Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 23 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þetta gengur út á það að við stokkumupp alla íslenskukennslu í árgang-inum, breytum kennsluháttunum ogvinnum upp ný kennslugögn. Við fór- um út í þetta af því að krakkar eru oft hundleið- ir í skólanum en með þessu náum við að fá hvern og einn til að vinna eftir eigin mark- miðum,“ segir Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir. Hún, ásamt Guðbjörgu Grímsdóttur, kennir ís- lensku í 9. og 10. bekk Vallaskóla á Selfossi eftir ákveðinni leið sem nefnd hefur verið Valla- skólaleiðin og unnin var eftir hugmynd Guð- bjargar Dóru. Hún segist hafa gengið með þessa hugmynd lengi en hún hafi orðið að veruleika eftir að kennarar Vallaskóla fóru í kynnisferð til Hol- lands og kynntu sér einstaklingsmiðað, lotu- bundið nám í svonefndum Dalton-skóla. Þær sögðust fá góða hvatningu frá skólanum til að vinna að þessu þróunarverkefni sem hefði verið í gangi í Vallaskóla á Selfossi í tvö ár. Núna er aðferðafræðin notuð í íslensku- kennslu í 9. og 10. bekk skólans og gengur mjög vel. Hugmyndin er að beita aðferðinni í 8.–10. bekk og vinna þær nöfnurnar að því að koma upp kennsluefni fyrir 8. bekkinn. Þær eru þegar byrjaðar að laga aðferðina að nýrri námskrá og kynna Vallaskólaleiðina fyrir kennurum ann- arra skóla en hugmyndin er að fjölfalda náms- gögnin og selja öðrum skólum efnið. Þriggja vikna lotur Vallskólaleiðin í íslenskukennslu leggur til grundvallar aðalnámskrá grunnskóla, aðferðir Dalton-skólans, hlítarnám, lotubundið nám sem er einstaklingsmiðað og getumiðaðar kröfur til nemenda. Horft er heildstætt á allt námsefni árgangsins. Skólaárinu er skipt upp í þriggja vikna lotur og hefur hver lota sitt meginþema. Í hverri lotu er unnið með alla þætti íslensku- kennslunnar og sem dæmi nefna þær að Gísla saga Súrssonar var kennd á þremur vikum. Í hverri lotu eru fastir skiladagar verkefna og ákveðnir prófdagar. Kennararnir fara yfir öll verkefni og einkunnir eru sundurliðaðar. Eftir innlögn í upphafi geta nemendur unnið með efn- ið að vild. „Þau vinna í tímum og heima, ef þau klára ekki í tíma verða þau að vinna heima til að halda áætluninni. Síðan taka þau sjálfspróf og svo próf í lok lotunnar. Nái þau ekki viðmiðunartölu sinni þurfa þau að taka prófið aftur,“ segir Guð- björg Dóra. Hún sagði einnig að viðmiðunartala hvers nemanda væri fundin með mati kenn- arans og síðan eftir viðtal við nemandann þar sem honum gefst færi á að setja sér markmið sem síðan er látið gilda. Þegar öllum lotum vetr- arins er lokið tekur við upprifjun á öllu efni vetrarins fram að samræmdum prófum hjá 10. bekk. „Krakkarnir taka þessu vel og hafa góða til- finningu fyrir því að þeir séu að læra. Þeim finnst gott að geta stjórnað námi sínu í lotunni og kunna vel við aðhaldið sem felst í lotukönnun og sjálfsprófinu. Það sem vinnst með þessu er að krakkarnir læra að skipuleggja námið og þeir verða að fletta sjálf upp í bókum. Svo í lok námstímans verða þau að skila öllu sem þau hafa unnið og við förum yfir allt saman,“ sagði Guðbjörg Grímsdóttir. „Já, það virkar mjög áhugahvetjandi fyrir þau að hafa getumiðaðar kröfur og þau finna vel að þau eru að keppa við eigin viðmiðanir. Það er frekar tilhneiging hjá nemendunum að setja sér of háar viðmiðanir en ef það gerist ræðum við málið við þá og finnum með þeim rétta tölu,“ sagði Guðbjörg Dóra. „Mér finnst krakkarnir halda betur út í skól- anum, þeir eru áhugasamir og verða ekki eins leiðir þegar líður á veturinn eins og maður varð svo oft var við áður og margir kennarar og for- eldrar þekkja þann leiða,“ sagði Guðbjörg Grímsdóttir. „Já, svo kemur þetta líka fram í því að börn sem aldrei höfðu áhuga á að lesa eða vinna með námsefnið eru komin með meiri áhuga og vinna mikið sjálfstætt. Síðan er það líka þannig að þó að við forföllumst einn dag kemur það ekki að sök, krakkarnir geta vel unnið í námsefninu, sagði Guðbjörg Dóra. Vallaskólaleiðinni fylgir mikill verkefnabanki sem hefur verið unninn upp til að nota í hverri lotu og nemendur fá í hendurnar einkunnablað sem hefur verið staðlað fyrir þessa kennslu- hætti og nemandinn sér þar hvernig honum miðar og kennarinn getur einnig kallað fram viðmiðun hópsins og hvernig honum miðar sem heild. Síðan segja þær það áberandi að einbeit- ing hvers nemanda að eigin markmiðum geri að verkum að truflun er í lágmarki í hverjum tíma en í Vallaskóla er unnið með blandaða bekki hvað getu snertir. Verkefnið unnið án styrkja Verkefnið Vallaskólaleiðin hefur verið unnið án styrkja en skólastjórnendur hafa sýnt því mikinn áhuga og hvatt kennarana áfram. „Ég byrjaði í skólanum í haust og fyrir mér var þetta hrein opinberun og svar við breyttum kennsluháttum, ég hreinlega kolféll fyrir þessu. Það er mikil fjölbreytni í kringum þetta og krakkarnir eru virkir og áhugasamir, knúnir áfram af lotukerfinu,“ sagði Guðbjörg Gríms- dóttir. „Mér finnst þetta hafa tekist vel. Það er í þessu eins og öðru að sumir vilja ekki læra en við höfum fengið mikla hvatningu frá foreldrum og líka frá nemendunum sem eru miklu ánægð- ari með námið sitt, það er mikils virði og gefandi að finna það. Mér finnst fjölbreytnin skemmti- leg og gaman að sjá áhugann ljóma af krökk- unum þegar þeir keppast við verkefnin,“ sagði Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir og ennfremur að með þessu kerfi væri það leikur einn að nem- endur tækju þriggja ára nám í grunnskóla á tveimur árum með þessari aðferð. Hún hefði mikinn sveigjanleika sem mætti jafnvel nota til þess að taka eina önn í framhaldsskóla til við- bótar á meðan krakkarnir væru í 10. bekknum. Síðan væri leikur einn að beita þessari aðferð á aðrar kennslugreinar og ná enn frekari árangri með nemendunum. Nemendurnir mjög virkir í náminu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kennsla Guðbjörg Grímsdóttir og Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, íslenskukennarar við Valla- skóla á Selfossi, með kennslugögn Vallaskólaleiðarinnar fyrir framan sig. Vallaskólaleiðin í íslenskukennslu hefur gefist mjög vel Númer eitt í notuðum bílum Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5040 www.bilathing.is PAJERO – hörkugóð kaup Nokkur dæmi um glæsilega MMC PAJERO hjá Bílaþingi HEKLU MMC Pajero GLS 3,5 bensín Sjálfsk. Árg. 06. Ek. 15.000 km. 32" dekk og Antera felgur, varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 4.790.000 kr. Laugavegi MMC Pajero Dakar 3,2 dísil Sjálfsk. Árg. 05. Ek. 39.000 km. Varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 4.550.000 kr. Laugavegi MMC Pajero GLS 3,2 dísil Sjálfsk. Árg. 05 Ek. 54.000 km. 33" Anterabeyting, varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 4.690.000 kr. Laugavegi MMC Pajero GLS 3,2 dísil Sjálfsk. Árg. 02. Ek. 104.000 km. Varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 3.080.000 kr. MMC Pajero GLS 3,2 dísil Sjálfsk. Árg. 04. Ek. 60.000 km. 33" kantabreyting, varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 4.450.000 kr. Laugavegi MMC Pajero GLS 3,5 bensín Sjálfsk. Árg. 05. Ek. 27.000 km. 35" kantabreyting, varadekkshlíf, dráttarbeisli. Verð 4.850.000 kr. Laugavegi Laugavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.