Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingvar Árnasonfæddist í Reykjavík þann 25. nóvember 1947. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 4. mars. sl. Foreldrar hans eru Gerða Garð- arsdóttir f. 17. ágúst 1927 og Árni Ingv- arsson f. 23. nóv- ember 1926. Bræð- ur Ingvars eru Björn f. 1950 og Auðunn f. 1959. Ingvar kvæntist þann 2. júlí 1966 Elsu Aðalsteinsdóttur, f. 27. júlí 1943, frá Kálfhóli á Skeiðum. Móðir hennar er Eyrún Guð- mundsdóttir f. 1921 og fósturfaðir Þórður Gestsson f. 1920, d. 2002. Synir Ingvars og Elsu eru: 1) Árni, f. 26. maí 1966, kvæntur Helenu Jensdóttur, f. 14. apríl 1963, börn þeirra eru: Arnar, f. 1987, sambýliskona hans er Þór- unn Helga Ármannsdóttir f. 1989, og Elsa Rún f. 1991. Sonur Árna og Hrannar Bene- diksdóttur er Ingv- ar f. 1985. 2) Þórður Rúnar f. 11 maí 1973, kvæntur Önnu Mar- íu Bryde, f. 7. jan- úar 1967, sonur þeirra er Ásgeir Bragi f. 2005. Ingvar ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Auk hefðbundinnar skólagöngu tók Ingvar skipstjórn- arréttindi fyrir minni báta. Hann fór ungur til sjós, stundaði sjó- mennsku og trilluútgerð áratug- um saman. Einnig vann Ingvar ýmis störf í landi s.s. í bygging- ariðnaði, fiskvinnslu og við sendi- bifreiðaakstur. Hann byggði upp ásamt konu sinni veitingastaðinn Kænuna við höfnina í Hafnarfirði, sem þau ráku árum saman. Síð- ustu ár stundaði Ingvar leigu- bifreiðaakstur. Útför Ingvars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. Þessar ljóðlínur skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur koma ósjálfrátt upp í hugann á kveðjustund þegar kvaddur er með sárum söknuði elskaður sonur og bróðir, látinn langt um aldur fram eftir snarpa og erfiða baráttu við illkynja sjúkdóm. Ingvar Árnason var góður sonur og bróðir. Hann var líka góður eiginmað- ur, faðir og afi. Glaðvær og bjartsýnn í eðli sínu, dugnaðar- og fram- kvæmdamaður. Hjartalagið gott, lundin viðkvæm, húmorinn aldrei langt undan og stríðinn í meira lagi. Elsa, synir hans tveir og barnabörnin voru honum allt, og leiddist honum ekki að spilla barnabörnunum þegar færi gafst til. Hann unni hinu góða og fagra í lífinu og umhverfinu. Ingvars verður sárt saknað af öll- um sem til hans þekktu, ekki síst okk- ur, sem næst honum stóðum. Sökn- uðurinn verður þó mestur hjá Elsu, Árna, Þórði og afabörnunum. Við ósk- um þeim allrar blessunar og biðjum góðan Guð að veita þeim huggun og stuðning í sorg þeirra og söknuði. Far þú heill sonur, bróðir og vinur yfir móðuna miklu og geymi þig Guð og englar hans um eilífð alla. Mamma, pabbi, Björn og Auðunn Gísli. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir um sex árum var mér strax ákaf- lega vel tekið og ekki vantaði áhugann hjá tengdapabba mínum, honum Ingvari, um hvaðan ég væri og hverra manna ég væri. Þau hjónin voru okk- ur Dodda góð fyrirmynd, þau voru samhent í öllu sem þau gerðu og studdu svo sannarlega við bakið á hvort öðru sem og okkur hinum. Þegar Ásgeir Bragi sonur okkar kom í heiminn áttum við Doddi hauk í horni þar sem Afi Ingvar og Amma Elsa voru, þau voru tilbúin að passa hvenær sem var og báðu oftar en ekki um að fá strákinn „lánaðan“. Senni- lega svo þau gætu dekrað við hann í friði! Þegar litli afastrákurinn kom í heimsókn þá var oft fjör á bænum, hann rauk beint í fangið á afa sínum, svo varð alltaf að fá ís og alltaf náði hann í einn fyrir afa líka svo var farið í smá bíló inní herbergi eða bara horft á boltann í smá stund með afa. Og við vorum nú ekki alltaf komin inn fyrir þegar hann vildi fá fréttir af sjónum, hvernig gengi hjá Dodda að fiska og hvenær von væri á honum heim. Fyrir ca ári síðan bjuggum við hjá þeim Elsu og Ingvari í nokkra mánuði og ekki veit ég hvor þeirra var ánægð- ari með það, afinn eða strákurinn. Og nutum við þess tíma mikið. Sárt verður þessa góða manns saknað, við ætlum að passa Elsu ömmu vel. Kær kveðja Anna María. Kæri mágur og vinur Nú þegar við kveðjumst hinsta sinni langar okkur að þakka þér fyrir allar góðu og glöðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegn um tíðina. Þakka þér fyrir hvernig þú tókst á móti okkur systkinunum þegar þið Elsa fóruð að búa og við komum ung til Reykjavíkur. Alltaf var heimili þitt opið fyrir okkur og þú reyndist okkur sem besti bróðir. Þakka þér fyrir vinnustundirnar sem við áttum saman en duglegri og skemmtilegri vinnufélaga er ekki hægt að hugsa sér. Þakka þér fyrir að vekja hjá mér veiðiáhugann og fyrir allar veiðiferðirnar, sem farnar voru á hverju sumri. Ekki spillti gleðinni að fara vel nestaður frá Elsu. Þótt þú kveðjir ungur að aldri hef- ur þú afrekað meira en margur á langri ævi og nú eftir að þú veiktist hefur verið aðdáunarvert hversu hetjulega þú barðist, allan tímann. Kæri vinur, þú lætur eftir þig fjöl- margar minningar sem við munum varðveita. Að lokum viljum við senda Elsu systur, Árna, Dodda og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Valur og Kristín Elsku afi minn og nafni er fallinn frá. Eftir alltof stutta ævi hafði illvígt krabbameinið vinninginn. Erfið veik- indi þín tóku sinn toll enn alltaf barstu þig eins og ekkert væri að. Þú varst einn af þessum nöglum sem áttir að vera ósigrandi. Krabbameinið var bara eitt af þessum verkefnum sem þurfti að klára sem fyrst því þú kunn- ir því illa að vera sjúklingur. Vinnan var dyggð og samhliða erfiðri lyfja- meðferð vannst þú þína vinnu eins og ungur maður. Hörkuna og dugnaðinn fékkstu af veru þinni á sjónum. Þú varst góður maður, traustur, gjafmildur og umhyggjusamur. Þær stundir sem við áttum saman voru ómetanlegar, horft á fótboltaleiki og rökrætt sem alltaf endaði þó með sameiginlegari niðurstöðu. Þegar við ræddum um skólagöngu mína fékk maður alltaf mikinn stuðning en þó líka aðvörun um að lesa ekki yfir sig. Ég á eftir að sakna hlátursins sem smitaði svo skemmtilega út frá sér og stríðninni sem alltaf var saklaus. Það voru fleiri en við barnabörnin sem löðuðumst að þér. Ferfætlingar innan fjölskyldunnar sóttu mikið í þig. Hvort það var humarinn, pulsurnar eða nautakjötið sem gerði það að verkum fáum við ekki að vita en eitt er ljóst að þú varst góður við þína. Fátt fannst þér betra en að borða góðan mat og mér er minnisstætt eitt kvöldið þar sem ég bauðst til að baka pizzu fyrir þig og ömmu. Þú tíndir til það álegg sem þú vildir hafa og allt var sett á pizzuna. Eini gallinn var sá að þú vildir hafa svo mikið á pizzunni að hún náði ekki að bakast. Pizzan var borðuð hálfhrá en samt var þetta með bestu pizzum sem þið höfðuð smakk- að. Undanfarin tvö ár hafa verið erfið. Uppskurðir og ströng lyfjameðferð sem enda tók síðasta sumar en eftir hana tóku við bjartari og betri tímar. Þú safnaðir kröftum og leist alltaf betur og betur út. Alvarlegt bakslag kom hins vegar í kringum jólin. Illvígt krabbameinið hafði skotið upp koll- inum á ný. Önnur veikindi herjuðu á þig samfara krabbameininu og fram- undan var enn önnur lyfjameðferð. Þú tókst þessu eins og hverju öðru verkefni. Þetta verkefni reyndist þó þyngra en áður. Þrátt fyrir mikil veik- indi þín undir lokin var alltaf stutt í húmorinn sem minnti mann á afa Ingvar eins og hann hafði alltaf verið. Þær stundir sem við áttum saman þína síðustu daga munu veita mér huggun og styrk í sorginni. Ég veit elsku afi minn að nú ert þú laus við veikindin sem hrjáðu þig og þér líður betur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Það er mér sannur heiður að bera nafn þitt. Hvíl í friði elsku afi. Þinn Ingvar. Elsku afi. Með þessum orðum vilj- um við systkinin nú kveðja þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju, Nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, Ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því, Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Arnar og Elsa Rún. Elsku afi, Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér Þinn afastrákur, Ásgeir Bragi Það eru gáskafullar og ljúfar æsku- minningarnar sem koma upp í hug- ann þegar ég kveð frænda minn Ingv- ar Árnasonar. Í myndasafni fjölskyldunnar finnast hálfrar aldar gamlar myndir af okkur bræðrunum mér og Sigurjóni ásamt Ingvari og Bjössa bróður hans, með fótbolta, og ásamt Garðari afa og Jónu ömmu við Núpstún, lítið hús í Lækjarbotnum. Þar áttum við sumardvöl í umhverfi sem í huga ungra drengja var ævin- týraland. Ingvar var elstur af okkur fjórum og hafði forystuhlutverk í leikjum okkar. Vafalaust hefur hann verið settur í það af mæðrum okkar að hafa eftirlit með okkur sem yngri vorum, einkum mér sem var fjórum árum yngri en hann. Ég man skýrt hvað mér fannst þessi stóri frændi minn sterkur og traustur en einkum skynjaði ég umhyggju Ingvars, eink- um þegar hann gerði sér það að leik að taka mig á bak sér og bera mig um móana. Ekki voru fullorðnir alltaf ánægðir með uppátæki ungra drengja eins og t.d. þegar athafna- semin fékk útrás í að sprauta vatni á vélina í bíl pabba míns til að hreinsa hana. Það tók drjúga stund að þurrka kerti og kveikju bílsins áður en unnt var að aka heim. Árin færðust yfir og fjölskyldurnar stækkuðu. Ingvar og Elsa stofnuðu heimili og ætíð fannst mér kraftur og athafnasemi einkenna stóra frænda minn. Hann útvegaði mér, ungum há- skólanema, sumarvinnu við bygging- arfyrirtæki sem hann vann hjá. Það var sjaldan lognmolla hjá honum þeg- ar við hittumst af og til gegnum árin og ætíð fannst mér hann hafa einhver járn í eldinum. Hann var að stofna til veitingareksturs í Kænunni við Hafn- arfjarðarhöfn, hann var að fara til fiskveiða, hann var að sinna aksturs- þjónustu og margt fleira var á dag- skrá hjá Ingvari frænda. Við hittumst í fjölskylduboðum, oft í Kænunni og eins heima í stofunni hjá Ingvari og Elsu. Alltaf hafði Ingvar lag á að spyrja ögrandi spurninga og taka upp hreinskiptna umræðu. Það urðu stundum hressileg samtöl okkar um þjóðmálin. Ætíð fann ég þó hjá hon- um ræktarsemi og umhyggju stóra frænda míns. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ingibjörg og fjölskylda okkar til foreldra Ingvars, þeirra Gerðu og Árna og eins til Elsu og sona þeirra og annarra aðstandenda. Blessuð sé minning Ingvars Árnasonar. Garðar Mýrdal. Þeir hnútar halda lengst sem vand- lega eru hnýttir í upphafi. Við Ingvar frændi minn bundumst hnútum vin- áttu og tryggðar ungir strákar. Að leiðarlokum hrannast upp minningar af ærslafullum leikjum og spennandi ævintýrum æskuáranna. Það var gaman að fá þá bræður Ingvar og Bjössa í heimsókn á Vest- urgötuna til okkar bræðra og leika saman og rannsaka umhverfið. Við stálumst stundum í geymsluportið hjá vélsmiðjunni Héðni eða niður í fjöru við Selsvör. Ekki var síður spennandi að heimsækja þá suður á Hólabraut, fara könnunarferðir um holtið eða spila fótbolta á Hvaleyrar- vellinum. Svo komu þeir til okkar á Baldursgötuna og þá var læðst og prílað um bakgarða í Þingholtunum og leyndardómar tilverunnar kannað- ir. Stundum sátum við í eldhúsinu hjá ömmu Jónu og afa Garðari í Skipholt- inu. Þau sögðu sögur úr Fnjóskadal og Svarfaðardal og við sporðrenndum brauðsneiðum sem amma hafði ekki undan að smyrja ofan í okkur. Ekki var síst gaman að dvelja í Núpstúni, læðast í móunum við Lækjarbotna eða ærslast í hlöðunni á Túnhólnum. Ingvar var örlítið eldri en við og sjálf- kjörinn foringi í strákahópnum, áræð- inn, sterkur og hugmyndaríkur. Svo uxum úr grasi, leiðir lágu í ólík- ar áttir og samskiptin urðu stopulli, en hnútar vináttu og trausts héldu. Ingvar var heppinn að hitta hana Elsu sína og þau eignuðust mann- vænlega stráka. Þegar við frændur hittumst var ætíð stutt í bros og glett- ið augnaráð og hæfilega stríðni. Ég kveð Ingvar með trega og þakklæti. Við Maja sendum innilegar samúð- arkveðjur til Elsu, Árna, Þórðar og fjölskyldu þeirra og til Lillu, frænku minnar, og Adda. Sigurjón Mýrdal Systursonur minn Ingvar Árnason er fallinn frá langt um aldur fram . Baráttan var hörð og ströng við ill- vígan sjúkdóm. Hann háði hana af hugrekki og því æðruleysi, sem gjarnan einkennir íslenska sjómenn. Hann hlaut þó að lúta í lægra haldi að lokum. Ingvar var maður dugandi og starf- samur. Einstaklega góður drengur, traustur og hjálpsamur, hin mesta barnagæla. Hann var líka glaðlyndur, örlátur og gestrisinn, höfðingi heim að sækja. Hann var snyrtimenni og fagurkeri, sem hafði sérlega næmt auga fyrir fegurð og notagildi gamalla brúkshluta, vildi varðveita þá og sýna þeim þá rækt er þeim bar. Hann var lánsamur í einkalífi sínu, eignaðist góðan og traustan lífsföru- naut þar sem Elsa Aðalsteinsdóttir var og með henni tvo mannvænlega syni. Ingvar dvaldi oft sem barn hjá afa og ömmu á Vesturgötu 58 í Reykja- vík. Ég var þá á unglingsaldri og fékk að gæta hans, aka honum um í barna- vagni. Hann var svo laglegt barn að eftir var tekið og ég ákaflega stolt af þessum frænda mínum. Þannig hefur það verið alla tíð síðan. Ég færi samúðarkveðjur frá systr- um mínum og fjölskyldum okkar til Elsu, drengjanna og afabarnanna, svo og til Gerðu, Árna og bræðranna og kveð þig með þessu ljóði: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Auður Garðarsdóttir Sunnudaginn 4. mars bárust mér þær fréttir að vinur minn og starfs- félagi til margra ára væri dáinn. Ingv- ar var aðeins tæplega 60 ára gamall þegar hann lést eftir sjúkdóm sem svo margir þurfa að láta í minni pok- ann fyrir. Í hugann koma upp margar góðar minningar frá áttunda og níunda ára- tug, er við vorum á sömu skipum, mest þó á m/b Óskari Halldórssyni RE 157 og Svani RE 45. Aðallega voru stundaðar nótaveiðar á þessum árum, loðnu- og síldveiðar og lítils- háttar netaveiðar. Oft mátti veiða mikið á þessum árum, sumar, haust og vetur. Var þá oft verið lengi að heiman. Þá var gott að hafa duglega og létta menn í skapi um borð. Þarna var Ingvar í essinu sínu, feikna dug- legur og klár sjómaður, mikill og góð- ur sögumaður ásamt því að vera mik- ill húmoristi. Hann var fljótur að sjá og finna spaugilegu hliðarnar á hlut- unum, eins hafði hann gaman að því að ræða pólitík og var þá gott að vera blár ef hinn var rauður. Allir þessir góðu kostir sem Ingvar hafði urðu til þess að maðurinn var mjög vel liðinn bæði til sjós og lands. Ekki var sjó- mennskan það eina sem var í pípun- um hjá Ingvari á þessum árum því þau hjónin Ingvar og Elsa byggðu matsölu- og kaffihús sem fékk nafnið Kænan og var staðsett við suður- bryggju í Hafnarfirði. Eftir nokkur ár var byggt nýtt stórt og glæsilegt hús sem fékk einnig nafnið Kænan. Elsa sá um reksturinn á Kænunni í mörg ár af miklum dugnaði og myndarskap eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Eftir að leiðir okkar Ingvars á sjónum skildu var hann áfram á sjó. Fór hann á trillu og var í trilluútgerð um tíma. Síðustu árin stundaði Ingv- ar leigubílaakstur. Ég er þakklátur að hafa kynnst svo góðum manni eins og Ingvari Árnasyni. Ég samhryggist innilega Elsu, börnum þeirra Árna og Þórði, tengdadætrum, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum hans. Viðar Sæmundsson Mikið góður maður er látinn langt fyrir aldur fram, Ingvar Árnason. Ótal minningar brjótast fram á þess- ari sorglegu stundu, allt frá því að ég var lítil stelpa að koma í heimsókn úr sveitinni til ykkar Elsu fram til dags- ins í dag. Alltaf voru hlýjar kveðjurn- ar sem ég fékk og orð sem óma sér- staklega í huga mínum þegar ég hugsa til þín eru „Sæl elskan, hvað er að frétta“ sem þú sagðir á svo sér- stakan og innilegan hátt því þú varst trúr vinur og lést þig varða hvað mað- ur var að gera. Og nú í seinni tíð hvað það voru notalegar og góðar stundir sem við áttum við eldhúsborðið á spjalli um allt milli himins og jarðar með sterku og góðu kaffi og yfirleitt leiddust umræðurnar fljótlega út í börnin okkar, þ.e.a.s. ég talaði um börnin mín og þú um barnabörnin þín, sem voru þér svo kær og þú varst svo stoltur af þeim. Vinahópurinn ykkar Elsu er sér- staklega breiður og ekki hafa verið nein aldurstakmörk til að komast þar inn, hvorki þarf að tilheyra neinni sér- stakri stétt eða stöðu til þess að vera alltaf velkomin hjá ykkur. Daginn eftir að þið Elsa komuð úr Ameríkuferðinni í haust kom ég við hjá ykkur, þið voruð svo sæl og ánægð, ferðin hafði greinilega verið ykkur góð og þú sagðir „Þarna ætti maður nú bara að vera“. Vonandi, elsku Ingvar, ertu kominn á stað þar sem þér líður vel. Elsku Elsa, missir Ingvar Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.