Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 27
vistvænt MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 27 LEIÐTOGAR innan Evrópusam- bandsins ræða nú hvort banna eigi hefðbundnar ljósaperur í því skyni að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Bannið gæti tekið gildi strax árið 2010, að því er sænska Aftonbladet greinir frá. Ástæðan fyrir því að rætt er um slíkt bann er að hefðbundnar ljósa- perur vannýta orkuna verulega. Þær breyta aðeins um 20 prósentum raf- magnsins sem þær fá í ljós á meðan sparperur nýta um 80 prósent raf- magnsins. Nýlega ákváðu ráðherrar Evrópu- landanna 27 sem mynda Evrópu- sambandið að draga úr koltvísýr- ingslosun um 20 prósent fram til ársins 2020 og þróa aðferðir við að nýta endurnýjanlega orku, s.s. sólar- ljósið og vind. Meðal þeirra sem töl- uðu hvað ákafast um nauðsyn þess að banna gömlu ljósaperurnar var Angela Merkel, kanslari Þýska- lands. Með því einu að taka upp sparperur í stað hefðbundinna ljósa- pera er hægt að draga úr koltvísýr- ingslosun í Þýskalandi um 6,5 millj- ónir tonna árlega. Stjórnvöld fleiri Evrópulanda taka í sama streng en í Ástralíu og Kaliforníuríki í Banda- ríkjunum hefur þegar verið ákveðið að banna hefðbundnar ljósaperur innan fárra ára. Umhverfisvænar ljósaperur eru dýrari en þær hefðbundnu en eru sagðar borga sig upp á innan við ári með minni orkunotkun. Þar fyrir ut- an endast sparperurnar um tíu sinn- um lengur en hefðbundnar perur. Í Svíþjóð þarf u.þ.b. 1240 kílóvatt- stundir árlega til að lýsa upp með- aleinbýlishús. Sé tíu hefðbundnum ljósaperum skipt út fyrir sparperur má spara u.þ.b. 500 kílóvattstundir árlega. Íhuga bann við ljósaperum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Orkusparnaður Þótt sparperurnar séu dýrari borga þær sig á einu ári. Nokkur góð sparnaðarráð  Munið eftir að slökkva ljósin þar sem ekki er verið að nota þau.  Nota má ljósaskynjara, hreyfisk- ynjara eða tímastilli á ljósum.  Skiptið yfir í sparperur. Ein kíló- vattstund rafmagns dugar til að sparpera lýsi í 111 klukkustund- ir. Hefðbundin ljósapera lýsir að- eins í 25 klukkustundir.  Jafnvel þótt slökkt sé á ljósum geta þau tekið til sín rafmagn, s.s. halogenljós þar sem straum- breytirinn notar rafmagn. Takið straumbreytinn úr sambandi eða tengið við ljósarofann svo að það slokkni á honum um leið og ljósin eru slökkt.  Ef hægt er skiptið halogenljósum út fyrir sk. LED-perur sem sam- anstanda af ljósadíóðum og nota bara brot af orku halogenljós- anna. Standi til að kaupa halo- genkastara er klókt að kanna hvort skipta megi perunum út fyrir LED-perur. BÖRN í fjölskyldum þar sem and- rúmsloftið er stressað fá oftar hita og sjúkdóma samkvæmt nýrri banda- rískri rannsókn sem sagt er frá á norska vísindavefnum forskning.no. „Niðurstöðurnar komu á óvart en þær sýna hvernig hægt er að styrkja heilsu barna,“ segir barnalæknirinn Mary T. Caserta sem er einn af að- standendum rannsóknarinnar. „Börn sem bjuggu á heimili þar sem stöðug streita ríkti voru oftar veik en önnur börn. Í rannsókninni var fylgst með 169 börnum á aldrin- um 5 til 10 ára yfir þriggja ára tímabil. Börnin í fjölskyldum sem sögðu að andrúmsloftið væri stressað áttu 36% frekar á hættu að fá hita yfir eins árs tímabil en börn sem ekki bjuggu við slíkar aðstæður. Þá jókst tíðni önd- unarfærasjúkdóma um 11%, auk þess sem börnin fengu einnig oftar eyrna- bólgur, og maga- og þarmasýkingar. Foreldrarnir héldu dagbók yfir heilsufar barna sinna vikulega og einnig sérstaklega þegar þau veikt- ust. Þá tóku foreldrar þátt í könnun- um um streituvalda í lífi sínu sem voru t.d. atriði eins og atvinnuleysi. Fjölskyldu- stress veldur veikindum hjá börnum morgun þar sem rækjubrauðsneiðar voru geymdar á venju- legri hillu án þess, að um nokkra kælingu væri að ræða. Hvernig stendur á því, að matvælaeft- irlitið er ekki í svo full- komnu lagi að það ger- ist alls ekki að meðferð matvæla sé ábótavant? Það er eðlilegt að gagnrýna framleið- endur, flutningsaðila og söluaðila fyrir það, sem að þeim snýr. En það er ekki síður ástæða til að spyrja hvað matvælaeftirlitið hefur verið að gera. Þegar svona mál koma upp spyr fólk sig hvort það séu kannski fleiri dæmi um það að eftirlit með mat- vælaframleiðslu og matvælasölu sé ekki í lagi. Og það er stóralvarlegt mál, ef svo er ekki. Því ber að fagna að Umhverf- isstofnun hefur flett ofan af þeim ósóma, sem hér hefur verið á ferð- inni en Umhverfisstofnun hlýtur að svara þeirri spurningu hvers vegna þetta gat gerzt. Neytendur eiga kröfu á því að fá svar við því, svo og tryggingu fyrir því að það gerist ekki aftur. Það hefur áreið-anlega verið al- menn skoðun lands- manna, að eftirliti með matvælum væri þannig háttað hérlendis, að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því. Neyt- endur gætu verið vissir um, að sá matur, sem á boðstólum væri, hvort sem væri í hinum stærri matvöruverzl- unum eða á minni sölu- stöðum væri í lagi. Nú er komið í ljós að svo er ekki. Einn þáttur þess máls, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag og aftur var fjallað um í gær snýr að matvælaframleiðendum sjálfum, sem sumir hverjir hafa ekki gætt þess að framleiðsluvara þeirra væri flutt á milli staða með réttum hætti. Hinn þáttur málsins snýr að þeim, sem eiga að hafa eftirlit með mat- vælum. Hvernig stendur á því, að þetta mál kemur upp nú? Hefur það fyrirkomulag tíðkazt árum saman hjá einhverjum framleiðendum, að þeir hafi sent frá sér matvæli án þess að þess væri gætt við flutning að kæling væri í lagi? Og um hvað hafa flutningsaðilar verið að hugsa? Víkverji kom á sölustað í gær-          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.