Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 53 SPURNINGALEIKURINN Orð skulu standa er í þetta sinn sendur út frá Akureyri. Gestir þáttarins eru Björn Þorláksson fréttamaður og Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður. Þeir ásamt liðs- stjórunum Hlín Agnars- dóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um svifrykið, nýj- ustu dánarorsök Íslendinga: Ryk og drulla dreifa sér, við drepumst úr þessum hroða. Í síðustu viku var fyrriparturinn þessi: Enn er verðlag ógnarhátt, enn er þjóðin rúin. Í þættinum botnaði Hlín Agn- arsdóttir: Okkur skortir allan mátt, ávallt þreytt og lúin. Salóme Ásta Arnardóttir læknir: Er þá kaupið alltof lágt, öll mín þreyja búin. Flosi Eiríksson: Aurinn kaupir ósköp fátt, mín eina von er trúin. Davíð Þór Jónsson kaus að yrkja áfram um svipuð náttúrulög- mál: Enn er nöpur norðanátt, nú er vísan búin. Úr hópi hlustenda sendi Jónas Frímannsson m.a. þennan: Þyrfti nýja þjóðarsátt, þolinmæðin búin. Finnur Sturluson m.a.: Auðlindina þú eiga mátt enda fiskurinn búinn. Sara Pétursdóttir: Enn er nöldrað, aldrei sátt, en hvað ég er lúin. Georg Ólafur Tryggvason: Þó lifum við í sælli sátt saman ég og frúin. Erlendur Hansen á Sauðárkróki virðist vera kominn í kosninga- skap: Lyfja-Palli semur sátt, Siv er þreytt og lúin. Landa sína leikur grátt Lómatjarnarfrúin. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Karl Th. Birgisson Drepumst öll úr drullu „ÞAÐ verður eitthvert patrý í nótt, held ég,“ sagði Birkir Blær Ingólfs- son kampakátur í gærkvöldi eftir að MH-ingar höfðu sigrað Borg- arholtsskóla í MORFÍS. Birkir Blær var valinn ræðumaður kvöldsins og sagðist að vonum ánægður með tit- ilinn en þó sérstaklega sigurinn. „Þetta er náttúrlega bara aa- aalveg frábært,“ kallaði hann og reyndi að yfirgnæfa einkennissöng nemendafélags MH, „Gleði, gleði, gleði“, sem hljómaði í bakgrunn- inum. Aðspurður hvað skóp sig- urinn stóð ekki á svari: „Þrotlausar æfingar,“ og þar með var það af- greitt enda lá greinilega á að fagna með félögunum. Hann gaf sér þó tíma til að hrósa stuðningsmönnum skólans: „Við erum svo sannarlega ánægðir með þá, þeir voru frábær- ir.“ Brynjar Guðnason, formaður stjórnar MORFÍS, sagðist ánægður með hvernig til tókst í gærkvöldi. „Það var gríðarleg stemning og keppnin frábær,“ sagði hann og giskaði á að um 1.000 manns hefðu verið í salnum. 111 stig skildu MH-ingana frá ræðuliði Borgarholtsskóla að leik loknum. Morgunblaðið/Sverrir Niðurlútir Borgó mátti sætta sig við annað sætið en dómnefndin hrósaði báðum liðum fyrir vasklega framgöngu. Gleði, gleði, gleði í Háskólabíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.