Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 58

Morgunblaðið - 16.03.2007, Síða 58
60 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is HORS DE PRIX ísl. texti kl. 8 - 10:20 TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 5:40 TRAVAUX kl. 5:45 LA CÉRÉMONIE kl. 10 LES AMANTS REGULIERS kl. 10:15 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL 300 kl. 6:30 - 9 - 11:30 B.i. 16 ára BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 B.i. 12 ára GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN ÓSKARS- VERÐLAUN ,,TÍMAMÓTAMYND" V.J.V. - TOPP5.IS BREAKING AND ENTERING 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI 2 Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI / KRINGLUNNI 300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 LEYFÐ DIGITAL THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:30 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ DIGITAL STÓRSKEMMTILEG OG SPLUNKUNÝ GAMAN- MYND SEM SLÓ NÝVERIÐ Í GEGN Í FRAKKLANDI, MEÐ AUDREYTAUTOU ÚR DA VINCI CODE OG AMELIE. HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM “UNDERWORLD” LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 B.i. 16 ára BLOOD DIAMOND kl. 10:15 B.i. 16 ára AUDREY TAUTOU GAD ELMALEH FRUMSÝNING ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM V.J.V. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞRJÁR vinkonur frá Akranesi, þær Helena Rúnarsdóttir, Fríða Ásgeirsdóttir og Agla Harð- ardóttir, röðuðu sér í þrjú efstu sætin í keppninni Ungfrú Vest- urland sem haldin var í Bíóhöllinni á Akranesi á laugardaginn. Það var Agla sem bar sigur úr býtum, en Helena varð í öðru sætinu og Fríða í því þriðja. „Ég og Helena fluttum á Skag- ann í sjöunda bekk og svo urðum við allar þrjár vinkonur í áttunda bekk, og höfum verið vinkonur síð- an þá,“ segir Agla, en þær hafa því verið bestu vinkonur í um það bil fimm ár. Agla segir þær ekki hafa stefnt að því frá unga aldri að verða feg- urðardrottningar. „Nei, ekki beint, og við vorum ekkert mikið að spá í að taka þátt í keppninni, en svo hittist það bara þannig á að við ákváðum allar að taka þátt í henni á sama tíma,“ seg- ir Agla sem er nemandi í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Auk þess að vera kjörin ungfrú Vesturland var Agla bæði kosin ljósmyndamódel Vesturlands og vinsælasta stúlkan í röðum keppenda. Aðspurð segist hún ekki telja að vinkonurnar öfundi hana af sigrinum. „Ég stórefast um það. Ég held að þær séu bara mjög ánægð- ar, og ánægðar með að við förum allar saman í Ungfrú Ísland,“ segir hún og bætir því við að hún hafi ekki búist við að sigra vinkonur sínar. „Nei, alls ekki. Ég var sjúk- lega stressuð á þessu augnabliki, en ég bjóst ekki við að vinna. En það var samt ógeðslega gaman.“ Ljósmynd/skessuhorn.is Á laugardaginn Helena, Agla og Fríða þegar úrslitin voru ljós. Í áttunda bekk Helena, Fríða og Agla á lokaballinu árið 2002. Þrjár vinkonur komu, sáu og sigruðu í Ungfrú Vesturland Á meðfylgjandi mynd sem birtist fyrst í Skessuhorninu má sjá þær vinkonur árið 2002, en að sögn Öglu er myndin tekin á lokaballinu í áttunda bekk. „Þarna er gelgju- skeiðið náttúrlega í hámarki, við vorum rosalegar pæjur,“ segir Agla sem er lítið farin að huga að möguleikum sínum í keppninni Ungfrú Ísland. „Ég er ekki ennþá farin að spá í það, ég er ekki farin að skoða hvaða stelpur taka þátt í keppninni,“ segir fegurðardrottn- ingin að lokum. ÞÁ sem þyrstir í að rifja upp gamla takta sem í algleymingi voru á skemmtistaðn- um Café Au Lait undir lok tíunda áratugar síðustu aldar, fá ósk sína uppfyllta í kvöld því skemmtistað- urinn Prikið stendur fyrir mánaðarlegum þemakvöldum þar sem stemningin á gömlum skemmtistöðum er vakin upp frá dauðum. Frægir fastagestir Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstrætinu (þar sem Nonnabát- ar eru nú) var með eindæmum vin- sæll um miðjan 10. áratuginn og var þá líklega eini staðurinn sem gat veitt Kaffibarnum samkeppni þegar það kom að fræga fólkinu. Meðal fastagesta voru allar helstu rokk- hljómsveitir grasrótarinnar sem síð- ar urðu vinsælar, svo sem Trabant, Quarashi og Botnleðja og svo má ekki gleyma plötusnúðunum Kára, KGB og Árna Sveins sem í kvöld rifja upp gamla takta frá sokka- bandsárum sínum við spilarana. Að sögn Árna var þá spiluð „svona old-school partýtónlist“ og verða í kvöld rifjaðir upp smellir með lista- mönnum á borð við De La Soul, Beastie boys, James Brown, Charlat- ans, Sister Sledge, Propellerheads, Wiseguys og The Supremes svo fáir einir séu nefndir. Frí áfylling? Café Au Lait var alla jafna fullur út úr dyrum frá morgni til kvölds og voru vinsældir staðarins ekki síst raktar til ókeypis áfyllingar á kaffi og liðlegs reikningshalds á við- skiptum fastagesta. Ætli Prikið gangi svo langt í endurlífguninni? Café Au Lait á Prikinu Taktar Árni Sveinsson rifjar upp gamla Café Au Lait-takta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.