Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UM 3000 börn í 105 grunnskólum um land allt tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum 2007. Lauk söfnuninni með formlegum hætti í hátíðarsal Melaskóla í gær að við- stöddum utanríkisráðherra, Val- gerði Sverrisdóttur. Við það tæki- færi afhentu nemendur skólans Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sem þeir höfðu gengið með í hús. Safnað var fyrir byggingu heimavistarskóla ABC í Pakistan og Kenýa. Utanríkisráðherra afhenti við þetta tækifæri rausnarlegt framlag að upphæð 12 milljónir króna til landakaupa í Pakistan. Þar verður byggður grunnskóli og heimavistir auk framhaldsskóla sem mun taka við nemendum sem lokið hafa námi í ABC-skólum. Verður lögð áhersla á að koma á fót kennaranámi og hjúkrunarnámi en 800 börn bíða nú þegar eftir að komast á heimavist. Söfnunin Börn hjálpa börnum hef- ur farið fram á hverju ári undanfar- inn áratug og hafa margir skólar og barnaheimili verið reist fyrir söfn- unarfé íslenskra grunnskólabarna. Nemendur í framhaldsskólum hafa einnig lagt söfnuninni lið. Morgunblaðið/G.Rúnar Byggja skóla í Pakistan og Kenýa Bjargvættir Grunnskólabörn mega vera stolt af framlagi sínu til uppbyggingar skóla í fátækum löndum. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, hyggst veita innflytjendum og fólki af er- lendum uppruna ókeypis lögfræðiaðstoð. Um er að ræða samstarfsverkefni Lög- réttu, lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Alþjóðahússins. Lögfræðiþjónusta Lög- réttu tekur til starfa næstkomandi mið- vikudag 21. mars og verður hún til húsa í Alþjóðahúsinu. Bergþóra Halldórsdóttir, laganemi og gjaldkeri Lögréttu, hefur unnið mikið að undirbúningi lögfræðiþjónustunnar ásamt laganemunum Andra Gunnarssyni, Gunn- ari Agli Egilssyni og fleirum. Bergþóra sagði að reynslan sýndi að ýmis vandamál gætu fylgt því að vera útlendingur búsett- ur á Íslandi. Sumir innflytjenda þekktu illa réttarstöðu sína og þaðan af síður hvar þeir gætu leitað upplýsinga um sinn rétt. Þarna væri um að ræða stóran þjóð- félagshóp sem væri nauðsynlegur á ís- lenskum vinnumarkaði og mikilvægt að þetta fólk aðlagaðist sem best íslensku þjóðfélagi. Bergþóra sagði að meðal laga- legra álitaefna sem reynt gæti á mætti nefna reglur um atvinnuleyfi, dvalarleyfi, búsetuleyfi, ríkisborgararétt og skilyrði til félagslegrar aðstoðar. Hún sagði það vera ætlun Lögfræðiþjónustu Lögréttu að reyna að upplýsa fólk um réttarstöðu sína á þeim sviðum sem snerta flest í daglegu lífi, s.s. fjölskyldu- og erfðaréttar, skaðabótarétt- ar, skattaréttar o.fl. Bergþóra benti á að hjá Alþjóðahúsi starfi aðeins einn lögfræð- ingur sem veitir skjólstæðingum hússins lögfræðilega ráðgjöf. Þrátt fyrir góðan vilja anni lögfræðingurinn engan veginn þeim erindum og fyrirspurnum sem berast á degi hverjum. „Bæði lagadeild Háskólans í Reykjavík og Alþjóðahús hafa tekið framtaki Lög- réttu fagnandi og hafa lýst yfir eindregn- um vilja til að styðja verkefnið á alla vegu sem þeim er fært,“ sagði Bergþóra. Fékk hugmyndina í leikhúsi Andri Gunnarsson laganemi er að ljúka námi við HR. Hann sagði margt hafa stuðl- að að því að hugmyndin um lögfræðiþjón- ustu við innflytjendur kviknaði og hann kom henni á framfæri við stjórn Lögréttu. Andri nefndi í því sambandi umræðuna um stöðu innflytjenda og ýmis vandræði sem sumir þeirra hafi ratað í. T.d. sögur af óréttlátri meðferð sem sumir hafi orðið fyrir af hálfu atvinnurekenda og um hús- næðismál innflytjenda. Tungumálaerf- iðleikar bættust við erfiðleikana sem fylgja því að flytja í nýtt land. Andri sagði það t.d. vera ákveðna aðgangs- hindrun fyrir þá sem vilja stofna atvinnu- rekstur hér hvað íslenskan er allsráðandi. „Hugmyndin sjálf kviknaði þegar ég sá leikritið Best í heimi. Þar var taílensk kona sem afsalaði sér forræði yfir barninu sínu og ég hugsaði sem svo að seint hefði ég veitt konunni slíka ráðgjöf. Hugmyndin spratt síðan fullmótuð fram, að hér gætum við laganemar látið gott af okkur leiða. Þarna geta laganemar aflað sér dýrmætrar reynslu og fólk fengið hjálp. Þetta er því jákvætt fyrir alla að- ila.“ sagði Andri. „Þetta er jákvætt svar ungs fólks við neikvæðri umræðu um stöðu innflytjenda. Framtak okkar er lið- ur í því að bjóða þetta fólk velkomið til Íslands.“ Lögrétta, félag laganema við HR, býður innflytjendum ókeypis lögfræðiþjónustu í Alþjóðahúsinu Liður í að bjóða fólkið velkomið til Íslands Morgunblaðið/RAX Aðstoð Laganemarnir Andri Gunnarsson, Bergþóra Halldórsdóttir og Gunnar Egill Eg- ilsson undirbjuggu lögfræðiþjónustuna. SKIMA á mark- visst fyrir vanlíð- an hjá krabba- meinssjúkum á Landspítalanum í tengslum við inn- leiðingu klínískra leiðbeininga um mat og meðferð á vanlíðan hjá ein- staklingum með illkynja sjúk- dóma. Á málþingi sem fram fer í dag um sálfélagslega þætti og krabbamein, verður m.a. leitað svara við spurningunni hvernig unnt sé að samþætta sálfélagslega aðstoð við meðferð illkynja sjúkdóma. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að 20–40% einstak- linga með krabbamein finni fyrir verulegri vanlíðan. Hins vegar er talið að hjá einungis 10% sjúklinga sé vanlíðanin greind og vísað á við- eigandi sálfélagslega meðferð. „Það er heilmikil sérhæfð þjón- usta þegar í boði fyrir þessa sjúk- linga,“ segir Sigríður Gunnarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á LSH og lektor við HÍ. „En það vantar að tryggja að allir fái þjónustu sem á því þurfa að halda og að þeir fái hana þegar þeir hafa mesta þörf fyrir hana.“ Þeir sem sinna slíkri þjónustu eru m.a. sálfræðingar, fé- lagsráðgjafar, prestar og geðlækn- ar. Gestir málþingsins, sem fram fer í Háskólabíói, eru tveir bandarískir fræðimenn, geðlæknirinn Jimmie Holland og krabbameinslæknirinn James Holland. Skimað verði fyrir vanlíðan Þing um sálfélagslega þætti og krabbamein Sigríður Gunnarsdóttir HÖFUÐBORGARSTOFA er til- nefnd til verðlaunanna Evrópsk markaðsskrifstofa ársins. Markmið verðlaunanna sem markaðssamtök evrópskra borga standa að er að veita viðurkenningu fyrir framúr- skarandi árangur og fagmennsku þeirra sem starfa að því að kynna sína borg sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn. Verðlaunaafhendingin fer fram 13. júní í Aþenu. Höfuð- borgarstofa tilnefnd ♦♦♦ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÚMLEGA 200 Íslendingar hafa gert svonefnda lífsskrá, en í henni greinir fólk m.a. frá óskum um með- ferð við lífslok, geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðun um meðferðina vegna andlegs eða líkamlegs ástands. Landlæknisembættið heldur utan um skráningar sem hófust sumarið 2005. Að sögn Sigríðar Egilsdóttur, verkefnastjóra hjá Landlæknisemb- ættinu, eru þeir sem þegar hafa gert lífsskrá, á öllum aldri. Enn er ekki lokið við gerð rafræns gagnagrunns, þar sem upplýsingarnar úr lífsskrán- um verða m.a. gerðar aðgengilegar á heilbrigðisstofnunum og óvíst hve- nær þeirri vinnu lýkur. Er m.a. verið að skoða hverjir ættu að hafa aðgang að grunninum, að sögn Sigríðar. Tilgangur lífsskrár er að einstak- lingur fái að deyja með reisn og að að- standendur séu eins sáttir við ákvarð- anir sem teknar eru við lífslok og kostur er. Með lífsskránni hefur ein- staklingurinn sjálfur tekið ákvörðun um að t.d. ekki sé hafin meðferð eða meðferð haldið áfram sem ekki hefur í för með sér raunhæfa von um lækn- ingu eða líkn og þá sérstaklega með- ferð og rannsóknir sem einungis eru íþyngjandi og lengja dauðastríðið. Þess í stað er lögð áhersla á líknandi meðferð þar sem markmið er að láta sjúklingnum líða eins vel og kostur er. Umboðsmaður tilnefndur Í skránni eru tvö mikilvæg atriði, annars vegar óskir um meðferð við lok lífs og hins vegar tilnefning um- boðsmanns sem hefur umboð til að koma fram fyrir hönd viðkomandi, taka þátt í umræðum um óskir varð- andi meðferð við lífslok, hvort heldur það er að þiggja, hafna eða draga til baka meðferð. Þar er einnig gefinn kostur á því í lífsskránni að taka afstöðu til þess hvort fólk vill gefa líffæri eða vefi. Tvær meginástæður eru fyrir því að skrifa undir lífsskrá, segir á vef Landlæknisembættisins. Annars veg- ar vilji fólks til að hafa sjálft stjórn á ákvörðunum sem teknar eru um með- ferð við lok lífs þeirra. Hins vegar léttir lífsskráin þessum ákvörðunum af nánustu aðstandend- um, en slíkar ákvarðanir eru oft mjög erfiðar fyrir þá hafi þeir ekki upplýs- ingar um óskir viðkomandi. Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess hæft og getur metið kosti sem til greina koma, verði viðkomandi svo andlega eða líkamlega skaðaður að litlar eða nær engar líkur eru taldar á bata eða á því að unnt sé að lifa inni- haldsríku lífi á ný. Þegar fólk gerir lífsskrá eru fyllt út fjögur eintök. Einu heldur viðkom- andi sjálfur, annað hefur umboðsmað- ur, þriðja hefur heimilislæknir eða annar læknir og fjórða eintakið hefur Landlæknir. Gögnin er öll hægt að nálgast á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um lífsskrána. Yfir 200 hafa skráð óskir sínar um meðferð við lífslok Gagnagrunnur sem miðla á upplýsingum til heilbrigðisstofnana ekki tilbúinn Í HNOTSKURN »Í lífsskrá er hægt að óskaeftir því að ekki verði gripið til aðgerða sem beinast að því að lengja líf viðkomandi geti hann sjálfur ekki tekið ákvörðun þar um vegna and- legs eða líkamlegs ástands. »Dæmi um aðgerðir eru t.d.að nota öndunarstuðning, vera endurlífguð/aður með hjartahnoði og/eða lyfjum, að láta hreinsa blóð viðkomandi með vélum og fá næringu með slöngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.