Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is Mestu tíðindin í niðurstöðum skoð-anakönnunar Gallup fyrir Morg-unblaðið og Ríkisútvarpið, sembirtar voru í gær, eru veruleg fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins frá síðustu könnun, að því er virðist á kostnað allra hinna flokkanna. Ekki hefur það þau áhrif að ríkis- stjórnin endurheimti meirihlutastuðning í könnunum, því að fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að skreppa saman. Áhugaverðustu niðurstöðurnar eru þó svör kjósenda við spurningum um stjórnarsam- starf. Í fyrsta lagi vilja langflestir tveggja flokka stjórn. Þriggja flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðu nýtur nánast einskis stuðn- ings, enda missa frjálslyndir enn fylgi. Hins vegar eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn í stöðunni; stjórn Sjálf- stæðisflokksins með annaðhvort VG eða Sam- fylkingu. Ekki er samkvæmt könnuninni þingmeirihluti fyrir því stjórnarsamstarfi sem flestir nefna, Samfylkingu og VG. Og jafnvel þótt Framsókn eða Frjálslynda flokknum yrði bætt við yrði það afar tæpur meirihluti. Miðað við niðurstöður könnunarinnar er sú tveggja flokka meirihlutastjórn, sem nýtur langmests stuðnings, stjórn Sjálfstæðisflokks- ins og VG; ekki beint miðjustjórn, heldur kannski frekar stjórnarsamstarf yfir miðjuna. Forvitnilegt er að skoða hvaða óska- stjórnarmynztur stuðningsmenn hvers flokks fyrir sig nefna. Innan Framsóknarflokksins hefur talsvert borið á þeim röddum, að flokk- urinn hafi farið illa út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Engu að síður kýs yfirgnæf- andi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar áframhaldandi stjórnarsamstarf. Ýmislegt bendir til að kjósendur Sjálfstæð- isflokksins séu þreyttir á samstarfi við Fram- sókn, því að aðeins 43% þeirra vilja halda því áfram. Það kann þó líka að byggjast á því að fólk meti það svo að Framsókn muni ekki ná nægilegu fylgi og horfi frekar annað. Og þá kemur í ljós að mun fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins (35%) horfa til VG en til Samfylkingar (13%). Þó er stefna Samfylking- arinnar í flestum málum nær stefnu Sjálf- stæðisflokksins en stefna VG. Kannski snýst þetta um persónur; að sjálf- stæðiskjósendur treysti fremur forystu VG en Samfylkingarinnar. Og kannski telja þeir að flokkarnir geti bætt hvor annan upp í stjórn- arsamstarfi; Sjálfstæðismenn passað upp á t.d. efnahagsmálin en VG upp á t.d. umhverf- ismál og jafnréttismál. Kannski lízt þeim bet- ur á Evrópustefnu VG en Samfylkingar, þótt fátt bendi til að Evrópumálin verði kosninga- mál. Verulegur meirihluti stuðningsmanna VG og Samfylkingar vill samstarf þessara flokka, en 20% kjósenda VG skondra þó augum til hægri – til Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarsamstarf yfir miðjuna? Samstarf Samfylkingar og VG er það, sem flest- ir nefna (28%), en fyrir því væri þó ekki meiri- hluti skv. könnun Gallup. Meiri áhugi er á slíkri stjórn hjá samfylkingarfólki en vinstri grænum. Næstflestir (24%) vilja núverandi stjórn, en hún hefði ekki þingmeirihluta. Framsókn- armenn vilja slíkt samstarf upp til hópa, en fylgismenn Sjálfstæðisflokks miklu síður. Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks hefði sterkasta þingmeirihlutann. Þriðj- ungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og fimmtungur fylgis VG vill þann kost. Aðeins 12–13% stuðningsmanna Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks vilja samstarf þessara flokka og um 10% af heildinni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mælist með 40,2% fylgi í nýrri könn- un Capacent Gallup fyrir Morgun- blaðið og RÚV. Flokkurinn bætir því 5,7 prósentustigum við fylgi sitt frá seinustu könnun sem birt var 9. mars en þá mældist fylgið 34,5%. Hinir flokkarnir fjórir sem nú eiga menn á Alþingi, tapa allir fylgi frá síðustu könnun. Vinstrihreyfing- in – grænt framboð tapar tveimur prósentum, mælist með 25,7% en síðast með 27,7%. Samfylkingin mælist með 20,6% nú en 21,7% sein- ast. Framsóknarflokkurinn fengi 6,9% en mældist með 8,5% 9. mars og Frjálslyndi flokkurinn rekur lest- ina með 4,8% fylgi en mældust síðast með 6,4%. Þá sagðist 1,9% svarenda myndu kjósa annan flokk en ofan- talda. Afstöðu tóku 80,4% svarenda. 4,6% ætla að skila auðu, óákveðnir eru 6,4% og 8,7% neita að svara. Ríkisstjórnin tapar 5 mönnum Ef miðað er við fylgi flokkanna síðustu þrjár vikur, fengi Sjálfstæð- isflokkurinn 24 þingmenn, Vg fengi 17, Samfylkingin 14, Framsóknar- flokkurinn 5 og Frjálslyndi flokkur- inn 3 þingmenn. Þegar fylgi flokkanna á landsvísu er greint miðað við fylgismælingar sl. tvær vikur, sést nokkur munur á afstöðu karla og kvenna. Jafnast er hlutfallið hjá Framsókn og Samfylk- ingu. 7,7% karla og 7,6% kvenna kysu Framsókn. 19,1% karla og 23,3% kvenna kysu Samfylkingu. Hins vegar kysu 21,3% karla Vg og 32,4% kvenna en 43,3% karla og 31,4% kvenna Sjálfstæðisflokk. Þá kysu 7,3 karla og 3,6 kvenna Frjáls- lynda flokkinn. Nokkur munur er á tryggð kjós- enda við þá flokka sem þeir kusu í síðustu Alþingiskosningum. 46,9 % kjósenda Framsóknar þá ætla að kjósa sama flokk aftur og sama gild- ir um 57,5% kjósenda Samfylkingar og 45,5% kjósenda Frjálslyndra. Hins vegar myndu 84,8% kjósa Sjálfstæðisflokk aftur og hlutfalls- lega flestir skila sér aftur til Vg eða 86,9%. Sé skoðað hvernig fylgi færist milli einstakra flokka er Vg sá flokk- ur sem tekur mest frá hverjum hinna flokkanna. Þannig færu 18% frá Framsókn, 6,4% frá Sjálfstæð- isflokki, 26,8% frá Frjálslyndum og 29,7% af kjósendum Samfylkingar árið 2003 yfir til Vg ef kosið yrði nú. Könnunin var gerð 8.–13. mars og var úrtakið 1.820 manns 18–75 ára. Svarhlutfall var 61,3%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir töluvert við sig                                                      ! "#$ %! &#  !%'      (                   "     #    "     #    "  )'  FLEIRI eru mjög hlynntir eða frek- ar hlynntir stækkun álversins í Straumsvík, heldur en mjög and- vígir eða frekar andvígir. 16,6% segja hvorki né og 6% óákveðin. Fleiri konur eru andvígar en karlar, 44,7% á móti 34,3% en 35,5% kvenna eru með og 52,5% karla. Mest er andstaðan í yngri aldurs- hópum en 47,7% 25–34 ára eru á móti og 43% 18–24 ára. Hins vegar eru 47,7% 35–44 ára fólks hlynnt stækkuninni og 50% 45–54 ára og 50,5% 55–75 ára. 57,6% þeirra sem ætla að kjósa Framsókn eru hlynnt og 64,5% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokks. 37,8% þeirra sem hyggjast kjósa Samfylkingu eru hlynnt og 18,2% kjósenda VG. 1230 manns úr tilviljunarúrtaki voru spurðir og svöruðu 61,7%.   !  " #$  % $     $ & '   () *  # +,-.,   /$ !   0 #$  /   1123 4 #$   523 .6263 7  ! 8 9 .213    ! 8 9 2+3 7   #$ 8 9 2:3    , ..23 Fleiri hlynntir en andvígir Kjósendur Vg og Sjálfstæðisflokks frá 2003 sýna mesta tryggð Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn VEFVARP mbl.is BREYTINGAR standa fyrir dyrum á Ríkisútvarpinu, sem nú er orðið að RÚV ohf. Um næstu mánaðamót verður stjórnendum þar fækkað um fimm. Páll Magnússon, útvarps- stjóri og framkvæmdastjóri RÚV ohf., kynnti breytingarnar á starfs- mannafundi í gær. Aðspurður segir hann að um 20 milljónir sparist í ár- legan rekstrarkostnað með þessu. „Breytingarnar hafa tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi aukum við skil- virkni, styttum boðleiðir og gerum stjórnkerfið snarpara en það hefur verið,“ segir Páll. Skipurit RÚV var áður bundið í lög þannig að stöður framkvæmdastjóra fjármála, fram- kvæmdastjóra sjónvarps og fram- kvæmdastjóra útvarps voru lög- bundnar og ráðherra réði í þær stöður auk þess að skipa útvarps- stjóra. „Þessar stöður verða allar lagðar niður.“ „Hinn parturinn af þessum breyt- ingum er að við aukum veg dag- skrárhluta stofnunarinnar. Í gamla skipuritinu heyrðu átta manns beint undir útvarpsstjóra en afar fáir af þeim voru fulltrúar dagskrárgerðar. Það fannst mér ekki endurspegla reksturinn því tilgangur RÚV er að búa til dagskrá.“ Í nýja skipuritinu heyra fimm yfir- menn beint undir útvarpsstjóra og af þeim eru fjórir yfirmenn á dag- skrársviðum. Sigrún Stefáns- dóttir verður yf- irmaður með dagskrá beggja rása útvarpsins, Þórhallur Gunnarsson verður yfir dagskrá Sjónvarps en áfram verður Óðinn Jónsson yfir útvarpsfréttum og Elín Hirst yfir sjónvarpsfréttum. Bjarni Kristjánsson verður yfir- maður rekstrar og fjármála en hann hefur m.a. verið fjármálastjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins. Þá verður Bjarni Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sjónvarps, aðstoðarmaður útvarpsstjóra. Staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson gegnir, verður lögð niður. „Mér finnst ekki við hæfi af minni hálfu að tjá mig um það sem snýr að tilteknum einstaklingum,“ segir Páll aðspurður um framhaldið hjá þeim sem ekki ganga inn í yfir- mannsstöður samkvæmt nýja skipuritinu. Stöður lagðar niður hjá Ríkisútvarpinu Páll Magnússon „ÞETTA var sent til samgöngu- nefndar Alþingis um miðjan febrúar en fékk ekki framgang þar, að minnsta kosti ekki að svo stöddu,“ segir Jónas Guðmundsson, sýslu- maður í Bolungarvík, um hugmynd einkahlutafélagsins Leiðar ehf. um sérstök gjöld á notkun nagladekkja. Jónas, sem hefur kynnt sér slíka gjaldtöku í Noregi, leggur þó jafn- framt áherslu á, að hann vilji ekki banna notkun nagladekkjanna. „Ég sendi semsagt sama dag sveitarfélögunum á höfuðborgar- svæðinu hvatningu að tillögu að út- færslu. Ég legg mikið upp úr því að í tillögunni og útfærslunni sé miðað við að þeir sem eru búsettir þannig að þeir þurfi að fara í meira en 200 metra hæð til að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu yrðu und- anþegnir gjaldinu. Þetta yrði svo fært inn í vegalögin og sveitarfélög- unum gefin heimild fyrir slíkri gjald- töku.“ Jónas segir tillöguna raunhæfa, reynsla Norðmanna af slíku gjaldi hafi verið góð og að notkun nagla- dekkja þar sé nú kominn niður í um 20 prósent. Sú hugmynd að miða við 200 metra hæðarlínu sé hins vegar komin frá honum sjálfum. „Það yrði líklega að vera þannig að þeir fengju endurgreitt sem kysu að sækja um það. Með allri tækninni á þetta að vera vel mögulegt. Norð- menn eru með miða í bílrúðunni sem sýna að þeir hafi greitt gjöldin, sem þeir geta eftir öllum mögulegum leiðum.“ Leggja til gjöld á nagladekkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.