Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is GAMANSEMI kemur illa fram í tölvubréfum, sagði Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins, við vitnaleiðslur í Baugsmálinu svo- nefnda í gærdag og vísaði þar til bréfs sem hann sendi Jónínu Bene- diktsdóttur í júlí 2002 og Fréttablað- ið birti þann 24. september 2005. Í bréfinu segir Styrmir m.a. að hann hafi rætt við Jón Steinar Gunn- laugsson, núverandi hæstaréttar- dómara, um að Jón tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger. Síðar segir: „Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið,“ Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, spurði Styrmi hvað hann hefði átt við með orðunum „innmúrað og innvígt“ og svaraði hann því til að þetta hefði átt að vera fyndni og ekkert hefði legið að baki. Styrmir sagði tölvubréfið hafa verið ritað í gamansömum tón og sér hefði þótt það fyndið að hvorki Jónína né Jón Gerald hefðu talið sig geta treyst Jóni Steinari. Í bréfinu segir síðar að tryggð Jóns Steinars við ónefndan mann sé innmúruð og ófrávíkjanleg og því þurfi þau ekki að hafa nokkrar áhyggjur. Gesti lék einnig forvitni á því hver ónefndi maðurinn væri sem Styrmir vísaði til. Hins vegar stóð á svörunum og sagði Styrmir að hann gæfi ekki upplýsingar um hver það væri. Bar hann fyrir sig að í sínu starfi væru samskipti við einstak- linga yfirleitt trúnaðarmál og í þessu tilviki teldi hann sig bundinn trúnaði. Spurði Gestur þá hvaða máli tryggð Jóns Steinars við ónefndan mann hefði getað skipt og sagði Styrmir þá að annað lægi á bakvið en lögmað- urinn héldi. Styrmir var einnig spurður út í þátt Kjartans Gunnarssonar, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, sem nefndur er í bréfinu. Sagðist Styrmir hafa leitað álits hjá Kjartani, ekki sem fram- kvæmdastjóra flokksins en fremur sem æskuvini, og bætti við að hann leitaði oft álits manna utan ritstjórn- ar Morgunblaðsins á alls kyns mál- um sem afstöðu þyrfti að taka til. Neitaði að hafa eytt tölvubréfum Jóns Ásgeirs Aðeins lítill hluti dómþingsins fór í skýrslutöku af Styrmi og eins og oft áður var það áreiðanleiki tölvubréfa sem bar helst á góma. Guðmundur Ingi Hjartarson, framkvæmdastjóri Netheims, kom m.a. fyrir dóm en Baugur var á meðal viðskiptavina fyrirtækisins, m.a. á tímabilinu 1998– 2001. Settur saksóknari, Sigurður Tóm- as Magnússon, spurði m.a. hvort Jón Ásgeir hefði hringt í hann sama dag og húsleitin var gerð í höfuðstöðvum Baugs og beðið um að láta eyða tölvu- pósti. Guðmundur sagði Jón Ásgeir hafa hringt í sig en aðeins til að segja frá húsleitinni, síðar um kvöldið hefði svo lögreglan tekið á móti Guðmundi við heimili hans og boðið honum að koma til skýrslutöku. Gestur Jónsson spurði Guðmund síðar hvort fulltrúar efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra hefðu komið í húsnæði Netheims og tekið afrit, Guðmundur neitaði því en játti að fyrirtækið hefði safnað atburða- skrám tölvubréfasendinga. Með þeim hefði verið hægt að rekja tölvu- bréfasendingar, og þar með sýna fram á hvort tölvubréf væru fölsuð eður ei. Saksóknarinn spurði þá hversu lengi hefði verið haldið í slíkar skrár og var það ekki lengur en til hálfs árs. Dómnum sýnt hvernig falsa skal tölvubréf Einnig báru vitni dómkvaddir matsmenn, s.s. Snorri Agnarsson prófessor í tölvunarfræði við Há- skóla Íslands. Var hann spurður hvort auðvelt væri að falsa tölvubréf og sagði hann svo vera. „Að mínu áliti er það auðvelt að falsa tölvupóst, þarf litla sérfræðiþekkingu og hver leik- maður getur orðið sér úti um hana ef hann hefur áhuga á,“ sagði Snorri m.a. og benti jafnframt á að örygg- iskerfi netþjóna hefðu verið mun lak- ari árið 2001 en í dag. Til að sannreyna hversu auðvelt væri að útbúa falsað tölvubréf fengu verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar ráðgjafa hjá Kögun, Daða Örn Jónsson, til að efna til sýni- kennslu fyrir dómendur. Daði Örn útbjó tölvubréf sem virtust hafa ver- ið send af Tryggva árin 2001 og 2002. Sagði hann jafnframt að ekki væri hægt, með þeim aðferðum sem not- aðar voru við rannsókn málsins, að greina að tölvubréfið væri falsað. Daði fór einnig yfir athugasemdir sem gerðar voru við rannsókn rík- islögreglustjóra í matsgerð sem unn- in var fyrir verjendur. Minntist hann einna helst á að mikilvægt væri að leggja hald á öll rafræn gögn á sama tíma en það hefði ekki verið gert. Húsleitin hefði t.a.m. farið fram 28. ágúst 2002, en tveimur dögum síðar afhenti Jón Gerald tölvu sína og í október var farið að skoða gögn Nor- dica. Saksóknari bar undir Daða falsað tölvubréf sem umræða skapaðist um fyrr við aðalmeðferðina og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, sagði að aðstoðarmaður sinn hefði útbúið á tveimur mínútum. Spurði saksóknar- inn hvort Daði hefði útbúið skjalið en hann neitaði því. Einnig var Daði spurður hvort einhverjar vísbend- ingar hefðu fundist um að tölvubréf hefðu verið fölsuð og neitaði hann því einnig. Tölvubréf í gamansömum tón Morgunblaðið/G.Rúnar Fyrir dóm Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var á meðal vitna í Baugsmálinu í gærdag og var m.a. spurður út í aðkomu sína að málinu. Kjartan Gunnarsson átti einnig að mæta fyrir dóm en ekki náðist í hann. Í HNOTSKURN Dagur 25 »Níu vitni, og einn sakborn-inga, voru leidd fyrir dóm á næstsíðasta degi vitna- leiðslna í Baugsmálinu. »Meðal vitna var ÞorsteinnJónsson, stjórnarformaður Vífilfells, sem spurður var út í samninga milli fyrirtækja Baugs og Vífilfells um kaup á drykkjarvörum, og eft- irágreidda afslætti. »Einnig var það upplýst aðÞorsteinn kom um borð í skemmtibátinn Thee Viking sex til tíu sinnum. Hann sagð- ist ekki muna til þess að hafa fengið formlegt boð en fór með Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni og var Jón Gerald Sullenberger gestgjafi. »Tryggvi Jónsson gaf þáskýrslu í annað skipti. Settur saksóknari bar undir hann tölvubréf sem sent var til Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Kaupþings í Lúx- emborg, og varðaði sölu hluta- bréfa í Urði Verðandi Skuld. Bréfið var lagt fram við aðal- meðferðina. »Á mánudag heldur aðal-meðferð áfram og munu endurskoðendur frá Price- waterhouseCoopers bera vitni auk Ingibjargar Pálmadóttur, Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sagðist fyrir dómi ekki geta upp- lýst hver „ónefndi maðurinn“ er, sökum trúnaðar við viðkomandi einstakling Vitnaleiðslum í Baugsmálinu að ljúka. http://www.mbl.is/mm/frettir/ frett.html?nid=1259292 VEFVARP mbl.is Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÁÐUNEYTIN gerðu skuldbindandi samn- inga um opinbera þjónustu við ýmsa aðila utan stjórnkerfisins á árabilinu 2006 til 2007 um út- gjöld sem nema samtals 94,1 milljarði króna. Alls voru gerðir 195 slíkir samningar. Þá veittu ráðuneytin 1.884 styrki á síðasta ári sem hljóða samtals upp á 3 milljarða króna. Þar af voru veittir 179 styrkir sem voru þrjár milljónir eða meira á síðasta ári og námu þeir samtals 2,2 milljörðum. Þessar niðurstöður er að finna í nýútkominni úttekt Ríkisendurskoðunar á skuldbindandi samningum og styrkveitingum ríkissjóðs á árinu 2006. Úttektin var gerð í framhaldi af umræðu fjárveitingavaldsins í janúar um styrki til Byrgisins og verklag við ákvarðanir um að veita opinbera fjármuni með þessum hætti. Margir skuldbindandi samningar sem ráðuneytin hafa gert fela í sér umtalsverða fjármuni. Þannig nemur skuldbinding vegna samnings landbúnaðarráðuneytisins um mjólkurframleiðslu rúmum 23 milljörðum á samningstímanum. Alls eru skráðir átta samn- ingar sem landbúnaðarráðuneytið hefur gert og nema skuldbindingar ríkissjóðs vegna þeirra 34,4 milljörðum 2006–2010. Ef litið er á skuldbindandi samninga allra ráðuneytanna kemur í ljós að þau hafa gert 19 samninga sem fela í sér skuldbindingu sem nemur meira en 1 milljarði króna. Á 5 ára tímabili (2006–2010) hefur menntamálaráðuneytið skuldbundið sig til að greiða samtals 20,7 milljarða vegna 56 samninga sem ráðuneytið hefur gert. Stærstu einstöku samningarnir eru við Háskólann í Reykjavík, en sá samningur hljóðar upp á 6,2 milljarða á tímabilinu, Verslunarskóla Íslands (3,1 milljarður) og Listaháskólann (2,1 millj- arður). Hjá dómsmálaráðuneyti eru skráðir 7 samningar sem fela í sér 1,9 millarða króna skuldbindingu. Stærstu samningarnir eru við Neyðarlínuna hf. (670 milljónir), TetraÍsland ehf. – fjarskiptafélag (700 milljónir) og við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, en sá samn- ingur hljóðar upp á 475 milljónir til ársins 2010. Í félagsmálaráðuneytinu er að finna 41 samning sem felur í sér 8,7 milljarða króna skuldbindingu fyrir ríkið. Flestir þeirra eru við félagasamtök og sveitarfélög, en sex eru við einstaklinga og fimm við sjálfseignarstofnanir. Meðal samninga ráðuneytisins er samningur við Skálatúnsheimilið, sem hljóðar upp á 905 milljónir, og við Sólheima (663 milljónir). Skuldbindingar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins vegna samninga af þessu tagi nema 17,3 milljörðum. Flestir þeirra eru við félagasamtök (12) og einkahlutafélög og hlutafélög (12). Stærstu samningarnir eru við Öldung hf. um rekstur hjúkrunarþjónustu, en sá samningur felur í sér 4,1 milljarðs króna skuldbindingu, við Reykjalund vegna end- urhæfingar (3,5 milljarðar) og um sjúkraflutn- inga á höfuðborgarsvæðinu (1,1 milljarður). Hjá samgönguráðuneyti eru skráðir 39 samningar og nemur skuldbinding ríkissjóðs vegna þeirra 6 milljörðum. Um helmingur samninganna er við hlutafélög og er stærsti einstaki samningurinn um rekstur Herjólfs (1,1 milljarður). Fram kemur í skýrslu Rík- isendurskoðunar að ráðuneyti hafa gert 50 samninga við félagasamtök. „Þessum aðilum er ekki skylt að skila ársreikningum til ársreikn- ingaskrár RSK né heldur til Ríkisendurskoð- unar. Lítið er því vitað um þau skil og hvernig endurskoðun er háttað. Í mörgum tilfellum fela samningar í sér gríðarmiklar fjárhæðir,“ segir þar. Einnig var gerð úttekt á styrkjum í fyrra. Hæstu styrkirnir voru til Akureyrarbæjar (251 milljón), Íþrótta- og Ólympíusambandsins (169 milljónir), Ungmennafélags Íslands (93 millj- ónir), KSÍ (75 milljónir) og Hjartaverndar (56 millj.). Skuldbindingar í samningum ríkis nema 94,1 milljarði króna  Ráðuneytin veittu 1.884 styrki í fyrra sem námu samtals 3 milljörðum króna Morgunblaðið/Sverrir Útgjöld Fulltrúar bænda og ríkisins undirrituðu samning um stuðning ríkisins við bændur. Í HNOTSKURN »Mest áhætta er talin vera fólgin ísamningum um heilbrigðisþjónustu því mistök eru líklegri til að hafa alvar- legar afleiðingar í formi skaðabóta. »Ríkisendurskoðun telur brýnt aðstyrkir séu einungis veittir til verk- efna sem standa undir faglegum kröf- um. »Styrkþegum á að vera gert skylt aðskila skýrslu um nýtingu styrkja ella beri stjórnvöldum umsvifalaust að stöðva fjárveitingarnar. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.