Morgunblaðið - 16.03.2007, Qupperneq 64
FÓLK»
Vinkonur þykja fljóða
fegurstar á Vesturlandi.
TÓNLIST»
Jeff Who? hefur fengið
nýjan hljómborðsleikara.
Heitast 3 °C | Kaldast -4 °C
Norðan 5–10 metrar
á sekúndu og él norðan-
lands, hægari og úrkomu-
lítið með kvöldinu. Vestlægari sunnan
til, allt að 15 metrar á sekúndu. »8
Gróðrarstía sýkla? Bakteríum
fjölgar í ókældum samlokum.
STEINUNN Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra, telur að mat-
væli, einkum samlokur og brauð, séu
flutt ókæld með pósti, flugi og í rút-
um til landsbyggðarinnar. Megnið
fari þó með kældum, sérútbúnum
vöruflutningabílum.
Vigfús Vigfússon, deildarstjóri hjá
Flugfélagi Íslands, segir að í sumum
tilvikum berist grænmeti, brauð og
samlokur ekki í kældum, einangruð-
um umbúðum. Sérstök kælirými séu
ekki í vélunum en „mjög algengt“ sé
að matvæli séu flutt í frauðboxum við
viðeigandi hitastig.
Hörður Guðmundsson, forstjóri
flugfélagsins Ernis, sem flýgur til
Hornafjarðar, Gjögurs, Bíldudals og
Sauðárkróks, segir að aðeins sé boð-
ið upp á kælt vöruhólf til Hornafjarð-
ar, annars sé fraktin flutt í farþega-
rými. „Þetta kemur bara inn sem
almenn frakt og við teljum okkur
ekki ábyrga fyrir því að öðru leyti en
sem venjulegur flutningsaðili.“
Samlokuframleiðendur segjast
treysta flugfélögunum og ekki ann-
ast eftirlit með vörunni alla leið til
verslana á landsbyggðinni.
Samlokur og grænmeti | 32
Oft án kælingar í fluginu
Brögð eru að því að matvæli, einkum samlokur og brauð, séu flutt ókæld í
flugfrakt og rútum Matvælaframleiðendur segjast treysta flugfélögunum
Í HNOTSKURN
» Nokkur misbrestur er áþví að kælivörur, m.a.
samlokur, séu fluttar við rétt
hitastig alla leið til verslana á
landsbyggðinni ef marka má
niðurstöður könnunar Um-
hverfisstofnunar.
» Samlokur eru viðkvæmmatvæli sem þola illa
flutning milli landshorna án
kælingar og þær eru sagðar
kjöraðstæður fyrir bakteríur
sem valda sjúkdómum.
FÖSTUDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2007
:
%;$&
- $*
%
<
$$/$
$ "3 !3!"
"3 3! 3! !3 "3 "3 3! 3! !3!
3!
, 4 8 &
"3 "3 3!"
3 !3 !3 =>??@AB
&CDA?B.<&EF.=
4@.@=@=>??@AB
=G.&4$4AH.@
.>A&4$4AH.@
&I.&4$4AH.@
&9B&&./$6A@.4B
J@E@.&4C$JD.
&=A
D9A@
<D.<B&9*&BC@?@
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Ekkert auðlindaákvæði
í stjórnarskrá að sinni
Frumvarp um auðlindaákvæði
verður ekki afgreitt á þessu þingi.
Ásakanir gengu á víxl í gærkvöldi
á milli stjórnar og stjórnarandstöðu
um það hverjum þetta væri að
kenna. » Forsíða
Játar hryðjuverk
Al-Quaeda-foringinn Khalid Sheikh
Mohammed hefur játað að hafa
skipulagt hryðjuverkaárásirnar á
Bandaríkin 2001 og fjölda annarra
hryðjuverka. » 18
Aðvörunarskot Fitch
Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað
lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Davíð
Oddsson seðlabankastjóri segir að
svona viðvörunarskot eigi að taka
alvarlega. » 2
Kilroy verður hér
Tveir íslenskir fjárfestar hafa keypt
meirihluta í ferðaskrifstofunni
Kilroy Travels, sem starfar á Norð-
urlöndum og í Hollandi. » 16
Vinstri stjórn vinsæl
Flestir svarenda í nýrri Gallup-
könnun, eða 28%, vilja stjórnarsam-
starf Samfylkingar og Vg. Litlu
færri vilja núverandi stjórn áfram,
en þriðji vinsælasti kosturinn er
stjórn Sjálfstæðisflokks og Vg. » 4
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: RÚV og prjónadótið
Staksteinar: Afrek stjórnarandstöðu
Forystugreinar: Vond niðurstaða í
auðlindamáli og meðferð matvæla
UMRÆÐAN»
Morgunblaðið málgagn
Aulaskapur myndlistarmanna
Menntamál sjónskertra
Vegagerð í borginni
Fjarstýrð nagladekk
Ford-jeppar seljast upp
Nýjum Benz reynsluekið
Stríð og bílaiðnaður
FÖSTUDAGUR | BÍLAR»
Máni Svavarsson til-
nefndur til Emmy-
verðlaunanna fyrir
tónlist og tónlistar-
stjórnun í þáttunum
um Latabæ.
KVIKMYNDIR»
Möguleiki
á Emmy
MH og Borgó keppa
í úrslitum MORFÍS
í kvöld. Þrætueplið
er sameiginlegt
tungumál heims-
byggðarinnar allrar.
MORFÍS»
Keppt í
mælsku
TÓNLIST»
Björk verður með tón-
leika á Íslandi í apríl.
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
á Grand Hótel Reykjavík í dag
Sjá dagskrá á www.si.is
Farsæld til
framtíðar
Morgunblaðið/RAX
SPAUGSTOFAN BER VITNI
„Vitnisburður“ Ýmsir þjóðþekktir menn hafa borið vitni síðustu daga í
Baugsmálinu. Grallararnir í Spaugstofunni vildu ekki láta sitt eftir liggja
og mætti Geir lögregluþjónn í héraðsdóm í gær til að „bera vitni“.
BRESKI tónlistarmað-
urinn Mika á vinsælasta
lagið á Íslandi núna sam-
kvæmt nýjum lista sem
birtur er í Morgunblaðinu
í dag. Listinn, sem fram-
vegis verður birtur á
fimmtudögum, er unninn
af Félagi hljómplötufram-
leiðenda. „Við fáum 40
mest spiluðu lögin frá
fjórum útvarpsstöðvum,
Rás 2, Bylgjunni, FM957
og X-inu og svo tökum við
söluna á tónlist.is líka inn í þetta. Við förum eftir hlustun á þessar stöðv-
ar og hækkum vægi þeirra samkvæmt hlustuninni. Rás 2 og Bylgjan eru
með mesta vægið, næst er FM og svo X-ið og tónlist.is,“ segir Jónatan
Garðarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. „Við er-
um sannfærðir um að þetta sé eins nálægt því og við komumst að vera
með sannfærandi lista. Það hefur verið talað um að framkvæma þetta í
mörg ár en aldrei verið hægt að gera þetta almennilega fyrr en nú,“
segir Jónatan, og bætir við að segja megi að um marktækasta lagalista á
Íslandi sé að ræða. » 58
Loksins marktækur listi
um vinsælustu lögin
Mika Vinsælastur á Íslandi.