Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AFP. | Mildasti vetur frá því mælingar hófust er nú brátt að baki í Evrópu og úr öllum hornum ber- ast fréttir um, að náttúran sé farin að ruglast verulega í ríminu. Hveiti verður uppskorið mánuði fyrr, allir markaðir yfirfullir af þroskuðu grænmeti og farfuglar undarlega snemma á ferðinni. Í flestum löndum Evrópu hafa vetrarmánuðirnir þrír frá desem- ber til febrúar verið tveimur cel- síusgráðum yfir meðallagi og því er spáð, að hitastigið verði einnig yfir meðallagi á vormánuðunum, mars, apríl og maí. Breskir veðurfræð- ingar spá því raunar, að yfirstand- andi ár verði það hlýjasta í heim- inum síðan mælingar hófust. Aukin hlýindi eru ekki öllum fagnaðarefni. Þurrkar og plöntu- sjúkdómar fylgja með og nefna má, að helmingur byggs í sumum hér- uðum Þýskalands er þegar sjúkur. Fluga, sem annars er ekki vön að lifa af veturinn, hefur sýkt það. Mildasti veturinn að kveðja og farfuglar snemma á ferðinni Vor Blómasala er nú þegar hafin á Miklatorgi í Brussel í Belgíu. STAÐA Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, versnar stöðugt en hann er sakaður um að hafa rekið átta saksóknara af pólitískum ástæðum. Segja þeir ástæðuna þá, að þeir létu ekki undan þrýst- ingi frá þingmönnum repúblikana í viðkvæmum málum. Þetta er hið erfiðasta mál fyrir Hvíta húsið og Repú- blikanaflokkinn en í gær dró Tony Snow, blaðafulltrúi Hvíta hússins, til baka það, sem áður hafði verið gefið í skyn, að Harriet Miers, fyrrv. ráðgjafi Hvíta hússins, hefði átt hugmyndina að brottrekstrinum. Það gerði hann eftir að í ljós komu tölvupóstar, sem sýna, að Karl Rove, starfsmannastjóri George W. Bush forseta, ræddi í janúar 2005 um að reka suma saksóknara af þeim 93, sem alríkisstjórnin skipar. Sýna þeir líka, að í vikunni áður en Gonzales tók við embætti dóms- málaráðherra var hann að velta því fyrir sér að reka 20% saksóknaranna. Gonzales segist nú ekki muna eftir þessu en demókratar ætla að stefna háttsettum mönnum í stjórn Bush fyrir þingnefnd, þ. á m. Rove og Miers. Farið að hitna verulega undir Gonzales dómsmálaráðherra Alberto Gonzales dómsmálaráðherra PAKISTANSKA lögreglan beitti í gær táragasi og skaut gúmmíkúl- um á mótmælendur í Íslamabad til að reyna að kveða niður götumót- mæli vegna þeirrar ákvörðunar Pervez Musharrafs, forseta Pakist- ans, að reka forseta hæstaréttar landsins. Tugir mótmælenda voru handteknir. Lögreglumenn eyðilögðu einnig tæki í sjónvarpsstöð sem sýndi myndir af átökum milli lögreglu og mótmælenda nálægt dómhúsi hæstaréttarins. Bandaríska utanríkisráðuneytið skoraði á stjórn Pakistans og and- stæðinga hennar að forðast átök. Ráðuneytið áréttaði stuðning Bandaríkjastjórnar við Musharraf. Reuters Tekist á Pakistanskur lögfræð- ingur stekkur yfir vegartálma. Átök á götum Íslamabad RUDY Giuliani, sem sækist eftir því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi bandarískra repúblikana, er í nokkrum vanda. Komið hefur í ljós, að lögfræðistofa hans tengist með óbeinum hætti Hugo Chavez, forseta Venesúela, en hann er enginn Bandaríkjavinur eins og kunnugt er. Það er sérstök siðanefnd í Texas, sem hefur komist að því, að Giuliani og stofa hans fengu tæpar níu millj. ísl. kr. á síðasta ári fyrir að ganga erinda fyrirtæk- isins Citgo Petroleum Corporation en það er hluti af rík- isolíufélaginu Petroleos de Venezuela. Giuliani er þrí- giftur, heldur stirt á milli hans og barna hans og þegar þetta bætist við, getur það haft veruleg áhrif á sómakæra repúblikana. Kosningastjóri Giulianis beið ekki boðanna með að lýsa yfir, að Giuliani liti ekki á Chavez sem „vin Bandaríkjanna“. Giuliani í nokkrum vanda Rudy Giuliani ROBERT Mugabe, forseti Zim- babwe, hótaði í gær að vísa vest- rænum stjórnarerindrekum úr landi og sakaði þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Mugabe sagði að ef stjórnarer- indrekarnir vildu starfa í Zim- babwe þyrftu þeir að „hegða sér sómasamlega“, ella yrði þeim „sparkað“ úr landi. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem sætti pyntingum í haldi lögreglu, var út- skrifaður af sjúkrahúsi í gær. Vísað úr landi? FJÖLDI breskra barna undir fimm ára aldri, sem greinst hafa með sykursýki 1, hefur fimmfaldast á 20 árum. Í börnum undir 15 ára hefur hún tvöfaldast. Rannsóknin náði til 2,6 millj. íbúa í Oxford 1985–2004. Aukin sykursýki HP-sósan, sem á að baki 100 ára sögu og er breskari en allt breskt að sumra sögn, hefur nú verið flutt úr landi og verður framleidd í Hol- landi. Hefur þessu verið mótmælt harðlega en það breytti engu. HP-sósan flutt MARK Heller er yfirmaður rann- sókna við Öryggismálastofnun Tel Aviv-háskóla í Ísrael, hann hefur rit- að fjölda bóka um stjórn- og öryggis- mál í Miðausturlöndum. Heller flutti erindi á hádegisfundi Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands í lið- inni viku. Þar sagði hann m.a. að oft ýktu bæði Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir möguleikana sem stjórnvöld í Washington hefðu til að stýra rás viðburða í Miðausturlöndum. Um Íran segir hann að Ísraelar hafi að hans mati ekki hernaðarlega getu til að ráðast einir á Íran jafnvel þótt menn teldu víst að klerkastjórn- in væri að koma sér upp kjarnavopn- um. Það yrði aðeins gert með sam- þykki Bandaríkjanna. En þá væri hins vegar líklegra að Bandaríkja- menn stæðu einir að aðgerðum; þeir eigi vegna tæknilegra yfirburða erf- itt með að taka þátt í slíkum aðgerð- um með öðrum þjóðum. „Ef þú spyrð hvort af þessu verði þá veit ég það ekki. Eins og staðan er get ég ekki ímyndað mér að Banda- ríkjamenn hafi meira en tvo kosti: annaðhvort sætta þeir sig við að Íran komi sér upp kjarnavopnum eða þeir gera árás. En allir vilja auðvitað að friðsamleg lausn finnist og það takist að hindra Írana í að koma sér upp slíkum vopnum og ég held að menn muni teygja sig mjög langt til að sjá til þess. Sum ríki eru meiri ógn en önnur, við óttuðumst ekki Íran þegar keis- arinn var við völd þó að hann væri byrjaður að huga að kjarnorkurann- sóknum. Klerkaveldið er af allt öðr- um toga. En ég held ekki að nokkur maður ímyndi sér að hægt sé að leysa öll öryggisvandamál okkar með hervaldi.“ Múr eða girðing – Þið byggðuð múr til að verjast hryðjuverkamönnum. Hvers vegna á landi Palestínumanna, af hverju ekki á ykkar eigin landi? „Þarna sjáum við hvað orðræðan skiptir miklu. Þetta er ekki múr, megnið af þessu er girðing og við köllum þetta ekki múr heldur örygg- isvegg. Vopnahléslínan frá 1949 var ákveðin í samningum. Þetta eru ekki nein endanleg landamæri vegna þess að arabaríkin sögðu þá nei. En marg- ir telja að Palestínumenn eigi landið á Vesturbakkanum innan þessarar gömlu vopnahléslínu. Lagalega er það ekki svo, enn er ekki búið að ákveða landamærin. Við erum sagðir vera að ákveða án samninga hvar landamærin skuli vera með því að hafa girðinguna þar sem hún er. En þá er um leið verið að segja að við séum búin að gefa frá okkur allt svæðið handan girðingar sem eru um 94% af Vesturbakkanum. Ég veit ekki hvort það er svo, þarna eru alla- vega áþreifanleg mörk en þau er hægt að færa. Þetta er ekki óaft- urkræft. Sagt var að landtökubyggð- irnar yrðu þar sem þær voru en þær voru lagðar niður á Gaza og sumar sem voru á Vesturbakkanum. Palestínumenn vita ofur vel að sumar af minni byggðunum er hægt að leggja niður en aðrar stærri verða áfram á Vesturbakkanum. En hægt er að leysa málið með samningum. Það er hægt að bæta þeim upp tapið með ísraelskum svæðum annars staðar. Ég held að það sé rangt að segja að byggðirnar séu helsti ásteytingarsteinninn.“ Hægt að viðurkenna strax sjálfstæði Palestínu? – Gætu Ísraelar tekið frumkvæðið með því að viðurkenna strax sjálf- stæði Palestínu, byrjað á því en reynt að semja um önnur mál í fram- haldinu, landamæri og fleira? „Ég er ekki viss um að það væri endilega röng nálgun. Reyndar var það svo seint á árinu 1999, þegar Yasser Arafat hótaði að lýsa einhliða yfir sjálfstæði, að menn ræddu um þennan möguleika í Ísrael. En Abu Mazen [Mahmoud Ab- bas], forseti Palestínumanna, er ekki lengur fylgjandi þessari aðferð. Hann vill semja um öll atriði Vegvís- isins [friðaráætlun stórveldanna] núna. Abu Mazen talar fyrir munn margra Palestínumanna sem óttast að verði gert bráðabirgðasam- komulag um hluta Vegvísisins muni það verða varanlegt. En í Ísrael er óttinn af algerlega andstæðum or- sökum, þar óttast fólk að endanlega lausnin verði til bráðabirgða, að ekki sé hægt að treysta slíkum samn- ingum. Reynslan af samningum við Palestínumenn er slæm,“ segir Mark Heller. kjon@mbl.is Treysta ekki samning- um við Palestínumenn Ísraelski varnarmála- sérfræðingurinn Mark Heller segir að verði ráðist á Íran sé líklegt að Bandaríkin muni standa ein að aðgerð- unum. Kristján Jóns- son ræddi við Heller. Morgunblaðið/RAX Mark Heller „En ég held ekki að nokkur maður ímyndi sér að hægt sé að leysa öll öryggisvandamál okkar með hervaldi.“ FORYSTUMENN sænsku þjóðkirkjunnar hafa sam- þykkt að heimilað verði að gefa samkynhneigð pör sam- an í kirkjum með sama hætti og gagnkynhneigð pör. Sænskir fjölmiðlar höfðu þetta eftir Claes-Bertil Ytter- berg, biskupi í Västerås, í gær. Um það bil sjö af níu milljónum íbúa Svíþjóðar eru í þjóðkirkjunni og Ytterberg segir þetta í fyrsta skipti í heiminum sem svo stór kirkja sam- þykki kirkjulega hjónavígslu samkyn- hneigðra para. Gert er ráð fyrir því að nefnd, sem sænska ríkisstjórnin skipaði, birti á miðvikudaginn kemur tillögur um breytingar á hjúskaparlögunum. Sænska dagblaðið Dagens Nyheter segir að nefndin hyggist leggja til að samkynhneigð pör fái rétt til hjónavígslu í kirkju. Ytter- berg staðfesti að biskupar og aðrir forystumenn sænsku kirkjunnar myndu samþykkja slíka tillögu. Ytterberg segir þó að leiðtogar kirkjunnar setji þann fyrirvara að orðið hjónaband verði ekki notað um hjú- skap samkynhneigðra para þar sem hefð sé fyrir því að það sé notað yfir lögformlegt samband karls og konu. Biskupinn viðurkenndi að deilt hefði verið um þetta mál innan kirkjunnar en kvaðst telja það óhugsandi að hún hafnaði kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra. Kirkjuþing í Svíþjóð samþykkti árið 2005 að stofnað yrði til formlegrar athafnar sem veitti samkynhneigðum pörum kirkjulega blessun í opinberum guðsþjónustum. Áður gátu samkynhneigð pör í Svíþjóð fengið kirkju- lega blessun í formi fyrirbæna prests, líkt og samkyn- hneigð pör í staðfestri samvist hafa átt kost á innan ís- lensku þjóðkirkjunnar frá árinu 1998. Búist er við því að á íslensku kirkjuþingi í október nk. verði tekin ákvörðun um hvort heimila eigi hjónavígslur samkynhneigðra á Íslandi á grundvelli tillagna frá ráð- gjafarnefnd um kenningarleg málefni. Samþykkja hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjum Reuters Hjúskaparlögum breytt? Líkur eru á að samkyn- hneigð pör geti gengið í hjónaband í sænskum kirkjum. Hér er skreyting á brúðkaupstertu tveggja karla. Claes-Bertil Ytterberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.