Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 21 MENNING                      a   !  !"  " #$  %$ #&' ( ) *+ , #$ $ ---$  $ UNNUR Andrea Einarsdóttir heitir listakona sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún sýnir þessa dagana tvær stuttmyndir í Galleríi Dvergi undir yfirheitinu „Mel- aninecholia“, sem vísar annars vegar til litarefnis í húð manna og hins vegar til þungs skapferl- is. Tengjast myndirnar með súr- realískum matarvenjum, auk þess sem tvær meginsöguhetjurnar eiga það sameiginlegt að vera hvítingjar (albínóar) og virðist annar þeirra hafa fengið lánað auga hjá hinum. Í fyrra myndskeiðinu makar hvítingi smjöri á píanó úr brauði og í því síðara kruflar annar hvít- ingi í einhverju matarkyns og skreytir sig með því. Mynd- skeiðin hafa í sér eigindi skúlp- túrs, virka áþreifanleg, og nær efniskenndin að smjúga inn í huga manns og skapa ýmiss kon- ar líkamleg óþægindi. Andrúmið er samt draumkennt og heyrir til einhverra undirheima eða und- irvitundar. Seinna myndskeiðið er sýnt afturábak og sýnir m.a. sminkaða listakonuna kryfja kjúkling. Þessu svipar töluvert til víðföruls fiskvinnslumyndbands Gjörningaklúbbsins. Skúlptúr- gjörningarnir, með tilheyrandi tónlist (eftir Kiru Kiru), andrúmi og áþreifanleika, minna hins veg- ar allsvakalega á stuttmyndir Gabríelu Friðriksdóttur og/eða Sigurðar Guðjónssonar og skall á mig hálfgert vonleysi yfir því hve listheimurinn á Íslandi er lítill. En ég get varla gert kröfur um að listamenn séu fullmótaðir eftir þriggja ára listnám og rúmlega eins árs starfsferil. Og ætla því ekki að örvænta neitt frekar. Unnur Andrea hefur augljóslega getu til að róta í manni með gjörningum sínum og sviðsmynd- irnar þykja mér hugmyndaríkar. Með tíð og tíma, þegar hún hefur grafið meira upp úr eigin brunni, ættu sérkennin að koma skýrar í ljós og leiða myndmálið inn í nýja og spennandi undirheima. Á því hef ég tröllatrú. Súrreal- ískar mat- arvenjur tveggja hvítingja Jón B.K. Ransu MYNDLIST Gallerí Dvergur Opið föstudaga og laugardaga frá 18– 20 eða eftir samkomulagi. Sýningu lýk- ur 17. mars. Aðgangur ókeypis. Unnur Andrea Einarsdóttir LIST er landkynning og það er næsta víst að margir sjá Færeyjar í nýju ljósi eftir að skoða mál- verkasýningu Zachariasar Heine- sen í Hafnarborg. Zacharias er fæddur 1936, sonur rithöfundarins Williams Heinesen og einn af ást- sælustu málurum Færeyja. Meðal annars hafa myndir hans prýtt frí- merki og peningaseðla eyjanna. Listamaðurinn er afar fjölhæfur og hefur unnið að myndskreytingum og grafík samhliða málverkinu. Á neðri hæð Hafnarborgar er að finna vatnslitamyndir Heinesen. Á síðustu árum hefur myndefni hans, þorp við haf, orðið æ áleitnara og flestar myndirnar á þessari sýn- ingu birta samspil þorps og lands- lags. Vatnslitamyndirnar eru í nokkuð raunsæjum stíl og birtubrigði norðursins þekkjanleg í flestum þeirra, svartir klettar, kuldablátt haf, iðjagrænt gras. Myndirnar eru byggðar upp af samspili litaf- lata sem renna meira og minna saman í eina heild. Skærir litir á húsum í Færeyjum leika hér stórt hlutverk, en litróf listamannsins er langt frá því að vera dumbungs- legt, þvert á móti einkennist það af skærum og björtum litum. Þetta er sérstaklega áberandi í olíuverkunum sem er að finna á efri hæð en þegar upp er komið er engu líkara en að Færeyjar hafi flust um set, frá norðurslóðum til suðrænna stranda, þokan alræmda hefur vikið fyrir kúbísku sólskini. Skærir litir málverkanna hreinlega lýsa upp salinn svo grár og um- hleypingasamur marsmorgunninn úti fyrir hverfur eins og dögg fyrir sólu og minning um sumar verður yfirráðandi. Birtan sem heillar málarann er hið hverfula sólskin sem við þekkjum einnig svo vel hér á landi, sólarglætan sem lýsir upp brot úr fjallshlíð, skín á milli skýja. Það kom því ekki á óvart að heyra Heinesen í útvarpsviðtali nefna Paul Cézanne sem einn af áhrifavöldum sínum, meistara landslagsins, litanna og sá sem Picasso leit til á kúbíska tímabili sínu. Cézanne var í mun að ná jafn- vægi mynsturs og dýptar á mynd- fleti sínum og það sama má segja um Zacharias Heinesen. Á mynd- fletinum skiptast á mettaðir lita- fletir og léttari glufur þar sem málarinn hikar ekki við að leyfa litunum að halda hreinleika sínum og birtu. Það eru ekki síst þessir hreinu, tæru litir sem einkenna þessi nýjustu málverk málarans, og vísa jafnt til grunnlitanna sem birtu norðursins. Vinna málarans með myndflöt- inn og skiptingu hans í reiti minnir einnig stundum á pointillisma eins hann birtist hjá franska listmál- aranum Seurat, en jafnan tekst honum að halda listrænu jafnvægi milli málverks og myndefnis þann- ig að hvort gæðir annað lífi. Í með- förum Heinesen verða færeysku þorpin eins og ímynd sjálfra sín í eilífðinni, laus við að vera klisju- kennd heldur birtist á myndflet- inum ákveðinn sannleikur sem yf- irstígur raunsærri verk. Þannig segja málverkin ekki aðeins sögu málverksins heldur einnig mann- lífsins. Kúbískt sólskin Heinesen Sólarglatti heitir þessi mynd Zachariasar Heinesens. MYNDLIST Hafnarborg Til 9. apríl. Opið alla daga nema þri. frá kl. 11–17. Aðgangur ókeypis. Málverk, Zacharias Heinesen Ragna Sigurðardóttir GALDRAR og forynjur voru í aðal- hlutverki á fjölskyldutónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Ég tók sérstakan ráðgjafa með mér, sem var átta ára dóttir mín, og það var alveg greinilegt að hún skemmti sér vel. Best fannst henni „verkið um kústana“, en það var Lærisveinn galdrameistarans eftir Dukas, sem Walt Disney gerði ódauðlegan með kvikmynd sinni Fantasíu. Í dag get- ur maður ekki heyrt þessa tónlist án þess að sjá Mikka mús fyrir sér að stelast í galdrabók lærimeistara síns og illvíga kústa að ná í vatn í brunninn í nágrenninu. Eins og menn muna kunni Mikki ekki að stöðva kústana og afleiðingin var hið ægilegasta flóð. Það var táknrænt að flóð kom á Sólvallagötunni daginn eftir tón- leika Sinfóníunnar. Voru töfrar tón- listarinnar þar að verki? Alltént var stemningin mögnuð á tónleikunum og hljómsveitin spilaði yfirleitt lista- vel. Sigrún Eðvaldsdóttir var frá- bær í einleikshlutverki sínu í Dauðadansinum eftir Saint-Saëns og greinilegt var að Steinunn Birna Ragnarsdóttir skemmti sér kon- unglega við að spila meginröddina í tónlist uglunnar úr Harry Potter á selestu, enda tókst henni það full- komlega. Viera Manásek var líka framúrskarandi sem næturdrottn- ingin úr Töfraflautu Mozarts og hraðinn á aríunni, sem var meiri en maður á að venjast, var fyllilega við- eigandi. Næturdrottningin verður óttalega meinleysisleg ef hún er sungin of hægt, en þannig á hún auðvitað ekki að vera. Hún er jú bölvuð kvensnipt. Kynnirinn er gríðarlega mik- ilvægur á fjölskyldutónleikum, enda lykilatriði að tónlistin sé í réttum umbúðum fyrir börnin. Skúli Gauta- son var skemmtilega lúðalegur en á tímabili óþarflega feimnislegur; kannski hefði ýktari stíll verið meira viðeigandi. Enginn hefur enn toppað Stefán Karl Stefánsson í sama hlutverki fyrir nokkrum árum síðan. Það var maður sem virkilega náði til barnanna. Eins og títt er á fjölskyldu- tónleikum Sinfóníunnar kom ungur einleikari fram með hljómsveitinni. Að þessu sinni var það Björg Brjánsdóttir sem lék á flautu Int- ermezzoið fræga eftir Atla Heimi Sveinsson úr Dimmalimm. Hún gerði það prýðilega; auðheyrilegt er að hún er búin ríkulegum tónlist- arhæfileikum. Eitt skondnasta atriðið á tónleik- unum var þegar stjórnandi hljóm- sveitarinnar, Bernharður Wilk- inson, viðurkenndi að hafa gengið í Hogwarts, galdraskóla Harry Pot- ter. Ljósatrikkið sem hann framdi með tónsprotanum (hann lét ljósin kvikna í salnum) heppnaðist líka furðuvel! Töfrarnir sem hægt er að fremja með tónsprota eru auðvitað alvöru galdrar, en það er lítið í þá varið ef enginn hefur áhuga á þeim. Svona lífleg fjölskylduskemmtun tryggir að það verður slegist um miða á sinfóníutónleika um ókomna tíð. Flóð á Sinfóníutónleikum Morgunblaðið/Ásdís Fjölskyldutónleikar „Töfrarnir sem hægt er að fremja með tónsprota eru auðvitað alvöru galdrar,“ segir Jónas Sen í umsögn sinni um tónleikana. TÓNLIST Háskólabíó Fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Bernharðs Wilk- insonar. Einleikari: Björg Brjánsdóttir. Einsöngvari: Viera Manásek. Kynnir: Skúli Gautason. Flutt var forleikur og aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautu Mozarts, Nornadansinn úr Symphonie- Fantastique eftir Berlioz, Lærisveinn galdrameistarans eftir Dukas, Int- ermezzo eftir Atla Heimi Sveinsson, Dans Macabre eftir Saint-Saens (einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir) og Hedwig’s Theme eftir John Williams. Laugardagur 10. mars. Sinfóníutónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.