Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 17
Morgunblaðið/Kristinn
Afrek Sigurður Einarsson sagði að í ljósi neikvæðrar umræðu um íslensku bankana í fyrra og mikils andbyrs sem
Kaupþing banki hefði mætt um tíma mætti segja að afkoman í fyrra væri ekkert minna en ótrúlegt afrek.
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
KAUPÞING banki hefur eins og er fé
til þess að kaupa upp banka eða fjár-
málafyrirtæki fyrir 1,5 milljarða evra
eða jafngildi um 135 milljarða ís-
lenskra króna. Þá hefur stjórn bank-
ans fengið heimild til þess að auka
hlutafé um 20% sem miðað við núver-
andi gengi bréfa Kaupþings myndi
skila honum hátt í 150 milljörðum
króna. Engin ákvörðun hefur þó verið
tekin um kaup á banka eða fjármála-
fyrirtæki að svo stöddu en Kaupþing
banki vill vera í stakk búinn til slíkra
kaupa ef rétt tækifæri býðst.
Þetta kom fram í ræðu Sigurðar
Einarssonar stjórnarformanns Kaup-
þings banka á aðalfundi bankans í
gær.
Þegar þetta tvennt er tekið saman
gæti Kaupþing banki haft burði til
þess að ráðast í uppkaup fyrir nær
300 milljarða íslenskra króna og
raunar líklega fyrir langt á fjórða
hundrað milljarða króna ef gripið
væri til annarra aðgerða eins og er-
lend greiningarfyrirtæki hafa bent á.
Ekki okrað á Íslandi
Sigurður greindi sérstaklega frá
því í ræðu sinni að af um 100 milljarða
króna hagnaði Kaupþings banka í
fyrra hafi innan við þrír milljarðar,
eða innan við 3%, komið af viðskiptum
bankans við 75 þúsund einstaklinga
og 15 þúsund lítil fyrirtæki hér á
landi. Sigurður tók fram að hann
gerði þessar tölur opinberar til að
svara ásökunum um að bankinn okr-
aði á viðskiptavinum sínum á Íslandi
með óeðlilega háum vöxtum og þjón-
ustugjöldum.
Sigurður fjallaði um mikinn vöxt
fjárhagsgeirans og ábata þjóðfélags-
ins alls af þeim vexti. Hann minnti á
að nú væri svo komið að Kaupþing
banki einn hefði greitt nær þrisvar
sinnum meira í skatta til hins opin-
bera í fyrra en sjávarútvegurinn allur
til samans. Því væri mikilvægt að að-
gerðir stjórnvalda tækju mið af styrk
og vexti fjármálageirans.
Kaupþingsmenn stórhuga
Á SÍMAFUNDI með sérfræðingum
Fitch Ratings í framhaldi af lækkun
á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs var
mikið fjallað um ójafnvægið í þjóð-
arbúskapnum og að allt útlit væri
fyrir að ríkissjóður yki á vandann á
þessu ári fremur en hitt. Frá þessu
er greint í Vegvísi Landsbankans og
bent á að ekkert hafi verið fjallað um
hættuna á því að ríkissjóður gæti
ekki staðið við skuldbindingar sínar.
„Í ljósi þess hve skuldir ríkisins
eru lágar og landsframleiðsla hér á
landi há, vaknar óneitanlega sá
grunur að Fitch telji sig verða að
gefa ríkisvaldinu einkunn fyrir hag-
stjórn, fremur en einkunn fyrir skil-
vísi, segir í Vegvísi Landsbankans.
Einkunn fyr-
ir hagstjórn?
SKIPTUM á þrotabúi verðbréfafyr-
irtækisins Burnham á Íslandi lauk
þann 28. febrúar síðastliðinn.
Greiddar voru liðlega 15,9 milljónir
króna af forgangskröfum í búið, sem
var um 74% af þeim kröfum. Ekkert
var greitt til samþykktra almennra
krafna, en þær námu um 373 millj-
ónum króna.
Burnham á Íslandi var tekið til
gjaldþrotaskipta í nóvember 2001 og
var Sigurmar K. Albertsson hæsta-
réttarlögmaður skipaður skipta-
stjóri í þrotabúinu. Lýstar kröfur í
búið námu samtals um 395 milljón-
um króna.
Skiptum lok-
ið á þrotabúi
Burnham
ATORKA hefur aukið hlut sinn í
gámaflutningafyrirtækinu Inter-
Bulk Investments Plc. Fyrir átti fé-
lagið um 24% en með kaupum á 100
milljónum hluta fyrir 2,6 milljarða
króna, í sérstakri hlutafjáraukningu,
er hluturinn kominn í rúm 40%.
Í tilkynningu til kauphallar segir
að Atorka fjármagni kaupin með
handbæru fé, InterBulk hafi fengið
samþykki yfirtökunefndar til að
eignarhlutur Atorku fari yfir almenn
yfirtökumörk eftir hækkunina. Fyr-
irhuguð hlutafjárhækkun, sem var
gerð vegna kaupa á félaginu United
Transport International (UTI), er
háð samþykki hluthafafundar í Int-
erbulk.
Atorka kom-
ið með 40%
í InterBulk
♦♦♦
KAUPÞING banki undirbýr nú starf-
semi í Mið-Austurlöndum. Starfsem-
inni verður stýrt frá Persaflóa og er
bankinn í viðræðum við eftirlitsaðila á
svæðinu til að afla sér nauðsynlegra
starfsheimilda.
Í tilkynningu Kaupþings banka
kemur fram að í fyrstu muni bankinn
leggja áherslu á fjárfestingarbanka-
starfsemi og eignastýringu á svæð-
inu. Kaupþing hefur ráðið Umar Ali
sem framkvæmdastjóra starfseminn-
ar í Mið-Austurlöndum. Hann hefur
fimmtán ára reynslu á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum og starfaði áður
hjá HSBC Bank og NatWest Mark-
ets. Kaupþing gerir ráð fyrir að ráða
um það bil 10 til 15 starfsmenn á
svæðinu á fyrsta starfsárinu.
Kaupþing
til Mið-
Austurlanda
♦♦♦