Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 39 ✝ Einar Ingi Sig-geirsson fæddist á Eyrarbakka 26.8. 1921 og lést 7.3. 2007. Foreldrar hans voru Magnús Siggeir Bjarnason og Guðrún Pálína Guðjónsdóttir og eignuðust þau fjögur börn og var Einar elstur, þá Erlendur, f. 16.5 1924, Sigríð- ur, f. 5.4. 1927, og Guðborg yngst, f. 15.4. 1929, og eru þau öll á lífi. Að loknu barnaskóla- prófi lá leið hans í Hólaskóla í Hjaltadal þar sem hann lauk prófi 1938. Árið 1944 hélt hann til náms við Ríkisháskólann í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum og lauk prófi þaðan MS-prófi og BS-prófi í plöntusjúkdómum og erfðafræði. Hann sneri aftur til Íslands 1949 og sinnti þar ýmsum störfum, m.a. á margar fræðigreinar í innlendum og erlendum fagtímaritum. Hinn 1.1. 1958 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Friðriks- dóttur (f. Christel-Marilse Becke- meier) frá Lübeck í Þýskalandi, fædd 13.4. 1924, og eignuðust þau 3 börn. Þau eru 1) Gylfi Magnús Ein- arsson, f. 15.9. 1959, kona hans er Katrín Jónína Björgvinsdóttir, f. 26.11. 1960. Þeirra börn eru: Henný Guðrún, f. 23.3. 1977, Björg- vin, f. 27.5. 1993, og Erla Hrönn, f. 15.5. 1995. 2) Helgi Valgarð Ein- arsson, f. 26.11. 1960, kona hans er Linda María Stefánsdóttir, f. 9.1. 1962. Þeirra börn eru: Inga Björk, f. 7.9. 1979, hennar maður er Guð- mundur Ágústsson, f. 8.8. 1975, og eiga þau soninn Sævar Inga, f. 28.8. 2006. Atli Steinn, f. 21.6. 1988, og Kristín Lilja, f. 15.2. 1996. 3) Mar- grét Ástrún Einarsdóttir, f. 15.8. 1963, maður hennar er Þórir Krist- insson, f. 6.5. 1952, og þeirra börn eru: Einar Már, f. 12.8. 1991, Orri Fannar, f. 1.8. 1996. Jarðarför Einars Inga fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 16. mars klukkan 13. Keflavíkurflugvelli, við Garðyrkjuskólann á Reykjum og einnig við norska landbún- aðarháskólann. Árið 1959 lá leiðin á ný til Norður-Dakóta til frekara náms og það- an einnig til Hann- over í Þýskalandi. Ár- ið 1961 var Einar ráðinn kennari við Réttarholtsskólann og starfaði þar til 1989 er hann lét af störfum vegna aldurs. Árið 1977 lauk hann doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Hannover Þýskalandi. Einar sótti margar ráðstefnur erlendis og flutti víða fyrirlestra í sínu fagi. Einar hefur setið í stjórnum og nefndum hinna ýmsu félaga eins og t.d. Garðyrkju- félagi Íslands, iðnfræðslunefnd, skrúðgarðyrkju og Hinu ísl. mann- fræðifélagi. Eftir hann liggja Nú þegar við skiljumst að í bili pabbi minn langar mig til að þakka þér fyrir öll þau skemmtilegu ár sem að baki eru. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan þú lagðist inn á Landspítalann til rannsóknar og eftirlits og ekki hvarflaði það að okkur þá að svo stutt væri eftir sem raunin varð á. Og þú varst sjálfur fullviss um að þú kæmir fljótt aftur heim í Stangarholtið. En fljótt breytast oft aðstæður og veik- indin sem þú hafðir barist við í svo mörg ár af svo miklum hetjuskap sóttu fast á þig en þú hélst ró þinni sama hvað á gekk og varst staðráðinn í að koma aftur heim. Allan þann tíma sem þú lást á spítalanum hélstu glað- værð þinn og kímni og sagðir sögur frá ferðalögum þínum heima og er- lendis og af kynnum við margs konar fólk. Þetta er sá eiginleiki sem ein- kenndi þig alltaf og við öll sem um- gengumst þig dáðumst að. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og aðstoð í öllu sem ég leitaði til þín um. Mér er minnisstætt sumarið sem við byggðum kartöfluskúrinn uppi í Skammadal þar sem áhugamál þitt, kartöfluræktin, fór að mestu fram, það var grenjandi rigning svo til alla daga og ég ekki nema óharðnaður unglingur á þeim tíma. En allan tím- ann í bleytunni og rokinu fannst þú upp á einhverju skemmtilegu að gera meðfram byggingaframkvæmdunum, ég fékk t.d. að keyra gamla wolks- vagninn á vegaslóðum í kartöflugarð- inum eða við sátum í skjóli í skurð- inum og drukkum heitt kakó og þú sagðir mér einhverja skemmtilega sögu og áður en maður vissi af var komið kvöld og maður hlakkaði til að koma aftur daginn eftir til vinnu. Þarna komu hæfileikar þínir vel í ljós í því að umgangast fólk og afla þér vináttu þess. Í þennan eiginleika þinn sóttu síðan tengdabörn þín og barna- börn. Ég kveð þig nú pabbi minn og þakka þér fyrir samveruna með hlý- hug og ást. Þinn Gylfi Einarsson. Ég vil þakka þér yndislegi tengda- pabbi minn fyrir allar þær samveru- stundir sem við höfum átt. Ég var mjög ung þegar ég kynntist Gylfa þínum. Og þú tókst mér opnum örm- um, svo hjartahlýr en spurull og glett- inn. Slík umhyggja verður aldrei full- þökkuð. Þið Kristín hafið alltaf verið mjög samrýnd í einu og öllu og stóðuð alltaf svo vel saman, ekki síst í gegnum veikindin. Þú þakkaðir henni líka oft- sinnis af einlægni fyrir alla hjálpina, því hjálp hennar gerði það að verkum að þú gast verið svona lengi heima í Stangarholtinu þar sem þú kunnir best við þig. Gestkvæmt var á heimili ykkar, enda ævinlega vel tekið á móti öllum á ykkar hlýja og góða heimili þar sem ávallt var fjöldi gesta, jafnt erlendra sem innlendra. Þeir eru ógleymanlegir bíltúrarnir á Eyrarbakka þar sem þú sýndir okk- ur heimaslóðir þínar að Smiðshúsum á Eyrarbakka. Það var alltaf komið við í kirkjugarðinum og legsteinar ættingja þrifnir og hreinsaðir vel og vandlega. Og sögur sagðar um þá sem þar lágu. Þú reyndist börnum okkar Hennýju, Björgvini og Erlu Hrönn einstaklega vel. Alltaf gastu frætt þau um margvíslega hluti þegar þau leit- uðu til þín. Enda varstu einstaklega fróður maður um lífið og tilveruna. Það er skrítið að koma í Stangar- holtið nú þegar þú ert ekki þar. Því að í hvert skipti sem fjölskyldan kom saman varstu manna hressastur og sagðir okkur skemmtilegar sögur. Allar yndislegu minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Ég bið þig Einar minn að hafa ekki áhyggjur af Kristínu þinni, við skulum hugsa vel um hana. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það er með söknuði og trega sem ég kveð yndislegan tengdaföður minn og þakka honum fyrir einstaka vin- áttu og tryggð í gegnum árin. Þín tengdadóttir, Katrín Jónína Björgvinsdóttir. Ég man alltaf eftir honum afa mín- um sem algjörum prakkara. Honum fannst fátt skemmtilegra en að stríða barnabörnum sínum, segja okkur sögur sem oft höfðu minna sannleiks- gildi en ætla mætti. Og man maður eftir honum þar sem hann er með skólastráksglottið eftir að hafa sagt sögu sem honum þótti ægilega snið- ug. Afi vissi líka allt. Það er ótrúlegt hvað þessi maður geymdi af upplýs- ingum. Hann vissi allt um alla og hvernig allt virkaði. Ég er mjög for- vitin og spyr mjög mikið og fá flestir fljótt leið á spurningaflóðinu sem vell- ur úr mér, en afi þreyttist aldrei og fannst gaman að segja mér frá hinu og þessu, öllu milli himins og jarðar, allt frá því hvernig kartöflur fjölga sér til þess hvernig virkismúrar í gömlu Róm voru uppbyggðir. Þegar líða tók á seinni hlutann hjá afa mínum svaf hann mun meira. Það kom ekki að sök og var hann oft bráð- skemmtilegur þegar hann var sof- andi. Ég man t.d. mjög vel eftir því þegar ég fór í sumarbústað í Húsafelli og ég og frændi minn skemmtum okkur stórkostlega við það að horfa á hann sofa. Afi hafði lagt sig eftir anna- samann dag og sofnaði í stofunni, ég og frændi minn vorum eitthvað að bardúsa á stofugólfinu og heyrðum í afa hrjóta lágt. En svo allt í einu hrýt- ur hann svo hátt að heyrðist til næsta bústaðar, bara ein hrota, og svo stuttu seinna önnur. Hann hélt þessu áfram í nokkra stund og skemmtum við okk- ur í bústaðnum alveg hreint konung- lega á þessum hrotum hans. Núna fyrir stuttu var afi lagður inn á sjúkrahús. Í fyrstu var hann ekkert slappur og sögurnar flugu frá honum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar hann var uppi á sjúkrahúsi og sagði Pönnukökusöguna frægu og mar- gýktu. En þá hló hann svo mikið að það skildist varla orð af því sem hann sagði. Þannig man ég eftir honum, skellihlæjandi með skólastráksglott- ið. Afi, ég mun aldrei gleyma þér, þú varst besti afi heimi. Atli Steinn Valgarðsson. Í minningunni man ég ávallt eftir því þegar ég var í pössun í Stangarholtinu og þegar við vor- um búin að fá okkur að borða fór afi inn í stofu að lesa Morgunblaðið. Svo fékk ég að sitja í kjöltunni á afa í afa- stól og svo sagði hann mér sögu. Eftir það fékk hann sér lúr og steinsofnaði og hraut alveg rosalega sem mér fannst alltaf svo fyndið og skemmti mér mikið. Svo man ég líka eftir pönnuköku- sögunni frægu. Á Landspítala þar sem hann var mikið hressari sagði hann þessa sögu en hann hló svo mikið að hann gleymdi næstum hvert hann var kom- in í sögunni og táraðist af hlátri eins og allir hinir sem voru að hlusta. Alltaf átti hann nammi og gaf okk- ur barnabörnunum þegar við komum í heimsókn. Hann læddist alltaf þegar amma var á klósettinu eða ekki ná- lægt og gaf okkur lítið nammi og sagði alltaf: „Ekki segja ömmu frá!“ Hann afi hafði mjög fjörugt ímynd- unarafl og hafði yndi af að segja sög- ur. Skipti þá engu hvort um var að ræða sögur af náttúrunni, fólki eða bara skáldsögur sem hann bjó til á staðnum. Elsku afi minn,takk fyrir að vera hjá mér þessi yndislegu ár. Kristín Lilja 11 ára. Þegar ég hugsa um Einar afa þá er góðmennskan mér efst í huga og glottið sem færðist yfir andlitið þegar hann lumaði á góðri sögu. Hann var mikill húmoristi og afskaplega fé- lagslyndur og hafði unun af því að segja sögur og kryddaði þær oft ansi skemmtilega. Fyrsta minningin sem ég á um afa minn er úr Stangarholtinu. Þá sat hann í stólnum sínum með mig í fang- inu og sagði mér frá öllum nöfnunum sem dýrin hafa og afkvæmum þeirra um leið og við lásum Vísnabókina. Hann vissi svo margt um allt mögu- legt og var gífurlega fróðleiksfús og kenndi mér svo margt. Þess vegna átti hann líka svona auðvelt með að kynnast og tala við alls kyns fólk. Afi hafði þann hæfileika að geta verið í herbergi fullu af ókunnugu fólki en áður en yfir lauk verið kominn með hóp af fólki í kringum sig. Þetta sann- aðist líka á því að hvert sem afi og amma fóru á ferðalögum sínum þurftu þau næstum aldrei að gista á hóteli, þau þekktu alltaf einhvers staðar fólk sem bauð þeim að gista hjá sér. Enda voru oft útlenskir gestir í heimsókn hjá afa og ömmu á sumrin því þau vildu endurgjalda gestrisnina. Afi tók mig líka stundum með sér í Réttarholtsskólann þegar hann var að kenna og það þótti mér ótrúlega mikið sport, enda voru kennslustund- irnar oftar eins og sögustund en hefð- bundin kennsla. Þannig var þetta allt- af, það var aldrei neitt vandamál að hafa mig í eftirdragi og ég fór með þeim út um allt, á alls kyns sýningar, í óperuna, frímerkjaklúbbinn, garð- yrkjufélagið, Hótel Esju, til Þýska- lands og í Skammadalinn að setja nið- ur eða taka upp kartöflur. Það var alltaf ótrúlega gott að vera í kringum afa og ömmu og nóg um að vera enda hef ég alltaf sótt mikið í þeirra fé- lagsskap. Eftir að afi fór að veikjast reiddi hann sig mikið á ömmu og hugsaði hún um hann af mikilli umhyggju og fyrir það var afi alltaf þakklátur. Hann var alltaf blíður og góður framá síðasta dag. Elsku afi minn, ég á margar góðar og fallegar minningar um þig sem ég mun varðveita vel. Sævar Ingi fær líka að heyra um þig þegar hann eldist en ég veit hvað þú varst glaður að fá að upplifa það að vera langafi. Á milli ykkar var aldrei neinn misskilningur og þið nutuð fé- lagsskaparins hvor við annan. Elsku afi, góða ferð og gangi þér vel á nýja staðnum. Takk fyrir mig og takk fyrir að hafa verið til. Inga Björk, Sævar Ingi og Gummi. Elsku afi. Við söknum þín mikið því þú varst svo frábær afi en við huggum okkur við það að þér líður betur núna. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Alltaf hafðirðu tíma fyrir okkur og sagðir okkur svo skemmti- legar sögur. Bæði sannar og ósannar. Við gátum alltaf leitað til þín ef okkur vantaði svör við einhverju. Þú varst einsog alfræðiorðabók. Svo var líka svolítill púki í þér því þér fannst svo gaman að stríða okkur en það var allt- af allt í góðu. Stundum þurfti hún amma að stoppa þig af. Það var gam- an að koma til ykkar ömmu í hádeg- inu á sunnudögum og borða með ykk- ur sunnudagssteikina. Það var lagt á borðstofuboðið og þú áttir þitt sæti, amma sitt sæti og við okkar. Þú varst svo vanafastur og við urðum það líka. Þú áttir þinn stól sem þú sast í inni í stofu í Stangarholtinu og við munum báðir sjá um að verma hann þegar við heimsækjum ömmu okkar og munum hugsa til þín. Elsku afi okkar. Við kveðjum þig nú í hinsta sinni og þökkum fyrir allt sem þú gafst okkur í gegnum árin, samverustundirnar, hlýjuna og góðmennskuna. Guð geymi þig. Einar Már og Orri Fannar. Núna þegar við systkinin kveðjum hann afa er svo margt sem kemur upp í hugann sem hann hafði sagt okkur frá og kennt. Hann afi hafði alltaf sög- ur að segja þegar við fórum í ferðalög með honum, hann sagði sögur um alla þá staði sem við keyrðum fram hjá og fræddi hann okkur um þá. T.d. þegar við fórum til Húsavíkur að horfa á sól- myrkvann þá sagði hann okkur frá mörgu því sem á vegi okkar varð á leiðinni frá Reykjavík til Húsavíkur, hvort sem það voru álfar og tröll eða nöfn á hólum eða fjalli. Hann hjálpaði okkur líka oft með náttúrufræðina og skýrði allt fyrir okkur nákvæmlega sem við spurðum hann um. Já hann afi var svo fróður og vitur. Afi borðaði mikinn lakkrís og þegar maður kom í heimsókn gat maður alltaf búist við að vera boðið upp á lakkrís, öllum til mikillar ánægju. Einu sinni þegar við komum í heim- sókn til afa og hringdum bjöllunni þá hljóp hann til dyra og opnaði fyrir okkur, svo áður en við fórum inn í stofu gaf hann okkur lakkrís og hvísl- aði til okkar: „Ekki segja ömmu frá þessu.“ Þetta fannst okkur svo fyndið, hann afi var svo fyndinn stundum. Afi stundaði mikla frímerkjasöfnun og var páfinn þar fremstur í flokki af þeim frímerkjum sem hann safnaði. Eitt sinn fórum við á frímerkjasýn- ingu hjá honum og sáum þar öll frí- merki milli himins og jarðar, en heill veggur var þar tileinkaður páfanum og afi var mjög stoltur af honum enda fékk hann verðlaun fyrir hann. Afi kenndi okkur allt um frímerki: Hvernig ætti að safna þeim, leysa frí- merkin frá blaðinu sem þau voru á í vatni og raða þeim í bók. Afi fylgdist ávallt vel með því sem við vorum að gera, bæði í skólanum og í íþróttum, og var alltaf tilbúinn að gefa okkur góð ráð. Við eigum eftir að sakna hans svo rosalega mikið og það verður skrítið að koma í Stangarholtið og sjá að hann afi er ekki þar í stólnum sínum. Við þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum með þér. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa, iðja. Umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. (Hallgrímur Pétursson) Við munum alltaf elska þig af öllu hjarta, elsku afi. Þín afabörn, Björgvin og Erla Hrönn. Fregnin um andlát Einars I. Sig- geirssonar barst félögum í Garð- yrkjufélagi Íslands fimmtudagsmorg- uninn 8. mars. Þótt sú fregn hafi ekki komið á óvart setti mig samt hljóða. Einar hafði verið eitt af haldreipum félagsins í meira en hálfa öld. Þegar ég tók sæti í stjórn GÍ. hafði Einar verið meðstjórnandi um langt árabil eða frá 1965 og hann gegndi því starfi til 1995 þegar hann dró sig í hlé vegna heilsubrests. Hann sat því í stjórn fé- lagsins í full 30 ár og eins og nærri má geta kom hann að fjölmörgum málum sem skiptu félagið miklu. Eitt sýni- legt dæmi er merki GÍ sem Eiríkur Smith vann að forsögn Einars. Merk- ið sýnir annars vegar opna bók með fjöðurstaf á, tákn mikilvægis fræðslu, en hins vegar æskumann við gróður- setningu, sem minnir á að ræktun á erindi til allra. Lengst sat Einar þó í ritstjórn eða frá 1951–1960 og 1965–1999 alls 43 ár. Einar skrifaði fjölmargar greinar í Garðyrkjuritið, þá fyrstu árið 1950 og þótt hann hætti í ritstjórn dvaldi hug- ur hans enn við gagnasöfnun og út- gáfumál félagsins. Greinar Einars voru allar fróðlegar en mest gagn hef- ur hann þó líklega unnið félaginu með heimildasöfnun sinni. Hann skildi gjörla hve mikilvægt var að halda til haga því sem skrifað var um ræktun í landinu og með reglulegu millibili birtust í ritinu skrár yfir það. Eins tók hann saman góðar skrár um efni og höfunda ritsins frá upphafi, sem prentaðar voru sem fylgirit þess. Í þessar skrár hafa margir leitað sér til gagns og gamans. Þegar Garðyrkjufélagið varð hundrað ára birtist í ritinu fróðlegt yf- irlit yfir starfsemi félagsins frá fyrstu tíð, Einar skrifaði bróðurpartinn af þeirri félagssögu. Eins skrifaði hann margar greinar í Blóm vikunnar, þátt Garðyrkjufélagsins um ræktun í Morgunblaðinu. Einar var hámennt- aður í ræktunarfræðum en lét þó aldrei skína í það við okkur sem vor- um aðeins að þreifa okkur áfram. Hann gaf góð ráð þegar eftir því var leitað og eins var hann góður sögu- maður og komst þá stundum á flug og var alveg óborganlegur þegar best lét. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og hélt sínu fram en hlust- aði þó vel á aðra. Einar var kennari við Garðyrkju- skóla ríkisins um tíma og kenndi lengi við Réttarholtsskóla, þar sem synir mínir voru meðal nemanda hans. Við kennsluna var hann nákvæmur, sam- viskusamur og velviljaður og þessum eiginleikum kynntumst við í Garð- yrkjufélaginu svo vel. Á hundrað ára afmæli Garðyrkju- félags Íslands hlotnaðist mér sú ánægja að sæma Einar gulllaufinu, æðstu viðurkenningu félagsins, sem veitt er fyrir vel unnin störf. Einar unni félaginu mjög og það voru ótaldar stundirnar sem hann varði í þess þágu. Að leiðarlokum vilj- um við þakka Kristínu og fjölskyld- unni fyrir að hafa deilt honum með okkur. Stjórn Garðyrkjufélagsins og velunnarar þess hafa ákveðið að koma upp minningarbekk um Einar á kom- andi sumri. Bekknum verður valinn staður í gróðurreit og á honum verður áletrun til að minnast þess mæta manns, Einars I. Siggeirssonar. Kær kveðja frá Garðyrkjufélagi Ís- lands. Sigríður Hjartar, fv. formaður. Einar Ingi Siggeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.