Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 30
Eigi Ísland að geta vænstfarsældar til framtíðarþarf á næstunni að takaafstöðu í Evrópumálum og fá botn í umræðuna um hvort Ís- lendingar ætli að sækjast eftir aðild að ESB og taka upp evru. Þetta kom fram í ræðu Helga Magn- ússonar, formanns Samtaka iðn- aðarins á Iðnþingi, sem fram fór í gær. Jafnframt sagði Helgi nauð- synlegt að skatt- ar yrðu lækkaðir. Helgi sagði í ræðu sinni að auka þyrfti skiln- ing á mikilvægi verðmætasköp- unar í atvinnulíf- inu jafnframt því að auka jafnvægi milli pen- ingahyggju og velferðar. Hann sagði að flestum þætti sjálfsagt að sækja meira fé í sameiginlega sjóði til mennta- mála, heilbrigð- isþjónustu og fleiri þátta en peningarnir yrðu ekki til af sjálfu sér. „Þeir verða til í atvinnulífinu og skattar til ríkis koma frá fólki og fyrirtækjum af þeim tekjum sem þar verða til,“ sagði Helgi. Þetta vildi gleymast, til dæmis þegar hvatt væri til þess að kjósa burt fyrirtæki sem veitt hefðu atvinnu og skapað tekjur í áratugi. „Álverið í Straumsvík er bara eitt fyrirtæki – þótt stórt sé og mikilvægt. Verði það kosið burt, má búast við að fólki finnist við hæfi að kjósa burt önnur fyrirtæki sem þykja fyr- irferðarmikil, gróf eða ljót í um- hverfinu,“ sagði hann. Þó að væri tímabært að staldrað yrði við og spurt hvort við værum ef til vill komin of langt í pen- ingahyggjunni. „Er að birtast ný sýn á lífsgæði og lífsgildi hér á landi?“ spurði Helgi. Sjálfstraust atvinnulífs vaxið Hann sagði að sjálfstraust ís- lensks atvinnulífs hefði vaxið mikið. Nýjar greinar hefðu bæst við og at- hygli beindist að nýrri útflutnings- stóriðju Íslendinga á sviði end- urnýtanlegrar orku þar sem þekking væri í fyrirrúmi. „Tökum vel eftir nöfnum fyrirtækja á því sviði – hvort sem um er að ræða ENEX, Geysi Green Energy, HydroKraft Invest eða önnur sem eiga eftir að koma fram á sjón- arsviðið. Þessi fyrirtæki byggjast öll á ís- lenskri þekkingu og hefð á sviði orkuframleiðslu.“ Það gilti um orkunýtingu og útflutning þekk- ingar á þeim vettvangi að mörkuð stefna um nýtingu auðlinda og metnaður til eflingar þekkingar og menntunar yrðu að vera fyrir hendi. Það væri því ekki tilviljun að SI hefðu að undanförnu lagt meg- ináherslu á menntamál. Þá hefðu SI litið á stefnumótun í auðlindanýtingu og náttúruvernd sem grundvallarviðfangsefni. „Að mati Samtaka iðnaðarins getum við ekki lifað góðu lífi í þessu landi nema nýta náttúruauðlindir á landi og sjó til verðmætasköpunar – en við megum heldur ekki vaða yfir og spilla dýrmætum náttúruperlum í þeirri viðleitni.“ Umræðan um aðild að ESB algerlega óviðunandi Um Evrópumálin sagði Helgi að hingað til hefði umræðan um aðild að ESB og evru verið algerlega óviðunandi hér á landi. „Hún hefur því miður ekki farið fram af neinni yfirvegun og skynsemi. Hún hefur verið sundurlaus og hættuleg. Því miður hefur stundum skort á að menn gæti orða sinna og gefið yf- irlýsingar sem hafa verið til þess fallnar að grafa undan trausti gagnvart Íslendingum.“ Helgi benti á að stærri fyrirtæki væru smám saman að segja skilið við krónuna með því að færa fjár- mál sín yfir í erlenda mynt. „Þetta hefur verið orðað þannig að evran sé að koma inn bakdyramegin. Aðr- ir telja að með inngöngu værum við að framselja yfirráðarétt þjóð- arinnar yfir fiskimiðum og öðrum nýtanlegum náttúruauðlindum og gætum misst tökin á efna- hagsþróun í landinu,“ sagði Helgi. Næsta kjörtímabil myndi ráða úr- slitum um þessi mál. „Verði ekki samhugur um það, getum við hætt að fjalla um þessi Evrópumál – í bili að minnsta kosti – því að u eins og hún er núna gerir e nema skaða samfélagið.“ Helgi ræddi um skattam sagði það eðli samtaka á bo að hvetja til lækkunar þeir fögnuðu nýlegri lækkun vi isaukaskatts. Þau væru án að til stæði að gera þær br á virðisaukaskattslögum a með næstu áramótum yrði endurgreiða VSK af þjónu ríkisstofnana í tölvu- og hu aðarviðskiptum. Ríkið móti ytri skilyrði Jón Sigurðsson, iðnaðar skiptaráðherra, sagði í ræ að mikil umræða hefði ver anfarin misseri um nýtingu urnýjanlegra orkuauðlinda ins og uppbyggingu orkufr iðnaðar. „Ljóst er að meðv Þarf að fá botn í umr um Evrópusamband Iðnaðarráðherra vill tvöfalda framlög til Tækniþróun Aðild Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu var meðal 30 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓKN Á SUÐURNESJUM Þær hugmyndir, sem nú liggja fyrirum alþjóðlega háskólastarfsemi á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkur- flugvelli, eru spennandi og áhuga- verðar. Viljayfirlýsing hefur nú verið undirrituð um uppbyggingu háskóla- samfélags á svæðinu, með aðild Há- skóla Íslands, Reykjanesbæjar, Þró- unarfélags Keflavíkurflugvallar og fjölda fyrirtækja. Enn er fyrirkomulag háskólanáms á Miðnesheiði í talsverðri óvissu. Run- ólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, hefur kannað grundvöll fyrir akademískri starfsemi þar og segir í Morgunblaðinu í gær að þrjú markmið séu lögð til grundvallar. Í fyrsta lagi að hækka menntunarstig á Suðurnesjum, í öðru lagi að efla starfstengt háskólanám og í þriðja lagi að leggja áherzlu á háskólanám á ensku til að draga að nemendur og kennara frá öðrum löndum. Styrkleikar Keflavíkurflugvallar í þessu samhengi blasa við. Hvaða há- skólar geta státað af alþjóðaflugvelli, staðsettum mitt á milli heimsálfanna, þar sem flestir beztu háskólar heims eru, inni á háskólasvæðinu? Margir af beztu háskólakennurum heims eru á ferð og flugi yfir Atlantshafið og kenna bæði í Evrópu og Ameríku. Það gæti verið verulegur styrkur að því að fá suma þeirra til að staldra við í Keflavík – og þá geta þeir klukku- tímar, sem sparast við að þurfa ekki að aka til Reykjavíkur, skipt máli. Hvað nemendurna varðar, býður ís- lenzkt háskólasamfélag upp á mögu- leika á sviði auðlinda- og orkumála, sem geta gert Ísland að eftirsóttu námslandi. Á Suðurnesjum eru sömuleiðis gríðarleg tækifæri í því fólgin að hvetja ungt fólk til að sækja sér há- skólamenntun. Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, bendir í Morgunblaðinu í gær réttilega á mikið brottfall úr framhaldsskólum á svæð- inu. Það er hægt að vinna gegn slíku með því að bjóða ungu fólki upp á að stefna að því markmiði að komast í stutt, starfstengt háskólanám í heimabyggð. Suðurnes eru nógu fjöl- menn til að styðja við myndarlegt há- skólasamfélag. Á gamla varnarsvæðinu eru ótal möguleikar. Fyrirlestra- og kennslu- aðstaða er að stórum hluta fyrir hendi. Tvö þúsund íbúðir má nýta fyr- ir námsmenn, sem alltaf vantar hús- næði, í stað þess að demba þeim inn á almennan húsnæðismarkað. Það er skemmtilega að orði komizt hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar að tala um sóknarliðið á Keflavíkurflug- velli í stað varnarliðsins, sem var þar áður. Sóknarfærin eru sannarlega fyrir hendi á Suðurnesjum. Og upp- örvandi að mögulegt skuli vera að skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja framtíðarsýn nákvæmlega ári eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að varnar- liðið hyrfi frá Keflavíkurflugvelli. Suðurnesjamenn skortir augljóslega ekki hugmyndir og sóknarhug, þótt burðarás í atvinnulífinu hafi skyndi- lega brostið. FRÁVÍSUN STAÐFEST Máli ákæruvaldsins gegn fyrr-verandi forstjórum Skelj-ungs og Olíufélagsins hf., þeim Kristni Björnssyni og Geir Magnússyni og núverandi forstjóra Olíuverzlunar Íslands, Einari Bene- diktssyni, er lokið. Hæstiréttur stað- festi í gær frávísun héraðsdóms á mál- inu. Í dómi Hæstaréttar er að finna býsna harða gagnrýni á samkeppnis- lögin nr. 8/1993. Þar segir m.a. „Af lögunum varð ekki skýrlega ráðið hvernig fara ætti um háttsemi starfsmanna fyrirtækja þeirra, sem brytu gegn 10. gr. þótt eðlilega séu það starfsmenn fyrirtækjanna, sem koma fram á þeirra vegum og fangels- isrefsing samkvæmt 57. gr. laganna geti eðli málsins samkvæmt aðeins tekið til einstaklinga. Engin fyrirmæli voru í lögum nr. 8/1993 um skil á milli heimilda lögreglu til rannsóknar sam- kvæmt þeim og rannsóknar sam- keppnisyfirvalda. Ekki var mælt fyrir um hvernig lögreglu bæri að haga rannsókn sinni væri mál til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Þá var því ósvarað hvort lögreglurannsókn mætti fara fram á sama tíma og rann- sókn samkeppnisyfirvalda eða hvort gert væri ráð fyrir að hún fylgdi í kjöl- farið. Jafnframt var ekki mælt fyrir um áhrif byrjaðrar lögreglurannsókn- ar á rannsókn samkeppnisyfirvalda og heimild þeirra til álagningar stjórnvaldssekta við slíkar aðstæður. Þá var ekki kveðið á um, hvort gögn eða upplýsingar, sem aflað hefur verið við rannsókn samkeppnisyfirvalda, yrðu afhent lögreglu eða hvort nota mætti slíkar upplýsingar, sem fyrir- svarsmenn félaga hefðu veitt, sem sönnunargögn í opinberu máli gegn þeim. Af því, sem að framan er rakið, er ljóst, að mikil óvissa ríkti um það, hvort lögin gerðu ráð fyrir að bann- reglu 10. gr. yrði framfylgt með tvennum hætti og hvort miðað væri við að rannsókn gæti farið fram á stjórnsýslustigi og hjá lögreglu.“ Þessi gagnrýni Hæstaréttar hlýtur að verða löggjafarvaldinu umhugsun- arefni. Í lokaorðum Hæstaréttar segir: „Er ekki nægjanlega fram komið, að varnaraðilar hafi fengið notið þeirra réttinda sakborninga, sem fyr- ir er mælt í 70. gr. stjórnarskrár, sbr. 6 gr. mannréttindasáttmála Evrópu og meginreglum laga nr. 19/1991 í þeirri lögreglurannsókn, sem fram fór í kjölfar meðferðar samkeppnisyfir- valda, eins og henni var hagað. Af þessu leiðir að ákæra verður ekki reist á þessari lögreglurannsókn.“ Þessi umsögn Hæstaréttar hlýtur að verða alvarlegt umhugsunarefni fyrir ákæruvaldið. Þungu fargi er létt af þeim þremur einstaklingum, sem við sögu hafa komið í þessu máli og ljóst að meðferð mála af þessu tagi tekur alltof langan tíma. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ MIKILL vöxtur í íslenskum orkuiðnaði verður grund- völlur hagvaxtar á Íslandi á þessari öld, sagði Víg- lundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM-Vallár, í erindi sem hann flutti á Iðnþingi í gær. Víglundur sagði að sá orkuiðnaður yrði mun víð- feðmari en í dag. „Álverksmiðjur eru kjörnar byggðakjölfestur í dreifbýlinu á Íslandi. Reynslan frá Hafnarfirði og Grundartanga er ótvíræð. Sömu áhrif eru að koma í ljós á Reyðarfirði. Þar eru jafnframt að verða þau áhrif að álverið á Mjóeyri er að valda byltingu í vöruflutningum ur- og Austurlandi sem væntanlega mun skila landsbyggðinni læ flutningskostnaði.“ Það væri góður kostur til að styrkja og jafna búsetu á landinu álver á stöðum eins og í Reyðarfirði og á Húsavík. Byggðaáhrif þess væru líkleg til að verða mun öflugri þar en á uðborgarsvæðinu og skyldi þó ekki gert lítið úr þeim hér. Víglundur sagði að álframleiðsla væri þó ekki eini kosturinn þ efnistækni framtíðarinnar kynni að breytast ört. „Ef við stækkum ið í Straumsvík um 280 þúsund tonn á ári og byggjum álver á Hú stærðinni 250–300 þúsund tonn verður árleg framleiðsla okkar á 7–10 ár á bilinu 1,3–1,4 millj. tonna. Við þær aðstæður er skynsam beina þróuninni á nýjar brautir til að auka enn fjölbreytni íslensk vinnulífs og leggja grunn að traustum framtíðarhagvexti.“ Sagði Víglundur að vel undirbyggð og ígrunduð hagnýting jar þar sem þess væri gætt að gjörnýta afl og orku myndi hafa mikil áhrif í dreifbýli á þessari öld. Jarðhitanýting á Íslandi ætti að ver leg í sjálfbærri þróun. „ Þó að umræðan um nýtingu orkulinda ok algjörum villigötum í dag þar sem í ýmsum tilfellum er í besta fa vanþekkingu og skammsýni að ræða og í sumum hreint lýðskrum hún breytast hratt í náinni framtíð þegar við þurfum að horfa be framan í þær breytingar sem bíða okkar á næstu árum og áratug Orkuiðnaður grundvöll hagvaxtar á þessari öld Helgi Magnússon Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.