Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stofan Sófinn var einu sinni hornsófi, en er nú orðin að löngum sófa eftir að Ásdísi datt í hug einn daginn að taka hornið úr.
Stofuborðið Hönnun eftir Karsten
Lauritsen, keypt í Designer Zoo í
Kaupmannahöfn. Blómavasinn er
nýjastur á heimilinu, fenginn í lítilli
kjallarabúð í sömu borg.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Þ
egar ég kem inn á önnur
heimili hættir mér til að
fara að raða öllu upp á
nýtt. Þetta er hálf-
gerður veikleiki, sem
hefur fylgt mér frá barnæsku. Þessi
áhugi minn á fallegum hlutum og
fallegri hönnun er að heita má með-
fæddur enda tekur mitt eigið heimili
sífelldum breytingum eftir því í
hvernig skapi ég er hverju sinni.
Maðurinn minn kippir sér svo sem
ekkert upp við þessa áráttu mína og
lætur þetta ekkert trufla sig. Hon-
um virðist líka það bara nokkuð vel
að búa hérna, en ef ég á að vera
hreinskilin, þá segir heimilið líklega
meira um mig en hann. Líklega
myndi ég ekki vilja búa inni á hans
heimili, ef hann fengi alfarið að ráða,
því ég er handviss um að það yrði þá
mjög látlaust og mínimalískt. Mér
finnst svoleiðis heimili bæði flott og
fín, en ég gæti aldrei búið í svoleiðis
umhverfi,“ segir Ásdís Lovísa Grét-
arsdóttir, íbúi í Vesturbænum.
Ásdís er kennari að mennt, en
stundar nú nám við Háskóla Íslands
í náms- og starfsráðgjöf. Hún er nú
að skrifa kennslubók í dönsku fyrir
Námsgagnastofnun auk þess sem
hún tekur að sér þýðingar, sem og
að stílisera heimili í hjáverkum.
Ásdís ólst upp í Árósum í Dan-
mörku þar sem foreldrar hennar
voru við læknanám. Hún bjó svo í
Kaupmannahöfn með eiginmann-
inum Kjartani Jóhannssyni Bendt-
sen, SAP-ráðgjafa hjá Applicon, um
fimm ára skeið á árunum 1995 til
2000, en þá komu þau heim og
keyptu sér íbúð í fjölbýlishúsi við
Hjarðarhaga. Þau eiga synina
Tuma, Troels og Teit, sem eru tíu,
níu og fjögurra ára, auk þess sem
hinn vel aldi Brandur, sem er köttur
af „British-shorthair“-kyni, er hluti
af fjölskyldunni.
Herbergi úr borðstofu
„Það kemur ekkert til greina að
fara úr Vesturbænum enda er ég
ekki fyrir úthverfin. Þetta er eins og
að búa í þorpi úti á landi. Hér er allt
í göngufjarlægð og ég labba bæði út
í háskóla og út á Þjóðarbókhlöðu.“
Íbúð fjölskyldunnar er 116 m² að
stærð fyrir utan geymslur. Þrjú
svefnherbergi voru fyrir, en nýlega
hafa þau breytt borðstofunni í fjórða
herbergið fyrir minnsta guttann á
heimilinu. Herberginu er svo lokað
með tvöfaldri eikar-rennihurð á
kvöldin, en þaðan er gengið út á
svalir, sem enn eru í jólabúningnum.
„Mér myndi náttúrlega aldrei detta
í hug að taka grenið og ljósin niður
sjálf, en er búin að tuða svolítið yfir
þessu þótt ég sé ekkert að stressa
mig. Páskaungarnir í eldhúsinu eru
til dæmis búnir að hanga þar uppi
nú í tæpt ár og við erum svo heppin
að það eru að koma aftur páskar.
Goggurinn er bara dottinn af öðrum
þeirra,“ segir Ásdís og hlær.
Horfir á karakter fólks
Ásdís hefur ásamt vinkonu sinni
og arkitektinum Hildigunni Sverr-
isdóttur tekið að sér nokkur verk-
efni sem lúta að stíliseringu í heima-
húsum enda eru húsbúnaðarblöð í
hrönnum í rekka á ganginum. Hún
segist þó ekki hafa á takteinum ein-
faldar uppskriftir, heldur skipti kar-
akter fólks öllu máli þegar verið er
að búa til heimili við hæfi. „Ég byrja
því á að heimsækja fólk til að hitta
það á heimavelli, kynnast „týpun-
um“ og sjá hvernig fólk býr. Ég hef
hins vegar mikla fordóma gagnvart
þeirri algengu iðju fólks nú orðið að
henda frá sér fortíðinni í skiptum
fyrir nýtt dót.
Ég vil blanda saman gömlu og
nýju. Minn eigin stíll einkennist
kannski helst af litríku og lifandi
heimili, eins og ísskápurinn minn
ber vott um, sem betrekktur er með
ljósmyndum af vinum og kunn-
ingjum. Í grunninn vil ég hafa inn-
réttingarnar svolítið hlutlausar, en
skreyta og breyta með litlu hlutun-
um til að hressa upp á heimilið endr-
um og sinnum. Ég vil að heimili
fólks segi til um hvers konar fólk
býr þar.“ Húsfreyjan Ásdís Lovísa Grétarsdóttir í uppáhaldshorninu sínu.
„Ég vil litríkt og lifandi heimili“
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir hefur gaman af húmor í
hönnun. Hún hefur líka gaman af að blanda saman
gömlum munum og nýjum og vill helst hafa heimili
sitt bæði litríkt og lifandi.
Gæludýrið Kisinn Brandur er vel
alinn og fellur vel inn í umhverfið.
„Stundum er gott að
vera inni í hvítu her-
bergi og stundum er ég
í miklu stuði fyrir að
vera í æpandi appels-
ínugulu herbergi. Ætli
þetta sé ekki spurning
um dagsformið.“
lifun
28 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ