Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 47
EFTA, Kåre Bryn, frá heimför
hennar vegna veikinda, brast
strengur í röddu okkar beggja.
Lofsorð hans um þeirra samstarf
voru á sama veg og allra sem kynnt-
ust hennar óeigingjörnu störfum.
Lilja var vinkona mín sem mér þótti
afar vænt um og við ræddum op-
inskátt um hennar veikindi. Hún
gerði sér grein fyrir því að krabba-
meinið myndi hafa betur að lokum.
Hún vann hins vegar af kappi fram
á síðasta dag. Á erfiðum stundum,
þegar kærir vinir lutu í lægra haldi
fyrir sama sjúkdómi, velti hún því
fyrir sér hvort hún ætti að draga úr
vinnu og veita öðru forgang í þær
dýrmætu stundir sem eftir væru.
Okkur, sem þekktum Lilju kom hins
vegar ekki á óvart að hún skyldi
áfram í fullu starfi. Hennar metn-
aður var fyrir hönd Íslands og fórn-
fýsi hennar fyrir hönd þjóðar sinnar
var aðdáunarverð. Lilja gaf sig alla
og óskipta að vinnu sinni með þeim
árangri að ég tel hana hafa átt skilið
alla heimsins umbun, þakkir og veg-
tyllur. Lilja gekk lífsins veg til góðs
fyrir þjóð sína og samferðarmenn.
Fyrir hönd starfsmanna utanrík-
isþjónustunnar votta ég eiginmanni
Lilju, Roger Verbrugghe, móður
hennar, Guðrúnu Lilju, og systkin-
um, einlæga samúð. Megi Guð
styrkja ykkur öll.
Grétar Már Sigurðsson
ráðuneytisstjóri.
Góður vinur og samstarfsmaður
er genginn.
Það varð hlutskipti Lilju Viðars-
dóttur um margra ára skeið að
starfa við og stuðla að þýðingar-
mesta samningaferli Íslands og
Noregs varðandi Evrópska efna-
hagssvæðið, sem veitir þjóðum okk-
ar markaðsaðgang að Evrópusam-
bandinu. Þessir samningar eru
umfangsmestu og hagstæðustu
samningar, sem lönd vor hafa gert
og hafa verið áhrifamiklir á hagsæld
beggja þjóða.
Lilja var varaformaður sendi-
nefndar Íslands hjá Evrópusam-
bandinu og var þegar búin að taka
þátt í öllu EES-ferlinu, er mig bar
þar að garði 1995 sem aðstoðarfor-
stjóri hjá EFTA í Brüssel. Síðan
gegndi hún mikilli ábyrgðarstöðu
hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA.
Um árabil starfaði hún hjá íslenzka
utanríkisráðuneytinu við m.a. mál-
efni varðandi Evrópusambandið,
unz hún tók við starfi aðstoðarfor-
stjóra EFTA hinn 1. september
2006.
Lilja hafði mikla reynslu, innsæi
og dýrmæta persónulega mann-
kosti, sem nýttust henni mjög vel í
hinum vandasömu störfum hennar
og framlag hennar til að gæta bæði
hagsmuna Íslands og samþætta
hina margvíslegu hagsmuni allra
EFTA-landanna og hið heildstæða
samstarf Evrópska efnahagssvæðis-
ins var mjög heilsteypt.
Manneskjan Lilja var sérdeilis
þægileg og elskuleg í allri mannlegri
umgengni og hún sýndi okkur sam-
starfsmönnunum mikla móðurlega
hlýju og skilning, sem stuðlaði að
góðum starfsanda og þetta var
henni alveg eðlilegt.
Æðruleysi hennar og hugrekki í
baráttunni við hinn erfiða sjúkdóm
var aðdáunarvert.
Hinir mörgu og góðu og nánu
norsku vinir og samstarfsmenn
Lilju Viðarsdóttur heiðra minningu
hennar með gleði og þakklæti og
votta eiginmanni hennar, Roger, og
fjölskyldu einlægan samhug.
Guttorm Vik, sendiherra
Noregs á Íslandi
Það er í tísku að tala niður til
starfsmanna í utanríkisþjónustunni
og gera lítið úr mikilvægi starfa
þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú
að flestir starfsmenn utanríkisþjón-
ustunnar vinna mikið og flókið starf,
þótt almenningur eða fjölmiðlar sjái
ekki mikið til starfa þeirra. Einn
þeirra bestu var Lilja Viðarsdóttir.
Lilja starfaði allan sinn tíma í utan-
ríkisþjónustunni á sviði Evrópumála
og hafði umsjón með flóknum mála-
flokkum sem varða íslenska hags-
muni gríðarmiklu. Þegar hún hóf
störf í utanríkisþjónustunni var
þekking á Evrópumálum sáralítil
hér á landi og landið við það að taka
tröllaukið stökk inn í nýtt efnahags-
og viðskiptaumhverfi. Á Lilju og
samverkafólki hennar hvíldi mikið
starf og ábyrgð, því þau þurftu að
samræma það hlutverk að gæta
hagsmuna Íslands gagnvart erlend-
um viðsemjendum og að vinna nýj-
um hugmyndum og aðferðum stuðn-
ing heimafyrir. Það hlutverk leystu
þau með miklum sóma. Samnings-
ferlið um EES og innleiðing samn-
ingsins hér á landi var stórvirki sem
á ekki sinn líka í íslenskri stjórn-
sýslu og var öllum til sóma sem að
komu. Lilja var ómetanlegur sam-
starfsmaður – glögg á aðalatriði og
yfirveguð. Hún var vinnusöm með
afbrigðum en skilaði þó góðu verki,
ólíkt mörgum sem sitja löngum
stundum yfir verkum án sjáanlegs
árangurs. Hún hafði gríðargóða
dómgreind og var heiðarleg og orð-
heldin. Samleið okkar hófst þegar
ég kom til náms í Belgíu fyrir meira
en hálfum öðrum áratug og varði
allt fram á síðustu ár. Stóran hluta
þess tíma glímdi Lilja við erfið veik-
indi. Stundum komu hlé, en þau
reyndust ávallt svikalogn. Fátt sýnir
betur mikla mannkosti hennar en að
hún skyldi við þessar aðstæður
ávinna sér verðskuldað traust til að
sinna mörgum vandasömustu verk-
efnum utanríkisþjónustunnar á sviði
Evrópumála. Við Sigrún þökkum
samfylgd við góðan félaga og vin og
sendum Roger eiginmanni hennar,
móður hennar og systkinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Lilju Viðarsdóttur.
Árni Páll Árnason.
Engum sem kynntist Lilju Við-
arsdóttur gat dulist hvílík atorku-
kona var þar á ferð. Hún helgaði
nánast öllum starfsferli sínum í ut-
anríkisþjónustunni Evrópumálum
enda hafði hún gegnt lykilstöðum á
þeim vettvangi. Hún var öflugur
starfsfélagi sem ávann sér virðingu
og traust þeirra sem henni kynnt-
ust. Kaflaskil urðu á starfsferli Lilju
þegar hún tók við stöðu varafram-
kvæmdastjóra EFTA 1. september
sl. Í því starfi nutu skipulags- og
stjórnunarhæfileikar hennar sín
einkar vel auk þeirrar afburðaþekk-
ingar sem hún hafði á EES-samn-
ingnum. Þegar hún tók við þessu
nýja og krefjandi starfi gekk hún
mót framtíðinni full af bjartsýni og
krafti. Hún var einstaklega úrræða-
góð og bóngóð í öllum samskiptum
sem reyndist okkur í sendiráðinu
mjög dýrmætt í því flókna samstarfi
sem EES er. Því miður nutum við
starfskrafta hennar allt of stutt.
Dagana áður en yfir lauk var ég í
sambandi við hana enda höfðum við
stefnt að því að hittast í hádegissn-
arli til að fara yfir ýmis mál. Ekki
óraði mig fyrir hvað stutt væri eftir
enda lét hún engan bilbug á sér
finna. Lilju verður sárt saknað og
eru mér efst í huga þakklæti fyrir
samfylgdina í utanríkisþjónustunni
og ekki síst fyrir gott samstarf við
okkur í sendiráðinu í Brussel síð-
ustu mánuðina. Blessuð sé minning
Lilju Viðarsdóttur. Eiginmanni,
móður og aðstandendum öllum
sendi ég fyrir mína hönd, samstarfs-
manna minna í sendiráðinu í Brussel
og fjölskyldna, innilegustu samúðar-
kveðjur.
Stefán Haukur Jóhannesson.
Þegar líða tók á níunda áratug
síðustu aldar var mikil gróska og
gerjun hugmynda í Evrópusam-
starfi. Tekist hafði að setja fram
hugmyndir um innri markað Evr-
ópusambandsins og afnám við-
skiptahindrana með þeim hætti að
áhugi fyrirtækja víða um heim og
alls almennings vaknaði. Áætlunin
um innri markað sameinaði framtíð-
arsýn franska sósíalistans Delors og
nákvæma aðferðafræði og trúverð-
ugleika breska íhaldsmannsins Lord
Cockfield. Cecchini-skýrslan um
áhrif aukins frjálsræðis á hagkerfi
Evrópu varð óvæntur gestur á met-
sölulista bókaverslana. Nágranna-
ríki Evrópusambandsins með
EFTA í broddi fylkingar fylgdust í
ofvæni með og veltu fyrir sér hver
viðbrögð ættu að vera. Ísland hafði
við dræmar undirtektir sumra
EFTA félaga gefið til kynna að á
næsta formennskutímabili Íslands
myndu íslensk stjórnvöld sjálf axla
ábyrgð á samræmingu samskipta
EFTA við Evrópusambandið en
ekki framselja það hlutverk öðrum
eins og tíðkast hafði fram að því.
Það var við þessar kringumstæður
árið 1988 sem leiðir okkar Lilju Við-
arsdóttur lágu fyrst saman. Ég
hafði þá nýlega verið fluttur um set
frá fastanefnd NATO yfir til sendi-
ráðs Íslands gagnvart Evrópusam-
bandinu sem þá var í uppbyggingu.
Einar Benediktsson sendiherra var
yfirmaður minn á báðum stöðum.
Lilja sá um skipulag ferðar hóps úr
íslensku viðskiptalífi, sem vildi
kynna sér stöðuna í Evrópumálum
en hún starfaði þá hjá landsnefnd al-
þjóðaverslunarráðsins. Það sópaði
að henni strax þá, röskleg og hæfi-
lega ákveðin og fór létt með að láta
viðskiptajöfrana láta að stjórn. Það
voru því gleðifréttir þegar hún gekk
til liðs við ráðuneytið síðar þetta ár
og hóf störf á viðskiptaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins. Það var eink-
um á vettvangi Evrópusamstarfsins
sem hún átti eftir að láta að sér
kveða næstu tvo áratugi. Allir henn-
ar bestu kostir nutu sín þar. Þar
þurfti að safna saman upplýsingum,
greina íslenska hagsmuni, rækta
tengsl innan lands sem erlendis,
tryggja samhliða framgang mála á
ólíkum sviðum, kunna skil á smáat-
riðum en halda hinni breiðu yfirsýn.
Lilja var verkstjóri af guðs náð og
gat með einhverjum hætti haldið
mörgum boltum á lofti í einu, séð til
þess að ekkert gleymdist eða yrði út
undan. Fagleg uppbygging kunn-
áttu og verklags á þessum árum
gerir það að verkum að engin
ástæða er lengur til þess að efast
um að Ísland geti haldið sínum hlut í
samningum við ESB á borð við
hvern sem er.
Í starfi myndast oft lítil teymi þar
sem ólíkir aðilar geta saman náð að
áorka miklu meir en hver einstakur
getur gert. Á starfsferli sínum átti
Lilja farsælt samstarf við marga en
ég vil sérstaklega nefna hér tvo
menn til sögunnar, þá Valgeir Ár-
sælsson og Hannes Hafstein. Val-
geir var skrifstofustjóri á viðskipta-
skrifstofu þegar Lilja hóf þar störf
en vegna heilsubrests gat hann ekki
beitt sér að fullu. Lilja var hins veg-
ar með óskerta starfsorku en gat
reitt sig á ómælda reynslu og kerf-
isþekkingu Valgeirs. Enn mikilvæg-
ara var þó samstarf Hannesar Haf-
stein, hins mikilhæfa
aðalsamningamanns Íslands og
Lilju en hún var honum handgengin
í ráðuneytinu, var staðgengill hans í
sendiráðinu í Brussel um sex ára
skeið og náinn samstarfsmaður hans
einnig innan ESA. Hannes var
kröfuharður við sjálfan sig og aðra
en það jaðraði við að vinnuharka
Lilju gengi fram af honum og hann
hafði oftar en einu sinni orð á því við
mig að verið væri að fórna æsku-
blóma Lilju og starfsystur hennar
og nöfnu Ólafsdóttur á altari EES-
samningsins.
En Lilja átti eftir að blómstra,
ekki aðeins sem frábær embættis-
maður heldur sem manneskja. Eftir
því sem árin liðu kynntist ég æ bet-
ur umhyggju hennar gagnvart for-
eldrum sínum og fjölskyldu allri,
fylgdist með því þegar hún og Ro-
ger tóku sig til og breyttu niður-
níddu nunnuklaustri í sælureit þar
sem hún lagði á ráðin en hann fram-
kvæmdi. Þar var ég heimagangur
um skeið og lagði sérstaka rækt við
að heiðra Maríulíkneskið í garðinum
ásamt vinum okkar Völu og Krist-
ófer. Þegar hún kom aftur til starfa í
ráðuneytinu lögðum við saman á
ráðin um það að breyta til og prófa
ný verkefni sem hún leysti eins vel
af hendi og allt annað. Síðasta verk-
efni var þó aftur á Evrópuvettvangi
sem varaframkvæmdastjóri EFTA
og þótti mér vænt um að heyra frá
henni fyrir jólin þegar hún lýsti því
hvernig hún hefði tekið til hendinni
við að breyta áherslum í stjórn
stofnunarinnar. Það var henni líkt
að horfa fram á veginn til síðasta
dags. Sálarstyrkur hennar í langri
og erfiðri sjúkdómsbaráttu var með
ólíkindum. Ég votta eiginmanni
hennar, móður og fjölskyldu allri
samúð mína og er efst í huga að leið-
arlokum þakklæti fyrir tveggja ára-
tuga samstarf og vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Gunnar Snorri Gunnarsson.
Lilja Viðarsdóttir var frábær
samstarfsmaður, heilsteyptur og
ánægjulegur einstaklingur í hví-
vetna. Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an í samningaviðræðunum um stofn-
un Evrópska efnahagssvæðisins, en
hún starfaði þá í sendiráði Íslands í
Brussel. Öll aðkoma hennar að mál-
um einkenndist af óvenjulegri skil-
virkni. Hún var fljót að átta sig á að-
alatriðum hvers máls og með
perónulegum samböndum sínum við
aðra þá sem í samningunum stóðu,
tókst henni oft að finna farsælar
leiðir til að leysa þann vanda sem
glímt var við á hverjum tíma.
Seinna var Lilja samstarfsmaður
minn í Eftirlitsstofnun EFTA og
sýndi þar sem fyrr einstakan dugn-
að. Hún kunni líka lag á því að
virkja þá sem hún hafði mannafor-
ráð fyrir til þess að skapa eina og af-
kastamikla heild.
Hún var líka góður félagi og vinur
í félagslífi Íslendinga í Brussel. Lilja
kvæntist belgískum manni og
tengdist þannig þjóðlífi Belga – ekki
síst menningarlífinu, en Roger eig-
inmaður hennar var áhrifamaður á
því sviði í borginni Gent. Við hjónin
nutum þess oft að sækja ógleym-
anlega menningarviðburði í Gent og
í Brussel í fylgd þeirra Lilju og Ro-
gers.
Lilja veiktist af krabbameini og
varnarbarátta hennar gegn þeim ill-
víga sjúkdómi hefur verið löng og
ströng. Hún lét hann samt ekki
stöðva sig í starfi og sinnti hinum
vandasömustu verkefnum af sama
krafti og vandvirkni allt þar til yfir
lauk, en þá sinnti hún starfi aðstoð-
arframkvæmdastjóra EFTA í
Brussel.
Um leið og við hjónin vottum Ro-
ger, móður Lilju og öðrum vanda-
mönnum okkar innilegustu samúð
biðjum við góðan Guð að blessa
minningu Lilju Viðarsdóttur.
Björn Friðfinnsson.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast vinkonu okkar og starfs-
félaga míns Lilju Viðarsdóttur sem
lotið hefur lægra haldi eftir langa
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þrátt
fyrir að við vera bæði uppalin á
Akranesi, urðu kynni okkar fyrst
náin þegar við hófum störf í utanrík-
isráðuneytinu 1988. Það var fljótt
ljóst að Lilju var ekki fisjað saman,
enda vön að takast á við norðang-
arrann á Vesturgötunni. Vinabönd
tóku þegar að myndast og þó sér-
staklega á Brusselárum okkar, en
þar vorum við samtíða árin 1991 til
1995. Þar var lagður grunnur að
góðum og traustum vinskap sem
hélt alla tíð síðan. Á þessum árum
voru talsverð umbrot í sögu utanrík-
ismála Íslands vegna tilkomu EES-
samningsins og í tengslum við þá
þróun myndaðist öflugt og gott sam-
félag Íslendinga í Brussel. Verið var
að takast á við ný og krefjandi verk-
efni, sem leiddu til mikils álags á
ungt og efnilegt starfsfólk íslenska
ríkisins í borginni. Lilja varð þegar
mikilvægur hlekkur í þessari vinnu
enda ekki verkfælin. Ábyrgðin
hlóðst upp og vinnudagarnir lengd-
ust. Þar kom skýrt fram hversu
mikil fagmanneskja Lilja var og
ekki leið á löngu þar til hún var
komin í ábyrgðarstöðu í Eftirlits-
stofnun EES-samningsins. Vinnuá-
lagið og eljan komu þó ekki alfarið í
veg fyrir að við ættum góðar sam-
verustundir á þessum árum. Á þess-
um tíma kynntist Lilja mannsefni
sínu, Roger Verbrugge, miklum
ágætismanni, sem starfaði við leik-
list í þeirri fornfrægu borg Gent.
Við áttum góðar stundir með þeim
hjónum, enda voru þau einkar sam-
stillt.
Á þessum árum kenndi Lilja sér
þess meins sem nú hefur lagt hana
að velli. Lilja tókst á við veikindi sín
af kjarki og æðruleysi. Hún var
ósérhlífin og eftirsóttur starfsmaður
enda fagmanneskja fram í fingur-
góma. Hún var vakin og sofin í
störfum sínum og næstum var að
maður gleymdi meininu í heitum
samræðum. Hagur og störf utanrík-
isþjónustunnar voru henni alltaf
hugleikin og áttum við margar og
langar umræður um ágætan vinnu-
stað okkar og hvað þar mætti betur
fara. Á seinni árum hittumst við því
miður sjaldnar enda landfræðilega
langt á milli okkar. Alltaf urðu þó
fagnaðarfundir og eins og við hefð-
um hist í gær. Við hjónin þökkum
kærri vinkonu samfylgdina og vott-
um Roger, móður Lilju, systkinum
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Lilju Viðars-
dóttur.
Þórður Ægir Óskarsson.
Sigurborg Oddsdóttir.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
elsku frænku okkar Lilju eftir ára-
langa baráttu hennar við illvígan
sjúkdóm sem lagði hana að velli
langt um aldur fram.
Lilja frænka var hetja í orðsins
fyllstu merkingu og lét ekki deigan
síga og vann sín verk og lifði sínu lífi
meðan stætt var.
Margt kemur upp í hugann á
þessari kveðjustund. Vesturgatan á
Skaganum þegar við vorum að alast
upp. Gunna fænka og Viðar með
börnin sín á efri hæðinni hjá ömmu
og afa og Lúlla og Ebbi með okkur
systkinin hinum megin við götuna,
fimm börn hjá hvorum um sig og við
öll á svipuðum aldri. Skottast var á
milli húsa, afi heimsóttur í Glerslíp-
unina og gaukaði hann oft að okkur
malti og appelsíni sem hann átti allt-
af í kjallaranum eða skotist inn til
ömmu þar sem við hámuðum í okkur
nýbakaðar pönnukökur. Ekki var nú
verra að kíkja inn til krakkanna og
Gunnu frænku því hún átti alltaf
eitthvað gott í gogginn handa okkur
og við frændsystkinin alltaf til í
spjall eða spil eða hóað var í krakk-
ana í nágrenninu og farið að leika
úti. Þetta var góð og áhyggjulaus
bernska áður en alvara lífsins tók
við. Eins og vill brenna við í hraða
þjóðfélagsins sem við lifum í þá
gleymist að viðhalda tengslunum við
sitt fólk og það gerðist hjá okkur
eins og hjá mörgum öðrum. Við
misstum þráðinn í lífsgæðakapp-
hlaupinu svokallaða og hittumst
varla nema við jarðarfarir eða stór-
afmæli.
Og það var einmitt það sem gerð-
ist. Gunna frænka bauð til mikillar
veislu á áttræðisafmæli sínu í sept-
ember 2005 og þar hittumst við öll
aftur og töluðum mikið og rifjuðum
upp gamla tíma. Og þar var því heit-
ið að hittast aftur og hafa ættarmót
og það fyrr en seinna. Lilja frænka
var nú ekki að slóra við hlutina og
skellti á tölvupóststengingum á milli
okkar frænknanna og við mæltum
okkur mót á kaffihúsi ásamt mæðr-
um okkar og mágkonum. Upp úr
þessu urðu til mánaðarlegir fræn-
kufundir þar sem mikið var spjallað
og hlegið og undirbúið alveg frá-
bært ættarmót sem við héldum í
Borgarfirðinum í júní 2006. Minn-
ingar frá þessum degi eru ljóslif-
andi, dagurinn bjartur og fagur, far-
ið í gönguferð, borðað, sungið og
spjallað. Allt eins skemmtilegt og
hægt var að hugsa sér og engan ór-
aði fyrir því að við yrðum í þessum
sporum sem við erum í í dag að
kveðja elsku Lilju í hinsta sinn.
Við erum óendanlega þakklát fyr-
ir að hafa átt þennan dag saman,
þökk sé þér elsku Lilja.
Myndir af Lilju frænku í þessum
hugrenningum um liðna tíma sýna
litla stúlku með fallegt sítt ljóst hár,
stillt og prúð sem barn og ungling-
ur, góður námsmaður, yfirveguð vel
menntuð kona og farsæl í sínu lífs-
starfi.
Nú er þrautum þínum á þessari
jörð lokið elsku Lilja og sjáum við
þig í huganum hinum megin glaða
og hressa með pabba þínum og
Ingvari frænda sem farnir eru á
undan þér og eflaust er pabbi okkar
ekki langt undan að spila á harm-
onikkuna sína þér til skemmtunar.
Elsku Roger, Gunna frænka,
börnin þín og fjölskyldur.
Guð gefi ykkur styrk í ykkar
miklu sorg.
Sigrún, Friðjón, Helga
Björk, Berglind og Ingi Þór.