þeirra börn eru d) Lína 1987, unnusti Jóhann Guðmundsson, e) Klara Sól 1992. Útför fór fram í kyrrþey 16. mars. 1903, d. 1941, Ása Sigríður Stef- ánsdóttir f. 1905, d. 1990, Þuríður Svava Stefánsdóttir f. 1907, d. 1979. Fyrri eiginmaður Ólínu var Kristjón Ingiberg Krist- jánsson forsetabíl- stjóri f. 25. sept- ember 1908 í Traðarbúð í Stað- arsveit, d. 18. októ- ber 1981. Barn þeirra er: Páll Bragi Kristjónsson f. 7. febrúar 1944, kvæntur Stefaníu Ingibjörgu Pétursdóttur f. 3. des- ember 1941. Börn þeirra eru a) Jórunn f. 1964, börn hennar eru Páll Bragi 1986, Björn 1990 og Selma 2004, b) Þórður f. 1968, í sambúð með Kristínu Mark- úsdóttur, barn þeirra er Markús 2005 en fyrir átti Kristín Hjördísi 1995, c) Rakel f. 1970 kvænt Ósk- ari Sigurðssyni, þeirra börn eru Stefanía Ósk 1990, Sigurður 1994 og Saga 2002, d) Kristján Leifur f. 1977 í sambúð með Tinnu Guð- mundsdóttir, e) Sigrún f. 1967 Elsku hjartans amma okkar er látin. Nú streyma fram kærleiksríkar og hjartfólgnar minningar – dýr- mætar minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Þegar við systkinin vorum að alast upp nutum við þeirra forréttinda að vera mikið með ömmu og afa. Að koma til þeirra í Ljósheimana var alltaf tilhlökkunarefni. Hvergi í heimi var jafn gott að vera og í kyrrðinni hjá ömmu og afa, þar dunduðum við í rólegheitum og tím- inn leið líkt og í ljúfum draumi. Það var alltaf tími til að spila ólsen, ólsen, spjalla, syngja kvæði, lita eða kubba. Öll vorum við sérstök í augum þeirra og fengum að njóta þess hvert á sinn hátt. Amma Lína var glæsileg og eleg- ant kona, alltaf vel til höfð og ekki rykkorn að sjá á fallegu heimili. Í augum okkar var amma fínasta kona í heimi, hún var eins og drottning og íbúðin í Ljósheimunum eins og kon- ungshöll. Yfir lífi ömmu og afa hvíldi líka svolítið ævintýralegur blær, þau ferðuðust mikið, sigldu með Gull- fossi, flugu til Ameríku og brugðu sér árlega til Kanaríeyja. Ekki var laust við að litlum börnum brygði stundum í brún og rækju upp stór augu þegar amma kom heim „alveg kolsvört í framan“. Alltaf komu þau færandi hendi með eitthvað fágæti frá útlöndum. Amma var mikill listakokkur og eyddi drjúgum tíma í að koma ofan í okkur mat, meyru og safaríku gúll- asi, bixímat með spæleggi og heims- ins bestu tartalettum. Eldhúsið hennar ömmu var líka mikill ævin- týraheimur, okkur fannst það nefni- lega svo nýtískulegt. Þar var t.d. ekki útvarp, heldur hátalari sem tengdur var inn í stofu. Amma átti líka forláta grillofn sem við krakk- arnir höfðum miklar mætur á. Hann stóð á eldhúsborðinu og í honum var hægt að gera ostabrauð. Í eldhúsinu voru líka alls kyns hirslur sem gam- an var að skoða í og í vaskaskápnum leyndist appelsín eða malt í gleri sem rann ljúflega niður með machintosh- molanum sem amma náði í úr stofu- skenknum. Jólin voru óhugsandi án ömmu og afa og á hverjum sunnudegi komu þau í heimsókn. Þegar bíllinn hans afa, alltaf nýbónaður og fínn, kom akandi inn í hverfið var hlaupið frá leikjum og heim, afi færði okkur ís og bauð okkur svo kannski í bíltúr, jafnvel alla leið upp á Akranes að heimsækja Köllu frænku og Friðrik. Amma sýndi okkur ótakmarkaða þolinmæði og hlýju og kenndi okkur margt, bæði sálma, kvæði og söngva og seinni árin fengu börnin okkar einnig að njóta gæsku hennar og umhyggju. Þegar afi Þórður dó 1990 var ver- öldinni kippt undan fótum ömmu, þá missti hún ævilangan félaga og þungamiðju lífs síns og þó hún hafi ekki látið bugast vitum við að hluti af henni dó með honum. Annað áfall reið yfir þegar Kalla, systir ömmu og nánasta vinkona, lést 2004. Nú er elsku amma farin líka. Eins erfið tilhugsun og það er, hjálpar okkur sú vissa að hún er hjá Guði, komin aftur í faðm afa Þórðar og til Köllu systur sinnar. Elsku besta amma, hvíldu í friði, okkur þykir óskaplega vænt um þig. Vertu guð faðir, faðir minn, Í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Jórunn, Þórður, Rakel og Kristján Leifur. Elsku amma Lína Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman. Þegar ég kom til þín í Ljósheimana eftir skóla tókstu á móti mér með bros á vör og pottinn fullan af kjöt- bollum í brúnni sósu. Við spiluðum saman ólsen ólsen við stofuborðið og lásum eða sungum kvæði. Svo má ekki gleyma Leiðarljósi sem við fylgdumst með af miklum áhuga. Á hverjum þriðjudegi fórum við saman út í Glæsibæ og ég man þegar ég spurði þig afhverju þú héldir svona ótrúlega fast í hendina á mér og þú svaraðir því að ömmu þætti svo óskaplega vænt um mig og vildi ekki týna mér. Nú held ég fast í minn- inguna um þig, amma mín, því ég vil ekki týna þér. Ég veit að þú ert komin á betri stað núna. Ég elska þig, amma mín. Rósin Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (Höf. Friðrik Jónsson) Stefanía Ósk Óskarsdóttir Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með ör- fáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að nú ert þú farin frá okkur. Ég veit hinsvegar að nú líður þér miklu bet- ur og ert laus við þá kvilla sem hafa hrjáð þig á síðustu árum. Minningarnar mínar úr Ljósheim- unum í gegnum tíðina eru svo marg- ar og góðar. Þegar pabbi sótti okkur bræðurna og fór með okkur í mat- arboð eða að gista hjá þér og afa var alltaf sérstakur tími og ég hugsa með hlýju í hjarta til þess. Hjá þér var allt svo fínt og flott og allir sem þekktu þig vita að þú eldaðir besta mat í heimi. Þú talaðir oft um það að engin hefði getað borðað jafn mikið af tartalettum og ég, ekki einu sinni Doddi bróðir og þegar við vorum hjá þér hafðir þú ekki undan að bera á diskana okkar. Þegar afi dó var höggvið stórt skarð í þínu lífi. Tilvera þín var aldr- ei eins eftir það og þú saknaðir hans afar mikið. Samt varstu svo dugleg og aldrei kvartaðirðu yfir þínum veikindum eða öðrum áföllum sem þú varðst fyrir. Þvert á móti varstu mjög dugleg að minna á hversu heppin þú værir að ná þeim aldri sem þú náðir og fá að eignast börnin þín, barnabörnin og langömmubörn- in. Elsku amma mín, ég veit að nú ert þú kominn í faðm afa og hann hugsar um þig eins og honum einum var lag- ið. Þið munuð nú njóta lífsins saman og vinna upp þann tíma sem þið hafið verið aðskilin. Hvíl í friði, Gottskálk Ágústsson Elsku amma. Nú hvíla rósirnar hvítu hægan við brjósts þíns mjöll. Og þig fer að dreyma. Við svanasöngva sál þín líður um kvöldblá fjöll, þangað sem rís yfir rauðan skóg riddarans tigna höll. Þú brosir, hann ber af þeim öllum. Nú bíður hann eftir þér. Þú veist að um höllina líða ljóð, sem hann leikur einn þegar kvölda fer, og öll hans gleði, hans ást og þrá í ómunum vaggar sér. (Tómas Guðmundsson) Þú sagðir mér oft söguna frá því þegar ég var lítill strákur í heimsókn hjá þér og afa í Ljósheimunum þar sem ég lá oftar en ekki í barnastóln- um uppá eldhúsborði meðan þú eld- aðir matinn. Þú sagðir að ég hefði malað út í eitt og aldrei þagnað. Þér fannst alltaf jafn gaman að rifja þetta upp og saman hlógum við að þessu. Þetta átti ekkert eftir að breytast hjá okkur því allt fram til síðasta dags áttum við ógleymanleg- ar stundir í eldhúsinu þar sem við tvö ræddum allt milli himins og jarð- ar og við gátum treyst hvort öðru fyrir öllu. Þær eru ótalmargar þær góðu minningar sem koma upp í hugann þegar ég rifja upp samverustundir okkar í gegnum tíðina. Þessar minn- ingar eru mér ómetanlegar og ég mun gæta þeirra og deila þeim með börnum mínum í framtíðinni svo þau fái að kynnast þér aðeins betur. Þrátt fyrir að þú hafir ekki verið nægilega heilsuhraust á síðustu ár- um varstu nú ekki mikið fyrir að kvarta, vildir helst aldrei að neinn hefði áhyggjur af þér. Þá varstu allt- af meðvituð um hvað var að gerast hjá mér og minni fjölskyldu. Þú vild- ir fá að vita hvað við værum að að- hafast og hvernig Guðrún, Ragnhild- ur Edda og Gísli Gotti ásamt öllum hinum hefðu það. Okkar velferð skipti þig ákaflega miklu máli og það fór aldrei á milli mála. Þér þótti ákaf- lega vænt um börnin í kringum þig og lagðir mikla áherslu á að þeim yrði sýnd þolinmæði, skilningur og ótakmörkuð ást í blíðu og stríðu. Ég veit það elsku amma að nú ert þú búin að fá þá hvíld sem þú hefur innst inni beðið eftir í dágóðan tíma. Þegar ég hugsa til þess að nú sért þú farin frá okkur hjálpar það að vita hver beið eftir þér og tók á móti þér. Tilhugsunin um að þú og afi séuð saman á ný og farin að njóta samver- unnar á nýjum stað er góð. Ég þakka þér elsku amma fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar þær stundir sem við áttum saman. Við munum sakna þín. Þórður Ágústsson og fjölskylda. Elsku amma okkar, Það var sárt að heyra að þú værir farin frá okkur og margar minningar streyma um huga okkar. Fjölmargar eru þær og það er varla hægt að gera þeim skil í fáum orðum. Sumar eru bara sundurlaus brot, eins og þegar þú varst að hátta okkur, eða þegar þú varst að fara með bænirnar með okkur. Þegar við fengum að lita við skrifborðið hans afa, þegar þú þvoðir á þér hárið í eldhúsvaskinum, en það þótti okkur bráðfyndið. Þegar mað- ur mátti setja á sig alla skartgripina og gramsa í fötunum sem Þórður afi gaf þér. Þegar þú eldaðir annaðhvort kjötbollur í brúnni sósu eða hitaðir tartalettur þegar maður kom í heim- sókn til þín. Allar minningar sem við framköll- um eru góðar. Alltaf passaðirðu okkur vel þegar við vorum yngri. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Við eigum eftir að sakna hlýjunn- ar sem var allt í kringum þig. Skrítnu stundanna eins og bara að liggja undir borði á gólfteppinu inni í stofu og hlusta á fólkið inni í eldhúsi spjalla eða þegar maður lá bara og glápti út í loftið í gömlu góðu íbúð- inni þinni eru minningar sem eru svo minnisstæðar og hlýjar. Og hvað það var gaman, þegar maður sá þig standa úti í glugga og vinka bless þegar maður fór. Við gætum endalaust rifjað upp allar þær góðu stundir sem við átt- um saman og það munum við gera um ókomna tíð. Alltaf varstu með bros á vör þegar maður kom í heimsókn, þótt svo að veikindin væru farin að segja til sín. Við munum það svo vel, þegar þú gast ekki komið til okkar á jólunum í fyrra út af veikindum. Það var mjög sárt, því án þín voru jólin ekki þau sömu. Eftir jólin treystirðu þér ekki til að fara neitt út, en það var allt í lagi, við vissum að þú varst með okk- ur í anda og við komum bara í heim- sókn til þín í staðinn. Elsku amma okkar, alltaf varstu tilbúin til þess að tala um líf okkar og tilveru. Það var eitthvað við þig sem ekki er hægt að útskýra. Það var alltaf gott að tala við þig og þá um allt milli himins og jarðar. Þú skildir okkur alltaf og ráðlagðir okkur vel. Allar þessar minningar eru stór hluti af uppvexti okkar og munum við geyma þær vel. Við söknum þín sárt, en með bros á vör og hlýju í hjarta. Við vitum að þú ert núna hamingjusöm með afa Þórði á ný. Við vitum að þið hafið það gott saman í himnaríkinu þínu sem þú sagðir okkur eitt sinn frá. Þar sitjið þið saman og horfið á okkur brosandi. Við elskum þig amma og vitum að þú átt eftir að gæta okkar allra í ná- inni framtíð. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði í sorg mitt hjarta þá sælt er að vita að því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hugann fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Höfundur óþekktur) Þín barnabörn, Lína og Klara Sól. Ólína Þórey Stefánsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR MAGNÚSSON, Sæbergi, Borgarfirði eystri, lést á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 14. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, Ásgeir Arngrímsson, Jóhanna Borgfjörð, Helgi Magnús Arngrímsson, Bryndís Snjólfsdóttir, Jón Ingi Arngrímsson, Arna S. D. Christiansen, Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir, Ólafur Arnar Hallgrímsson, Jóhanna Guðný Arngrímsdóttir, Jóhann Rúnar Magnússon, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, langalangamma og langalangalangamma, GUÐRÚN KRISTMANNSDÓTTIR, Hólagötu 4, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 14. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Kr. Klemensson, Soffía Ólafsdóttir, Þórður Klemensson, Kristmann Klemensson, Þóranna Þórarinsdóttir, Elís Björn Klemensson, Valgerður Auðbjörg Bergsdóttir, Egill H. Klemensson, Brynjar Klemensson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.