Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ ríkir mikil spenna í óperulífi New York-borgar um þessar mund- ir, eftir að tilkynnt var að Gérard Mortier hefði verið ráðinn list- rænn stjórnandi New York City- óperunnar. Tvö óperuhús þar í borg hafa löngum bitist um heið- urinn að vera það besta þar um slóðir, New York City og Metró- pólitan, og hefur það síðarnefnda þótt standa oftar betur að vígi, enda heimsþekkt og ríkt og hefur haft burði til að tjalda til öllum bestu söngvurum og listamönnum sem völ er á hverju sinni. New York City- óperan hefur hins vegar borið sig vel með hinn óopinbera titil: ópera al- þýðunnar. Peter Gelb sem ráðinn var stjórn- andi Metrópólitan-óperunnar fyrir nokkrum árum hefur þótt standa sig frábærlega í að endurskipuleggja starfsemi hússins og markaðssetja The Met, eins og húsið er jafnan kallað, sem nýtískulegt, vinsælt og eftirsótt heim að sækja. Flæmski Belginn Gérard Mortier þykir þó hafa alla burði til að gera betur, og skapa í leiðinni listrænan usla, því hann þykir bæði ákveðinn, frakkur og ögrandi í skoðunum sín- um og verkum, harðduglegur og fylginn sér. Hann hefur komið við sögu margra stærstu óperuhúsa og óperuhátíða Evrópu og verið mjög umdeildur. Hann tekur ekki til starfa hjá New York City fyrr en í ársbyrjun 2009, þannig að Metrópó- litan-fólk hefur tíma til að „vígbú- ast“. Mortier, sem í dag stýrir Frönsku þjóðaróperunni í París, þykir öðrum stjórnendum snjallari í því að vekja eftirtekt og athygli á því sem hann er að sýsla við hverju sinni, og viðbú- ið að Peter Gelb sjái talsverða sam- keppni í því. Mortier er þekktastur fyrir störf sín sem stjórnandi Salzborgarhátíð- arinnar í áratug, og stundum að en- demum, þar sem hann átti það til að reita gagnrýnendur til reiði, gefa skít í almenningsálitið og halda lista- mönnum sínum í spennitreyju vegna einarðra skoðana sinna og róttækr- ar, listrænnar stefnu og afar frum- legra og óvenjulegra sýninga. Mortier til NY City Enginn ástardúett hjá óperustjórum Gérard Mortier SÝNINGIN Sporlaust verður opnuð með ljósmyndum Katr- ínar Elvarsdóttur í dag, klukk- an 15. Katrín setur á svið litla sögu á veggnum fyrir framan myndasalinn þar sem má fylgj- ast með börnum sem virðast ein úti í skógi. Hún setur sig á skjön við raunveruleikann og býr til einkaheim eða hand- anveröld, fremur eins og kvik- myndaleikstjóri en ljósmynd- ari. Myndirnar eru teknar sumarið 2006 á Ítalíu á frumstæða Holgu plastmyndavél og prentaðar með Giclee tækni. Ljósmyndasýning Dulúð í Þjóðminja- safni Íslands Katrín Elvarsdóttir GUJA Dögg Hauksdóttir, deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykja- víkur, flytur fyrirlestur um efniskennd, rými og form arki- tektsins Le Corbusier, á morg- un klukkan 15. Áhersla verður lögð á byggingu hans fyrir sjónlistadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Le Corbu- sier er talinn vera einn af frum- kvöðlum nútíma bygging- arlistar, en hann lagði mikið upp úr listrænni nálgun og sterkri hugmyndafræði um tilgang og viðfangsefni byggingarlistar. Sýningin er hluti af menningarveislunni Franskt vor á Íslandi. Fyrirlestur Verk Le Corbusier í Hafnarhúsinu Guja Dögg Hauksdóttir SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópavogs frumflytur óperuna Acis og Galatea eftir George Friedrich Händel, í Salnum í kvöld kl. 20. Þetta er sextánda óperuupp- færsla leikstjórans, Önnu Júl- íönu Sveinsdóttur með nem- endum skólans, en þar er hún söngkennari. Píanóleikur í sýn- ingunni er í höndum Krisztynu Cortes. Með hlutverk Galateu fer Fjóla Kristín Niku- lásdóttir, en Ragnar Ólafsson túlkar Acis. Að- gangur er ókeypis og önnur sýning á morgun, sunnudag kl. 16. Ópera Acis og Galatea í Salnum í Kópavogi Anna Júlíana Sveinsdóttir „The Tallis Scholars, breskur 10 manna sönghópur, stofnaður 1973 af stjórnandanum Peter Philips. Hópurinn sérhæfir sig í andlegri, hljóðfæralausri tónlist Evrópu endurreisnartímans. Í dag er hóp- urinn leiðandi á heimsvísu í sinni grein og þykir standa í fremstu röð atvinnukóra.“ Eitthvað á þessa leið lýsir Wiki- pedia einum magnaðasta sönghópi okkar tíma, The Tallis Scholars, en söngvarar úr honum eru stadd- ir hér á landi í dag – til að syngja. Ekki er Westminster Abbey- kórinn síður kunnur að fögrum söng og söngvarar þess eðalkórs eru hér líka. Erindagjörðir söngv- aranna hér á landi eru síður en svo leynilegar, en samt er þetta úrvalslið í stóru aukahlutverki, ef svo má segja, því það er Kamm- erkórinn Carmina sem býður söngfuglunum ensku til liðs við sig þegar sá stórviðburður verður í dag kl. 16 í Kristskirkju að frum- flutt verður hérlendis Sálumessa eftir síðasta meistara endurreisn- arinnar, Tomás Luis de Victoria. Árni Heimir Ingólfsson er söng- stjóri Carminu, en samstarf söng- fólksins enska við kórinn hans er ekki alveg nýtt af nálinni, Tallis- söngvararnir komu hingað allir í byrjun síðasta árs og héldu tón- leika með Carminu, undir stjórn Peters Philips. „Þegar Carmina varð til var hugmyndin sú að gera eitthvað sem ekki hefði verið gert hér áð- ur,“ segir Árni Heimir, „kynna re- pertoire, og kynna ákveðinn söng- stíl sem við höfðum ekki tamið okkur; með smærri kórum, tveim- ur söngvurum í rödd og í „Tallis“- stílnum. Uppbygging Carminu varð einfaldlega mun auðveldari við það að hafa þetta fólk til að læra af.“ Árni Heimir segir að nóg sé fyrir góða íslenska söngvara að standa við hliðina á ensku snilling- unum til að meðtaka andagiftina, hugarfarið til söngsins, stílbrigðin og söngtæknina. Lærdómurinn hafi falist í þessu og að fylgjast með þeim vinna. „Þegar upp er staðið á þetta eftir að gagnast fleirum en okkur,“ segir Árni Heimir, sennilega vitandi vits að kórsöngsáráttan er bráðsmitandi meðal Íslendinga. Það er kannski djúpt kafað í músíkfræðin að biðja Árna Heimi að útskýra hvað hann kalli „Tallis- stíl“, stílinn sem þessi frægi kór hefur tileinkað sér, en við látum á þær dýptarrannsóknir reyna: „Söngraddirnar eru mjög þjálf- aðar, flestir atvinnusöngvarar með mikla skólun. Um leið hefur fólk það vald yfir röddinni að geta sungið inn í hljóminn – það sker sig ekki úr. Það er misskilningur að þessar raddir syngi án víbra- tós, þótt það geti hljómað þannig úr fjarlægð. Þessir söngvarar syngja mikið og sterkt, en ná samt hreinum, afslöppuðum hljómi. Þá þurfa söngvararnir að setja sig inn í þetta tónmál, læra að móta hendingar og vera sér meðvitandi um það að endurreisnartónlistin er jafnræð- istónlist; það er jafnræði milli radda – engin ein með laglínuna. Það þurfa allir að styðja hver ann- an í að halda uppi línunum og það er innstillingaratriði,“ útskýrir Árni Heimir fumlaust, og kveðst um leið vona að þetta tungumál verði kórnum hans tamt. En hvaða erindi eiga end- urreisnartónskáldin Victoria og samtímamenn hans við okkur Ís- lendinga mörgum öldum eftir að þeir hafa safnast til feðra sinna? „Þetta er það stórkostlega í allri list. Góð listaverk eiga alltaf er- indi við mann. Mona Lisa og Shakespeare eru enn fersk og eiga sama erindi við okkur í dag og við fólk í sínum samtíma. Tónlist Vict- oria á mikið erindi við okkur. Hann tilheyrði síðustu kynslóð stóru endurreisnartónskáldanna og Sálumessan var síðasta verkið hans. Með þessu verki má segja að endi hafi verið bundinn á end- urreisnina í tónlist. Sálumessan og smærri verkin sem við syngjum á tónleikunum fela í sér leiðarstefin í mannlegri tilveru allar götur: líf- ið, dauðann, ástina og vináttuna.“ Leiðarstef mannlegrar tilveru Carmina Nóg er að standa við hliðina á ensku snillingunum til að meðtaka andagiftina, hugarfarið til söngsins, stílbrigðin og söngtæknina. Carmina frumflytur í dag á Íslandi Sálumessu síðasta endurreisnarmeistarans, með fulltingi söngvara úr Tallis Scholars og Westminster Abbey-kórnum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ur“ yfir innviðina, þar sem þær ætla að sýna og selja list sína. Þær eru búnar að koma fyrir umferðarskilti ofan við innganginn, biðskyldumerki sem á er prentað: Startart, og það er nafnið á staðnum. Hér sleppir Laugaveginum og nú byrjar listin. Þuríður Sigurðardóttir verður fyrir svörum, en með henni í hópn- um eru Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir, Þórdís Alda Sigurð- ardóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Gaga Skorrdal og Ása Ólafsdóttir. „Hugmyndin kviknaði út frá sam- ræðum okkar þegar ljóst var að það var laust pláss á Laugaveginum,“ segir Þuríður. „Við erum allar að Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VIÐ Laugaveg 12b stendur svart- málað ósköp hógvært hús. Í áraraðir hýsti það Hattabúð Soffíu Pálma, og konfekt- og tóbaksbúð að erlendri fyrirmynd var í næstu dyrum. Nú hafa sjö hattlausar listakonur hreiðrað um sig í húsinu, og á liðn- um vikum hafa þær unnið baki brotnu við að koma því í stand. Það stendur mikið til, því í dag opna þær dyrnar hvítu út á Laugaveginn og bjóða almenningi að líta inn. Þær kalla þetta ekki „gallerí“, því þar fæst hvorki fiskur né kjöt, þeim hugnast betur að nota orðið „listsal- vinna á vinnustofum utan við hring- iðuna og sýningatækifæri eru fá. Við erum allar starfandi myndlist- armenn og höfum fengið mörg tæki- færi og sýnt á flestum stöðum í Reykjavík og víðar; líka erlendis. Okkur fannst þó þörf á meiri nálgun við listneytendur.“ Þuríður talar um umferðarskiltið, tákn Startart-hópsins. „Að baki því liggur sú hugmynd, að allir geta les- ið úr þeim táknum sem það felur í sér. Það vantar þó svolítið á það að fólk eigi jafn auðvelt með að lesa í myndlistina. Fólk kvartar undan því að samtímalist sé torlæsileg eða erf- ið. Við töldum að með því að vera sýnilegar hér á Laugaveginum, þar sem við munum skiptast á að vinna, þá geti þeir sem vilja skoða mynd- list og jafnvel kaupa fengið innsýn í hugarheim myndlistarmannanna sjálfra. Okkur fannst einfaldlega skemmtilegt að reyna að nálgast markaðinn á þennan hátt. Fólk kemur síður á vinnustofur lista- manna.“ Dyrum að Startart verður lokið upp kl. 13 í dag, og þar með verður opnuð samsýning listakvennanna sjö. Þuríður segir að þótt stefnan sé sú að þær leggi áherslu á eigin myndlist, þá verði Startart samt sem áður opið fyrirbæri, þar sem skapandi hugsun ræður för. „Auð- vitað komum við til með að nýta okkur þau sambönd sem við höfum, bæði hér heima og erlendis. Á efri hæð verða vinnustofur, og það verð- ur stöðug vinna í gangi á staðnum.“ Allar hafa listakonurnar að sögn Þuríðar unnið við uppsetningar á sýningum og þær vinna í ólíka miðla. Hún segir að með því að stjórna starfseminni sjálfar og stýra verkum inn á staðinn haldi þær því listræna frelsi sem þeim sé svo um- hugað um. „Við viljum koma okkar list á framfæri án milliliða, og láta ekki stjórnast af tískusveiflum markaðar sem aðrir ákveða hvernig eigi að vera. Það er rangt gagnvart myndlistinni. Við komum til dyr- anna eins og við erum klæddar.“ Startart, nýr listsalur á Laugavegi Gjörningur Listakonurnar hafa unnið hörðum höndum við að koma húsnæðinu í nothæft form. Þær kjósa að kalla húsakynnin listsal, enda farið að nota orðið gallerí jafnvel á kjöt og fisk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.