Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 37 sem fórnað er við Kárahnjúka. Sem betur fer eru þeir áhrifamenn er gengu harðast fram í Blöndudeilunni nú orðnir yfirlýstir náttúruverndar- sinnar. Þessi alvarlegu átök stóðu um sex ára skeið og þegar landverndar- menn loks voru sigraðir var það Jóni mikið áfall og hætti hann þá odd- vitastörfum. Jón var mikill gæfumaður í einka- lífi sínu. Sigríður er mjög glæsileg og mikilhæf kona og börn þeirra sjö myndar- og ágætisfólk. Eg sendi aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Minning- in lifir um drengilegan forystumann og ljúfan og hollráðan vin. Páll Pétursson. Kveðja frá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Í dag, 17. febrúar, verður til mold- ar borinn sveitarhöfðinginn oddvit- inn og kórstjórinn Jón í Ártúnum. Vinátta og kynni okkar Jóns eru orðin löng. Þau hófust veturinn 1945–6. Það var minn fyrsti vetur í barnaskóla, er þá var á Steiná í Svartárdal. Jón kenndi þá í forföll- um Bjarna Jónassonar í Blöndudals- hólum, er vann þá að fræðistörfum suður á Þjóðskjalasafni. Jón var okkur krökkunum góður kennari, léttur í skapi og ljúfur í öllum sam- skiptum. Síðar unnum við Jón saman í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps yfir tuttugu ára skeið. Síðan og ekki síst er vera mín í Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps undir stjórn Jóns. Jón og Sigríður reistu sér nýbýli í landi Ytra-Tungukots er þau nefndu Ártún. Jón í Ártúnum var einn þriggja bræðra frá Finnstungu. Allir hafa þeir komið mikið við sögu Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Tryggvi fað- ir þeirra einn af stofnendum kórsins og Finnstunguheimilið eitt af styrk- ustu stoðum kórsins um langa hríð. Jón byrjaði ungur að syngja með kórnum og þeirra vegferð saman átti eftir að verða meir en hálf öld. Það er athygli vert að nú í vetur hafa fall- ið í valinn tveir af þeim er lengst allra hafa verið með kórnum. Friðrik bóndi á Gili í janúar og nú Jón í Ár- túnum. Jón tekur við stjórn kórsins 1952, af Jónasi bróður sínum og er sam- fleytt einn aðalstjórnandi hans til 1987, eða í 35 ár. Jafnframt var Jón organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju, í marga áratugi. Mun það fágætt að menn gegni slíku starfi svo lengi. Undir stjórn Jóns, óx kórinn og dafnaði og varð á tímabili það fjöl- mennastur sem hann hefur orðið í rúmlega áttatíu ára sögu hans. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á Jóni í Ártúnum óhemjumikið að þakka. Án hans væri vafamál að kór- inn væri starfandi í dag. Kórinn verður þá einn af þekktari sveitakórum landsins. Um félagslegt gildi hans fyrir sveitarfélagið þarf ekki að fjölyrða. Að vinna launalaust eins og Jón gerði alla tíð, er einstakt og umhugs- unarefni, þegar allt fjölmiðlatal snýst um hlutabréf og auðhyggju. Öll kórstjórn Jóns einkenndist af næmi, en þó festu. Þótt eitthvað gengi miður sló Jón jafnan á létta strengi, fór þá allt að ganga betur. Áður en Húnaver kom til sögu voru kóræfingar oft inni á heimilum. Ég minnist margra raddæfinga heima í Ártúnum. Þá var oft glatt á hjalla. Húsbóndinn léttur í tali og húsmóðirin veitti af rausn. Jón var mikill heimilisfaðir og heimakær. Hann var mikill náttúru- unnandi, og fannst stjórnvöld oft ekki gæta hófs í stóriðjufram- kvæmdum. Síðustu ár Jóns voru honum erfið vegna sjúkleika. Er hann var þrot- inn að kröftum kom vel í ljós þvílík mannkostamanneskja Sigríður kona hans er. Hún annaðist mann sinn heima af ást og umhyggju svo aðdá- unarvert er. Við félagar í Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps þökkum Jóni í Ártún- um samfylgdina og frábært starf með kórnum, og vottum Sigríði og börnum þeirra djúpa samúð. Sigurjón Guðmundsson. ✝ Sæmundurfæddist á Efra- Hóli í Staðarsveit 23. maí 1910. Foreldrar hans voru Þóra Jóns- dóttir f. 16. janúar 1864, d. 9. júní 1938 og Kristján Sig- urðsson f. 5. des. 1855, d. 20. júní 1921. Systkini Sæ- mundar voru. 1) Sigurður f. 1898, d. 1983. 2) Jón f. 1899, d. 1959. 3.)Guðmundur f. 1902 d. 1938. 4) Júlíus f. 1904, d. 1996. 5) Jóhannes f. 1906, d. 2000. 6) Guðlaug f. 1907, d. 1917. 7) Kristín f. 1914 sem dvelur nú á Dvalarheimili sjúkrahúss Sauð- árkróks. Sæmundur giftist 9. nóvember 1935 Bjarnlaugu Jónsdóttur f. á Reykjanesvita 9. des. 1911, d. 20. sept 1972. Foreldrar hennar voru Agnes Gamalíelsdóttir og Jón Helgason vitavörður á Garðskaga og Reykjanesi, síðar útvegsbóndi á Stað í Grindavík. Börn þeirra eru. 1. Elís Jón f. 20. júní 1935, kvæntur Signýu Ólafsdóttur f. 16.apríl 1940 (þau skildu), sam- býliskona hans Sólveig Árnadóttir f. 25.ágúst 1940. byggja húsið þeirra í landi Staðar. Húsið nefndu þau Melstað og þangað fluttu þau árið 1938. Þar stundaði Sæmundur búskap og var í smíðavinnu meðfram því. 1950 brann húsið sem varð til þess að þau fluttu í Járngerðarstaðahverfi. Þar byggði hann hús sem líka var nefnt Melstaður og í það hús fluttu þau 1952. Þá keypti hann vörubíl og gerð- ist bílstjóri með smíðavinnunni. Sæmundur kom að smíði margra húsa og ýmissa bygginga. Á Mel- stað bjuggu þau til ársins 1970. Þá byggir hann hús að Staðarhrauni 16. Þar bjó hann til ársins 1985. Árið 1973 fór hann að vinna hjá Grindavíkurbæ við ýmiskonar við- haldsverkefni. Þar kláraði hann starfsævina. Árið 1985 flutti hann inn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sæmundur var sérlega verklag- inn og lék allt í höndum hans og hann naut góðs af því þegar hann fór inn á Hrafnistu. Þar vann hann við að fella net og vinna við Markúsarnetið. Einnig smíðaði hann bátslíkön sem sómi er að. Það var fá handavinna sem hann vann ekki við, hann málaði, prjónaði, saumaði út, óf og margt fleira. Útför Sæmundar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, laug- ardaginn 17. mars, og hefst at- höfnin kl. 14.00. 2. Kristín Þóra f. 26. jan. 1937, gift Jó- hanni Aðalbjörnssyni f. 19. sept. 1924, d. 27. nóv. 1980. 3. Sigurveig Agnes, f. 5. des. 1938, gift Kristni Vil- berg Jóhannesyni f. 24. júlí 1941, d. 6. nóv 2002. 4. Jón Eyjólfur f. 27.okt. 1942, kvænt- ur Unni Haralds- dóttur f. 20. júlí 1948. 5. Ólafur Guðjón f. 20. nóv 1949, kvæntur Hjördísi Óskarsdóttur f. 11. júlí 1951. 6. Helgi Vilberg f. 13. júlí 1953, kvæntur Hafdísi Hilmarsdóttur f. 29. júní 1953 (þau skildu), sam- býliskona Guðrún Atladóttir f. 9.nóv. 1951. Beinir afkomendur Sæmundar eru 72, þar af 2 látnir. En þegar allt er talið er fjöl- skyldan yfir 100 manns. Sæmundur ólst upp á Efra-Hóli í Staðarsveit, kom svo suður á vertíð 1933 til Jóns Helgasonar á Stað í Grindavík. Þar kynntist hann heimasæt- unni Bjarnlaugu, og hófu þau bú- skap á Stað. Þar höfðu þau eitt herbergi og eignuðust sín fyrstu 2 börn þar. Þar hófst hann handa við að Afi situr á rúmstokknum, nuddar sig á milli tánna með ullarsokkunum sínum og geispar, einhvern veginn svona er mín fyrsta minning um þig afi minn, sjálfsagt hefur þetta verið eftir langan vinnudag og litla skottan verið að þvælast niðri hjá afa og ömmu, ég naut nefnilega þeirra for- réttinda að búa í risinu hjá ykkur ömmu til fimm ára aldurs og alltaf verið stolt af því að hafa fæðst á Mel- stað í rúminu ykkar ömmu. Ég var ekki há í loftinu þegar þú varst farinn að láta okkur barnabörnin sendast út í stjörnu eftir ís í boxi sem þú varst óskaplega hrifinn af og talandi um matarvenjur verður varla ósagt látið að minnast á matvendni þína og muna þá margir eflaust eftir græna rabarbaragrautnum en þetta lagaðist nú með árunum því þú varst meira að segja farinn að borða rjómatertur. Börnin þín sex búa öll í Grindavík og segir það mikið um hvað þú hefur búið þeim sterkar rætur, þau nutu líka öll hjálpar þinnar þegar þau reistu sér hús eitt af öðru. Þú byggðir svo Staðarhraun 16, þar man ég mest eftir þér enda var maður þar aufúsu- gestur hvenær sem var og oft glatt á hjalla, enda stór hópur í kringum þig og Óli og Hjördís með börnin sín fjög- ur í næsta húsi og ekki laust við að maður hálföfundaði þau að vera svona alveg við hliðina á þér. Alltaf varstu eitthvað að gera og nutum við krakkarnir góðs af því, það voru smíðaðir bílar, söguð út púsluspil, skornar út gestabækur o.m.fl. Þegar þú eignaðist rennibekk voru þér næstum engin takmörk sett, á mínu heimili er búið að smyrja með smjör- hníf frá þér í yfir tuttugu ár og verður klárlega gert áfram. Þá hafðir þú mjög gaman af því að fara með stök- ur og kvæði bæði eftir þig og aðra fyrir okkur krakkana og tel ég áhuga minn á kveðskap í dag af því sprott- inn og vil ég þakka þér fyrir það elsku afi. Þegar þú svo fluttir inn á Hrafn- istu fékkstu vinnu við að fella net, þar kom keppnisskapið í þér glöggt fram; þú varla fórst í kaffi því þá gat ein- hver komist fram úr þér. Þá er gam- an að minnast þess að hafa átt afa sem prjónaði, saumaði í, óf, málaði o.m.fl. af sama kappi. Þú hafðir ein- hvern tímann sagst ætla að verða 104 ára, sem var nú kannski svolítið há- leitt markmið afi minn, en þér tókst allavega um tíma að vera elsti lifandi Grindvíkingurinn og er það nú bara nokkuð gott. Þín verður sárt saknað en ég veit að það tekur föngulegur hópur á móti þér, ég kveð þig með sömu bæn og ég kvaddi hann pabba minn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í kring sænginni yfir minni. Með þökk fyrir samfylgdina og góða ferð elsku afi. Bjarnlaug Dagný. Sæmundur Kristjánsson Elsku pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo skemmtileg- ur og kátur. Það var ómetanlegt að koma til þín í Stang- arholtið og hlusta á þig segja sögur og þú miðlaðir til mín svo miklum fróðleik. Þú vissir svo margt og hafðir alltaf svör við öllu. Þótt þú værir orðinn mikið veikur fylgdist þú með öllu sem var að gerast í heiminum og þú vissir alltaf hvað barnabörnin voru að aðhafast. Þeg- ar ég flutti í Frostaskjólið og eign- aðist minn eigin garð varst þú alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér og ráðleggja í sambandi við garðinn. Ég mun halda áfram að hugsa um garðinn af sömu alúð og þú gerðir. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir strákana mína. Þeir munu ávallt búa að því að hafa fengið að um- gangast þig svo mikið. Alltaf máttu þeir gista hjá þér og þú gerðir svo Einar Ingi Siggeirsson ✝ Einar Ingi Sig-geirsson fæddist á Eyrarbakka 26. ágúst 1921. Hann lést 7. mars sl. Jarðarför Einars Inga fór fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 16. mars síð- astliðinn. margt fyrir þá. Þeir sakna þín mikið. Elsku pabbi minn. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín, Ástrún Árið 1961 réðist Einar Ingi Siggeirs- son til kennslustarfa við Réttarholtsskóla. Hann var þá vel menntaður náttúru- fræðingur með grasa- fræði sem sérgrein. Réttarholts- skóli var þá á sínum fyrstu árum og enn í byggingu. Hverfið var að byggjast og barnafjöldinn mikill og ört vaxandi. Fyrstu árin voru að- eins fyrstu tveir árgangar ung- lingadeildar en fljótlega varð skól- inn að einum stærsta gagnfræðaskólanum. Í þá daga þótti gagnfræðapróf hin ágætasta menntun og fyrir ungan og vaxandi skóla var mikilvægt að fá vel menntaða kennara. Einar kenndi náttúrufræði við skólann allt til 1989 er hann fór í veikindaleyfi og síðan á eftirlaun. Þótt fleiri kæmu að náttúrufræðikennslunni þegar skólinn var sem fjölmennastur þá var það hann sem lagði línurnar. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd greinarinnar og kom upp sér- staklega útbúinni kennslustofu þar sem hann safnaði saman öllum til- tækum gögnum til kennslunnar. Hann mótaði sér snemma eigin stefnu í kennsluaðferðum sem byggðist mjög á myndrænni fram- setningu. Hann safnaði að sér miklu safni af spjöldum með mynd- um af alls kyns lífverum til að nem- endur sæju þær fyrir sér en læsu ekki aðeins um þær. Þá lét hann nemendur gera vandaðar vinnu- bækur með áherslu á nákvæmar myndir og teikningar. Ég hef heyrt marga nemendur Réttarholtsskóla minnast kennslustunda Einars, bæði kennsluaðferða hans og einnig hans sem einstaklings. Meðfram kennslunni vann Einar alltaf að rannsóknum og vísinda- störfum og 1977 varði hann dokt- orsritgerð sína í Hannover í Þýska- landi. En kennsla unglinga varð samt áfram hans aðalstarf. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í náttúrufræðistofuna til Einars og ég minnist sérstaklega þemadaga þegar Einar safnaði til sín nem- endum sem ekki þóttu endilega skólaljós í bóklegu námi. Hann fann þeim ýmis verkleg verkefni og fól þeim ábyrgðarhlutverk. Skyndilega voru nemendur, sem áður voru þekktir fyrir að koma stundum í seinna lagi í skólann, mættir fyrir allar aldir og ánægjan lýsti af hverju andliti. Einar var minnisstæður persónu- leiki, fór ekki endilega eftir tísku- straumum eða lét dægurumræðuna glepja sig. Nú þykir mikil fram- úrstefna að tengja saman grunn- skólanemendur og háskólafólk. Í raun gerði Einar þetta, hann var vísindamaður sem vann að merkum rannsóknum en miðlaði um leið þekkingu fræðigreinar sinnar til yngri kynslóða. Ég vil fyrir hönd samstarfs- manna dr. Einars í Réttarholts- skóla þakka honum fyrir gjöfult starf hans við skólann sem og sam- fylgd og samstarf og votta aðstand- endum hans okkar innilegustu sam- úð. Haraldur Finnsson, fyrrverandi skólastjóri. ✝ Móðir okkar og amma, SIGURRÓS LÁRUSDÓTTIR húsmóðir, Vesturgötu 50A, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 7. mars. Útförin fer fram frá Grafarholtskirkju mánudaginn 19. mars klukkan 13.00. Þorsteinn Viðar Antonsson, Sigríður Eygló Antonsdóttir, Kolbrún Lilja Antonsdóttir, Grétar Örn Antonsson, Atli Viðar Þorsteinsson, Katrín Edda Þorsteinsdóttir, Lúcinda Sigríður Árnadóttir, Eyrún Rós Árnadóttir, Helga Björk Stefánsdóttir, Valdís Ösp Ingvadóttir, Vera Grétarsdóttir, Anton Ívarsson, Benedikt Ívarsson, Anna Birna Ívarsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, INGÓLFUR A.GUÐNASON frá Hvammstanga, síðast til heimilis á Laugateigi 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. mars. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15:00. Anna Guðmundsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.