Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 51

Morgunblaðið - 16.03.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Handa- vinnustofan opin kl. 9–16.30. Bað kl. 10. Versl- unarferð í Bónus kl. 10. Bingó kl. 14. Söngstund við píanóið kl. 15.30. Bergmál, líknar- og vinafélag | Opið hús í Blindra- heimilinu í Hamrahlíð 17 laugard. 17. mars kl. 16. Þórhallur Heimisson flytur hugvekju. Sigmundur og Haraldur spila á harmonikku og gítar. Matur að hætti Bergmáls. Munið að tilkynna þátttöku til Ernu, s. 557 6546, Þórönnu s. 568 1418, s. 820 4749. Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist kl. 13.30. Hár- greiðsla, böð, almenn handavinna, kaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður, frjáls spil, kaffi. Uppl. í s. 535 2760. Dalbraut 18–20 | Fimmtudaga er söngur með harmonikkuundirleik. Heitt á könnunni og meðlæti. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist við Litla- kot kl. 10 þriðjudaga og föstudaga. Gengið í um það bil klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýir göngugarpar velkomnir. Uppl. í s. 863 4225. Litlakot kl. 13–16. Unnið við kertagerð undir leiðsögn Vilborgar. Kaffi. Akstur annast Auð- ur og Lindi, s. 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Félags- heimilinu Gullsmára í dag kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Spænska, framhaldshópur kl. 9.45. Jóga kl. 10.50. Málm- og silfursmíði kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 14 bingó FEBK. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan í Hlaðhömrum er opin virka daga eftir há- degi. Föndur, t.d. skartgripagerð, postulínsmálun o.fl. Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 9 aðstoð við böðun, útskurður. Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Furugerðiskórinn leiðir söng undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9–12.30 handavinna. Kl. 9.15– 10.15 göngu-/skokkhópur. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9– 12 útskurður. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bóka- bíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Borgarnesferð. Far- ið verður í leikhús í Landnámssetur Íslands í Borg- arnesi 29. mars að sjá Mr. Skallagrímsson. Verð kr. 3.400 (rúta og leikhús). Súpa og brauð fyrir leik- sýningu. Verð 850 kr. Skráning á skrifstofu í Hraunbæ 105 eða í síma 587 2888. Ath. miða þarf að greiða fyrir 22. mars. Hraunsel | Lokað vegna viðhalds. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–12, postulínsmálning. Jóga kl. 9–12.15, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting, s. 517 3005, 849 8029. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Rjúkandi kaffi kl. 9 á morgnana. Líttu í Morgunblaðið með setuliðinu eða skelltu þér í göngutúr með fótgönguliðinu. Ekkókórinn kemur í heimsókn kl. 14 á morgun, föstudag. Alltaf eitthvað skemmtilegt á döfinni. Uppl. s. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi kl. 11. Opið hús, spilað á spil. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 13 leikfimi. Opin hárgreiðslustofa s. 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30–16 dansað í Aðalsal. Á morgun kl. 14 verður tískusýning. Dömu-, vor- og sumarfatnaður frá Dalakofanum í Hafnarfirði og herrafatnaður frá Vinnufatabúðinni, Laugavegi 76. Veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12, leir- mótun kl. 9–13, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10–11, bingó kl. 13.30. Félagsmiðstöðin opin fyrir alla og alla aldurshópa. Verið velkomin. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 handavinna. Kl. 13 opinn salurinn. Kirkjustarf Áskirkja | Samverustund á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10–12. All- ir velkomnir. Kaffi, djús og ávextir í boði. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund þriðjudaginn 20. mars kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Súpa eftir stundina. Kl. 13 opið hús eldri borgara. Miri- am Óskarsdóttir frá Hjálpræðishernum kemur í heimsókn. Boðið upp á kaffi og meðlæti. Helgi- stund í kirkju. Verið velkomin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri. Bútasaumur og ullarþæfing kl. 13 í Kirkjuhvoli. Í Garðabergi er opið kl. 12.30–16.30 og þar byrjar félagsvist kl. 13. Glerárkirkja | Æskulýðssamband kirkjunnar í Eyjafjarðarprófastsdæmi (ÆSKEY) stendur fyr- ir barnakóramóti helgina 17. og 18. mars. Mótið fer fram í Glerárkirkju og því lýkur með tón- leikum á sunnudag kl. 15. Grafarvogskirkja | Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í dag kl. 18 les Valdimar L. Friðriksson. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 20. Elsa Rós talar. Mik- ill söngur og fyrirbænir. Allt ungt fólk velkomið. www.gsus.is. Morgunblaðið birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 16. mars, 75. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Endurmenntunarstofnun HÍbýður á vormisseri uppnámskeiðið Bætt stjórn-sýsla og aukinn árangur með stefnumiðaðri stjórnun. Námskeiðið er haldið þriðjudaginn 20. mars kl. 8.30 til 12.30 og er kenn- ari Þorvaldur Ingi Jónsson viðskipta- og stjórnunarráðgjafi. „Á fyrri hluta námskeiðsins fjöllum við um fræðilegu hliðina og uppbygg- ingu árangursmiðaðrar stjórnsýslu, en seinni hluti námskeiðsins er helgaður raundæmum þar sem þátttakendur skoða námsefnið út frá eigin starfsum- hverfi,“ segir Þorvaldur. Stefnumiðuð stjórnun byggist á heildaryfirsýn yfir starfsemi og hlut- verk: „Markmiðið er að stofnanir og ráðuneyti nýti fjárheimildir sínar sem best. Það felst ekki aðeins í því að uppfylla það hlutverk sem ákvarðað er í lögum, heldur einnig að þjónustan sem veitt er sé eins rétt, hagkvæm og skilvirk og kostur er,“ segir Þorvald- ur. „Það skiptir einnig máli að stjórn- sýslan vinni þau verkefni sem almenn- ingur kallar eftir og geti tekið frumkvæði áður en uppsöfnuð vöntun samfélagsins veldur vanda og tog- streitu. Þeir sem setja lögin fá upplýs- ingar frá framkvæmdavaldinu um hverju almenningur kallar eftir og ef þetta boðkerfi er skilvirkt eru meiri líkur á að löggjöfin breytist í takt við þarfir almennings.“ Námskeiðið er einkum ætlað stjórn- endum innan íslensku stjórnsýslunnar. „Námið er ætlað millistjórnendum ekki síður en yfirstjórnendum, og á að gagnast öllum þeim sem stýra verk- efnum og bera ábyrgð á að þau séu unnin með sem árangursríkustum hætti,“ segir Þorvaldur. „Ekki aðeins stjórnendur heldur allir starfsmenn stjórnsýslunnar þurfa að tileinka sér hugsun stefnumiðaðrar stjórnsýslu, skilja markmið og grundvöll starfsemi heildarinnar og leita stöðugt leiða til að bæta þekkingu sína og hæfni og leysa verkefnin með skilvirkari og hagkvæmum hætti. Um leið þarf að setja skýr markmið um í hvaða átt starfsemin á að þróast, og finna leiðir til að mæla hvort stofnunin er á réttri leið að markmiðunum.“ Stjórnsýsla | Námskeið fyrir stjórnendur hjá Endurmenntun HÍ 20. mars. Stefnumiðuð stjórnun  Þorvaldur Ingi Jónsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk stúd- entsprófi frá VÍ 1978, Cand.oecon- prófi frá 1982 og MS í stjórnun og stefnumótun frá HÍ 2005. Þorvaldur starfaði hjá Ríkisbókhaldi 1978 til 1991. Hann hefur starfrækt ráðgjaf- arfyrirtækið Þor frá árinu 1991, starf- aði hjá Net-Album 2000–2002, Þróun- arsamvinnustofnun Íslands í Namibíu 2000–2002 og hjá Ríkisendurskoðun 2003 til 2006. Þorvaldur er kvæntur Dís Kolbeinsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn, en Þorvaldur á tvö stjúpbörn frá fyrra hjónabandi. Tónlist Café Paris | DJ Lucky spilar það helsta í soul funk reggae rnb og hiphop. NASA | Húsið opnað kl. 22 og um kl. 23 stíga Spaðar á svið og spila baki brotnu meðan nokkur maður stendur uppi. Sveitin mun spila lög af nýja diskinum á dans- leiknum. Gamlir vinir geta þó gengið að föstum liðum á borð við ítalska lagið Obbo- bobb og Salóme. Forsala í Tólf tónum og á Nasa.is. Tónlistarskóli Borgarfjarðar | Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar frumsýna í dag kl. 18 söngleikinn „Mjallhvít og dverg- arnir sjö“ í sal skólans Borgarbraut 23. Önnur sýning verður á morgun, 17. mars kl. 14 og síðasta sýningin mánudaginn 19. mars kl. 18. Aðeins þessar þrjár sýningar. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Tryggvagötu 15. Hug- lendur – Kristín Þorkelsdóttir myndlist- armaður sýnir. Kristín er einkum þekkt fyr- ir ljóðrænar landslagstengdar vatnslitamyndir auk þess að hafa starfað sem grafískur hönnuður um árabil. Sjá http://www.artotek.is. Leiklist Halaleikhópurinn | Nýtt íslenskt leikrit eft- ir Ármann Guðmundsson í leikstjórn höf- undar. Þetta er ýkjukennt raunsæisverk með kaldhæðnum ádeilubroddi, sem fjallar á ábyrgðarfullan og fordómalausan hátt, bæði um fordóma gagnvart öryrkjum og fordóma gagnvart þeim sem hafa fordóma gagnvart öryrkjum. Allt þó á gamansömum nótum. Sýningar eru kl. 20.30 í Halanum, Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu, gengið inn að norðanverðu, föstudaga og laugardaga. Þingborg – Suðurlandi | Ungmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka sýna gamanleik- inn Draum á Jónsmessunótt eftir W. Shakespeare í leikstjórn Gunnars Sigurðs- sonar. Gott hjólastólaaðgengi. Miðapant- anir í s. 486 3319 eða s. 845 9719. Skemmtanir Cafe Amsterdam | Dj Fúzi spilar á stóra skjánum, öll heitustu myndböndin. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar verður í sveiflu fös- tud. og laugard. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Kennaraháskóli Íslands | Erlendur hrá- fæðisfyrirlesari á Íslandi um helgina. Kate Wood mun halda fyrirlestur í KHÍ Bratta kl. 13 á laugardag um hráfæði og á sunnudag um súkkulaði. Verð annan daginn er 3000 kr. en báða 5.000 kr. Múltí Kúltí | Hin vikulega styrktarsúpa er í hádeginu. Þar sem gestir borga 1.000 kr. og fá súpu, brauð og kaffi. Sérstakur gest- ur til okkar er Toshiki Toma sem er jap- anskur og er prestur innflytjenda. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrar og fundir ReykjavíkurAkademían | Dr. Eileen Rose Walsh mannfræðingur fjallar um Mosuo- fólkið sem hefur vakið mikla athygli þar sem það er skilgreint sem mæðraveldi. Þetta er helsta aðalsmerki og sérstaða menningar Mosuo – og aðalverðmæti þeirra enda óspart notuð í markaðs- setningu ímyndar í ferðaþjónustu á heima- markaði. Föstud. 16. mars kl. 18. Í TILEFNI af frönsku menn- ingarhátíðinni Pourquoi pas? sem nú stendur yfir á Íslandi, verður efnt til fransk- afrískrar menningarveislu í Þjóðminjasafni Íslands nú um helgina. Á morgun kl. 15 verð- ur opnuð sýningin Hví ekki Afríka? á ljósmyndum teknum í Afríku og afrískums- kúlptúrum og á sunnudaginn verður haldið málþing milli 14 og 16. Dominique Darbois fæddist í París árið 1925 en ferðaðist um Afríku á tíma- bilinu 1950 til 1980 og mynd- aði afrískar meðsystur sínar í meira en tíu löndum sunnan Sahara. Ljósmyndasýning Hví ekki Afríka? Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýningar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Og aðra mannfögnuði Persónuleg og traust þjónusta www.holar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.