Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 41
✝ Ólafur Eysteins-son fæddist í
Litla Langadal á
Skógarströnd 16.
febrúar 1920. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 11. mars s.l.
Foreldrar hans voru
Eysteinn Finnsson f.
1. maí 1880, d. 29.
apríl 1956 og k.h.
Jóhanna Oddsdóttir
f. 27. nóvember
1876, d. 4. sept-
ember 1960. Ólafur
var næstyngstur 13 systkina. Þau
voru: Guðbjörg f. 1903, Oddur f.
1904, Dagbjört f. 1906, Finnur f.
1907, Kristín f. 1909, Kristján f.
1910, Daníel f. 1911, Sesselja f.
1914, Hólmfríður f. 1915, Einar f.
1917, Arnbjörg f. 1918, og Friðrik
f. 1922. Einar er einn núlifandi af
þeim systkinum.
Þann 29. desember 1962 giftist
Ólafur Öldu Jónasdóttur búsettri
í Keflavík frá 1950, en frá Emmu-
bergi á Skógarströnd. Foreldrar
hennar voru Jónas Guðjónsson f.
25. apríl 1897, d. 24. júní 1969 og
k.h. Jófríður Pétursdóttir f. 4.
september 1900, d. 27. október
1948. Synir Ólafs og Öldu eru: 1)
Jónas Eggert Ólafsson f.
01.08.1962, eiginkona Guðrún Ár-
mannsdóttir f. 1963. Börn þeirra
eru: a) Alda Hrönn f. 1984, sam-
býlismaður Ásgeir Alexandersson
f. 1984 b) Agnar Logi f. 1989 c)
Eyþór Ármann f.
1999 d) Kolbrún
Björk f. 2001. 2)
Friðrik Ólafsson f.
25.09. 1963, d.
10.05. 1992. Sonur
hans er Árni Ólafur
f. 1990. Barnsmóðir
Þórdís Súna Péturs-
dóttir. 3) Sigurður
Marjón Ólafsson f.
25.12. 1964, sam-
býliskona Guðrún
Karí Aðalsteins-
dóttir. Sonur hans
er Daníel Örn f.
1983, sambýliskona Rebekka Jó-
hannesdóttir f. 1984. Barnsmóðir
Sjöfn Garðarsdóttir f. 1966. Sonur
Daníels er Hafsteinn Ingi f. 2005.
Barnsmóðir Lára Þórðardóttir f.
1985.
Ólafur ólst upp á Skógarströnd-
inni og hóf ungur búskap á
Klungurbrekku í sömu sveit. Bjó
hann þar í 15 ár. Árið 1961 fluttist
hann til Reykjavíkur og síðar til
Keflavíkur. Bjó hann þar ásamt
fjölskyldu sinni á Vesturgötu 17
og bjó þar alla tíð síðan. Ólafur
starfaði við sjómennsku, vann
lengi á Keflavíkurflugvelli, stund-
aði ýmis störf í Keflavík. Síðustu
20 starfsárin starfaði hann sem
húsvörður í flugturninum á Kefla-
víkurflugvelli ásamt Öldu eig-
inkonu sinni.
Útför Ólafs verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag 16. mars
og hefst athöfnin kl. 11.00.
Elsku tengdapabbi
Þegar Jónas hringdi í mig og sagði
mér að þú værir dáinn sóttu minning-
arnar að.
Ég sá þig í fyrsta skipti í sumarbú-
staðnum ykkar Öldu uppi í Biskups-
tungum. Ég var að koma að heim-
sækja Jónas, dauðfeimin
unglingsstúlka austan af fjörðum. Ég
man hvað ég kveið skelfilega mikið
fyrir en sá kvíði reyndist ástæðulaus.
Þú tókst mér opnum örmum og
bauðst mig hjartanlega velkomna,
síðan hvarfst þú á eitthvert hesta-
mannamótið þarna í nágrenninu. En
það var einmitt á þeim vettvangi sem
þú naust þín best. Síðar lagðir þú það
meira að segja á þig að reyna að
kenna mér að sitja hest en það gekk
ekki vel og við urðum ásátt um að ég
legði rækt við eitthvað annað.
Minningarnar líða fram ein af ann-
arri, sumar skýrari en aðrar en allar
ljúfar. Þú varst svo stoltur af barna-
börnunum þínum og þér fannst svo
gaman þegar til þín kom sending frá
Austfjörðunum eins og þú sagðir.
Krökkunum okkar fannst líka alltaf
gott að koma til ömmu og afa í Kefla-
vík og gaman að kíkja í hesthúsin.
Ég er svo fegin að við gátum heim-
sótt þig á spítalann í Keflavík og ég
gat kvatt þig, þá um leið fann ég hvað
við vorum tengd sterkum böndum.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir sam-
fylgdina.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Elsku afi.
Síðastliðinn sunnudag, 11. mars,
sagði mamma okkur að þú værir dá-
inn. Við vissum að þú varst búinn að
vera mikið veikur á spítalanum í
Keflavík. Við komum þangað og
heimsóttum þig seinnipartinn í febr-
úar og þú, elsku afi okkar, sagðir að
þú þyrftir endilega að komast með
okkur í hesthúsin og járna nokkra
hesta svo við kæmumst á bak. En nú
ert þú ábyggilega búinn að járna hest
uppi hjá Guði og kominn á þeysis-
prett.
Elsku afi það verður öðruvísi að
koma til Keflavíkur nú eftir að þú ert
farinn. Enginn sem situr við eldhús-
borðið og tekur í nefið með glettn-
isblik í augunum tilbúinn að gantast
við okkur og engar ferðir út í hesthús
eða út á Kolbeinsstaði.
Í minningunni verður þú alltaf „afi
í Keflavík“ og við vitum að þú lítur til
með okkur úr himnaríki.
Kveðja,
Eyþór Ármann og
Kolbrún Björk.
Mig langar að kveðja afa minn með
fáeinum orðum. Afi minn var sveita-
maður þó hann byggi í Keflavík. Afi
og amma í Keflavík voru sveitungar
af Skógarströndinni. Ég heyrði oft á
tal þeirra um Skógarströndina og var
hún afa sérstaklega hugleikinn. Svo
mikil að hann vildi tengja sína afkom-
endur sveitinni. Sem dæmi má nefna
að pabbi var í sveit á Straumi, Skóg-
arströnd í nokkur sumur, Siggi var á
Breiðabólstað hjá frændfólki og í
Stóra Langadal, sömu sveit, en
Frikki var í sveit hjá frændfólki í
Skagafirði. Þannig að allir bræðurnir
kynntust sveitastörfum vel og kom
það sér vel við hestastússið hjá afa.
Afi var mjög stoltur maður og vildi
ekki vera upp á aðra kominn. Hann
keypti mjög sjaldan hey. Hann leigði
tún hér og þar í Garðinum og heyjaði
með sínum vélum. Síðar keypti hann
Kolbeinsstaði í Miðneshreppi og var
þar með sinn eigin herra hvað varðar
heyskap og beitiland fyrir hrossin
sín. Þar var ég mikið með honum og
Sigga frænda eitthvað að stússast.
Afi kenndi mér og leiðbeindi að um-
gangast hrossin, vélarnar og náttúr-
una. Á útreiðartúrum var unun að sjá
og finna hvernig hann og hrossin
náðu saman. Þau léku í höndunum á
honum og auðsjáanlegt var að gagn-
kvæm virðing var þar á milli manns
og hests. Ég elskaði alltaf að koma í
sumarbústaðinn, þar sem afi hafði
hrossin á túninu við húsið (oftast þó
þar sem þau máttu helst ekki vera).
Ég minnist heimsókna afa og ömmu
til Stöðvarfjarðar, en þeim fannst ég
búa heldur langt í burtu. Ég minnist
heimsóknar minnar til þín 16. febrúar
s.l. á afmælisdegi þínum. Þú varst í
alveg frábæru skapi, vildir bjóða öll-
um á hjúkrunarheimilinu kökur og fí-
nerí. Þú varðst 87 ára gamall og ég 18
ára daginn eftir. Ég minnist sérstak-
lega örlætis þíns í lífinu. Minningin
lifir að eilífu, því þú varst einn sá
besti maður sem ég hef á ævinni
kynnst.
Bestu þakkir fyrir leiðbeiningar
þínar og ráð í lífinu. Þinn ávallt ein-
lægi,
Agnar Logi.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast afa í Keflavík, eins og hann
var nefndur af okkur systkinunum.
Þegar hringt var í mig sl. sunnudags-
morgun, og mér tilkynnt að þú hefðir
látist fyrr um morguninn, leitaði hug-
ur minn til dagsins áður, þar sem við
Ásgeir heimsóttum þig á sjúkrabeð-
inn. Ljóst var þá að stutt var eftir, en
ég gat haldið í höndina þína og fundið
hlýjuna streyma frá þér. Í huga mér
koma ýmsar minningar. Þegar ég var
lítil minnist ég þess sérstaklega, þeg-
ar mamma og pabbi voru í námi í
Reykjavík og þau í prófum, þá dvald-
ist ég yfirleitt hjá ykkur ömmu. Mér
eru minnisstæðar ferðirnar upp í
flugturn með ykkur ömmu þar sem
þið unnuð. Ég fékk að skottast um
allt og þótti mér tilkomumikið að
vera efst í turninum og sjá flugvél-
arnar lenda eða hefja sig til flugs. Svo
urðu samverustundirnar færri, þar
sem við bjuggum hinum megin á
landinu, á Stöðvarfirði. Við komum
þó reglulega í heimsókn og þið til
okkar. Stundum komum við til ykkar
í Biskupstungurnar þar sem þið
amma áttuð ykkur unaðsreit í sum-
arbústaðnum ykkar. Þar varstu alltaf
með hestana og kenndir þú mér að
umgangast þá með hlýju og virðingu.
Fór ég stundum á bak, en mér þótti
ég ekki efnileg þó svo að hvatningu
vantaði ekki frá þér. Mér þótti afar
vænt um þegar þið amma komuð til
Akureyrar á útskrift mína 17. júní
2004. Mér er það hugstætt hversu
hlýr og barngóður þú varst. Þú fylgd-
ist vel með okkur barnabörnunum og
þér var umhugað um að við stæðum
okkur vel í skóla og vinnu. Þú taldir
það eitt besta veganestið í lífinu að
stunda nám og vinnu af samvisku-
semi og alúð. Örlæti þitt kom víða
fram og er mér sérstaklega minni-
stætt þegar við vorum að keyra aust-
ur á land, að þú gaukaðir alltaf að
okkur nestispeningi. Þér fannst þetta
svo langt ferðalag og mikið á okkur
lagt. Það sem stendur þó upp úr er
minningin um þig og hesta. Hesta-
mennskan var þér svo sannarlega í
blóð borin. Þú varst iðulega með ann-
an fótinn hjá hestunum. Á útreiðum,
úti í hesthúsi, á Kolbeinsstöðum að
heyja eða bara að vera úti í nátt-
úrunni. Þar naust þú þín best. Ég hef
heyrt að þú þættir snjall við tamn-
ingar og ófáir hestarnir urðu eins og
hugur manns eftir að hafa farið um
þínar hendur. Þú varst ákaflega stolt-
ur af að hafa verið kjörinn heiðurs-
félagi Hestamannafélagsins Mána af
félögum þínum og varst fánaberi þíns
félags á alþingishátíðinni á Þingvöll-
um árið 1994. Nú er komið að leið-
arlokum og þú munt hitta fyrir son
ykkar, hann Friðrik sem lést árið
1992 og var fjölskyldunni harmdauði.
Hvíl í friði.
Alda Hrönn.
Við systkinin viljum minnast þín í
örfáum orðum. Kynni okkar urðu
þegar mamma kynntist Sigga syni
ykkar fyrir þremur árum. Þið hjónin
tókuð strax vel á móti okkur, enda
varstu sérstaklega barngóður og hlýr
í viðmóti gagnvart okkur. Þú þóttist
stundum hafa áhyggjur af því að þið
Alda ættuð ekki eitthvað gott í gogg-
inn handa okkur og helst eitthvað
sætt, en það endaði alltaf með því að
eitthvert góðgæti kom á borðið sem
við gátum gætt okkur á.
Þegar við systkinin komum að
norðan úr sveitinni frá pabba okkar
hafðirðu sérstaklega gaman af að
spjalla við okkur um sveitina og
skepnurnar. Þú spurðir spurninga
sem við áttum auðvelt með að svara,
því þar vorum við öll á heimavelli.
Alltaf var gott að koma til ykkar
hvort sem var á Vesturgötuna eða
austur í bústað, en næst mun þig
vanta þar og það verður skrýtið. Við
munum sakna þín.
Bryndís og Aðalsteinn.
Ólafur Eysteinsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar
✝
Ástkær eiginkona, dóttir og systir,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Skólagerði 20,
Kópavogi,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ísleifur Arnarsson,
Jóhanna Stefánsdóttir,
Stefán Stefánsson,
Davíð Stefánsson,
Stefán Stefánsson,
Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
FRIÐRIKA JÓHANNESDÓTTIR,
Háteigsvegi 28,
Reykjavík,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 15. mars.
Þorkell Guðbrandsson, Magna F. Birnir,
Friðrik Kr. Guðbrandsson, Sóley S. Bender.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn og sonur, faðir
okkar, fósturfaðir, tengdasonur, bróðir og mágur,
EIRÍKUR M. ÞÓRÐARSON,
Fjarðarstræti 2,
Ísafirði,
lést af slysförum þriðjudaginn 13. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Pálína K. Þórarinsdóttir,
Erla Þorvaldsóttir,
Avona María Eiríksdóttir,
Fannar Þór Ingason,
Brynjar Þór Ingason,
Almar Þór Ingason,
Ingi Þ. Guðmundsson, Berglind Ýr Aradóttir,
Óttar Gunnarsson, Guðrún Línberg Guðjónsdóttir,
Þorgrímur Guðnason,
Oddur Þórðarson,
Anna María Þórðardóttir, Guðmundur J. Ísidórsson,
Þuríður Þórðardóttir, Björn Ragnarsson
Stella María Guðbjörnsdóttir, Egill Jónasson,
Sigurgeir Bjarni Árnason
og systkinabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR
saumakona,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
lést á Landsspítalanum Fossvogi fimmtudaginn
15. mars.
Útförin verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 22. mars kl. 13.00.
Garðar Halldórsson,
Unnur Garðarsdóttir, Örn Þór Þorbjörnsson,
Gylfi Garðarsson,
Hólmfríður Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
SIGURVEIG STELLA KONRÁÐSDÓTTIR,
Þangbakka 8,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
13. mars.
Guðmundur Þ. Björnsson,
Sigríður Kristinsdóttir, Torfi Þorsteinsson,
Kolbrún Jónsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Ásmundur Karlsson,
Birna Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ó. Eyjólfsson,
Konráð Guðmundsson, Rósa Björg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.