Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 25 EF STÆRÐIN Á ÍBÚÐINNI ÞINNI KEMUR Í VEG FYRIR AÐ ÞÚ GETIR BOÐIÐ GESTUM HEIM EKKI KENNA OKKUR UM Hnota Tilboð 89.000 Hæð 75 cm x lengd 183/263 x breidd 91,5 Ný gerð Fáðu frían vörulista í verslun okkar BoConcept®Íslandi Faxafeni 8, 108 Reykjavík. Sími 577 1170 - Faxnúmer 577 1172 www.boconcept.is Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra hönnun? Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað okkar í að ná fram því besta í öllum framleiðsluvörum okkar - allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða. Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin og aukahlutirnir. Tíðarfarið í Þingeyjarsýslu hefur að mörgu leyti verið mjög gott það sem af er ári. Stórhríðardagar og ófærð hafa ekki spillt samgöngum enda hefur skóli ekki enn fallið niður vegna veðurs. Mjólkurflutningar hafa gengið ótrúlega vel og vegurinn til Akureyrar hefur ekki lokast alveg eins og stundum hefur gerst. Þá hef- ur mikið hey sparast í hesta og jafn- vel hænur hafa getað vappað úti á bestu dögunum. Þennan tíma hafa margir bændur notað vel eins og t.d. með því að keyra moði og öðrum heyleifum á mela sem gott er að komast að á hjarni yfir vetrartímann. Moðið er dýrmætt efni sem mikið fellur til af á þessum árstíma og því er frábært að geta komið því þangað sem það myndar jarðveg auk þess sem í því er fullt af fræi.    Landgræðsluvinnan getur farið fram árið um kring og með mark- vissum aðgerðum hafa gríðarlega stór svæði endurheimt landgæði sín í héraðinu. Á komandi sumri munu þingeyskir bændur bera á um 2000 hektara lands og er sumt af því landi að fá sína fyrstu aðhlynningu. Það verður mikil vinna við lokun rofa- barða þar sem sáð er fræi með áburðinum, einnig verða fleiri gróð- urlausir melar teknir í meðferð en nokkru sinni áður. Landbótabylt- ingin hefur skilað miklu og nú er verið að kortleggja þau svæði sem grædd hafa verið upp í héraðinu og er tilgangurinn með því að ná enn betri árangri.    Nettenging er eitthvað sem margir ræða sín á milli á bæjum, en tölvu- samband í sveitunum er mjög til vandræða. Víða er það svo að ekki þarf að ræða það að stunda fjarnám eða símenntun því gagnaflutningar ganga ekki upp og þær endurbætur sem gerðar hafa verið hafa ekki virkað sem skyldi. Sendihraði er mjög lítill og sumstaðar er það svo að gsm-samband er alfarið úti eða ef til vill bara í einum glugga í sumum húsum. Þingeyingar eru yfirleitt þolinmóðir menn en nú virðist sem stíflan sé að bresta og safnað hefur verið undirskriftum til þess að fá úr- bætur í málinu. Það væri skemmti- legt ef fólk í sveitunum gæti veitt sér það að stunda ýmsa fjarvinnu með auðveldari hætti en verið hefur.    Mjólkurverðlaunin voru nýlega af- hent 14 þingeyskum mjólk- urframleiðendum sem er met- árangur á landsvísu og hvergi eru úrvalsmjólkurframleiðendur hlut- fallslega jafnmargir. Af þessum fjór- tán eru 11 með venjuleg rörmjaltaf- jós, sem sýnir að rörkerfin eru enn í fullu gildi þrátt fyrir mikinn áróður fyrir öflugri tölvutækni í mjaltabás- um og mjaltaþjónum. Hins vegar hafa menn ákveðnar áhyggjur af framtíð kúabúskapar í héraðinu því framkvæmdir hafa verið minni í Suður-Þingeyjarsýslu en á öðrum svæðum og ekki er vitað um nema eitt fjós sem verður byggt á kom- andi sumri.    Búkolla, þ.e. bókin „Byggðir og bú“, er væntanleg úr prentun í næstu viku og hafa margir beðið lengi með eftirvæntingu eftir að sjá útkomuna. Í þessu riti, sem verður í tveimur bindum, verða myndir af öllum ábú- endum og býlum í sýslunni og er þetta þriðja bókin sinnar tegundar sem kemur út um þetta efni. Und- irbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og hefur ritstjórinn, Ragnar Þor- steinsson í Sýrnesi, haft í nógu að snúast undanfarið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Blíðveðursdagar Hænsnin hafa notið útivistar í góða veðrinu. LAXAMÝRI Atli Vigfússon fréttaritari Sigurður Sigurðarsondýralæknir og félagi í Iðunni afhenti Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa Ölfuss, göndulbein úr rostungi til varðveislu í væntanlegu náttúrugripasafni í sveitarfélaginu. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Sigurður læknar dýr og drótt, daglega bætir kvöl og mein. Sigurður frúnum sinnir skjótt því Sigurður – hann á rostungsbein. Þá Kristján Eiríksson: Sá er best þekkir sauðfjármein, sérfræðingur í miltisbrandi nú gefur töfrandi göndulbein glæsikonum á Suðurlandi. Davíð Hjálmar yrkir svo um alls óskylt efni: Senn kemur vorið með sóley og hrís, sælu og leikgleði nýja, tjaldurinn þvaðrar og tittlingur rís úr túnfæti hátt upp til skýja. Vakin er athygli á samkomu Kveðanda og Harmonikkufélags Þingeyinga í Skúlagarði sem hefst kl. 21 í kvöld. Þar verður áreiðanlega Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavík sem orti: Það að hljóta eina ósk er óskadraumur manna. Kannski er þessi eðla Ósk óskabarnið sanna. Kristján Bersi Ólafsson fylgdist með umræðum í bæjarstjórninni í Kópavogi: Í Kópavogi er fjör og fútt, af fítonskrafti þar bókað. Með því Gunnar að kalla KRÚTT er kónginum sjálfum hrókað. Hann bætir því við að sér finnist að orðið krútt í þessu tilfelli ætti að skiljast og lesast sem danskt orð, þ.e. krudt, sem þýði byssupúður. VÍSNAHORNIÐ Af vori og göndulbeini pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.