Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingunn Ein-arsdóttir fædd-
ist í Fjallsseli í Fell-
um 7. september
1914. Hún andaðist
á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum þann 7.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Eiríks-
son bóndi og
hreppsstjóri í Fjalls-
seli og kona hans
Kristrún Hallgríms-
dóttir. Systkini
hennar voru: Ingi-
björg, Pétur, Eiríkur, Þórhalla,
Hallgrímur og Sigríður sem öll
eru látin. Árið 1937 giftist Ingunn
Páli Gíslasyni frá Skógargerði í
Fellum, f. 18.01. 1912, d. 23.08.
1981. Foreldrar hans voru Gísli
Helgason bóndi og Dagný Páls-
dóttir sem bjuggu í Skógargerði
langa ævi. Ingunn og Páll eign-
uðust 10 börn sem eru:
1. Grímur f. 1940. Dó í frum-
bernsku.
2. Dagný f. 1941. Maki: Sveinn
Björnsson. Börn þeirra: Þórdís og
Björn og 6 barnabörn. Þau slitu
samvistir. Sambýlismaður Dag-
nýjar er Þórhallur Þorsteinsson.
8. Brynhildur f. 1953. Maki:
Svavar Harðarson. Búsett á Ak-
ureyri. Börn þeirra: Gunnar Hörð-
ur, Páll, Ingunn Ósk og 3 barna-
börn.
9.Gísli f. 1957. Bóndi á Aðalbóli.
10. Sveinn f. 1959. Búsettur á
Aðalbóli.
Ingunn ólst upp hjá foreldrum
sínum í Fjallsseli. Hún fór snemma
að vinna fyrir sér, meðal annars á
Egilsstaðabýlinu hjá Sveini Jóns-
syni og Sigríði Fanneyju, á
Brekku í Mjóafirði og á Hánefs-
stöðum í Seyðisfirði. Einnig var
hún um tíma í vist í Reykjavík.
Hún stundaði nám við Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað 1932–
1934.
Ingunn og Páll bjuggu um tíma
á Akureyri og síðan á Ekkjufelli í
Fellum hjá Brynjólfi Sigbjörns-
syni og Sólveigu Jónsdóttur. Árið
1945 fékk Páll ábúð á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal og hófu þau búskap
þar vorið 1946. Eftir lát Páls hélt
Ingunn áfram húsmóðurstörfum á
Aðalbóli og sinnti þeim úrtakalítið
fram á 93ja aldursár. Lífsgleði og
kjarkur einkenndi Ingunni alla tíð
og hélt hún andlegum kröftum
fram á hinsta dag
Útför hennar fer fram frá Egils-
staðakirkju þann 17. mars og
hefst athöfnin kl. 11:00. Jarðsett
verður í kirkjugarði Ássóknar í
Fellabæ.
Búsett á Egils-
stöðum.
3. Einar f. 1943.
Maki: Ragnhildur I.
Benediktsdóttir. Bú-
sett á Egilsstöðum.
Börn þeirra: Ingunn
Bylgja, Hrafndís
Bára, Hafrún Brynja,
Húni Hlér og 2
barnabörn.
4. Páll f. 1947. Bú-
settur á Egilsstöðum.
5. Baldur f. 1949.
Maki I: Katrín Ás-
geirsdóttir. Sonur
þeirra: Ásgeir Páll. Þau slitu sam-
vistir. Maki II: Þórey Hann-
esdóttir. Búsett í Fellabæ. Börn
þeirra: Nína Guðrún, Hrafnhildur
og Hannes Kjartan. Barnsmóðir
Baldurs: Málfríður Benedikts-
dóttir. Dóttir þeirra: Aðalheiður
Rós.
6. Ingunn f. 1950. Maki: Kristján
Sigurðsson. Búsett á Akureyri.
Börn þeirra: Grímur Sævar, Fjóla,
Sigurður Örn og 7 barnabörn.
7. Kristrún f. 1952. Maki: Sig-
urður Ólafsson. Búsett á Aðalbóli
II. Börn þeirra: Þórey, Ólafur
Gauti, Davíð Arnar, Sindri Freyr
og 4 barnabörn.
Látin er Ingunn Einarsdóttir,
húsfreyja á Aðalbóli í Hrafnkels-
dal, 92 ára gömul, þar má segja að
lokið hafi stórbrotnu og viðburða-
ríku æviskeiði. Hún eignaðist tíu
börn, var mikil ættmóðir og kunni
að gleðjast á góðum stundum, en
framar öllu einkenndi það hana
hversu ráðagóð hún var og hjálp-
söm svo af bar.
Aðalból er alveg sérstakur heim-
ur og alltaf viðburður að koma
þangað. Ég kom þangað fyrst um
1980 og fannst merkilegt að þræða
inn tröðina sem þá lá meðfram
húsveggjunum og inn að bakdyr-
unum. Í þá tíð voru gömlu bygg-
ingarnar eins og samofnar við gríð-
arstóra steinsteypuhúsið sem Páll
og Ingunn byggðu um 1960, en nú
eru þær allar horfnar. Þegar inn
var komið brá fyrir fólki á öllum
aldri, allt frá lítilli stelpu í hlaupa-
grind upp í hávaxinn, þögulan
mann, tæplega sjötugan. Þrjár
kynslóðir bjuggu í húsinu og mið-
punktur þess var hressileg dökk-
hærð kona, kölluð Inga.
Ég þekkti þetta fólk ekkert þá,
hafði bara lent upp eftir með
Sveini Páls, yngsta syninum og
Ragnhildi Rós, frænku þeirra, en
örlögin höguðu því þannig að
nokkrum árum síðar var ég orðin
tengdadóttir þeirra Ingunnar á Að-
albóli og Páls heitins bókasafnara.
Ingunn og Páll voru bæði inn-
fæddir Fellamenn en Pál langaði
að flytja á góða sjávarjörð með
konu sína og fjölskyldu. Ekki fer
allt eins og ætlað er og laust fyrir
miðja öldina voru þau hjónin flutt á
innsta bæ í landinu, landnámsjörð
Hrafnkels Freysgoða! Þar bjuggu
þau við erfiðar aðstæður með mikl-
um dugnaði og sóma. Upprunalegi
bærinn var gamall og þröngur,
engin nútímaþægindi, lélegar sam-
göngur og eiginlega eins og þau
hefðu flust aftur á nítjándu öldina;
krakkahjörðin skoppaði um ber-
fætt og lék sér í náttúrunni og
enginn drukknaði í Hrafnkelu, sem
var náttúrlega aðalatriðið. Til er
kvikmynd frá 1957 sem sýnir smá-
búta úr lífinu á Aðalbóli, hana tók
svissneskur maður að nafni Walter
Tobler sem fékk að dvelja nokkra
mánuði á bænum. Í myndinni sést
Páll bóndi heyja á engjum uppi á
brúnum Hrafnkelsdals, standandi
berfættur í flóa, rauðbirkinn,
kraftalegur maður og minnir óneit-
anlega svolítið á Bjart í Sumarhús-
um, ekki síst þegar haft er í huga
að Páll á Aðalbóli er eini maðurinn
sem hefur fallið úr brotnum kláfi í
Jöklu og bjargað sér upp úr henni
á sundi. Síðar í þessari kvikmynd
má sjá Pál og börn hans reka fé
sitt að vetrarlagi og fara á beit-
arhúsin að Hústóft í kafsnjó og
eina farartækið, blessaður hestur-
inn, pikkfastur í sköflunum. Þetta
er hin besta heimildarmynd, en því
miður sést Ingunni húsfreyju aldr-
ei bregða fyrir.
Önnur merkileg heimild er til
um lífið á Aðalbóli, það er bókin
Norðan Vatnajökuls eftir danska
skáldið Poul Vad. Hann ferðaðist
um á slóðum Hrafnkelssögu árið
1970 og lýsir m.a. lífinu heima í
„steinsteypuhöllinni“ í Hrafnkels-
dal, eins og það kom honum fyrir
sjónir. Það er ómetanlegt fyrir af-
komendur Ingunnar og Páls að
lesa þessar frásagnir af þeim hjón-
um, þau eru eins og undarlegt fólk
í skáldsögu en samt svo lifandi og
sönn.
Ingunn missti Pál árið 1981 en
bjó áfram á Aðalbóli með börnum
sínum og a.m.k. tveimur fjölskyld-
um þeirra. Það var alltaf mann-
margt á Aðalbóli á árum áður, fullt
af krökkum í sveit og gestkvæmt.
Ingunn sjálf frábær kokkur og
kökugerðarsnillingur. Veisluhöld
gjarnan þannig að veittar voru
stórsteikur fram eftir nóttu og set-
ið við gleðskap framundir morgun,
húsfreyja hressust allra og vildi
ekki sjá bjór og aðra veika drykki,
fannst vodkinn bestur. Svo fór hún
yfirleitt á 2–3 þorrablót á hverjum
vetri og skemmti sér konunglega.
Hún reykti meðan hún gat og naut
lífsins, var stór í sniðum og alltaf
tilbúin að hjálpa öðrum. Heilsan
var orðin frekar léleg síðustu árin
og hún þurfti stundum að leggjast
inn á sjúkrahúsið á Egilsstöðum,
en lagaðist alltaf og fór heim í Að-
alból að sjá um heimilið. Nú allra
síðustu árin hafa þau búið ein í
stóra húsinu Inga, Gísli og Sveinn
en veisluhöld hafa síður en svo
lagst af og ættin búin að koma sér
upp Aðalbólsdegi þar sem allir
koma saman og rifja upp gömlu
dagana þar sem móðirin var mið-
punktur tilverunnar. Nú er hún
horfin á braut, taldi sig sadda líf-
daga og lést eftir nokkurra daga
legu. Örlög höguðu því þannig að
ég sjálf veiktist um svipað leyti og
gat ekki kvatt mína elskulegu
tengdamóður, en ég geri það núna,
hafi hún hjartans þökk fyrir allt
sem hún hefur gert fyrir mig og
mitt fólk. Börnin okkar Baldurs:
Nína Guðrún, Hrafnhildur og
Hannes Kjartan sakna ömmu en
gleðjast jafnframt yfir að hafa átt
hana að.
Ingunn verður jarðsett laugar-
daginn 17. mars þar sem Álfta-
gerðisbræður og fleiri koma og
syngja við athöfnina og auðvitað
kveður hún með lokaveislu þar sem
boðið verður upp á hangikjöt og
steikur eins og tíðkaðist í öllum
góðum veislum á Aðalbóli. Blessuð
sé minning Ingunnar Einarsdóttur.
Þórey Hannesdóttir.
Það síaðist inn í mig með móð-
urmjólkinni, að fegurðarinnar væri
að leita á Fljótsdalshéraði. Þar
væru tignarlegustu fjöllin, þar
væri himinninn blárri en í öðrum
landshlutum og jörðin grænni. Þar
að auki væri þar fallegasta, gáf-
aðasta og skemmtilegasta fólkið!
Það var nú ekkert annað. Og mér
var ekki hleypt út í lífið, fyrr en ég
hafði játast þeirri trú, að allt væri
þetta satt og rétt!
Stundum hafa gripið mig efa-
semdir í þessum trúarbrögðum, en
móðir mín sá um að klappa í brest-
ina á meðan hennar naut við. Við
tókum nokkrar brýnur um þetta
málefni, ég gerði til dæmis að því
skóna, að Héraðsmenn væru tæp-
ast skemmtilegasta fólkið í land-
inu. Þá fauk í mína. – Ekki það nei,
ég man ekki betur en Inga á Að-
albóli hafi fóstrað þig forðum; hef-
ur þú hitt einhvern skemmtilegri á
lífsleiðinni, mér er spurn. Nú var
mamma hróðug, en ég gersamlega
mát. Þetta var kórrétt hjá móður
minni; Inga á Aðalbóli var ógleym-
anleg og skemmtileg kona.
Ungur var ég sendur í sæluríki
móður minnar fyrir austan. Fyrst
til afa og ömmu í Skógargerði, en
síðar var ég svo lánsamur að kom-
ast í sveit til Páls móðurbróður
míns og Ingu á Aðalbóli í Hrafn-
kelsdal. Þar var ekki þverfótað fyr-
ir börnum. Tvö þau elstu voru
reyndar farin í síld, en það voru
sex eftir heima. Það yngsta, hann
Sveinn „litli“, á öðru ári. Hann
kom í heiminn þegar móðir hans
var fertug og fimm árum betur.
Alls fæddi Inga Páli sínum níu
börn, hefði helst viljað bæta fjór-
um til fimm við, til að geta skákað
tengdamóður sinni, Dagnýju Páls-
dóttur í Skógargerði, sem eignaðist
13 börn.
Þegar ég kom í Aðalból var þar
enn búið í torfbæ, en framhúsið
var úr timbri. Göngin voru löng og
stundum ströng, þegar birtu var
brugðið. Úr þeim voru margar út-
gönguleiðir, en sú næstinnsta hafði
mesta aðdráttaraflið. Þar var eld-
húsið. Þar var hlýjan, ef ekki frá
húsmóðurinni sjálfri, þá frá koks-
vélinni. Í eldhúsinu var langborð,
þar sem rými var fyrir allt heima-
fólk. Þar var oft glatt á hjalla, því
þetta borð var félagsmiðstöð heim-
ilisins. Þegar haustmyrkrið læddist
að dró Aladin-lampinn að sér fólkið
með birtunni og hlýjunni. Þar var
rætt um lífið og tilveruna, verkefni
dagsins og morgundagsins; hver
ætti að skvetta úr koppum að
morgni, mjólka kýrnar eða sækja
geiturnar. Húsmóðirin talaði við
okkur krakkana eins og fullorðið
fólk.
En það hvessti líka stundum við
þetta borð. Þá fékk maður að finna
til alvöru lífsins. Einhverju sinni
hafði það dregist á langinn, að við
Baldur frændi minn kæmum með
geiturnar á stekk, þar sem þær
voru mjólkaðar daglega; það voru
gómsæt berin sem töfðu okkur.
Engu að síður komum við galfírugir
inn í miðaftanskaffi og ætluðum
okkur að setjast þar að góðgerðum
Ingu. Þá varnaði sú gamla okkur
sætis og tók kappana á beinið fyrir
framan annað heimilisfólk. Við það
lækkaði hratt á geitasmölunum ris-
ið. Hún gerði okkur á kjarnyrtri ís-
lensku grein fyrir því, að greiðasta
leiðin til manndóms fælist í því, að
skila þeim verkum sem manni væri
trúað fyrir – og gera helst betur en
ætlast væri til. – Ef allir gengju til
verka eins og þið gerðuð í dag, þá
yrði nú lítið að bíta og brenna á Að-
albóli. Þið verðið að átta ykkur á
því, um hvað lífsbaráttan snýst,
sagði sú gamla. Hún leyfði okkur
að kveljast um stund í þögninni, en
síðan vék hún sér að okkur kankvís
og sagði: – Gæskurnar mínar, áður
en þið pissið á ykkur þar sem þið
standið, má ekki bjóða ykkur ný-
bakaðar lummur og súkkulaði. Hún
hló við og strauk mér um vanga.
Ég tók gleði mína, en svei mér þá,
ég held að enginn hafi komist nær
því að gera mig að manni.
Síðan liðu árin og alltaf heimsótti
ég Ingu reglulega, eða ræddi við þá
gömlu í síma. Það var heilsubót.
Einhverju sinni átti ég glaðning
þegar ég kom í Aðalból og bauð
þeirri gömlu upp á öl. – Sama og
þegið gæskur, mér verður bara
bumbult af slíku glundri, svaraði sú
gamla. Þá áræddi ég að bjóða rauð-
vín, en sú gamla afþakkaði enn.
–Hvurslags glundur ertu eiginlega
að burðast með inn í afdali, ég fæ
bara brjóstsviða af þessu léttvíns-
sulli. Ég var ekki viss um, hvort ég
ætti að áræða að bjóða henni eitt-
hvað sterkara. Lét þó slag standa
og bauð koníak. Þá glaðnaði heldur
betur yfir þeirri gömlu. – Það var
mikið þú sagðir eitthvað að viti,
gæskur, nú kann ég betur við
gamla geitasmalann minn!!!
Svona var Inga á Aðalbóli, hrein-
skiptin, oftast hlý og kát, stundum
reið, en alltaf skemmtileg. Gamla
mín, ég þakka þér fóstrið og kynn-
in. Kveðja frá mínum og þú skilar
kveðju til minna.
Góða ferð.
Gísli Sigurgeirsson.
Ingunn á Aðalbóli er látin. Hún
var komin á tíræðisaldur og and-
látsfréttin kom ekki á óvart. Ég
hitti hana síðast í sumar, dálítið fó-
talúna en eldhressa andlega, minn-
uga og skýra, káta og bjartsýna.
Ingunn átti engan sinn líka.
Þegar ég var að alast upp í
Hrafnkelsdalnum var þar framan af
hvorki bílvegur né sími. Dalurinn
er afskekktur og samskipti við um-
heiminn voru afar stopul. Þeir sem
ég umgekkst, fyrir utan heimilis-
fólkið á Vaðbrekku, voru nágrann-
arnir á Aðalbóli og Brú. Annað fólk
sá ég yfirleitt ekki nema einu sinni
á ári þegar messað var.
Það var á þessum árum sem ég
mótaði afstöðu mína til umheims-
ins. Þegar heimilinu sleppti tóku
við nágrannabæirnir. Sem barn
hafði ég óbilandi trú á því að heim-
urinn væri algjörlega vandræða-
laus. Þegar ég fór af bæ mætti mér
alltaf sama viðmótið. Ég vissi að
það var stríð í Kóreu en annars hélt
ég að veröldin væri full af trausti,
öryggi og vinsemd.
Seinna komst ég að því að þetta
er ekki svona. Það er ekkert sjálf-
sagt mál að eiga góða nágranna.
Sumu fólki er ekki hægt að treysta
og það er víða stríð, ekki bara í út-
löndum. En svo einkennilegt sem
það er þá hefur þessi tilfinning úr
barnæskunni aldrei yfirgefið mig að
fullu. Ég er haldinn óbilandi trú á
manneskjuna og hef eftir því sem
ég hef getað reynt að tileinka mér
það viðmót sem ég mætti í uppvext-
inum sem aftur gerir það að verk-
um að langoftast hef ég búið við
góða nágranna. Viðmót getur verið
ótrúlega keðjuverkandi.
Ingunn átti fullt hús af börnum.
Samt munaði hana ekkert um að
bæta einu við. Mér fannst alltaf að
ég ætti þarna heima. Þegar við
Einar sonur hennar höfðum fé-
lagsskap hvor af öðrum, ungir
menn og athafnasamir og stundum
svolítið gáleysislegir eins og hendir
ungdóminn, þá las hún okkur pist-
ilinn og kvað fast að. Mér þykir enn
vænt um að hún skyldi skamma
okkur báða jafnt. Svo hló hún að
okkur. „Þið eruð nú meiri vitleys-
ingarnir“, sagði hún og ég hafði á
tilfinningunni að þetta væri hreint
ekki svo galin niðurstaða.
Og nú þegar hún er farin finnst
mér að ég missi aldrei alveg frá
mér þetta viðmót sem ég kynntist
barnungur í Hrafnkelsdalnum.
Sumt fólk er þannig að það eru
hrein forréttindi að hafa fengið að
þekkja það. Með þeim orðum vil ég
kveðja Ingunni á Aðalbóli um leið
og ég sendi fólki hennar samúðar-
kveðjur.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku.
Ingunn Einarsdóttir frá Aðalbóli
í Hrafnkelsdal var ein af þeim
manneskjum sem gera minningar
fallegar. Það stafaði frá henni lífs-
gleði, hlýju og persónulegum styrk
sem var næsta einstæður. Kannski
er lífsgleðin einmitt það sem gerir
okkur sterk og líf okkar fallegt.
Það eru mörg ár liðin síðan ég sá
Ingunni fyrst, reyndar man ég ekki
eftir fyrsta skiptinu. Fyrsta minn-
ingin er af litlu eldhúsgólfi í gamla
bænum á Aðalbóli, ég er í heim-
sókn, kannski 7 eða 8 ára, og við
Páll Pálsson erum að fljúgast á
okkur til skemmtunar. Væntanlega
fylgdu átökunum óp og læti sem ég
man ekki vegna þess hve sjálfsögð
þau voru í slíkum tilvikum. Ingunn
snýr sér skyndilega frá eldavélinni,
reiðir upp eldskörunginn með leik-
rænum tilþrifum og segir með sinni
miklu og fögru rödd: „Snáfið út,
bannsettir pottormarnir ykkar eða
þið skuluð fá að kenna á skör-
ungnum!“ Út geystumst við pott-
ormarnir til að bjarga lífi okkar,
skellihlæjandi og fagnandi í öryggi
þeirra smásveina sem vissu fyrir
víst að ekki stafaði nokkurri hættu
af skörungnum. Auðvitað var nauð-
synlegt að reka okkur út í góða
veðrið en hún hafði fyrirhafnarlaust
breytt aganum í leik og ætli við
höfum ekki bara gleymt út af
hverju var flogist á, spásserað nið-
ur að ánni og rætt lífið og til-
veruna.
Ingunn stýrði sínum stóra barna-
hóp og annaðist hann af einstökum
þokka. Hún gat brugðið á leik og
talað alvarlega eftir því sem þurfti
og það breytti engu þótt öðru
hverju bættist í hópinn einn og einn
stráksauður af næsta bæ. Þegar ég
var staddur í heimsókn á Aðalbóli
fannst mér að ég væri einn af
systkinahópnum. Það var góð til-
finning og hún byggðist ekki síst á
viðmótshlýju Ingunnar sem réð
andrúmsloftinu á þessu heimili, að
öðrum ólöstuðum. Hennar fagra
fordæmi hefur fylgt systkinunum
frá Aðalbóli. Þau hafa misst mikils
en móðir þeirra er þó enn með
þeim, hún sést í framkomu þeirra
og heillandi viðmóti.
Ingunn þurfti iðulega að kljást
við heilsuleysi af ýmsu tagi en hún
hristi það af sér og datt aldrei í hug
að gefast upp. Það er lærdómsríkt
að kynnast fólki sem horfist djarf-
mannlega í augu við líf sitt. Það
myndi vefjast fyrir mörgum nú til
dags að byrja búskap í afskekktum
dal án bílvega og nokkurs annars
sem nútímamenn kalla sjálfsagða
þjónustu og telja til mannréttinda,
hvað þá að reka þar gestrisið og
glæsilegt heimili, koma, upp stórum
og mannvænlegum barnahópi og
taka á móti aragrúa af gestum,
bæði einstaklingum og hópum til
lengri og skemmri dvalar. Þetta
gerði Ingunn á Aðalbóli. Hún náði
háum aldri og var alla tíð hvers
manns hugljúfi. Ég minntist í upp-
hafi á lífsgleði Ingunnar og nú þeg-
ar hún er fallin frá er það glaðlynd-
ið sem eftir situr í minningunni.
Þegar hugsað er til þessarar konu
verða allar minningar fallegar.
Kristján Jóhann Jónsson.
Ingunn Einarsdóttir